Bændablaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. maí 202214 Helga Bjarnadóttir í Varmahlíð hlaut Samfélagsverðlaun Skaga­ fjarðar fyrir árið 2022, en þau voru veitt á dögunum í sjö unda sinn. Samfélagsverðlaunin eru veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félaga­ samtökum í Skagafirði sem hafa með störfum sínum lagt mikið til þess að efla skagfirskt samfélag. Að þessu sinni bárust alls 33 tilnefningar og voru 14 aðilar tilnefndir. „Á langri ævi hefur Helga auðgað skagfirskt samfélag með margvíslegu móti þó það hafi ekki alltaf farið hátt, enda Helga lítið fyrir að hreykja sér af verkum sínum,“ segir í umsögn um Helgu og Samfélagsverðlaunin. Hún á að baki farsælan feril sem barnakennari og skólastjóri og hafði einstaklega góð og mótandi áhrif á nemendur sína. Margir þeirra halda mikilli tryggð við hana æ síðan. Helga hefur verið og er enn virk í starfi kvenfélaganna í Skagafirði, og sat meðal annars um árabil í stjórn Kvenfélagssambands Skagafjarðar. Helga hefur komið að bókaútgáfu og um árabil hefur hún haft forgöngu um vinsælt félagsstarf aldraðra Skagfirðinga að Löngumýri og enn heldur hún því starfi uppi af miklum krafti með vinkonum sínum. Lætur sig skipta velferð þeirra sem höllum fæti standa Þá segir einnig að Helga sé öðrum íbúum Skagafjarðar fyrirmynd hvað varðar fegrun og umgengni um umhverfi sitt. Sér þess glöggan stað bæði í heimagarði hennar og á Löngumýri. Síðast en ekki síst skal nefnt að hún hefur ætíð látið sig miklu skipta líðan og velferð þeirra sem einhverra hluta vegna standa höllum fæti í lífinu. Ófáir eru þeir sem með ýmsum hætti hafa notið manngæsku og liðsinnis Helgu í gegnum tíðina og er svo enn þó aldurinn sé byrjaður að setja mark sitt á starfsgetu hennar. „Helga Bjarnadóttir er fulltrúi þeirrar kynslóðar sem ekki telur mikla þörf á að láta bera á þeim óeigingjörnu sjálfboðaliðastörfum sem raunverulega skipta svo miklu máli í að skapa það góða samfélag sem við Skagfirðingar búum í,“ segir á vefsíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. /MÞÞ FRÉTTIR Metaðsókn á tjaldsvæðin við Akureyri sumarið 2021: Tæplega 80 þúsun gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta – Tveimur flötum bætt við tjaldstæðið á Hömrum í sumar „Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og ferðaríkt sumar í vændum,“ segir Ásgeir Hreiðarsson, framkvæmdastjóri Útilífsmiðstöðvar skáta á Akureyri, og að bjartsýni ríki fyrir komandi sumar. Tjaldsvæðið að Hömrum er opið allt árið og hefur aðsókn aldrei verið meiri en það sem af er ári, sem dæmi voru gistinætur í nýliðnum aprílmánuði tæplega 1.000. „Í raun eru einungis örfáir dagar fyrstu fjóra mánuði ársins þar sem ekki voru einhverjir gestir á svæðinu,“ segir hann. Ásgeir segir að liðið ár hafi slegið met hvað aðsókn varðar. Þrátt fyrir að samkomutakmarkanir hafi verið í gildi af og til á síðastliðnu ári var slegið aðsóknarmet á tjaldsvæðum á Akureyri. Gistinætur á báðum svæðum, þ.e. við Hamra og á svæðinu við Þórunnarstræti inni í bænum, urðu á árinu 2021 samtals 79.500. Það er mikil aukning frá árinu þar á undan, eða sem nemur um 63% á milli áranna 2020 til 2021. Íslendingar voru bróðurpartur þeirra sem nutu lífsins á tjaldsvæð um Akureyrar, en í um 85% af heildar­ fjölda gistinátta liðins árs voru Íslendingar á ferðinni. Útlendingar voru 15% gestanna. „Af þessum tæplega 80 þús­ und gistinóttum í fyrra voru um 15 þúsund á tjaldvæðinu við Þórunnar­ stræti,“ segir Ásgeir. Tvö ný svæði í notkun á Hömrum Hann segir að nú á komandi sumri verði ekki opið við Þórunnarstrætið, forsvarsmenn Akureyrarbæjar ætli sér að taka það svæði undir aðra starfsemi. „Í kjölfar þess að það tjaldsvæði dettur út hefur verið ráðist í að stækka svæðið á Hömrum til norðurs og við vonum að þau verði tilbúin til notkunar í sumar,“ segir Ásgeir. Hann segir gleðilegt hversu mikil aðsókn hefur verið að tjaldsvæðinu að Hömrum það sem af er ári og nánast upp á hvern dag nú fyrri hluta ársins hafi dvalið þar gestir. Nefnir hann sem dæmi að í mars voru um 500 gistinætur skráðar á Hömrum og í apríl voru þær 967 talsins. „Mest eru þetta erlendir ferða­ menn á litlum húsbílum, þó einn og einn gestur komi með tjald, og Íslendingarnir eru aðeins farnir að viðra hjólhýsi sín,“ segir Ásgeir. /MÞÞ Það er oft margt um manninn á Hömrum, Útilífsmiðstöð skáta á Akureyri, en aldrei hafa fleiri gist á svæðinu en í fyrra, tæplega 80 þúsund gistinætur skráðar árið 2021 þrátt fyrir að af og til hafi verið settar takmarkanir vegna heimsfaraldursins. Tvær nýjar flatir hafa verið gerðar norðan við Hamra og er vonast til að þær verði tilbúnar næsta sumar, enda hefur svæðinu við Þórunnarstræti verið lokað. Mynd / Ágúst Óli Ólafsson Helga Bjarnadóttir í Varmahlíð hlaut Samfélagsverðlaun Skagafjarðar: Hefur á langri ævi auðgað skagfirskt samfélag „Þetta er stórt verkefni og mjög metnaðarfullt. Það er ánægjulegt að sjá hversu framsæknir og stórhuga eigendur eru,“ segir Guðmundur Þór Birgisson, fram­ kvæmda stjóri Jarð baðanna í Mývatns sveit. Fyrsta skóflu stunga að nýrri aðstöðu Jarð baðanna var tekin nýverið en undirbúningur hefur staðið yfir alllengi. „Það er gleðilegt að þetta er um það bil að verða að veruleika því við höfum stefnt að stækkun um nokkurra ára skeið.“ Guðmundur Þór segir að til standi að reisa nýja byggingu á svæði Jarðbaðanna. Hún verður á einni hæð og þar verður veitingarými, aðstaða til fundahalda, inni­ og útiklefar, slökunarrými og nuddaðstaða. Nýtt lón verður lagað að byggingunni, það verður í allt um 2.300 fermetrar að stærð og þannig útbúið að gestir geta gengið beint úr búningsklefa út í lónið. „Upplifunarsvæðum í nýja lóninu verður fjölgað frá því sem nú er, við útbúum eins konar vegvísi sem gestir geta farið eftir og á ferð sinni upplifað spennandi ævintýraleið. Útsýnið yfir Mývatnssveit er stórbrotið og gestum gefst færi á að njóta þess í botn í lóninu,“ segir hann. Markmiðið er að auka vellíðan gesta og skapa ferðalag í gegnum lónið þannig að fólk upplifi mikla nálægð við náttúruna í einstöku umhverfi með mikilfenglegt útsýni Mývatnssveitar fyrir augunum. Hönnuðir eru Basalt arkitektar, Design Group Italia og Efla verkfræðistofa en starfsfólk þeirra hefur tekið þátt í hönnun fjölda baðstaða og hefur hópurinn því mikla reynslu og þekkingu í farteskinu. „Við höfum náttúruvernd og sjálfbærni að leiðarljósi í gegnum allt ferlið sem og við rekstur Jarðbaðanna til framtíðar,“ segir Guðmundur Þór. Ný aðstaða opnuð á tvítugsafmælinu Framkvæmdir hefjast nú í vor og er stefnt að því að opna á fyrsta ársfjórðungi ársins 2024. „Það verður gaman að halda upp á 20 ára afmælið með því að opna þessa nýju og glæsilegu aðstöðu,“ segir hann. Meðal þess sem áhersla verður lögð á að sögn Guðmundar er að stækka búningsklefa þannig að rými á hvern gest stækkar og það eykur á jákvæða upplifun gesta. Náttúrulega gufubaðið sem Jarðböðin eru þekkt fyrir liggur ofan á sprungu og mun því halda sinni staðsetningu, enda hefur það mikið aðdráttarafl. „Við munum svo aðlaga eldra lónið að því nýja og saman mynda þau eina heild með enn meira rými fyrir okkar gesti.“ Yfir 100 þúsund gestir í fyrra Ríflega 100 þúsund gestir heimsóttu Jarðböðin á síðastliðnu ári, þrátt fyrir að á stundum væru takmarkanir á gestakomum og einnig komu tímar þar sem var alveg lokað vegna heimsfaraldursins. Þetta ár fer vel af stað og segir Guðmundur Þór talsvert af ferðafólki hafa verið á ferðinni undanfarið og fari fjölgandi eftir því sem á líður vorið. „Aðsóknin hefur verið góð undanfarið og útlitið fyrir sumarið er gott, fínar bókanir þegar komnar og því bendir allt til þess nú að fjöldi gesta muni leggja leið sína til okkar,“ segir hann. Jarðböðin er einn af stærri vinnustöðum í Skútustaðahreppi, en yfir sumarið starfa þar ríflega 40 manns. Opið er frá kl. 10:00 á morgnana til 23:00 á kvöldin þannig að nokkurn fjölda starfsmanna þarf yfir daginn. Guðmundur Þór segir að Jarðböðin hafi látið reisa raðhús með sjö íbúðum fyrir starfsfólk og hjálpi það mjög til við að fá fólk til starfa að geta boðið upp á öruggt húsnæði. /MÞÞ Stækkun Jarðbaðanna í Mývatnssveit: Ný bygging reist og nýtt og stærra lón útbúið Fyrsta skóflustunga að nýju aðstöðu Jarðbaðanna í Mývatnssveit var tekin nýlega og hefjast framkvæmdir í kjölfarið nú í vor, en stefnt er að því að opna nýtt og stækkað lón og nýja byggingu, m.a. með rúmgóðum búningsklefum, fyrri hluta ársins 2024. Á myndinni eru Helgi Júlíusson, Einar Mathiesen, Steingrímur Birgisson, Dagbjört Bjarnadóttir og Sigríður Margrét Oddsdóttir, sem lögðust á eitt við að hefja verkefnið. Nýtt lón Jarðbaðanna verður um 2.300 fermetrar að stærð, nýbygging verður reist við það og gestir ganga beint úr búningsklefa út í lónið. Þar verður hægt að fara í ævintýralega vellíðunarferð og njóta mikilfenglegs útsýnis yfir Mývatn. Varahlu�r i VOLVO Vinnutæki Helga Bjarnadóttir í Varmahlíð en hún hlaut Samfélagsverðlaun Skagafjarðar fyrir árið 2022. Hér er hún í hópi fjölskyldu sinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.