Bændablaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. maí 20224 FRÉTTIR Niðurstöður úr sýnatökum úr íslensku sauðfé á Grænlandi hafa sýnt fram á að fjölbreytilegar arfgerðir eru í hjörðum þar, sem varða smitnæmi gagnvart riðu. Í raun virðast hinar verndandi arfgerðir vera mun algengari á Grænlandi en á Íslandi. Í grein þeirra Eyþórs Einarssonar, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Vilhjálms Svanssonar, Keldum, Karólínu Elísabetardóttir í Hvammshlíð og Stefaníu Þorgeirsdóttur, Keldum, á blaðsíðum 38 og 39 í þessu blaði, kemur fram að bæði ARR-arfgerðin og T137 séu nokkuð algengar í íslenska fénu á Grænlandi. Sterk vísbending um íslenskan uppruna Eyþór samsinnir því að líkur séu á að arfgerðirnar séu komnar úr íslenska fénu, sem byrjað var að flytja til Grænlands árið 1915. „Já, þetta gefur sterka vísbendingu um að ARR og T137 arfgerðirnar hafi verið í fénu sem flutt var út á sínum tíma. Hins vegar er ekki alveg hægt að fullyrða hvaðan þetta kemur í grænlenska stofninn því einhver áhrif gætu verið frá Færeyjum og Noregi, þótt grænlenska féð sé að uppistöðu af íslenskum meiði og virðist líta út eins og íslenskt fé.“ ARR-arfgerðin á 11 búum Í greininni kemur fram að sjúkdómastaða grænlenska sauðfjárstofnsins hafi ekki verið mikið rannsökuð, en hann virðist laus við alla alvarlega smitsjúkdóma. Riða hefur aldrei verið greind í sauðfé á Grænlandi. ARR-arfgerðin reynist tiltölulega algeng, en alls fundust 18 kindur með þessa arfgerð af 228 sýnum sem voru greind, en alls voru tekin sýni á 35 búum. Það er um 8 prósenta kinda í úrtakinu. Þessar 18 kindur koma frá 11 búum. Arfgerðin T137, sem talin er vera mögulega verndandi, fannst í 17 prósenta tilvika og átta prósenta tilvika sem samsæta. „Á Grænlandi er um 19.000 kindur. Þar er bara einn stofn sem er í grunninn íslenskt fé. Líkt og fram kemur í greininni voru fluttir inn tveir norskir hrútar þangað inn 1951 og síðan þá er talið að engin blöndun hafi átt sér stað við þennan stofn. Rannsóknir sem þegar hafa verið gerðar á skyldleika kynja hafa sýnt að grænlenska féð er mjög skylt því íslenska. Þá er núna fyrirhuguð rannsókn sem mun varpa enn betra ljósi á þennan skyldleika,“ segir Eyþór. Hann bætir því við að ekki sé til skoðunar eins og er að nota þennan stofn til ræktunarstarfs á Íslandi, þar sem ARR-arfgerðin hafi þegar fundist á Íslandi. „Hins vegar má skoða þann möguleika síðar, þar sem enn er bara fundin ein „uppspretta“ af þessar arfgerð hér á landi. En það á enn eftir að greina helling af sýnum á Íslandi og við byrjum að sjá hvað kemur út úr því.“ /smh Sjá nánar á blaðsíðum 38-39. Íslenskt sauðfé á Grænlandi. Mynd / Hans Hansen sauðfjárræktarráðunautur á Grænlandi Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar á Grænlandi Blóðbóndi hættir starfsemi: „Ég hef lagt niður vopnin“ – Afar þungbær ákvörðun, segir Sigríður Jónsdóttir, bóndi í Arnarholti Sigríður Jónsdóttir bóndi og fjölskyldan í Arnarholti í Biskups­ tungum ætla að hætta að halda blóðmerar. Sigríður hefur farið fyrir hags- muna gæslu hrossabænda sem halda stóðmerar og setið í samninganefnd bænda við fulltrúa líftæknifélagsins Ísteka ehf. Samningafundir við fyrirtækið hafa engan árangur borið að hennar sögn. „Ég met það svo núna að það sé fyrir bestu að hætta, fyrir margra hluta sakir. Fyrst og fremst er afkoman af starfseminni engin, bara kostnaður. Verðið sem Ísteka setur upp núna felur ekki í sér neinar verðhækkanir, einungis tilhliðranir. Verðið sem þeir bjóða borgar með naumindum útlagðan kostnað á heyi fyrir merarnar. Bændur fá ekkert upp í fastan kostnað og engin laun. Þetta er bara ekki hægt, því miður,“ segir Sigríður. Hún segir það afar þungbæra ákvörðun að fella hrossin sín en sjái ekkert annað í stöðunni. „Við munum ekki hleypa til meranna í vor. Þær fá að ala folöldin sín upp í sumar. Svo erum við búin að panta fyrir helming þeirra í sláturhús í haust. Nokkrar eru í eigu annarra sem við munum skila og nokkrar ætlum við að eiga upp á litafjölbreytni og ef til vill annað. Framtíðin mun leiða í ljós hvað verður.“ Þá segir hún gott að halda hross á beit á landi svo það leggist ekki í órækt. „Grasgefið land virkar betur af sér ef það er beitt. Hrossin hreinsa í burt sinu og halda grasinu í vexti. Áður en við hófum blóðmerabúskap fyrir þremur árum þá sótti féð okkar í nágrannabæinn, á þau stykki þar sem hross eru. Í dag hefur þróunin snúist við. Féð okkar er hætt að flýja að heiman og féð af hinum bænum sækir til okkar. Það segir okkur að beitin er orðin betri. Við getum ekki haldið úti hrossastóði til þess eins að hafa gott land til beitar fyrir féð. En það er svo margt sem virkar betur þegar hlutum er blandað saman.“ Hvetur Samkeppniseftirlitið til að rannsaka Ísteka „Ég hef lagt niður vopnin. Ef ég berðist áfram fyrir framtíð blóðmerabúskapar á Íslandi, væri ég bara að berjast fyrir Ísteka. Það fyrirtæki hefur ákveðið að bændur fái minna en ekkert í sinn hlut. Fyrirtækið ætlar sér að halda áfram að féfletta stóðbændur en Ísteka hefur rakað til sín gríðarlegum gróða hvert einasta ár í sinni 20 ára sögu. Árið 2002 fengu tveir eða þrír einstaklingar þessa starfsemi afhenta frá ríkinu. Það má kalla vel heppnaða einkavinavæðingu af íslensku gerðinni. Afleiðingarnar eru þessar: Bændur sitja eftir í sárum. Heiður þeirra og fjárhagur er í rúst og ekkert fram undan annað en hrun. Þeir sem fengu fyrirtækið afhent á sínum tíma eru nú vellauðugir. Þrátt fyrir að Samkeppniseftirlitið sé á tröppunum hjá þeim, bæta þeir enn í fólskuleg samkeppnislagabrot sín gagnvart bændum. Annaðhvort eru eigendur Ísteka blindir og heyrnarlausir á eigin hegðun eða þeir eru vissir um að yfirvöld líti til þeirra með velþóknun og að þeir muni komast upp með þetta. Ég skora á Samkeppniseftirlitið að láta verða af því að taka starfsemi Ísteka til raunverulegrar athugunar. Satt best að segja held ég að skattrannsóknarstjóri ætti að gera það líka,“ segir Sigríður Jónsdóttir, bóndi í Arnarholti. /ghp Sigríður Jónsdóttir, bóndi í Arnarholti. Jarðnæði óskast Mikil eftirspurn er eftir búrekstrarjörðum um land allt. Afar erfitt getur reynst fyrir þá sem hafa bæði menntun og vilja til að stunda landbúnað að finna til starfans jarðnæði. Á árunum 2017-2021 hafa 117 búfræðingar útskrifast úr Landbúnaðarháskóla Íslands og stefna aðrir 34 á útskrift í vor. Í aðsendri grein tiltekur Jónas Davíð Jónasson frá Hlöðum ýmsa þætti sem aftrar góðri endurnýjun á land- búnaðarjörðum. Nefnir hann að færst hafi í aukana að bændur selji stærri innviði úr rekstri bújarða en haldi áfram búskap í smærri mynd á jörðinni. Afleiðingar þess geti haft afgerandi áhrif á framtíð jarðanna og nærumhverfi því þegar komi að því að selja síðar sé jörðin oft ekki fýsileg til rekstrar, enda skorti hún þá oft dýr og greiðslumark, húsakostur geti verið í niðurníðslu og jörðin í órækt. Hátt verð hamlar enn fremur endurnýjun enda eru fjármögnunar- leiðir til slíkra kaupa takmarkaðar. Úrræði banka fyrir eignaminni einstaklinga, s.s. hlutdeildarlán, ná ekki yfir jarðakaup. Það gerir hins vegar ein fjármögnunarleið Byggðastofnunar. Frá því hún kynnti sértæk kynslóðaskiptalán til sögunnar árið 2020 hefur borist 41 lánsbeiðni frá 38 mismunandi aðilum að upphæð rétt rúmlega 3 milljarðar króna eða hver umsókn að upphæð 73 milljónir króna að meðaltali. Aðeins tveimur þeirra hefur verið hafnað. Í grein sinni segir Jónas mikilvægt að bújarðir haldist í rekstri og hvetur verðandi sveitarstjórnarfulltrúa til að hlúa að búsetuskilyrðum fyrir þá sem vilja stunda landbúnað. „Ísland þarf að búa við fæðuöryggi og slíkt gerist ekki nema eðlileg kynslóðaskipti eigi sér stað í landbúnaði.“ /ghp Sjá nánar á blaðsíðu 55 Vöntun er á jörðum í blómlegum rekstri. Mynd / H.Kr. Hæsta viðbúnaðarstig enn í gildi vegna fuglaflensu Staðfest tilfelli skæðrar fugla flensu­ veiru í villtum fuglum hér á landi eru orðin tæp tuttugu talsins. Einnig hefur þurft að aflífa heimilishænur á einum stað. Nýjasta staðfesta tilfellið var í heiðagæs á Suðurlandi. Fuglaflensan hefur fundist í fjölda dauðra súlna, hrafni, álft, svartbak, helsingja, grágæsum, haferni og skarfi. Enn er hæsta viðbún- aðar stig í gildi og sam- kvæmt tímabundnum varnar aðgerðum skulu ali fuglar hafðir inni í yfir- byggð um gerðum eða húsum. Að sögn Brigitte Brugger, sérgreina- dýralæknis Matvæla stofnunar, mun endur skoðun þeirra fara fram um miðjan maí. Brigitte brýnir fyrir fólki að tilkynna Matvælastofnun um dauðan fugl, nema augljóst sé að hann hafi drepist af slysförum. Hægt er að skrá ábendingu á heimasíðu stofnunarinnar og einnig hægt að hringja í síma 530-4800 eða senda tölvupóst á netfangið mast@ mast.is. /ghp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.