Bændablaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. maí 202236 LÍF&STARF Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrunhulda@bondi.is Fjölbreyttur búskapur á Móðeiðarhvoli 2 í Rangárþingi eystra: Innsýn í blóðmerahald á Íslandi – Starfsemin er mjög góð hliðarbúgrein fyrir bændur með mikið landrými, að sögn Bóelar Önnu Þórisdóttur Í erindi sem hún hélt á Búnaðarþingi veitti Bóel Anna Þórisdóttir innsýn inn í blóðbúskap, sem hún hefur stundað í 24 ár. Þar sagði hún frá starfseminni ásamt því að bregðast við nokkrum efnisþáttum þeirrar gagnrýni sem blóðbúskapur hefur fengið síðan myndband svissneskra dýraverndarsamtaka birtist á vefnum í fyrra. Að sögn Bóelar hafði birting á myndefni verið yfirvofandi lengi því í nokkur sumur urðu hrossabændur, sem halda blóðmerar, varir við fólk reyna að mynda þá að störfum við blóðtöku. „Það vissi enginn nákvæmlega á hverju var von, hvernig brugðist yrði við eða hvernig við ættum að taka því þegar eitthvað svona birtist.“ Í ræðu sinni orðar Bóel það sem svo að búgreinin hafi orðið fyrir árásum. „Aðför hefur verið gerð að íslenskum landbúnaði og bændur dæmdir upp til hópa fyrir slæma meðferð dýra og jafnvel misþyrmingu á dýrum. Í þessari aðför áttu bændur fáa, jafnvel enga, málsvara, allir stukku á vagn með ofstopa dýraverndarsinna sem engan veginn gera sér grein fyrir hvernig á að umgangast stórgripi. Þetta fólk hefur það markmið eitt að ganga frá þessari búgrein dauðri með öllum tiltækum ráðum. Við skulum átta okkur á því að á bak við þetta standa peningar, pólitísk fyrirtæki sem eiga hagsmuna að gæta, líklega fyrirtæki sem stórgræða á því ef bannað verður að vinna hormónið PMSG úr blóði fylfullra hryssna, en það mun vera margfalt dýrara ferli að búa það til með öðrum aðferðum. Þótt það sé hægt verða gæðin aldrei eins mikil,“ sagði Bóel m.a. á Búnaðarþingi. Óvæntur málsvari Afleiðingar myndbirtingarinnar voru blóðbændum þungbærar, enda var efni þess af verklagi einstaklinga og framsetning hennar óhugnanleg. „Ég varð rosalega svekkt og hrædd líka. Það var svo sárt að fólk skyldi virkilega trúa því að svona væru hlutirnir almennt gerðir. Að þau gætu ekki áttað sig á að þetta er klippt myndband.“ Hún nefnir að aðdragandi atvika sé ekki sýndur og myndefnið sýni síst raunsanna mynd af blóðbúskap. „Ég er sífellt hrædd um hvort mögulega hafi náðst mynd af okkur. Ég reyndi að rifja upp hvort einhver atvik gætu mögulega ratað í svona myndband. Ein meri varð kannski óróleg, ég hef þurft að losa hana en kannski mundi ég eftir að hafa ekki brugðist nógu fljótt við. Málið er að það er örugglega alltaf hægt að ná einhverju og klippa úr samhengi.“ Hún segir að forsvarsmenn myndbandsins lýsi því yfir að fleiri myndbönd séu yfirvofandi, sem sé kvíðablandið. „Þau segjast hafa mikið meira af myndefni en hafa hins vegar ekki viljað láta þau í té til rannsóknar. Allir blóðbændur eiga því að geta átt von á því að birtast í myndböndum frá þeim. Við erum að tala um að börnin okkar gætu hafa verið mynduð, enda taka þau þátt í starfseminni.“ Fordæmingar á búgreininni í heild reyndist mörgum þungur baggi. „Árásirnar komu úr öllum áttum. Við upplifðum að engin stæði með okkur – ekki einu sinni aðrir bændur. Við hefðum t.d. viljað að Bændasamtökin kæmu sterkari fram og fyrr inn í umræðuna.“ Helsti málsvari blóðbænda í upphafi hafi þó komið úr óvæntri átt. „Dýraverndarsamband Íslands barðist gegn blóðmerarhaldi fyrir þó nokkrum árum. Það reyndist jákvætt skref því þau veittu starfseminni nauðsynlegt aðhald sem varð til þess að aðferðir breyttust og eftirlit var aukið. Þegar umræðan fór af stað í vetur steig formaður sambandsins inn með afgerandi hætti.“ Hins vegar segir Bóel það hafa verið sárast að sjá hestamenn og hrossabændur mæla gegn starfseminni. „Fólk sem annast hesta alla daga veit hvernig það er að umgangast stórgripi og þekkja atferli hrossa. Þau vita að upp geta komið frávik og þau vita líka að það er ómögulegt að tryggja að allir í þeirra röðum geri aldrei mistök.“ Um búskapinn á Móeiðarhvoli Bóel er búfræðingur með tamninga- mannapróf frá Hólum og hefur gegnum árin stundað fjölbreyttan búskap, s.s. verið með fé, holdanaut og hross. Í dag er hún kúabóndi með áherslu á mjólkurframleiðslu ásamt manni sínum, Birki Arnari Tómassyni. Þau stunda einnig talsverða jarðrækt. Á Móeiðarhvoli er myndarlegt fjós fyrir 130 kýr með tveimur mjaltaþjónum. „Við höfum verið að byggja upp og stækka búið alveg síðan við byrjuðum árið 1998. Við byggðum nýja fjósið árið 2014 sem komst í fulla nýtingu 2017 og framleiðum í dag um 1 milljón lítra á ári. Einnig erum við með nautaeldi, ölum semsagt alla kálfa. Ég segi stundum að ég eigi um 500 börn en dýrin telja rétt yfir 500 hausa. Talsverð ábyrgð fylgir þessu, en maður þarf á hverjum degi að vera viss um að allir hafi það gott og séu sáttir,“ segir Bóel, sem annast daglega umsjón búsins, gegningar, fóðrun og eftirlit. „Við höfum í gegnum tíðina stundað talsverða jarðrækt, ræktað bygg og hafra í miklu magni ásamt því að prófa að rækta ýmislegt annað. Birkir hefur mikinn áhuga á þessu og er alltaf að leita nýrra leiða til að uppskera og geyma fóður af ýmsu tagi. Við erum yfirleitt með nokkur járn í eldinum í einu, þannig að það er nóg að gera.“ Svo halda þau blóðmerar og hafa gert síðan þau festu kaup á jörðinni árið 1998. „Ég þekkti til blóðstarfseminnar frá því ég var krakki. Í kringum árið 1982, þegar blóðtaka var að hefjast á Íslandi, voru foreldrar mínir hluti af þeim bændum sem sinntu henni í tvö eða þrjú ár. Kaupum á jörðinni fylgdu þrjátíu merar og fannst okkur upplagt að láta þær skila tekjum inn i reksturinn og höfum því stundað blóðtöku sem hliðarbúgrein allar götur síðan.“ Blóðtökutímabilið Í dag heldur fjölskyldan 90 merar. Stóðið gengur úti allt árið og er grundvallarforsenda á slíku hestahaldi mikið jarðnæði, bæði til beitar og heyja sem Móeiðarhvoll býr vel að. „Í maí flokkum við merarnar Stóðið á Móeiðarhvoli telur 90 merar sem notaðar eru í blóðtöku. Þær eru að sögn Bóelar upp til hópa rólegar og blíðar. Mynd / ghp Bóel hélt erindi á Búnaðarþingi þar sem hún sagði myndband og umræður sem sköpuðust í framhaldi aðför að íslenskum landbúnaði. Mynd / H.Kr. Börnin á heimilinu taka virkan þátt í allri starfsemi á búinu og hafa að sögn Bóelar gaman af að taka þátt í blóðmerabúskapnum. Mynd / Einkasafn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.