Bændablaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 59

Bændablaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 59
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. maí 2022 59 ...frá heilbrigði til hollustu Merking nautgripa – leiðbeiningar Að gefnu tilefni vill Matvæla­ stofnun vekja athygli á þeim reglum sem gilda um merkingar nautgripa. Sendar voru út leiðbeiningar til allra sláturleyfishafa síðastliðið haust og þeir beðnir um að koma þeim til sinna viðskiptavina til þess að skýra hvaða reglur eru í gildi varðandi merkingar nautgripa og hvernig þær eru túlkaðar. Ástæða þessara leiðbeininga voru athugasemdir sem eftirlitsmenn ESA (eftirlitsstofnun EFTA) gerðu við eftirlit í sláturhúsum haustið 2019 sem varð til þess að reglur voru hertar varðandi merkingar nautgripa við komu í sláturhús. Á Íslandi gildir reglugerð nr. 916/2012 um merkingar búfjár og er markmið reglnanna að tryggja rekjanleika búfjárafurða frá upprunahjörð og/eða fæðingu viðkomandi dýrs til sölu afurða og skapa með því grundvöll að markvissu matvæla- og búfjáreftirliti, eftirliti með flutningum dýra, skráningu búfjársjúkdóma og meðhöndlun þeirra, sbr. 1. gr. reglugerðarinnar. Í 6. gr. reglugerðarinnar er gerð krafa um að nautgripir skuli merktir með forprentuðu plötumerki í bæði eyru innan 20 daga frá fæðingu. Bæði framhlið og bakhlið merkja (þ.e. báðar blöðkurnar) skulu vera forprentuð. Samkvæmt ákvæðinu skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram á merkjunum: 1) YD-einkennismerki Matvælastofnunar, 2) IS-einkennis- merki Íslands, 3) búsnúmer og 4) gripanúmer. Þá segir í 4. gr. að umráðamaður búfjár beri ábyrgð á að allt búfé sem alið er á hans vegum sé merkt innan tilskilins tíma með viðurkenndu merki, sem fylgja á dýrinu alla ævi. Samkvæmt ákvæðinu ber umsjónarmanni að panta nýtt forprentað plöntumerki þar sem fram koma sömu upp- lýsingar og áður og setja í viðkom- andi grip ef merkið dettur úr gripnum. Framleiðandi merkjanna hefur upplýst að afgreiðslufrestur sé 7 til 10 dagar. Forpentuð plötumerki eru því aðeins lögleg að allar ofangreindar upplýsingar séu prentaðar á merkið. Ekki er leyfilegt að ein blaðka merkisins sé handskrifuð. Ef umráðamenn nautgripa vilja handskrifa nafn eða aðrar upplýsingar verður að gera það á forprentuðu blöðkurnar, gjarnan á bakhlið einhverrar blöðkunnar, þannig að handskrifuðu upplýsingarnar skyggi ekki á þær forprentuðu. Krafan er að upplýsingarnar á merkjunum séu óafmáanlegar og ekki er litið svo á að handskrifaður texti á merki sé óafmáanlegur. Það á alltaf að vera hægt að sjá forprentuðu upplýsingarnar á merkjunum, hvort heldur sem er framan frá eða aftan frá. Samþykkt er að gripir séu sendir til slátrunar með löglegt merki í öðru eyranu og gat í hinu. Athygli er vakin á því að svokölluð neyðarmerki/bráðabirgðamerki, þ.e. merki með forprentuðu búsnúmeri, en þar sem gripanúmerið vantar, eru ekki lögleg merki. Tilgangur þeirra er að nota þau í gripi sem týnt hafa merki á meðan að beðið er eftir endurprentun á forprentaða merkinu. Er þetta til þess að koma í veg fyrir að ruglingur verði á gripum ef fleiri en einn gripur í stíu týnir merki á sama tíma. Mögulegt er að veita undanþágu frá 6. gr. reglugerðarinnar, en beiðni um slíkt þarf að vera send með a.m.k. eins sólarhrings fyrirvara til héraðsdýralæknis í umdæmi viðkomandi sláturhúss og í beiðninni verður að koma fram: 1) Nafn og bú innleggjanda, 2) búsnúmer og einstaklingsnúmer viðkomandi grips, 3) lýsing á gripnum eins og hún er í Huppu og/eða mynd af gripnum. Þá þarf að koma fram skýring á því hvers vegna nauðsynlegt er að sækja um undanþáguna. Fyrirvarinn er notaður af hálfu starfsmanna Matvælastofnunar til að skoða, meta og skjalfesta upplýsingar um hvort viðkomandi gripur er skráður í Huppu, hvort hann komi frá viðkomandi búi innleggjanda og hvort gripurinn sé á afurðarfresti, þ.e. hvort hann hafi verið meðhöndlaður með lyfjum sem koma í veg fyrir að hægt sé að nýta afurðir af gripnum til manneldis. Jafnframt er fyrirvarinn notaður til að meta hvort fyrirliggjandi undanþágubeiðni eigi rétt á sér – en til þess að hægt sé að fallast á að ómerktir gripir eða gripir sem ekki eru merktir í samræmi við regluverkið fari í matvælakeðjuna þurfa að liggja fyrir einhverjar málefnalegar ástæður. Ef gripur týnir báðum merkjum er í flestum tilfellum litið svo á að hann geti beðið næsta skráða sláturdags og bóndinn sendir annan grip af sláturlistanum í staðinn. Ef fullvaxið naut týnir merkjum og ekki er til tökubás eða annar samsvarandi tækjabúnaður til þess að endurmerkja nautið á tryggan hátt á viðkomandi bæ er gjarnan veitt undanþága þegar bóndi sækir um slíkt í fyrsta (eða annað) skipti. En séu menn að ala naut til slátrunar má gera ráð fyrir að þeir komi sér upp aðstöðu til þess að sinna þeim gripum til framtíðar. Frekari upplýsingar er hægt að fá á heimasíðu Matvælastofnunar, mast. is, undir Bændur – Nautgriparækt – Merking og skráning. Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir nautgripa og sauðfjár. Freydís Dana Sigurðardóttir, fagsviðsstjóri eftirlits búfjárafurða. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 HAUGSUGU- DÆLUR 6,500 - 9,500 11,000 - 13,500 lítra HAUGSUGUHLUTIR VARAHLUTIR Næsta blað kemur út 25. maí sést oft einna best á því að þegar kálfahópar eru skoðaðir, t.d. við 5-6 mánaða aldur, þá skera oft sumir sig úr hópnum vegna stærðar og aðrir vegna smæðar. Til þess að setja kálfaeftirlitinu fastar skorður mæli ég með því að vigta alla kálfa aftur þegar þeir eru 6 mánaða gamlir og svo, ef hægt er, við fyrstu sæðingu. Að síðustu væri gott að fá þunga við burð, ef þess er nokkur kostur. Hvernig á að vigta? Ég veit vel að það er alls ekki skemmtilegt verk, né létt, að vigta gripi og þar sem ekki er um þeim mun fleiri gripi að ræða er vafasamt að verja miklum fjármunum í að tæknivæða þennan þátt búskaparins. Þar sem bú eru stærri, og kálfar margir, er sjálfsagt að skoða þar til þess gerðan vigtunarbúnað sem fæst í dag bæði hálfsjálfvirkur og nánast alsjálfvirkur þ.e. hálfgerðir tökubásar þar sem hægt er að vigta, mæla og holdastiga. En þar sem flest bú á Íslandi eru með færri burði en 100 á ári væri fjárfesting í slíkum búnaði varla verjandi þó það sé auðvitað undir hverjum og einum komið hvernig hugað er að fjárfestingum. Þannig má t.d. fá einfaldar iðnaðarvigtar sem ná upp í 100 kg sem henta ágætlega fyrir þetta verk. Einnig má nota afar einfaldan búnað til þess að mæla fæðingarþunga kálfanna eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Það þarf hvort sem er að eyrnamerkja kálfinn og skrá niður margs konar upplýsingar, því ekki að vigta hann í leiðinni? Það eru til ýmsar gerðir af stórgripavigtum, sumar sérstaklega gerðar til þess að vigta gripi. Það fer auðvitað fyrst og fremst eftir aðstæðum á hverju búi, hvaða búnaður hentar best t.d. hvort það er svona gangvigt eins og sést á meðfylgjandi mynd eða sérstök stórgripavigt. Að síðustu má svo auðvitað nefna hið klassíska málband þar sem ummál gripsins er mælt. Þessi aðferð hefur verið stunduð í áratugi og gefur afar góða mynd af þunganum þó svo að hún sé vissulega ekki eins örugg og hefðbundin mæling. Þegar reynsla er komin á mælingarnar má nota óbeinar mælingar einnig, til þess að efla gæðaeftirlitið með vexti kálfanna. Þannig setja margir bændur merki, t.d. með málningu, á framhlið átgrindar. Þetta merki eða strik er þá sett til þess að sýna hvað kálfarnir ættu að vera háir á herðakamb að jafnaði við ákveðinn aldur. Hver stía er þá með sitt strik sem sýnir mjög auðveldlega sé kálfur að dragast aftur úr í samanburði við hina. Hvernig á að bregðast við? Algengasta spurningin sem ég fæ, þegar þungamælingar ber á góma, er hvernig á að bregðast við ef gripur eða gripir eru að dragast aftur úr. Það er erfitt að gefa ráð heilt yfir og þarf alltaf að skoða aðstæður og bústjórn í hverju tilfelli fyrir sig. Það er nefnilega ýmislegt sem getur skýrt það af hverju gripir vaxa of hægt. Ef þungamælingar við 7-8 vikna aldur sýna að kálfurinn vex of hægt þarf að grandskoða hvernig mjólkurfóðruninni er háttað og með hvaða hætti kjarnfóður er kynnt fyrir kálfinum. Honum er eðlislægt að taka vel til fóðurs á þessum aldri og að vaxa hratt svo ef það er ekki tilfellið er kálfinum einfaldlega of naumt eða ranglega skammtað. Þá getur skýringin einnig legið í sjúkdómum, streitu eða öðru slíku sem hefur angrað kálfinn á þessu mikilvæga skeiði í lífi hans. Þetta þarf allt að skoða vel, sé tilfellið að vöxturinn sé undir væntingum. Þess má reyndar geta að sé fæðingarþungi kálfa lágur, er erfitt að ætla kálfinum að vaxa mjög hratt sem segir enn og aftur að skoða þarf aðstæður hverju sinni áður en unnt er að fullyrða um ástæður skorts á vexti. Næsta mæling fer fram við hálfsárs aldur og fram að því þarf reyndar að fylgjast einkar vel með kálfunum. Hér segir útlit þeirra og stærð mikið um hvernig gengur og á þessu tímabili er mikilvægt að flokka kálfana eftir stærð en ekki aldri. Það sem allt of oft gerist er að bændur flokka kálfana eftir aldri en ekki stærð. Það kallar nánast undantekningarlaust á það að einhverjir kálfar lenda undir í valdabaráttunni og dragast enn frekar aftur úr. Svona kálfa þarf að fjarlægja úr stíum og setja með yngri gripum, sem passa betur í hæð og stærð. Enn fremur þarf oft að bæta hægvaxnari gripum upp með bættu fóðri. Útigangurinn Ég held að ég geti fullyrt að oftast þegar ég sé koma afturkipp í vöxt á kvígum þá er það þegar þær eru hafðar úti og oft jafnvel nánast eftirlitslausar í einhverjum úthaga. Það getur enginn bóndi ætlast til þess að kvígur haldi kraftmiklum vexti á úthagabeit. Kvígur sem eru úti þurfa að vera á kraftmikilli beit með góðu aðgengi að steinefnum og skjóli. Þá þarf rýmið að vera gott svo það sé ekki mikið um áflog en átök gripa snar- dregur úr vexti þeirra þar sem bæði orka fer í það atferli auk þess sem það veldur taugaveiklun sem bitnar á átinu. Enn fremur er mikilvægt að taka kvígurnar snemma á hús og áður en veðrið verður óheppilegt fyrir át og góðan vöxt. Slagveður og kuldi hefur auðvitað ekki stór líkamleg áhrif á nautgripi, en veldur þó því að það dregur úr áti og þá kemur afturkippur í vöxtinn. Meirapróf Nýi Ökuskólinn - Kle�agörðum 11 - 104 Rvík - meiraprof.is - meiraprof@meiraprof.is Ré�ndin gilda í Evrópu Auknir atvinnumöguleikar Íslensk og ensk námskeið D-D1-C-CE-C1-C1E-B/FarKíktu á meiraprof.is og skráðu þig á námskeið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.