Vísbending


Vísbending - 13.05.2021, Side 14

Vísbending - 13.05.2021, Side 14
14 V Í S B E N D I N G • 2 0 2 1 UM AUÐLINDARENTU OG VERÐMÆTASKÖPUN 1 Sjá https://www�ferdamalastofa�is/static/files/ferdamalastofa/Frettamyndir/2020/januar/rekstur-og-efnahagur-i-ferdathjonustu�pdf� Nú eru að verða straumhvörf í efnahagslífi þegar bólusetning landsmanna gerir mögulegt að opna landamæri og vekja ferðaþjónustu aftur til lífs. Ekki er þó víst hversu mikill vilji sé til ferðalaga meðal annarra þjóða en ekki þarf þó marga til þess að eftirspurn og atvinna vaxi hér á landi. Í þeirri ládeyðu sem hér hefur verið undanfarið ár hefði verið hægt að koma skipulagi á ferðaþjónustu svo að hún ofrísi ekki eins og gerðist árin fyrir COVID-19. Þegar hafði hægt á vexti hennar árið 2019 og töluvert atvinnuleysi myndast (um 10 þúsund atvinnulausir eða um 5% af mannafla). Það er því næsta víst að án far- sóttarinnar hefði ferðaþjónusta haldið áfram að gefa eftir vegna hás innlends launakostnaðar sem hlutfalls af rekstrartekjum1. Fall flugfélagsins WOW árið 2019 varð til þess að erlendum ferðamönnum fækkaði um ein 14% frá árinu 2018. Við þetta bættist gengisstyrking krónunnar frá 2016 til 2018 sem kom niður á arðsemi fyrirtækja í greininni. YTRI ÁHRIF Í SJÁVARÚTVEGI OG FERÐAÞJÓNUSTU Á síðustu árum hefur hagkerfið fengið að líða fyrir skort á skipulagi í ferðaþjónustu. Í ferðaþjónustu eins og í sjávar útvegi eru neikvæð ytri áhrif. Einn togari til viðbótar minnkar afla hinna sem fyrir eru og einn ferðamaður til viðbótar eykur við mannþröng á vinsælum ferðamanna- stöðum. En í sjávarútvegi var fyrir áratugum tekið upp kerfi framseljanlegra kvóta sem eykur hagkvæmni í grein- inni, þótt tekjuskiptingaráhrif séu umdeild, með því að hver sá sem vill veiða fisk þarf að kaupa kvóta af öðrum. Í ferðaþjónustu er ekkert slíkt kerfi. Afleiðingar af stjórnlausum vexti ferðaþjónustu árin fyrir komu COVID-19 eru flestum ljós. Ör fjölgun erlendra ferðamanna hafði í för með sér að upplifun ferðamanna á vinsælustu ferðamannastöðunum var ekki sú sama. Sömuleiðis hækkaði gengi krónunnar vegna þess hversu miklum gjaldeyri var skipt í krónur sem minnk- aði hagnað fyrirtækja í ferðaþjónustu og einnig í öðrum útflutningsgreinum. Þetta voru ruðningsáhrif í gegnum gengi krónunnar. Ýmis önnur ytri áhrif komu í ljós. T.d. varð slit á vegum meira og einhver kostnaður lagðist á ríkið þegar erlendir ferðamenn þurftu á læknisþjónustu að halda. HVERNIG VÆRI HÆGT AÐ GERA FERÐAÞJÓNUSTU HAGKVÆMARI? Ýmsar leiðir eru færar til þess að hámarka hagkvæmni í ferðaþjónustu. Allar fela það í sér að hver rekstraraðili taki tillit til þess ytra óhagræðis sem hann veldur öðrum fyrirtækjum í greininni og einnig í öðrum útflutnings- greinum. Ein leið líkist kvótakerfinu í sjávarútvegi þar sem ákveðið er fyrirfram hversu margir ferðamenn megi koma til landsins á ári hverju og síðan gangi kvótar kaupum og sölum á milli flugfélaga. Ef nýtt flugfélag vill fljúga með ferðamenn til landsins þá þarf það að kaupa réttinn af þeim sem þegar fljúga með ferðamenn. Önnur leið felst í því að leggja á gistináttaskatt sem þá rennur í ríkissjóð sem getur notað tekjurnar til þess að viðhalda vegum og byggja upp aðstöðu fyrir ferðamenn. Þessi leið líkist mest veiðgjaldaleiðinni í sjávarútvegi. Þriðja leiðin felst í því að leggja á lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli sem séu ákveðin með það í huga að GYLFI ZOEGA hagfræðingur

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.