Bændablaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 31
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. maí 2022 31 KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is LOFTPRESSUR Í HÆSTA GÆÐAFLOKKI Gerðu kröfur - hafðu samband við Gunnar í síma 590 5135 og kynntu þér þína möguleika. Við bjóðum upp á allar stærðir og gerðir af Ingersoll Rand loftpressum. Mjög hjóðlátar og einfaldar í viðhaldi. Bjóðum upp á þjónustusamninga og leggjum mikla áherslu á að veita góða viðgerðar- og varahlutaþjónustu. Við Norðurlandsveg - 560 VarmahlíðSími: 453 8888 - Opið virka daga kl. 9-17 RAFGIRÐINGAREFNINý sending komin í hús! Fylgstu með okkur á velavalehf Hliðlokur, hurðarlokur og gormalokur nú aftur fáanlegar! Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - 551-5464 www.wendel.is - wendel@wendel.is GÖNGUBRÝR OG ÖRYGGISGIRÐINGAR ____________________ FYRIR ÖRYGGI Á VINNUSVÆÐUM „Foreldrar mínir áttu búið hér á Efri- Fitjum áður, ég bjó hér lengi með pabba áður en kaupin fóru fram en svo tókum við hjónin við og nú hefur þriðji ættliðurinn, Jóhannes sonur okkar, ásamt konunni sinni, henni Stellu, tekið við. Þetta er auðvitað eðlileg þróun og svo þurfum við hjónin að vera tilbúin að gefa eftir þegar þessi yngri vilja taka við.“ Jæja, segir blaðamaður sposkur, og hvernig gengur það hjá ykkur hjónum? „Jú, það er svona, við létum þau fá 50% af búinu til að byrja með … þau hafa þó ekki náð að koma okkur út úr húsinu,“ segir Gréta og hlær. „Það stendur þó til, núna fyrir sauðburðinn, að við færum okkur um set,“ segir Gunnar – „þó ekki lengra en að Neðri-Fitjum.“ „Þetta eru tvær jarðir,“ útskýrir Gréta, „við flytjum okkur bara yfir á hinn bæinn og eigum eftir að koma okkur vel fyrir þar.“ Eins og áður kom fram ræktar fjölskyldan hross að auki við sauðféð og er auðséð að áhugi og metnaður haldast svo sannarlega í hendur. „Maður vill ná góðum árangri,“ segir Jóhannes, „og þá er að stunda þetta eftir því.“ „Fyrir utan það nú,“ segir Gunnar glottandi „að þegar Gréta var í barnaskóla var gefið út skólablað og og þar sagðist hún ætla að eiga besta bú á Íslandi! ...og við erum alltaf að stefna að því auðvitað ... alltaf að reyna að bæta okkur.“ Ræktunarbú ársins 2021 Heimilisfólkið er þó fremur hógvært þegar kemur að því að stæra sig sérstaklega af ræktunarhæfileikum sínum, en í gegnum tíðina hafa bæði hrútar og hross hlotið ýmiss konar verðlaun og viðurkenningar. Nú síðast má nefna þann frábæra árangur að hljóta titilinn Ræktunarbú ársins 2021 hjá Hrossaræktarsamtökum V-Húnavatnssýslu, auk þess að vera tilnefnd til hrossaræktarbús ársins á landsvísu og það ekki í fyrsta skipti. Sex vetra stóðhesturinn Atli fer fremstur í flokki þessara úrvals hrossa frá Efri-Fitjum, með 8,50 í aðaleinkunn. Var hrossaræktin komin vel á veg þegar þið hjón takið við búinu? „Það mætti segja að hrossaræktin hjá okkur sé svolítið mikil heppni,“ segir Gunnar. „Þegar við Gréta byrjuðum að rækta hross vorum við með gamlan stofn sem fylgdi búinu og vorum að fara undir góða graðhesta með það fyrir augum að reyna að byggja þetta upp, en árangurslítið.“ „Í besta falli fengum við góða reiðhesta,“ bætir Gréta við. „En svo kaupum við veturgamla hryssu frá Grafarkoti, hana Ballerínu, þetta hefur verið í kringum 1995-96, og sú meri gaf okkur gríðarlega mikið af góðum hrossum. Svo 2012 hlaut hún heiðursverðlaun fyrir afkvæmi en stofninn hjá okkur byggist rosalega mikið upp á þessari hryssu. Svo var önnur sem við kaupum fimm vetra, verðlaunahryssan Blika frá Garði – en þessar tvær eru í raun stofnhryssur hjá okkur.“ „Þetta er náttúrlega bara heppni,“ bendir Gunnar aftur á, „að lenda á þessum tveimur, því við hefðum vel getað lent á merum sem hefðu ekki gefið eins vel af sér. En svo er utanumhaldið, að setja þær undir topphesta þar sem við þekkjum bakgrunninn.“ „Ég var annars mikið í sveit í Grafarkoti,“ segir Gréta, þannig að ég þekkti ágætlega til hrossanna þar og vissi hver gætu reynst okkur vel.“ Framtíðin björt „Það eru auðvitað hæðir og lægðir í þessu öllu saman, en framtíðin er björt og reksturinn eins og hann er í dag heldur sínu striki eitthvað lengur þó hluti heimilisfólks sé að flytja sig um set. Að minnsta kosti á meðan maður hefur gaman af þessu enn þá,“ segja þau hjónin og flissa, enda stutt í brosið á þessum bæ. Þau Gunnar og Gréta hlutu verðlaun fyrir Ræktunarbú ársins 2021. Mynd / Malin Person. Bæjarstæðið er fallegt, en meðfram Efri-Fitjum rennur áin Fitjá sem á upptök sín á Víðidalstunguheiði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.