Bændablaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. maí 202230 Í fallegasta dal landsins, við ána Fitjá, situr bærinn Efri- Fitjar. Heimilisfólk eru þau hjón Gréta Brimrún Karlsdóttir frá Harastöðum í Vesturhópi og Gunnar Þorgeirsson, uppalinn á bænum, auk Jóhannesar Geirs syni þeirra, konu hans, Stellu Dröfn Bjarnadóttur frá Mannskaðahóli í Skagafriði og litlu dóttur þeirra, henni Sólveigu Gyðu. Er blaðamann bar að garði skein sól í heiði eins og ekki er óvanalegt um þessar slóðir og rétt rúm vika þar til sauðburður átti að hefjast. Má því segja að nokkur eftirvænting hafi verið í loftinu en á Efri- Fitjum er stunduð hrossarækt auk sauðfjárbúskapar sem hefur vakið sérstaka athygli manna vegna góðrar frjósemi sem og mikilla afurða. Heimilisfólk tekur undir þetta og bendir á að gæðin byggist upp á að halda fénu í góðu standi yfir veturinn svo þær séu tilbúnar til að mjólka vel og skila góðum lömbum til nytja. Passað sé að ærnar leggi ekki af á haustin til að ná sem bestri frjósemi og svo auðveldara sé að halda þeim í góðum holdum yfir veturinn. „Sauðburðurinn er svo aðalvertíðin, þó nokkuð er um þrílembur og maður lærir á hvaða rollur þola að sjá um þrjú lömb. Við heimilisfólk erum ekkert sérstaklega hrifin af heimalningum og höfum brugðið á það ráð að lauma stundum þriðja lambi undir tvílembda ær sem við vitum að ræður við þrjú. Auðvitað kemst maður aldrei alveg hjá því að hafa einhverja heimalninga, en það er dýrt fæðið í þá og lítill bissness þar af leiðandi. Við höfum notast við sæðingar og þá nær maður náttúrlega einu og einu úrvalseintaki,“ segja þau hjónin Gréta og Gunnar. Hróður hrúta Efri-Fitja fer víða Er kemur að úrvalseintökum má nefna hrútinn Börk, en sögur hafa farið af honum síðan 2015 sem einum af mestu kostagripum til framræktuna, auk þess sem hann er margverðlaunaður. Glitnir er annar sem fengu færri en vildu í fyrra en samkvæmt Hrútaskrá 2020-2021 kemur fram að hann hafi verið valinn til notkunar á sæðingastöð haustið 2020 á grunni afkvæmarannsóknar fyrir úrvalshrúta í Miðfjarðarhólfi, sem fram fór á Efri-Fitjum. Styrkleiki Glitnis liggur öðru fremur í öflugum mala- og læraholdum samhliða miklum vænleika afkvæmanna. Aðspurður segir Gunnar: „Glitnir á annars eftir að sanna sig á meðan Börkur er fyrsti hrúturinn sem vann bæði verðlaun sem lambafaðir og svo sem alhliða hrútur. En árið 2018 hlaut hann verðlaun sæðingastöðvanna sem lambafaðir og árið 2021 verðlaun sem mesti kynbótahrútur sæðingastöðvanna en á undanförnum árum hafa sæðingastöðvarnar verðlaunað ræktendur þeirra stöðvahrúta sem skarað hafa hvað mest fram úr sem kynbótagripir. Má því segja að þessar viðurkenningar séu æðstu verðlaun sem veitt eru hér á landi vegna sauðfjárkynbóta. Svo áttum við Myrkva sem var mjög ríkjandi og þaðan Mjölni son hans, sterkur leggur undan þeim. Má segja að Börkur og Myrkvi hafi verið mikil innspýting þarna á stuttum tíma en þeir fæddust með stuttu millibili.“ Kemur fram í fyrrnefndri hrútaskrá að Mjölnir sé öflugur alhliða kynbótahrútur og henti trúlega sérstaklega vel þar sem vænleiki dilka er mikill. Áhugi og metnaður að leiðarljósi Ættgengur metnaður og áhugi fylgir fjölskyldunni og hefur arftakinn Jóhannes svo sannarlega hvort tveggja. Ásamt Stellu konu sinni telur hann ekki vandkvæðum bundið að halda uppi þeim gildum er foreldrar hans hafa sett. Sauðburðurinn er á næsta leiti en samkvæmt Jóhannesi voru talin rúm 2.000 fóstur og því þó nokkur hamagangur í vændum. „Búið telur um rúm 1.000 ær, rétt um tvö lömb á kind undir þaki,“ segir Jóhannes. Hann telur fjöldann viðráðanlegan og þægilegan og áætlar ekki að stækka búið á næstu árum, enda hefur það vaxið heilmikið frá því að foreldrar hans tóku við árið 1994. „Það er rétt, við kaupum þetta af foreldrum mínum árið 1994, við Gréta, en ég hef verið viðloðandi fjárbúskapinn samt alveg síðan ég man eftir mér,“ segir Gunnar hlæjandi. LÍF&STARF Efri-Fitjar í Fitjárdal, Húnaþingi vestra: Þar sem sólin skín í sinni Það er stutt í brosið hjá heimilisfólkinu að Efri-Fitjum. Hér eru kynbótahrútarnir víðfrægu, þeir Börkur til vinstri og Glitnir til hægri. Ræktunarbúið Efri-Fitjar er annálað fyrir úrvalsfé, vel hirt og í góðum holdum. Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.