Bændablaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. maí 202222 Klofningur er innan Evrópu sam­ bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlandi. Þykir þetta afar vandræðalegt í ljósi þeirrar hörku sem ESB löndin hafa viljað sýna umheiminum með viðskiptabanni á Rússa vegna Úkraínustríðsins. Framkvæmdastjórn Evrópu­ sambandsins tókst ekki að ná samstöðu í málinu á fundi mánu­ daginn 2. maí. Breska ríkisútvarpið, BBC, sagði í umfjöllun um málið að þó að refsiaðgerðum hafi verið beitt á öðrum sviðum viðskipta, treysti ESB enn mikið á rússneska olíu og gas. Efnahagsráðherra Þýskalands sagði að landið myndi geta staðist rússneskt olíubann fyrir árslok 2022, þar sem hann virtist styðja harðari refsiaðgerðir. Ungverjar hafa hins vegar sagt að þeir séu andvígir slíkri ráðstöfun og lýst því yfir að þeir myndu ekki styðja ráðstafanir sem gætu stofnað birgðum í hættu. Ráðherrar ESB hittust á mánudag til að ræða hvernig eigi að stjórna ástandinu, undir miklum þrýstingi um að draga úr tekjustreymi sem styður stríð Vladímírs Pútíns forseta í Úkraínu. Niðurstaða fundarins var í raun engin. Það eru tvær megináskoranir sem aðildarríki standa frammi fyrir – hvernig á að borga fyrir rússneska orku á þann hátt að það brýtur ekki í bága við eða grefur undan refsiaðgerðum ESB, og einnig hvernig eigi að afla og þróa aðrar birgðir til að hverfa frá því að treysta á Rússland. ESB er mjög háð Rússum um orku Á blaðamannafundi á mánudag sagði Kadri Simson, yfirmaður orkumála hjá ESB, að stöðvun Rússa á gasbirgðum til Póllands og Búlgaríu hefði styrkt vilja sambandsins til að verða óháð rússnesku jarðefnaeldsneyti. Vandinn er að samkvæmt úttekt rannsóknarmiðstöðvar um orku og hreint loft (CREA) hefur ESB flutt inn um 37 milljarða punda virði af jarðefnaeldsneyti síðan átökin hófust. Mest var flutt inn til Þýskalands, en þar á eftir kom Ítalía. Skrúfað fyrir sölu til Póllands og Búlgaríu Orkurisinn Gazprom stöðvaði gasútflutning til Póllands og Búlgaríu í þarsíðustu viku eftir að þessi lönd neituðu að verða við kröfum Rússa um að skipta yfir í greiðslu í rúblum. Mörg önnur aðildarlönd ESB standa frammi fyrir sama vandamáli um miðjan maí. Pólland og Búlgaría ætluðu að hætta að nota rússneskt gas á þessu ári og segjast geta tekist á við stöðvunina, en það hefur vakið ótta um að önnur ESB-ríki, þar á meðal gasþróaða efnahagsveldið Þýskaland, gætu verið næst á lista yfir lönd sem Rússar skrúfa fyrir. Það gæti haft gríðarlegar afleiðingar fyrir þýskt atvinnulíf. Brot á refsiaðgerðum og borga með rúblum Frú Simson endurtók þá skoðun framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins á mánudag að það væri „brot“ á refsiaðgerðum að greiða fyrir gas í rúblum og „ekki hægt að samþykkja það“. Hún sagði að aðildarríki væru að byggja upp gasbirgðir fyrir veturinn, en það dugar samt skammt ef skrúfað yrði fyrir. Nathan Piper, yfirmaður olíu- og gasrannsókna hjá Investec, sagði við BBC að það væri „nokkuð ljóst“ að ESB vildi „snúa sig í burtu“ frá rússneskri olíu og gasi, en bætti við að skortur á einingu opinberaði vanmátt ESB við að hrinda því í framkvæmd. /HKr. ESB-ríkin segjast vilja hætta kaupum á gasi og olíu frá Rússlandi: Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptabann á rússneskan jarðgasinnflutning sem Evrópusambandið íhugar að ráðast í geti haft hrikalegar afleiðingar fyrir efnahagslífið í ESB­ríkjunum. Embættismenn Evrópu sam- bandsins eru að íhuga allsherjar viðskiptabann á rússneskan jarðgas- innflutning, sem gæti verið kynnt í Brussel á næstunni. Níu Evrópuríki auk Kanada, Bandaríkjanna og Bretlands hafa bundist samtökum um að draga úr innflutningi sínum á olíu frá Rússlandi um 2 milljónir tunna eða svo. Hugmyndir um slíkt bann hafa valdið áhyggjum innan Seðlabanka Evrópu (European Central Bank - ECB). Velti bankinn upp ýmsum sviðsmyndum af lokun á gasinnflutning frá Rússlandi í síðasta mánaðarriti sínu og telur horfurnar nú verri en áður. Þar kemur fram að búast megi við allt að 5,1% heildarsamdrætti vergrar þjóðarframleiðslu á yfirstandandi ári og hækkandi verðbólgu. Þá býst bankinn við 3,5% samdrætti á næsta ári (2023) af sömu ástæðu og 3,4% samdrætti á árinu 2024. Þýski seðlabankinn hefur þegar bent á að þegar sé farið að halla undan fæti í efnahag Evrópusambandsins vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Ytra áfall af þessum toga geti komið af stað umtalsverðum samdrætti. Gæti leitt til hrikalegs samdráttar Í umsögn Bundesbank um málið föstudaginn 22. apríl kom fram að tafarlaust, algert bann við inn- flutningi á gasi frá Rússlandi gæti aukið hættuna á efnahagsstöðnun og leitt til hrikalegs samdráttar. Bundesbank varaði við því að viðskiptabann á rússneskt gas myndi kosta hagkerfi þess 180 milljarða evra vegna samdráttar í framleiðslu á þessu ári. Auk þess sem verð á orku myndi hækka upp í áður óþekktar hæðir og sjokkera hagkerfið í einni dýpstu niðursveiflu í mörg ár, að því er fram kom í frétt Financial Times. Í alvarlegri kreppu myndi landsframleiðsla í raun á yfir- standandi ári lækka um tæp 2% miðað við árið 2021. „Auk þess yrði verðbólgan umtalsvert hærri til lengri tíma,“ sagði í umsögn Bundesbank. Þetta getur þýtt að enn á ný verði peningaprentvélarnar settar á fullt í Evrópu til að prenta evrur sem engin innistæða er fyrir. Áhyggjur meðal iðnfyrirtækja Umræða um viðskiptabann á rússneskt gas hefur valdið áhyggj um meðal risafyrirtækja í iðnaðar framleiðslu í Þýskalandi. Allt að 40% af jarðgasi ESB og 25% af olíu þess eru háð Rússlandi, fyrst og fremst í gegnum leiðslur. Þriðjungur af heildarorkunotkun Þýskalands er háður Rússlandi. Martin Brudermüller, fram- kvæmda stjóri efnasam steyp unnar BASF, sagði að gasbannið myndi steypa þýskum viðskiptum sínum í „verstu kreppu sína síðan í síðari heimsstyrjöldinni“. Þýskaland er með stærsta hagkerfið af 27 ríkjum Evrópu- sam bandsins og þar hefur banni við innflutningi á orku frá Rússlandi verið mótmælt harðlega. Hafa menn frekar viljað sjá hægfara niðurskurð á innflutningi á gasi og olíu frá Rússlandi. „Skyndilegt gasbann myndi leiða til framleiðslutaps, stöðvunar á frekari rafiðnvæðingu og langtímamissis á atvinnumöguleikum í Þýskalandi,“ að því er AP fréttastofan hafði eftir formönnum vinnuveitendahóps BDA og DGB verkalýðssamtakanna í fyrri viku. Rússar taldir þola mjög lágt olíuverð Samkvæmt útlistun JPMorgan er framleiðslukostnaður Rússa á olíu talinn vera um 10 dollarar á tunnu. Þeir gætu því vel mögulega mætt allt að 90% innflutningstollum Evrópuríkja eða mögulega 20 dollara verðþaki án þess að tapa á slíkum viðskiptum. Þykir JPM þó líklegra að Rússar muni í framhaldinu beina sínum olíuútflutningi til vinveittra ríkja eina og Kína, Indlands auk Tyrklands. Natasha Kaneva, hráefnaráðgjafi JPMorgan, skrifaði á dögunum um hugmyndir í Evrópu um að banna rússneska hráolíu: „Fullt, tafarlaust bann myndi líklega koma Brent hráolíuverði upp í 185 dali á tunnu. Þar sem meira en 4 milljón tunnur af rússneskum olíubirgðum hyrfu á brott og hvorki er pláss né tími til að endurbeina þeim til Kína, Indlands eða annarra hugsanlegra varakaupenda.“ Samkvæmt útreikningum JP Morgan nam innflutningur ESB á olíu frá Rússlandi dagana 9.–16. apríl 7,3 milljónum tunna, sem er litlu minna en áður en Úkraínustríðið hófst í febrúar. Þá nam sjö daga innflutningur 7,58 milljónum tunna að jafnaði. Samkvæmt útreikningum JPM er hlutfall hráolíu (Crude Oil) í þessum olíuflutningum þó hærra en fyrir stríðið, en dregið hefur lítillega úr innflutningi á öðrum olíutegundum frá Rússlandi. /HKr. UTAN ÚR HEIMI Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas 0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 Japan Kína Pólland Kazakhstan Ungverjaland Holland Tyrkland Belarus (Hvíta-Rússland) Ítalía Þýskaland 8,8 9,2 9,6 10,2 11,6 15,7 16,2 18,8 29,2 42,6 Tíu stærstu innflutningsþjóðir á gasi frá Rússlandi - mælt í milljörðum rúmmetra Evrópa fær um 40% af jarðgasi sínu frá Rússlandi, sem er einnig helsti olíubirgir sambandsins, en sum lönd eru háðari rússnesku jarðefnaeldsneyti en önnur, svo skyndilegur niðurskurður á framboði gæti haft mikil efnahagsleg áhrif. Sem dæmi má nefna að Þýskaland fær nú um 25% af olíu sinni og 40% af gasi sínu frá Rússlandi, Slóvakía og Ungverjaland fengu 96% og 58% af olíuinnflutningi sínum frá Rússlandi í fyrra, samkvæmt Alþjóðaorkumálastofnuninni. Óhyggjur af of litlu framboði og háu verði á liþíum: Eftirspurnin talin vaxa um 4.000% til 2040 Ört vaxandi verð á liþíum, sem notað er m.a. í bíla­ og tölvu­ rafhlöður, er farið að valda mönn­ um áhyggjum um þróun áætlana um orkuskipti í heiminum. Það er enn nóg til af liþíumforða víða um heim til að búa til þær rafhlöður, en vinnsla á því er seinvirk og kostnaðarsöm. Eftirspurnin nemur um það bil 100.000 tonnum á ári, en vex um meira en 15%. Framboðið á liþíum annar vart eftirspurn og því hækkar verðið. Það getur síðan hægt á framleiðslu rafbíla og annarra tækja sem helst er hampað í orkuskiptaáætlunum víða um heim. Elon Musk áhyggjufullur Þann 8. apríl „tísti“ Elon Musk, stofnandi Tesla og forstjóri og stofnandi SpaceX, um það á Tvitter að hann væri að íhuga að stofna eigið námufyrirtæki í ljósi hækkandi verðs á liþíum, sem hann sagði nú komið í „brjálæðislegar hæðir“. Musk sagði að Tesla gæti í raun þurft að fara sjálft í námuvinnslu og úrvinnslu á liþíum ef verðið lækkar ekki. „Það er enginn skortur á frumefninu sjálfu, þar sem liþíum er næstum alls staðar á jörðinni, en hraði vinnslunnar er hægur,“ sagði hann í sínu tölvutísti. Tonnið af hálfunnu liþíum selt á 5.650 dollara Bloomberg greindi frá því þann 28. apríl að 5.000 tonna farmur sem var að hluta unnið liþíum, seldist fyrir 5.650 dollara fyrir tonnið. Það er 140% yfir verði sem menn hafa áður talið „geðveikt“ og var tilefni til athugasemda Elon Musk. Daginn eftir greindi Reuters frá aukinni eftirspurn og vaxandi skorti á liþíum og öðrum mikilvægum málmum í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þar sagði: „Evrópa er að renna út á tíma til að tryggja sér málma sem hún þarf til að knýja orkuskiptin.“ Búist við 4.000% aukningu eftirspurnar til 2040 Vandamálið snýst um framboð og eftirspurn. Til þess að mæta því sem menn kalla óraunhæf markmið Biden-stjórnarinnar í Bandaríkjunum, ESB og fleiri ríkja, áætlaði Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) í fyrrasumar að eftirspurn eftir liþíum myndi aukast um 900% til ársins 2030 og um 4.000% fyrir árið 2040. Til að mæta slíkri veldishækkun eftirspurnar þyrfti samsvarandi aukningu á liþíumframboði. /HKr. Liþíum, sem notað er m.a. í rafhlöður bíla, er silfurhvítur og mjög hvarfagjarn og eldfimur málmur. Vinnsla á þessum málmi er langt frá því að anna ört vaxandi eftirspurn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.