Vísbending


Vísbending - 13.05.2021, Side 8

Vísbending - 13.05.2021, Side 8
8 V Í S B E N D I N G • 2 0 2 1 COVID ÝTTI OKKUR HRAÐAR Í FRAMTÍÐINA Talið berst að áhrifum heimsfaraldursins á tækni- og sprotafyrirtæki, en þau virðast ekki hafa komið illa út úr honum þrátt fyrir að hagkerfi heimsins hafi skroppið töluvert saman á síðasta ári. Samkvæmt Davíð gæti það verið tímasetningu faraldursins að þakka. „Vitur maður sagði að það væri gott að COVID hefði komið upp núna en ekki árið 1990. Núna er faktískt hægt að eiga í samskiptum við fólk, skemmta sér, vera tengdur við umheiminn og vera í sambandi við fjölskylduna sína og vini,“ segir Davíð. „Það voru allar þessar tæknilausnir sem hafa gert þetta kleift og kannski þess vegna sem tæknifyrirtækin hafa spjarað sig ágætlega í gegnum alla þessa tíð,“ bætir hann við. Aðspurður hvort hann haldi að tækniþekking hafi aukist með fjarfundarvæðingunni sem fylgdi faraldrinum telur hann svo vera, en hann segir þó að hún hefði hvort sem er aukist með tímanum: „Ég held að heimurinn hafi verið að færast í þessa átt, þetta er ekkert nýtt. Hins vegar held ég að COVID hafi ýtt okkur hraðar í framtíðina en annars.“ Á LEIÐ TIL ÍSLANDS Í SUMAR Í síðasta mánuði greindi svo Viðskiptablaðið frá því að Davíð ynni að stofnun nýs fjárfestingasjóðs með bróður sínum, Ara Helgasyni. Aðspurður um sjóðinn segir Davíð að enn sé margt óútfært í þeim efnum, þeir séu enn að koma undir sig fótunum og finna út hvernig þeir vilji beita sér þar. Þó segir hann að áformin séu meira en bara vangaveltur. Meiri upplýsingar muni svo koma í ljós þegar nær dregur. Hann segist vera heppinn með að vinna með bróður sínum, sem vann áður hjá evrópska fjárfestingarsjóðnum Index Ventures. Að mati Davíðs er Ari einn af bestu tæknifjárfestum í Evrópu. HÆGT AÐ GERA GÓÐA HLUTI Á ÍSLANDI Davíð segir margt gera Ísland að álitlegum fjárfestingar- kosti, þar sem hér sé fullt af hugviti og nóg af fólki að gera áhugaverða hluti. „Það er líka fínn áhugi á fyrirtækjum sem tengjast loftslagsbreytingum og við höfum verið að tala við nokkur þeirra um það,“ bætir hann við. „Ísland er auðvitað sérstakt land að því leyti að rafmagnið er nokkurn veginn búið til án þess að losa kolefni, svo ég held að landið geti orðið einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina,“ segir hann einnig. Hér sé hægt að prófa hvernig heimurinn verður, þar sem önnur lönd stefna einnig á jafnhreina orkuframleiðslu. „Ég held að það sé fullt af fólki sem vill koma til Íslands og vinna þar,“ segir Davíð og bætir við að hann og bróðir hans vilji fá gott fólk með sér hingað til lands, bæði Íslendinga og útlendinga, til að vinna í umhverfismálum. Samkvæmt Davíð er Ísland með fjölbreytt hugvit til að takast á við þessi verkefni: „Það er náttúrulega ekki rosalega mikið af fólki hérna, en það er bara eins og það er. Ef þú blandar góðu „lókal talenti“ við útlenska snillinga þá held ég að það sé hægt að gera góða hluti.“ Ljósmynd: Úr einkasafni. Ljósmynd: Bára Huld Beck

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.