Bændablaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 24
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. maí 202224 Sýningin Fyrsti kossinn í höndum Leikfélags Keflavíkur er önnur tveggja sem hlaut þann heiður að vera valin áhugaleiksýning ársins hjá Þjóðleikhúsinu. Höfundur leiksýningarinnar er Brynja Ýr Júlíusdóttir, sem skrifaði verkið ásamt unnusta sínum, Guðlaugi Ómari Guðmundssyni, en þau eru bæði í stjórn leikfélagsins, gjaldkeri og ritari. Gaman er að segja frá því að Brynja er barnabarn Rúnars Júlíussonar, en tónlist hans var höfð í hávegum í sýningunni auk ýmissa perlna eftir þá Gunnar Þórðarson og Bubba Morthens. Verkið var samið og sett upp til að heiðra minningu Rúnars heitins Júlíussonar, sem var eins og flestir vita frábær tónlistarmaður og meðlimur í vinsælustu hljómsveitum landsins á sínum tíma, samdi og gaf út óteljandi lög á sínum ferli. „Við vorum auðvitað að vonast til þess að komast á fjalir Þjóðleikhússins,“ segir Brynja, enda mikið lagt í sýninguna sem er afar metnaðarfull og vel útfærð. Þannig þetta kom okkur kannski ekki alveg á óvart en við erum virkilega ánægð og glöð að fá fréttirnar. Við höfum verið valin áður, tvisvar reyndar – annars vegar árið 1999 með „Stælta stóðhesta“ og svo með frumsaminn söngleik, „Mystery Boy“, árið 2018. Við fáum að sýna hjá Þjóðleikhúsinu dagana 9. og 10. júní,“ heldur Brynja áfram. „Það er smá spurning með sviðsmyndina, sem er fyrirferðarmikil, og þurfum því að finna einhverja töfralausn til að setja sviðsmynd upp á einum degi sem er þá líka auðvelt að taka niður. Við búum sem betur fer að því að vera með frábært og dugmikið fólk í stjórn, auk þess sem formaðurinn okkar er smiður. Alls erum við í heildina 30-40 manns sem stöndum að sýningunum, þá bæði leikarar og aðrir, og vinnum vel saman þannig þetta á allt eftir að smella. Hvað varðar sumarið þá er leikfélagið vanalega með uppákomu 17. júní auk sumarskemmtana hjá leikskólunum. Leiklistarnámskeið á þessum árstíma eru í höndum Reykjanessbæjar, eða listanámskeið fyrir börn eins og þau eru kölluð, en þau eru haldin í leikhúsinu okkar, Frumleikhúsinu,“ segir Brynja sem hlakkar til að takast á við spennandi verkefni á næstu vikum. Frumleikhúsið má finna að Vesturbraut 17, en innan veggja þess hefur farið fram afar gróskumikið starf enda er Leikfélag Keflavíkur eitt öflugasta áhugaleikfélag Íslands. Leikfélagið fagnaði 60 ára afmæli á síðasta ári og setti af því tilefni upp hundruðustu sýningu sína til þessa, leikverkið „Fyrsta kossinn“. /SP Áhugaverðasta áhugaleiksýning ársins – Fyrsti kossinn: Leikfélag Keflavíkur Áhugaverðasta áhugaleiksýning ársins – Pétur Pan: Leikflokkur Húnaþings V Áhugaleiksýningar ársins: Á fjalir Þjóðleikhússins Síðastliðna þrjá áratugi hefur Þjóðleikhúsið verið í samstarfi við Bandalag íslenskra leikara hvað varðar val á leiksýningu úr smiðju áhugaleikhúsanna er sérstaka athygli vekur. Í kjölfarið hefur svo viðkomandi leikhúsi verið boðið að stíga á fjalir Þjóðleikhússins og gleðja gesti með tveimur sýningum eða svo. Vegna Covid-faraldurs- ins, sem hefur komið í veg fyrir sýningar síðastliðin tvö ár, hefur ekkert orðið úr valinu þann tíma en þess í stað voru nú valdar leiksýningar tveggja áhugaleikhúsa er þóttu bera af og sat dómnefnd Þjóðleikhússsins sveitt við valið. Niðurstöðurnar voru svo tilkynntar á aðalfundi BÍL á dögunum, en Björn Ingi Hilmarsson, einn meðlima dómnefndar, kunngerði viðstöddum úrskurð nefndar. Kom á daginn að fyrir valinu urðu sýning Leikflokks Húnaþings vestra á ævintýrinu skemmtilega um hann Pétur Pan og svo sýning Leikfélags Keflavíkur á Fyrsta kossinum, frumsömdum söngleik sem gleður svo sannarlega með frábærri tónlist er flestir þekkja. Má nærri geta að bæði leikfélög séu afar ánægð og glöð með valið og hlakki til að standa keik á sviði Þ j ó ð l e i k s - hússins áður en langt um líður, eða fyrstu vikuna í júní. B æ n d a - blaðið vill því óska bæði Leikflokki H ú n a þ i n g s vestra og Leikfélagi Keflavíkur innilega til hamingju með verðlaunin, enda vel að sýningunum staðið og valið hjartanlega verðskuldað. /SP ÁHUGALEIKHÚS Á ÍSLANDI Skráðu þig í áskrift og fáðu 15% afslátt og fría heimsendingu á keynatura.is eða í síma 562-8872 DREGUR ÚR TÍÐUM ÞVAGLÁTUM STYÐUR VIÐ HEILBRIGÐA ÞVAGRÁS OG BLÖÐRU Frá vinstri eru hér þau Björn Ingi Hilmarsson frá dómnefnd Þjóðleikhússins, Guðlaugur Ómar Guðmundsson ásamt Brynju Ýr Júlíusdóttur frá Leikfélagi Keflavíkur og Arnar Hrólfsson frá Leikflokki Húnaþings vestra. Höfundar sýningarinnar, parið Brynja Ýr Júlíusdóttir og Guðlaugur Ómar Guðmundsson. Sýningin Fyrsti kossinn vakti gífurlega lukku enda lifandi og skemmtileg. Fríður flokkur sem sýndi stórleik á sviði Félagsheimilis Hvammstanga. Ævintýrið um Pétur Pan þekkja flestir, en það var sýnt 11.-14. desember árið 2021 í Félagsheimilinu Hvammstanga. Leikmyndin var skemmtilega uppsett og fengu leikarar á öllum aldri að spreyta sig, en af 19 leikurum var rúmur helmingur börn. „Við erum náttúrlega stoltust af því að þetta er annað árið í röð sem við erum valin, Covid-ár reyndar á milli og í fyrsta skipti sem barnaleikrit er valið. Kannski kominn tími á víðara svið,“ segir Ingibjörg Jónsdóttir, gjaldkeri og meðlimur leikflokksins, í viðtali við Bændablaðið. Uppfærslan á leikritinu er skemmtileg og telur Ingibjörg að heiðurinn af því eigi þau Greta Clough og Sigurður Líndal leikstjóri, enda snillingar bæði tvö. „Leikmyndina setti Greta upp og svo erum við með duglega stráka við smíðarnar auk Arnars sjálfs sem gerði slatta.“ Hinn 12. júní, klukkan 14 og 17, eigum við svo að sýna í Þjóðleikhúsinu. Eitthvað var af forföllum vegna sumarleyfa, en gaman er að segja frá því að einn sem missti af þegar við völdum í sýninguna á sínum tíma fær nú tækifæri til að leysa af og fer því beint í Þjóðleikhúsið! Í sumar, að venju, sér Greta um Sumarleikhúsið, leiklistarnámskeið fyrir börn og Arnar Hrólfsson, formaður Leikflokks Húnaþings, verður henni innan handar en hann leikstýrði til dæmis leikritinu í fyrra sem krakkarnir sýndu að námskeiði loknu við mikinn fögnuð. /SP Drengirnir í Hvergilandi sem ekki vilja vaxa úr grasi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.