Vísbending


Vísbending - 13.05.2021, Page 4

Vísbending - 13.05.2021, Page 4
4 V Í S B E N D I N G • 2 0 2 1 „Ég tók aldrei neina áhættu“ Davíð Helgason, einn stofnenda hugbúnaðarfyrirtækisins Unity, segir frumkvöðla starfsemi í velferðarríki í raun og veru ekki áhættusama. Hann segist ekki hafa átt um annað að velja en að fjárfesta sjálfur í sprotafyrirtækjum og stefnir á að flytja hingað í sumar til að styðja við fyrirtæki sem vinna að lausnum gegn loftslagsvandanum. Samkvæmt honum getur landið orðið að nokkurs konar tilraunastofu fyrir framtíðina vegna hreinnar orkuframleiðslu. Í nýjustu uppfærslu á lista tímaritsins Forbes yfir auðugasta fólk heimsins má finna nýjan meðlim, Íslendinginn Davíð Helgason. Viðbótin kom örugg- lega mörgum á óvart hérlendis, þar sem ekki er hægt að segja að nafn hans hafi verið á allra vörum síðustu árin. Davíð er fæddur á Íslandi en hefur búið erlendis frá 10 ára aldri. Lengst af hefur hann búið í Kaupmannahöfn, en þar stofnaði hann, ásamt viðskiptafélögum sínum, tæknifyrirtækið Unity árið 2004. Fyrirtækið, sem þróar hugbúnað sem notaður er til að búa til tölvuleiki, er að öllum líkindum verðmætasta félag sem stofnað hefur verið af Íslendingi, en það er metið á 29 milljarða Bandaríkja- dali í kauphöllinni í New York. Það er fimmtungi meira en landsframleiðsla Íslands í fyrra. Vísbending náði tali af Davíð og spurði hann út í eigin sögu, stöðu sprotafyrirtækja og áform hans um að flytja aftur til Íslands. ÓLUST UPP MEÐ TÖLVULEIKJUM Davíð lærði að forrita þegar hann var ellefu ára. Hann segist ekki hafa verið besti forritari í heimi, bara nokkuð góður og að fikta í hinu og þessu. „Svo fór ég í háskóla og reyndi að læra eitthvað, en datt svo út og byrjaði að forrita fyrir aðra,“ bætir hann við. „Ég stofnaði líka nokkur fyrirtæki eftir það, en þau urðu flest að engu.“ Hugmyndin að Unity kviknaði upp úr áformum hans og vinar hans úr menntaskóla, Nicholas Francis, um að þróa tölvuleik. Francis hafi síðan fundið þýskan strák, Joachim Ante, sem var til í að vinna með þeim: „Okkur langaði að spreyta okkur á tölvuleikjagerð, þar sem við höfðum alist upp með tölvuleikjum og okkur fannst sá miðill vera áhugaverður,“ segir Davíð. Saman stofnuðu þeir leikjafyrirtækið Over the Edge Entertainment, sem varð síðan að Unity. „Við vorum með margar mismunandi hugmyndir Ljósmynd: Saga Sig.

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.