Bændablaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 66

Bændablaðið - 12.05.2022, Blaðsíða 66
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. maí 202266 Snemma á áttunda áratugnum kom í heiminn stúlkubarnið Stella. Dóttir Bítilsins fræga, Pauls McCartney og bandaríska ljósmyndarans heitins, Lindu McCartney. Fjölskyldan var hlynnt öllu því sem tengist dýra- og umhverfisvernd og því má nærri geta, er stúlkan óx úr grasi, að gildi uppvaxtarins fylgdu henni út lífið. Leið hennar lá á fatahönnunar- braut Central Saints Martins skólans í London og má segja að ferill hennar sem fatahönnuður hafi farið af stað árið 1995, strax er hún útskrifaðist, en sem lokaverkefni fékk hún vinkonur sínar, súpermódelin Kate Moss og Naomi Campbell, til að sýna fatnað sem hún hafði hannað. Fimm árum síðar hlaut hún verðlaun VH1/Vouge sem hönnuður ársins og fór hróður hennar stigvaxandi síðan. Hafa gagnrýnendur gjarnan skotið því að, að eftirnafnið hennar hafi átt þátt í velgengninni, en ekki er hægt að líta fram hjá hversu gott auga hún hefur fyrir því að blanda saman hátísku og stíl heimavinnandi húsmæðra. Í lið með Gucci Árið 2001 hóf Stella McCartney samstarf við tískuveldið Gucci en þar fékk hún tækifæri til að þróa eigið merki sem andlit alþjóðlegrar lúxusvöru. Eftir henni var haft: „Með Gucci hef ég fundið samstarfsaðila sem hefur þau gildi og ímynd að ég get komið mínu fyrirtæki farsællega á framfæri. Mig hefur alltaf langað til að stofna mitt eigið lúxusmerki og mér finnst ég vera tilbúin í áskorunina þegar kemur að samvinnu við risa eins og Gucci.“ Til viðbótar við Gucci hefur hún tekið höndum saman við önnur fyrirtæki, þar á meðal H&M og Adidas. Í samstarfi við Adidas kom Stella til starfa meðal annars sem skapandi stjórnandi fyrir fatnað Ólympíuliðs Bretlands árið 2012 og hvað varðar samstarf hennar við H&M seldust þær flíkur upp á nokkrum klukkustundum. Árið 2014 kynnti hún svo „sjálfbæra“ kvöldfatalínu sína eins og hún var kynnt, eða Stella McCartney Green Carpet Collection – en þar notaði hún meðal annars lífræn og endurunnin efni. Í desember 2018, í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar, kynnti McCartney nýjan sáttmála tísku- iðnaðarins varðandi loftslagsaðgerðir þar sem fyrirtæki eru hvött til að tileinka sér sjálfbæra viðskiptahætti. Samstarf við Bolt Threads Í dag er Stella McCartney heimsfrægur fatahönnuður sem hefur alla tíð verið á móti notkun leðurs og skinna enda alla tíð haft í hávegum þau gildi uppvaxtar síns er áður voru nefnd. Árið 2017 hóf hún samstarf við Bolt Threads en þá sköpuðu þau það sem kallast vegan silki, Microsilk, en það er svokallað lífgerviefni, framleitt með því að blanda erfðaefnum úr köngulóm, gerjuðu vatni/sykri og geri. Samkvæmt vísindamönnunum er stóðu að sköpun efnisins segja þeir að „að búa til gervi-kóngulóarsilki felur í sér nokkur einföld hráefni og mjög nákvæm vísindi. Sykur, vatn og ger, í bland við erfðaefni kóngulóar er sameinað og látið gerjast í stórum ryðfríum stáltönkum. Blandan er síðan skilin í skilvindu, hreinsuð í duft og blönduð saman við leysi. Fljótandi silkipróteinið sem myndast, lítur út eins og lím og er í sama náttúrulega ástandi og fljótandi próteinið sem raunverulegar köngulær þrýsta úr silkikirtlum sínum og mynda síðan í trefjar.“ Silkipróteinið er síðan dregið út með spunavél og spunnið á sama hátt og trefjar á borð við akrýl og önnur þess háttar gerviefni. Hingað til hefur Microsilk einungis verið notað í frumgerðir tískuvarnings, þar á meðal í tak- mörkuðu upplagi af prjónabindum svo og í samstarfi við fyrirtæki Stellu, kjól fyrir Nútímalistasafn New York, en kostir Microsilk eru þeir að efnið er sterkara en silki, afar létt og hlýrra en ull til dæmis. Áframhaldandi samstarf Bolt Threads og Stellu hefur vakið hrifningu og nú í sumar kynnti Stella McCartney sumarlínu sína, SS22, en þar má finna meðal annars handtöskur úr sveppaleðri er bera nafnið Frayme Mylo. (Mylo er mjúkt og efnismikið „leður“ gert úr sveppaþráðum). En öll efni er Stella notar í hönnun sína er Mylo, vottað lífrænt, aðallega gert úr endurnýjanlegum hráefnum sem finnast í náttúrunni í dag. Vísindamenn hjá Bolt Threads hafa í raun komið af stað nýjum flokki efnisvísinda með því að endurskapa það sem gerist undir skógarbotninum, þar sem sveppavefurinn vex best, í rannsóknarstofu með moltu, lofti og vatni. Slíkt ferli er hannað til að hafa lágmarks umhverfisáhrif og tekur daga, ekki ár eins og að ala nautgripi – hjálpar til við að spara vatn, losun gróðurhúsalofttegunda og verndar lífsnauðsynleg vistkerfi eins og Amazon fyrir eyðingu skóga. Móðir jörð í aðalhlutverki Opnunarkynning Stellu á tískupöllum Parísarborgar á dögunum hófst með frásögn sveppafræðingsins fræga, Paul Stamets, en brautryðjendastarf hans með sveppi hefur opnað fyrir ný sjónarhorn af ýmsum toga. Sýningin var sett undir tónlist frá listamanninum MycoLyco, sem heitir réttu nafni Noah Kalos, sem er sveppafræðingur, eða líffræðingur sem sérhæfir sig í sveppafræði og er með aðsetur í Norður-Karólínu. Tengir sá meistari sveppa við hljóðgerla og eru þannig einkennishljóð hans knúin áfram af sveppum. Nærri má geta að stemningin var ógleymanleg, en að auki kynnti Stella þarna enn betur framtíðarsýn sína: „Við munum halda áfram samstarfi við Bolt Threads með Mylo til að skapa ekki aðeins betra efni, heldur búa til tískuiðnað sem er vingjarnlegri við allar verur og móður jörð.“ /SP Loðfeldir hafa sjaldan notið jafn lítilla vinsælda og á undan- förnum árum. Árið 2018 voru þeir bannaðir á tískupöllum tískuvikunnar í London og nú hefur mikill fjöldi hönnuða aftekið notkun felda. Má þar á meðal nefna tískuveldi á borð við Gucci, Chanel, Versace, Armani, Coach og Prada. Slíkar ákvarðanir hafa einnig litað allt frá almenningi til áhrifavalda og þaðan alla leið til bresku krúnunnar. Kim Kardashian nokkur, áhrifavaldur sem flokkast reyndar neðar en breska konungsfjölskyldan, sendi frá sér þá tilkynningu árið 2019 að hún hefði losað sig við alla sína loðfeldi og látið endurgera þá úr gervifeldum. Önnur, tiginborin, Elísabet Bretlandsdrottning, var á sama báti sama ár og forbað sér nokkur kaup á loðfeldum í árlegri verslunarferð er farin er til að uppfæra fataskáp hennar hátignar. Jafnvel Anna Wintour, ritstjóri bandaríska Vouge, sem þekkt hefur verið fyrir dálæti sitt á refa- og minkafeldum lætur nú ekki sjá sig í öðru en gervifeldum, þá helst úr smiðju Stellu McCartney eða Gucci. Talsmaður felda og fjörs Tískurisinn LVMH (Louis Vuitton og Moët Hennessy), sem tóku seinna við sér er kemur að málefnum loðdýra, sendu frá sér þá yfirlýsingu á dögunum að nú væri í kortunum að breyta um stefnu. Þetta vekur nokkra athygli enda hóf Fendi, eitt fyrirtækja innan veggja LVMH, feril sinn með áherslu á loðfeldi og leður, fyrir rétt tæpum 100 árum. Meira að segja hefur Karl Lagerfeld, einn helsti listræni stjórnandi Fendi, látið hafa eftir sér að þegar hann hannaði merki fyrirtækisins, sem samanstendur af tveimur F-um, hafi það átt að standa fyrir Fur & Fun. (Sem gæti þá íslenskast sem Feldir & fjör). Karl Lagerfeld, sem var stór hluti Fendi fyrirtækisins í 54 ár, var mjög hlynntur loðfeldum og hélt meðal annars „haute fourrure“ sýningar í 2-3 skipti þar sem feldur var í forgrunni – þá í stað haute couture sýninga sem þýðir í raun hátískusýningar. Hélt hann fyrstu Haute Fourrure sýninguna í tilefni hálfrar aldar starfsferils síns, 8. júlí árið 2015. Var það fyrsta skinn- og feldsýningin sem nokkurn tíma hefur verið staðið fyrir í sögu tískusýningarpalla Parísarborgar og hlaut sýningin mikið lof enda afar áhrifamikil og glæsileg í alla staði. Breytingar í vændum En nú, sjö árum síðar, lýsa forsvars- menn LVMH því yfir að framtíðarsýn þeirra sé að breytast og stíga í hóp þeirra hönnuða og listrænu stjórnenda tískuheimsins sem komnir eru fjær því framleiðsluferli er á sér stað í loðdýraiðnaði. Jákvætt er að segja frá því að Fendi, þetta fyrrum veldi loðdýraskinna, hefur nú hafið samstarf við listaháskólana Central Saint Martin og Imperial College í London – en innan þeirra veggja er staðið fyrir rannsóknum á þeim möguleika að rækta hár eða feld sem byggt er úr keratíni líkt og alvöru hár, í stað plasts eins og gjarnan er nýtt í gervifeldi, en þá væri, ef vel tækist til, keratín-feldur nýr sjálfbær valkostur í heimi loðfatnaðar. Markmiðið er að útkoman verði sem líkust alvöru loðskinni, því jafnvel þótt gæði gervifelda hafi batnað æ meira með árunum eru þeir ekki á pari við alvöru feldi. Þó ætlar Fendi sér ekki að stíga skrefið að fullu, heldur minnka notkun sína á dýraskinnum verulega. Lífrænn valkostur leðurs og loðfelda Áhugi er mikill á þróun þessa lífræna valkosts og horfur eru á því að keratínfeldir muni skipta sköpum í tískuiðnaði framtíðarinnar. Samstarfið er eitt fjölmargra verkefna sem fellur undir þá nýsköpun sem á sér stað um þessar mundir - að nota plöntutengda líftækni til að skapa útgáfur dýraafurða sem notaðar hafa verið - reyndar bæði í tísku og svo matvælaiðnaði. Við framleiðslu lífræns tísku- varnings má þá helst nefna gerð leðurs og loðfelda, en sífellt fleiri fyrirtæki beina sjónum sínum þangað. Til dæmis má nefna Hermès, sem hefur verið í samstarfi við Mycoworks, framleiðanda leðurs byggðu á mycelium eða sveppaþráðum, fyrirtækið Stella McCartney hefur hannað flíkur í samstarfi við Bolt Threads sem einnig stendur í slíkri framleiðslu á meðan móðurfyrirtæki Tommy Hilfiger, PVH, ásamt danska fyrirtækinu Bestseller hófu samstarf með fyrirtækinu Ecovative, sem sérhæfir sig í lífrænni framleiðslu varnings, þá helst úr afurðum sveppa. Á sama tíma hefur fjöldi tískumerkja og smásala sem hætt hafa kaupum og notkun skinnfelda í áföngum – eða skuldbundið sig til að gera það – aukist hratt, en nýlega var tilkynnt að bæst hefðu í hópinn Mytheresa, Oscar de la Renta, Burberry, Neiman Marcus, Coach, Miu Miu og Canada Goose svo einhverjir séu nefndir. Lúxusveldið Kering, sem á meðal annars Balenciaga, Bottega Veneta, Gucci, Alexander McQueen og Yves Saint Laurent, toppaði svo allt saman og hét því á síðasta ári að útrýma loðfeldum innan allra sinna vörumerkja. Árangur væntanlegur innan fáeinna ára Einhver bið verður á því að keratínfeldir sjáist á tískupöllunum en áætlað er að árangur ræktunarverkefnisins komi í ljós eftir tvö ár. Samt sem áður eru samstarfsaðilar og þeir er að tilrauninni standa fullvissir um jákvæða framvindu. Hver svo sem útkoman verður eftir árin tvö er ljóst að allt eru þetta skref sem tekin eru í ljósi vaxandi þarfar almennings eftir sjálfbærum kosti sem fellur undir siðferðilegan ramma nútímans – í bland við framfarir í lífverkfræði almennt og þá sérfræðiþekkingu sem gefur kost á þessari þróun. /SP Framtíðarsýn LVMH & annarra tískuvelda: Ræktun „loð“felda Loðfeldir hafa löngum gefið ímynd velmegunar og valds. Núorðið er þó eftirspurn eftir alvöru loðfeldum á undanhaldi og keppast vísindamenn við að koma á markaðinn vönduðum gervifeldum. Hér má sjá Önnu Wintour, ritstjóra bandaríska Vouge á ferðum sínum - íklædda skósíðum gerfifeld úr smiðju Stellu McCartney. Kemur myndin af instagramsíðu tískuhönnuðarins sem mærir ritstjórann fyrir þá ákvörðun sína. Stella McCartney: Hægri hönd móður jarðar UTAN ÚR HEIMI Gulur og glaðlegur kjóll úr smiðju þeirra Bolt Threads og Stellu McCartney sem hangir á Nútímalistasafninu í New York.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.