Bændablaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 38
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. maí 202238 LÍF&STARF Verndandi arfgerðir gegn riðu finnast í sauðfé á Grænlandi Mikil umræða átti sér stað um riðuveiki og varnir gegn henni í kjölfar þeirra umfangsmiklu niðurskurða sem framkvæmdir hafa verið á síðustu árum hér á landi. Ákall um breyttar baráttuaðferðir urðu háværari en áður. Umræðan leiddi af sér að litlir boltar byrjuðu að rúlla hér og þar og undu síðan upp á sig. Ávextir umræðnanna eru meðal annars þeir að Matvælastofnun hóf endurskoðun á reglugerð um útrýmingu riðuveiki. Tvö rannsóknarverkefni voru styrkt af þróunarsjóði sauðfjárræktarinnar vorið 2021 sem undirrituð stóðu að og varð síðar að samstarfsverkefni um leit að verndandi arfgerðum gegn riðu í íslensku sauðfé. Í framhaldinu kom átaksverkefni RML í arfgerðagreiningum. Þá hefur hópur erlendra vísindamanna tengst rannsóknum á riðuveiki í íslensku sauðfé. Einn afleggjari af þessu öllu saman er rannsókn á arfgerðum príonpróteinsins (PrP) í grænlensku sauðfé. Horft til Grænlands Þegar ákveðið var að fara í fínkembileit að verndandi arfgerðum í íslenska sauðfjárstofninum var jafnframt ákveðið að taka sýni á Grænlandi. En eitt af því sem bændur höfðu velt fyrir sér var hvort þrautalendingin væri að kynbæta íslenska féð með erlendum kynjum til að ná inn hinni alþjóðlega viðurkenndu verndandi arfgerð, ARR. Því almennt var talið að hana væri ekki að finna í sauðfé hér á landi. Hugsanlegur innflutningur var því m.a. ræddur í fagráði í sauðfjárækt haustið 2020 en ýmsar ábendingar og hugmyndir höfðu þá borist frá bændum. Sérstaklega var horft til Grænlands vegna þess að í grunninn er það fé gamall íslenskur stofn. Ef ARR arfgerðin fyndist á Grænlandi væri hugsanlegt að hún hefði komið þangað með íslensku fé á sínum tíma og gæfi því auknar vonir um að hún leyndist enn í sauðfé hér á landi. Ef hinsvegar ARR fyndist bara á Grænlandi en ekki á Íslandi þá væri nærtækast að flytja þetta erfðaefni aftur „heim“. Saga sauðfjárræktar á Grænlandi Grænland var numið frá Íslandi af norrænum mönnum um 980. Byggðasvæðin voru þrjú: Vestribyggð með um 70 þekkt bæjarstæði, Miðbyggð með um 20 bæi og Eystribyggð sem var stærst með um 300 þekkt bæjarstæði. Byggð norrænna manna virðist hafa liðið undir lok á ofanverðri 15. öld (Heimild 1). Grænlensku landnámsmennirnir höfðu með sér búsmala þar á meðal sauðfé og var sauðfjárbúskapur stundaður í öllum byggðunum þremur (Heimild 2). Fé þetta virðist upprunnið frá Íslandi en fyrstu niðurstöður úr heilraðgreiningum á erfðaefni úr fornbeinum sauðfjárstofna við N-Atlandshaf sýna að grænlenska féð var komið frá Íslandi (Heimild 3). Jafnframt að dregið hafi úr erfðafjölbreytileika í grænlenska stofninum með tímanum samhliða hnignun byggðarinnar. Engar heimildir virðast vera til um að restar af þessum fjárstofni hafi verið til eftir að byggðin lagðist af um 1500. Eftir að Danir gerðu Grænland að nýlendu sinni með komu danska prestsins Hans Egede 1721, héldu einstaka danskir menn sauðfé til eigin nota á 19. öld (Heimild 4). Nútímasauðfjárbúskapur á Grænlandi á sér þó ekki langa sögu eða aðeins um rúm hundrað ár. Upphaf hans má rekja til ársins 1906 þegar 9 ær og 2 hrútar voru flutt inn frá Færeyjum til Frederiksdal (Narsarmijit) í Eystribyggð. Níu árum seinna voru fluttar inn á nýstofnað sauðfjárræktarbú Grænlandsstjórnarinnar í Julianehåb (Qaqortoq) 173 kindur frá Íslandi (Heimild 4 og 5). Þetta fé var af norðurlandi, ærnar frá Hólum og úr Svarfaðardal en hrútarnir frá kynbótabúinu á Sveinsstöðum A-Húnavatnssýslu. Aftur voru fluttir hrútar til Grænlands 1921 frá Sveinstöðum og seinna árið 1934 frá sauðfjárræktarbúinu á Hrafnkelsstöðum í Hruna- mannahreppi í Árnessýslu (Heimild 6). Ekki eru til heimildir um annan innflutning á sauðfé til Grænlands þar til tveir hrútar af norsku spælfé voru fluttir inn 1951 frá Noregi til kynbótarannsókna (Heimild 4). Framan af síðustu öld var fátt um fé á Grænlandi en á fjórða áratugnum tók því að fjölga og var þegar best lét um 48.000 kindur haustið 1966. Veturinn 1966-67 voru mikil harðindi fram á sumar þannig að um haustið 1967 var stofninn hruninn niður í 19.000 vetrarfóðraðar kindur. Í dag eru á Grænlandi rétt um 19.000 vetrarfóðraðar kindur á 39 búum. Fjárbúskapurinn er fyrst og fremst í Eystribyggð. Sjúkdómsstaða grænlenska sauðfjárstofnsins hefur ekki verið mikið rannsökuð. Stofninn virðist laus við alla alvarlega smitsjúkdóma. Riða hefur aldrei verið greind í sauðfé á Grænlandi. Miðað við þær heimildir sem handbærar eru, má ætla að núverandi sauðfjárstofn á Grænlandi sé að lang mestum hluta af íslenskum meiði en ekki hægt að útiloka áhrif af færeysku og norsku stuttrófufé í stofninum sem og erfðablöndun við fé af breskum kynjum (Heimild 5). Þær stofnerfðafræðilegu rann- sóknir sem fyrirhugaðar eru í doktorsverkefni sem dr. Gesine Lühken, prófessors við háskólann í Giessen, Þýskalandi mun leiða er ætlað að veita svör um skyldleika íslensku og grænlensku fjárstofnanna og áhrif erlendra sauðfjárkynja á þá. Að verkefninu munu einnig koma RML, Keldur og Karólína Elísabetardóttir. Gesine kynnti verk- efnið á fagfundi sauðfjárræktarinnar nú fyrir skemmstu. Sýnataka skipulögð á Grænlandi Upphaflega var áætlað að ráðunautur frá RML færi til Grænlands og safnaði sýnum úr líffé. Þetta hafði verið skipulagt í samstarfi við Hans Hansen sauðfjárræktarráðunaut Grænlands og var ferðin fyrirhuguð í byrjun október 2021. Stuttu áður en leggja átti í leiðangurinn, kom þáverandi yfirdýralæknir Grænlands, Egill Steingrímsson, með frábært boð sem breytti þessum plönum. En hann bauðst til að sjá um framkvæmd sýnatökunnar samhliða sauðfjárslátruninni. Þar með yrði á tiltölulega auðveldan hátt hægt að safna sýnum sem gæfu afar gott yfirlit yfir grænlenska stofninn. En aðeins eitt sláturhús er á Grænlandi sem staðsett er í Narsaq. Að lokinni sláturtíð voru lífsýnin send að Keldum. Það liðu reyndar margar vikur þar til sýnin bárust þangað og í millitíðinni gerðust þau stórtíðindi að verndandi arfgerðin, ARR, fannst í íslenskri kind í fyrsta sinn – en það er önnur saga. Á Keldum var DNA einangrað úr sýnunum og það síðan sent áfram til raðgreiningar í Þýskalandi á rannsóknarstofu háskólans í Giessen. Í heildina voru greind 228 sýni frá 35 búum. Áhugaverðar niðurstöður Spennandi var að skoða hvað myndi leynast í sýnunum frá Grænlandi því ekki vitum við til þess að áður hafi príonpróteinið verið arfgerðagreint í grænlensku sauðfé. Niðurstöðurnar voru sannarlega áhugaverðar en grænlenska féð reynist búa yfir fjölbreyttum PrP arfgerðum og fátíðara að þessar kindur séu með villigerðina (ARQ/ARQ) en ættingjar þeirra á Íslandi. Stærstu tíðindin eru þau að verndandi arfgerðin ARR reynist tiltölulega algeng. Hún fannst í 18 kindum sem er 7,9% kinda í úrtakinu. Eitt sýnið reyndist arfhreint ARR/ARR. Skífuritið „Grænland: arfgerðir“ (% genasamsæta)" sýnir tíðni hverrar genasamsætu, en út frá þeim mælikvarða hefur hver arfgerð tvö „tækifæri“ á að sýna sig í hverjum grip og möguleikarnir eru því 2*228. ARR samsætan kemur 19 sinnum fyrir og mælist því tíðni ARR samsætunnar rétt um 4%. Þessir ARR gripir koma frá 11 búum sem dreifast nokkuð víða um Eystribyggð, en á mynd hér á næstu síðu má sjá hvar búin eru staðsett. Hin mögulega verndandi arfgerð T137 er býsna algeng en tíðni þeirrar samsætu er 8% (fannst í 17% gripanna). Einir fjórir gripir voru með þá skemmtilegu samsetningu að vera arfblendnir fyrir ARR og T137. Algengasti breytileikinn er H154 eða AHQ arfgerðin sem hérlendis er kölluð „lítið næm“ arfgerð og var tíðni samsætunar 13%. Til samanburðar þá er tíðni þessarar samsætu líklega um 8% í sauðfé á Íslandi í dag – en nákvæmari mynd fæst á það þegar öll sýnin hafa verið greind úr átaksverkefninu sem er í gangi. Áhættuarfgerðin, VRQ, er einnig nokkuð algeng. Þá finnast í lágri tíðni bæði C151 og N138. Það eru í raun áhugaverð tíðindi að allar þær arfgerðir sem fundist hafa á Íslandi finnast einnig í grænlenska fénu – þótt urmull breytileika hafi fundist í sauðfjárkynjum heimsins. Þar að auki finnst í grænlenska fénu breytileikinn T í sæti 112 sem ekki hefur fundist hér. Samkvæmt rannsóknum eru áhrif hans á þol gegn riðu enn óljós – í ákveðnum kynjum virðist hann virka að vissu leyti verndandi en á hinn boginn er hann frekar tíður meðal riðujákvæðra gripa á Ítalíu. Taflan „Grænland: arfgerðir (% gripa)“ sýnir hlutfall gripa með mismunandi PrP arfgerðir, en alls fundust 22 arfgerðir, en um helmingur þeirra er í mjög lágri tíðni eða innan við 2%. Innflutningur frá Grænlandi? Að það skuli finnast svo mikill fjölbreytileiki PrP arfgerða í grænlenska fénu vekur óneytanlega upp þá spurningu hvort þessar arfgerðir hafi borist með íslenska fénu á sínum tíma. Voru þessar Grænlenskt sauðfé, af íslenskum uppruna. Mynd / Hans Hansen sauðfjárræktarráðunautur á Grænlandi Viðtal í Morgunblaðinu við Guðmund Þorláksson um íslenska féð á Grænlandi, 9. janúar 1947.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.