Bændablaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. maí 20228 FRÉTTIR Tækniþróunarsjóður styrkir Framhugsun: Möguleikar framleiðslu á íslenskum undirburði Verkefni ráðgjafarfyrirtækisins Framhugsun ehf., „Bætt nýting nytjaplantna – hálmkögglar“, hlaut styrk úr Tækniþróunarsjóði um miðjan apríl. Verkefnið felur í sér að kanna fýsileika á framleiðslu undirburðar úr þeim hálmi sem til verður við ræktun á korni hér á landi en enn fremur telur verkefnastjóri athugavert að kanna notkun á öðrum nytjaplöntum, s.s. hampi, í sama tilgangi. Að sögn Friðriks Más Sigurðs­ sonar, framkvæmdastjóra hjá Framhugsun ehf., felur verkefnið í sér að nýta innlent hráefni, orku, hugvit og vinnuafl til að framleiða nýjar afurðir fyrir vaxandi markað. „Notkun á undirburði til þess að bæta aðbúnað dýra hefur stóraukist hérlendis á liðnum árum. Stór hluti af þeim undirburði sem notaður er kemur erlendis frá. Þá er um að ræða að stærstum hluta viðarspæni eða spónaköggla,“ segir Friðrik, sem fer fyrir verkefninu. „Undirburður þróaður úr nytja­ plöntum er hentugri saman með búfjáráburði heldur en viðarspænir eða spónakögglar. Þannig getur verkefnið bætt nýtingu og aukið notagildi búfjáráburðar getur stuðlað að því að minnka notkun á innfluttum tilbúnum áburði.“ Hagkvæmnissjónarmið og betri nýting Í verkefninu mun Friðrik vinna hagkvæmnisathugun og gera viðskiptaáætlun um framleiðslu undirburðar úr þeim hálmi sem til verður við ræktun á byggi og annarri kornrækt á Íslandi. „Það eru fjölmörg tækifæri til eflingar landbúnaðar á Íslandi og aukinnar framleiðslu um leið og við tryggjum sjálfbærni landsins. Við munum meta valkosti hvað varðar framleiðslu nýrra afurða úr þeim nytjaplöntum sem ræktaðar eru, samhliða framleiðslu undirburðar. Sérstaklega horfum við til þess að hægt verði að framleiða undirburð úr hálmi. Fýsileikakönnun mun jafn­ framt skila niðurstöðu um hvaða nytjaplöntur geta nýst innan verkefnisins út frá hagkvæmnis­ sjónarmiðum og betri nýtingar á tækjum og aðstöðu,“ segir Friðrik. Möguleikar hampsins Friðrik telur áhugavert að skoða vinnslu undirburðar úr hampi. „Hampur hefur margvíslega kosti og kanna þarf betur hvaða afurðir er hægt að vinna úr honum. Við munum kanna fýsileika þess að framleiða undirburð úr honum sem og hvort hægt sé að verka og þróa afurðir úr honum til áframhaldandi sölu.“ Að sögn Friðriks er niðurstaðna verkefnisins að vænta í árslok. Ráðgjafarfyrirtæki Friðriks, Framhugsun ehf., var stofnað árið 2020. „Það byggir lausnir sínar á framsýni í hugsun, nýsköpun og sjálfbærni í nýtingu auðlinda. Við viljum stuðla að ábyrgri nýtingu auðlinda og innleiðingu sjálfbærra lausna.“ /ghp Friðrik Már Sigurðsson, fram- kvæmda stjóri Framhugsunar ehf. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 GRAFAGRINDUR GOTT ÚRVAL Þórustaða Kartöflur í Eyjafjarðarsveit bjóða upp á nýjung: Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun lægra kolvetnainnihald en venjulegar kartöflur. „Við munum alveg örugglega halda áfram að rækta þessa tegund þar sem markaðurinn hefur tekið henni einstaklega vel og fyrir það erum við þakklát,“ segir Jón Kristjánsson hjá Þórustaða Kartöflum í Eyjafjarðarsveit. Jón segir að ástæða þess að ákveðið var að bjóða upp á kartöflur af því tagi væri til að auka fjölbreytileika í úrvali á kartöflum hér á landi. „Margir Íslendingar hafa tileink­ að sér kolvetnasnautt matar æði og við vildum bjóða upp á kartöflu sem hentaði þeim hópi. Við lögðumst því í leit að útsæði sem gæti uppfyllt okkar skilyrði og prófuðum nokkur yrki sem hefðu lægra kolvetnainnihald en venjulegar matarkartöflur,“ segir Jón. Þau höfðu samband við Ólaf Reykdal hjá Matís sem veitti að sögn ómetanlega hjálp, sá m.a. um að rannsaka fjölmörg yrki af kartöflum á Þórustöðum. Í þeim hópi var Queen Anne sem nú stendur íslenskum neytendum til boða. Góð í ræktun, fremur ílöng og ljós á lit Jón segir niðurstöður rannsóknar hafa komið flestum á óvart, en umrætt yrki var valið vegna bragðgæða fremur en lágs kolvetnainnihalds. „Rannsóknir á þessu yrki voru endurteknar bara til að gulltryggja að ekkert hefði farið úrskeiðis. En niðurstaðan er ánægjuleg,“ segir hann. Kartaflan Queen Anne er góð í ræktun, er fremur ílöng og ljós á lit. „Þeir sem hafa smakkað hjá okkur telja hana með betri matarkartöflum og hún er einstaklega þægileg til að sneiða niður í franskar vegna þess hversu ílöng hún er,“ segir hann. Umfangsmikil kartöflurækt er stunduð á Þórustöðum og á hún sér sögu sem nær aftur til ársins 1977. Tvenn hjón sjá um ræktunina nú, Jón og Tinna Ösp Viðarsdóttir og Jón Helgi Helgason og Díana Rós Þrastardóttir. /MÞÞ Markaðurinn hefur tekið vel við lágkolvetnakartöflunni. Jón og Jón Helgi hjá Þórustaða Kartöflum hafa í nógu að snúast en umfangsmikil kartöflurækt er stunduð á Þórustöðum í Eyjafjarðarsveit. Nýlega kom á markað kartaflan Queen Anne sem hefur mun lægra kolvetnainnihald en venjulegar kartöflur. Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífrænt hænsnahús í Flóahreppi þar sem hænurnar gefa frá sér lífræn egg samkvæmt stöðlum frá Vottunarstofunni Túni. Búið er með annað lífrænt hús á svæðinu í landi Miklholtshellis, en þar eru 12 þúsund lífrænar hænur. Nýja húsið er rúmlega 2000 m2 með vetrargörðunum þar sem mega vera allt að 18.000 fuglar. „Húsið er ætlað í lífræna eggjaframleiðslu og er nokkuð sérstakt vegna þess að það eru sérstakir vetrargarðar í því, sem eru yfirbyggð svæði þar sem fuglinn getur hlaupið um. Auk þess verða útisvæði þar sem fuglinn getur farið út en það er þó bannað í dag vegna fuglaflensu í villtum fuglum á Íslandi. Græni litur hússins á að vísa í lífræna framleiðslu og að allt sé vænt, sem vel er grænt,“ segir Stefán Már Símonarson, framkvæmdastjóri Nesbús. /MHH Nýja hús Nesbús í Flóanum er grænt á litinn og sést vel frá Suðurlandsveginum. Um 18 þúsund fuglar verða í húsinu, sem munu verpa lífrænt ræktuðum eggjum en Vottunarstofan Tún hefur vottað húsið lífrænt, eins og hitt húsið frá Nesbú, sem er rétt hjá þessu nýja. Mynd / MHH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.