Bændablaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. maí 202218 HROSS&HESTAMENNSKA Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 Endurmenntunarnám hjá Landbúnaðarháskóla Íslands: Reiðmenn fögnuðu útskrift Útskriftarhátíð námsbrautarinnar Reiðmaðurinn hjá Endur menntun LbhÍ var haldinn á góðviðrisdegi á Mið-Fossum þann 1. maí sl. Nemendur öttu kappi í gæðinga fimi og gæðingatölti og veittar voru viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í náminu. Reiðmaðurinn er, samkvæmt lýsingu, ætlað fróðleiksfúsum reiðmönnum og áhugafólki um reið­ mennsku sem vill auka við þekkingu sína og færni í reiðmennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi en ekki síður fyrir þá reiðmenn sem vilja fara í þá vinnu að eflast sem manneskjur. Námskeiðið er byggt upp á námi í reiðmennsku en auk þess fræðast nemendur um sögu og þróun hestsins, fóðrun hans, frjósemi og kynbætur. Námið er haldið á níu stöðum á landinu en átta Reiðmannshópar, á annað hundrað manns, komu saman á Mið­Fossum í hestamiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands til að fagna útskrift. Tveir nemendur fengu viður­ kenningu fyrir framúrskarandi námsárangur, þau Guðmundur Árnason fyrir árangur í námsleiðinni Reiðmaðurinn I og Jóhanna Vilhjálms dóttir í Reiðmanninum II. Hæst metnu nemendur Reið­ manns ins II um Reynisbikarinn, sem gefinn er til minningar um tamninga­ meistarann Reyni Aðal steinsson sem var upphafs maður námsins. Hrefna Karls dóttir stóð uppi sem handhafi verðlaunagripsins. Á meðan hlaut Anna Guðný Baldursdóttir hæstu einkunn nemenda Reiðmannsins I í gæðingafimi. Þá kepptu nemendur sín á milli í gæðingatölti í flokki minna og meira vanra knapa. Í flokki meira vanra stóð gæðingurinn Váli frá Efra­Langholti uppi sem sigurvegari með einkunnina 8,6 en Ragnar Sölvi Geirsson var knapi hans. Í flokki minna vanra knapa hlutu gæðingarnir Ágúst frá Koltursey, setinn Rafnari Rafnarssyni og Erpur frá Hlemmiskeiði 2, setinn af Jóhönnu Maríu Vilhjálmsdóttur sem fengu sömu lokaeinkunn, 8,467, en dómarar völdu Ágúst og Rafnar sem sigurvegara. Opið er fyrir skráningar í Reiðmanninn hjá Endurmenntun LbhÍ en auk hinna föstu námshópa verður boðið upp á sérstakt nám í frumtamningum. /ghp Hrefna Karlsdóttir er handhafi Reynisbikarsins í ár. Í öðru sæti varð Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Bertha Karlsdóttir í því þriðja. Hér stilla verðlaunahafar sér upp ásamt Ragnheiði Þórarinsdóttur, rektor LbhÍ, ásamt fleiri nemendum í Reiðmanninum II: Bjarni Hjörleifsson og Stefán Bjartur Stefánsson, María Þórunn Jónsdóttir, Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir og Sigurjón Þorri Ólafsson. Myndir / LbhÍ Nemendur Reiðmannsins I öttu kappi í gæðingafimi. Þar stóð uppi sem sigurvegari Anna Guðný Baldursdóttir. Þórdís Anna Oddsdóttir var í 2. sæti, Anna Linda Gunnarsdóttir í því þriðja. Þá koma Júlía G. Gunnarsdóttir, Guðrún Margrét Steingrímsdóttir, Guðmundur Árnason, Björn Ragnar Morthensen og Magnús Björgvin Jóhannesson, sem stilla sér hér upp ásamt rektor. Hestaíþróttir: Atvinnuknapar og áhugamenn leiddu saman hesta sína Lið Árbæjarhjáleigu / Hjarðartúns sigraði Suðurlandsdeildina í hestaíþróttum. Liðið skipuðu knaparnir Hafþór Hreiðar Birgis- son, Hans Þór Hilmarsson, Hekla Katharína Kristinsdóttir og svo Hermann Arason. Suðurlandsdeildin, sem á rætur sínar að rekja til ársins 2017, er liðakeppni þar sem atvinnuknapar og áhugamenn leiða saman hesta sína í íþróttakeppni. Alls tóku fjórtán lið og 84 knapar þátt í ár en keppnir fara fram í Rangárhöllinni á Hellu í mars og aprílmánuði. Keppt var í fimm keppnisgreinum; fjórgangi, fimmgangi, tölti og skeiði auk parafimi, sem er keppnisgrein sem aðstandendur Suðurlandsdeildarinnar mótuðu. Í henni mynda tveir knapar og fákar þeirra par á reiðvellinum og reynir á ganghæfileika, fegurð, kraft og glæsileika keppnishestanna, auk samvinnu knapanna á vellinum. „Tilgangurinn hefur verið frá upphafi að búa til vettvang fyrir þau hrossaræktarbú sem eru á svæðinu að mynda saman lið skipað atvinnumönnum og áhugamönnum. Skilgreiningin á áhugamanni er frekar opin en hugsunin er að atvinnumennirnir á búunum ásamt starfsfólki geti myndað lið saman. Það hefur heppnast gríðarlega vel þó einhverjir hafi færst upp um flokk, yfirleitt er „slegist“ um áhugamennina en að sama skapi er það frábært tækifæri fyrir þá að keppa því þeir skipta jafn miklu máli fyrir liðið og atvinnumennirnir,“ segir Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, mótsstjóri Suðurlandsdeildarinnar, en Rangár­ höllin og Hestamannafélagið Geysir standa að viðburðunum. /ghp Vinningshafar Suðurlandsdeildarinnar í hestaíþróttum að þessu sinni var Lið Árbæjarhjáleigu /Hjarðartúns, sem stillir sér hér upp ásamt aðstandendum deildarinnar. Frá vinstri; Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, mótsstjóri Suðurlandsdeildarinnar og liðseigandi, Bjarni Elvar Pjetursson liðseigandi, Hekla Katharína Kristinsdóttir, Arnhildur Helgadóttir, Hermann Arason, Gísli Guðjónsson, Hafþór Hreiðar Birgisson og Hans Þór Hilmarsson. Myndir / Óðinn Örn Jóhannsson Leó Geir Arnarsson og Matthildur frá Reykjavík vöktu athygli fyrir glæsilega sýningu í tölti og hlutu langhæstu einkunn í þeirri keppnisgrein. Hann hafði ástæðu til að brosa, knapinn Hafþór Heiðar Birgisson á Jarli frá Þóroddsstöðum, enda sigurvegarar í skeiði áhugamanna og í vinningsliði deildarinnar. Reykjavík Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 Lely Center Ísland Landbúnaðarleikföng
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.