Bændablaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 45

Bændablaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. maí 2022 45 Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Gas- og súrefnismælar tryggja öryggi þitt betur Reykjavík Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 Lely Center Ísland Grammer sæti Nýjustu fréttir af faraldri Covid- 19, samkvæmt skýrslu Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) herma að hann hafi, á einn eða annan hátt, orðið valdur að alls 14,9 milljónum dauðsfalla á heimsvísu. Tekið er til tímabilsins frá 1. janúar 2020 til ársloka 2021. Alls eru þó, samkvæmt útreikningum, um það bil 6,2 milljónir manna sem hafa látist af beinum orsökum hans. Rannsóknarteymi WHO sameinaði skráð dauðsföll og tölfræðilega útreikninga dauðsfalla á landsvísu yfir heimsbyggðina, auk tölfræðilíkans sem áætlaði möguleg dauðsföll önnur en þau er vitað er af – þá tengd Covid-19. Útreikningur umframdauðsfalla Teymið áætlaði síðan fjölda dauðsfalla sem búist hefði verið við ef heimsfaraldurinn hefði ekki átt sér stað og bar saman þessar tvær tölur til að fá sem nákvæmasta útkomu. Þess konar útreikningur er talinn áreiðanlegastur en skoðuð eru svokölluð umframdauðsföll. Í raun, þegar fjöldi dauðsfalla yfir visst tímabil er skoðaður og borinn saman við fjölda dauðsfalla sambærilegs tímabils undanfarinna ára, kallast tölfræðilega marktæk aukning þá umframdauðsföll. Í skýrslunni er tekið fram að þessi svimandi háa tala, 14,9 milljónir, nær yfir dauðsföll af beinum hætti vegna Covid vírussins – auk þeirra sem létust óbeint af völdum hans, þá til að mynda fólk sem hefði þurft á læknisþjónustu að halda en komust ekki að vegna álags á heilbrigðiskerfið. Augljóst er, nú er áhrifa heimsfaraldursins gætir, benda allar tölur til þess að sterkari heilbrigðiskerfa sé þörf víða. Íslendingar fóru ekki varhluta af faraldrinum sl. 2 ár og auk plássleysis á sjúkrastofnunum hefur mönnun íslenska heilbrigðiskerfisins verið – og er enn – mikil áskorun. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu www.covid. is telur heildarfjöldi andláta 119 manns, en innlagnir vegna Covid- 19 smita voru alls 1.370. Nú í maí kemur fram að einungis liggi 8 manns inni, enginn á gjörgæslu. Norðurlöndin flest á góðum stað Áhugavert er að í tímariti Economist kemur fram að lönd Norður-Evrópu telja færri umframdauðsföll en önnur Evrópulönd, þá sérstaklega ef litið er yfir Norðurlöndin að undanskilinni Svíþjóð. Alls hafa þar látist 18.772 manns, 6.207 í Danmörku, 3.939 í Finnlandi, 3.006 í Noregi, 28 í Færeyjum, 21 á Grænlandi og eins og áður sagði, 119 á Íslandi. Allar líkur eru á því að dregið hafi verulega úr ágangi faraldursins og vonir bundnar við að svo sé, en nú í apríllok færði ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hættustig almannavarna vegna Covid-19 niður á óvissustig, frá hættustigi, en talið er að rúmlega helmingur jarðarbúa hafi smitast enn sem komið er. Brýnt sé að fara með gát þótt staða Covid-19 sé álitin góð hérlendis og þurfum við landsmenn að vera á varðbergi gagnvart nýjum afbrigðum veirunnar, þá helst hversu lengi ónæmið sem við höfum nú náð endist gegn veirunni. /SP Covid-19: Yfirlit yfir stöðu heimsfaraldursins Covid-19 er smitsjúkdómur af völdum SARS-CoV-2 veirunnar, sem enn sem komið er herjar á stóran hluta heimsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.