Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2022, Side 4

Skessuhorn - 11.05.2022, Side 4
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 20224 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá­ auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 4.110 krónur með vsk. á mánuði. Elli­ og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.550. Rafræn áskrift kostar 3.220 kr. Rafræn áskrift til elli­ og örorkulífeyrisþega er 2.968 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Guðrún Jónsdóttir gj@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Díana Ósk Heiðarsdóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Loforðalistinn - XL Við vorum þó nokkuð stór hópur saman komin á fundi á Akranesi. Vorum á fullu að undirbúa framboðslista til bæjarstjórnar. Stutt var í skilafrest og því ekki til setunnar boðið að ljúka við málaskrána og raða í sætin. Það var búið að setja upp á töflu langan lista með kosningaloforðum sem átti eft- ir að vinna úr, en búið var að samþykkja nafn á listann. Hann átti að heita Loforðalistinn og sótt yrði um listabókstafinn L. Ekki var það vegna þess að við værum öll íturvaxin, en vissulega voru einhverjir jú með X-L miða á bolnum innanverðum. Ég man að í ljósi þess að ég á nokkrar skyrtur af stærðinni XXX-L, spurði ég hvort ég mætti ekki vera í þriðja sæti á listan- um. Okkar aðal vandamál var að velja og hafna þeim göfugu málum sem átti að setja efst á loforðalistann. Ég náði að koma því að hversu vel það reyndist danska húmoristanum forðum sem fór í framboð. Hann lofaði nefnilega meðvindi á hjólastígum og komst á þing og tók meira að segja mann með sér. Akranes er vissulega það sveitarfélag hér á landi þar sem hjólreiðar blasa við sem hinn eini sanni samgöngumáti, annað væri lög- reglumál. Við ákváðum því samhljóða að lofa hægri humátt og meðvindi hvert sem leiðir lægju. Varðandi umhverfismálin fórum við svo að ræða sorphirðu og sorpflokk- un. Áhugi fyrir þeim málaflokki hefur í seinni tíð verið jafn lítill á Akra- nesi og áhugi ríkisstjórnarinnar á að taka upp nothæfan gjaldmiðil. Hér höfum við ennþá tvo rusladalla, fyrir ruslið annars vegar og óhreina ruslið hins vegar. Á líðandi kjörtímabili hefur nákvæmlega ekkert verið gert til að örva áhuga okkar og vilja til að flokka það sem til fellur á heimilinu. Aftur gat ég skotið að reynslu minni frá Danmerkurverunni fyrir þrjátíu árum. Þá flokkuðu allir húsráðendur í sjö ílát; jarðgeranlegt kartöfluhýði og kaffi- korgur sér, glerflöskur, plast, dósir og pappír samviskusamlega raðað í sín ílát, en það sem ekki flokkaðist með þessum hætti var hæglega hægt að koma fyrir í skókassa eftir tvær vikur. Mér finnst alveg ótrúlegt að við þurf- um sífellt að vera þrjátíu árum á eftir Dönum í þróun svo sjálfsagðra mála og þessara. Annað dæmi er að á síðasta ári náðum við þeim stað sem Danir voru á 1992 í sjálfvirkum skilum á skattaskýrslum á netinu. Þegar við í Loforðalistanum vorum langt komin með stefnumál fram- boðs okkar voru engu að síður nokkur mál sem menn greindi á um. Við ræddum meðal annars kurteisi og framkomu við náungann. Einhverjir töldu að slíkt ætti ekki heima á loforðalista. Engu að síður fékkst samþykkt að einelti yrði bannað með lögum og með sérstakri tilskipun frá Bastían bæjarfógeta. Auk þess að meintum gerendum í slíku ofbeldi yrði framveg- is refsað með veru í sérstökum gapastokk sem komið yrði fyrir á Akratorgi með óæðri endann upp í vindinn hverju sinni. Það myndi væntanlega auka til muna viðskiptin í ísbúðinni, enda gerðu menn ráð fyrir að allmargir gætu lent á þeim stað að þurfa nú loks að svara fyrir gjörðir sínar eftir að hafa lagt einhvern lítilmagnann í einelti. En loforðalistinn var loks fullmót- aður. Allir voru svakalega glaðir og ánægðir með farsæla niðurstöðu. Við blasti hreinn meirihluti í bæjarstjórn enda hefur aldrei áður birst svo hrein- skiptið og óvenjulegt framboð; sigur blasti við. Í miðju lófataki í lok fundar hrekk ég upp með andfælum. Þetta hafði allt verið draumur. Auk þess var fresturinn til að skila inn framboði löngu liðinn og Loforðalistinn mun því bíða um sinn. Ég staulast því fram í eld- hús, fæ mér kaffibolla og kveiki á útvarpinu. Á Bylgjunni hljómaði viðtal við oddvitana þrjá sem mundu eftir því í tæka tíð að skila inn framboðslist- um. Mikið var þetta hugguleg morgunstund. Gulli byggir var spyrillinn og hafði á orði að þetta hefði verið alveg eins og að fá gesti úr Kardemommu- bænum í hljóðver. Bastían bæjarfógeti væri jú einstakt ljúfmenni og vildi öllum vel. Sumir myndu kannski segja að hann væri hálfgerð gunga, enda var hann alltaf smeykur við Soffíu frænku, skíthræddur við ræningjana og ekki síður ljónið þeirra. En hann var ljúfmenni, eins og þau. Magnús Magnússon Regus hefur opnað nýja fjarvinnu- aðstöðu á hótelinu B59 í Borg- arnesi. Þar eru 18 fjarvinnslu- stöðvar tilbúnar sem fólk getur leigt og sinnt starfi sínu í notalegu umhverfi. „Um mikið byggðamál er að ræða enda styður opnun slíkr- ar stöðvar við hugmyndafræðina um störf án staðsetningar. Regus hyggst opna sambærilega vinnuað- stöðu um land allt, sú næsta verð- ur opnuð um miðjan maí í gamla Landsbankahúsinu á Ísafirði,“ seg- ir Stefán Óli Jónsson ráðgjafi hjá Regus í tilkynningu. „Það sem gerir útibúið í Borg- arnesi einstakt er að gestir þess fá jafnframt aðgang að líkams- og heilsuræktinni í B59,“ segir Stefán Óli. Þá segir hann að ný mathöll með fjölda veitingastaða verði inn- an tíðar opnuð í sama húsi, þ.e. í matsal B59, þannig að stutt verður fyrir þjónustukaupendur skrifstofu- rýmis að nálgast mat. „Loks er góð fundaaðstaða í útibúinu, sem getur hýst allt að 100 manna fundi,“ segir Stefán Óli. Erna Karla Guðjónsdóttir, fram- kvæmdastjóri viðskiptaþróun- ar Regus á Íslandi, hefur haft veg og vanda af opnuninni í Borg- arnesi. „Það er frábært að geta boð- ið fólki sem býr í nágrenninu upp á aðstöðu sem eykur bæði lífsgæði fólks og sparar því tíma, ekki síst í akstri á milli staða sem jafnframt er umhverfisvænt. Opnun Regus í Borgarnesi er liður í því að fólk geti starfað þar sem það vill búa og í heimabyggð. Stefna okkar er að opna á enn fleiri stöðum á næstu mánuðum svo að fólk um allt land þurfi ekki að leita langt yfir skammt að góðri vinnuaðstöðu,“ segir Erna. mm Byrjað er að skipta út jarðvegi og undirbúa stækkun Hótels Búða á Snæfellsnesi. Þegar framkvæmd- um verður lokið mun hótelið tvö- faldast að stærð og verða tæpir þrjú þúsund fermetrar. Herbergjafjöldi fer úr 28 í 52. Undir nýja hlutan- um verður kjallari og þar verður pláss fyrir eldhús, geymslu og kæla, þvottahús og fleira. Við stækkunina verður þriðja álman byggð sunnan megin við hótelið þar sem verið hefur hluti af bílastæði. Nú er grafið fyrir kjallara og á þeirri vinnu að vera lokið áður en sumartörnin á hótelinu hefst. Í haust verður byggingin svo reist úr forsteyptum einingum. Byggingin á að verða risin fyrir lok árs og er áætlað að ljúka breytingum fyrir næsta vor. af Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa ákveðið að styrkja stjórnvöld í Úkra- ínu um eina milljón bandaríkja- dala, eða jafnvirði um 130 milljóna króna. Með þessu vilja fyrirtæki í íslenskum sjávarútvegi leggja sitt af mörkum með von um að bundinn verði endir á hörmungar úkraínsku þjóðarinnar hið fyrsta. Haft verð- ur samráð við íslensk stjórnvöld um ráðstöfun fjárins. Fyrirtækin sem í hlut eiga eru: Brim, Reykjavík Eskja, Eskifirði G. Run. Grundarfirði Gjögur, Grenivík Hraðfrystihúsið Gunnvör, Hnífs- dal Iceland Seafood Ísfélagið í Vestmannaeyjum Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði Oddi, Patreksfirði Rammi, Siglufirði Samherji, Akureyri Síldarvinnslan í Neskaupstað Skinney-Þinganes, Höfn í Horna- firði Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum Vísir, Grindavík Þorbjörn, Grindavík Arctic Fish, Ísafirði. mm Framkvæmdir eru hafnar við stækkun Hótel Búða Sjávarútvegsfyrirtæki styðja rausnarlega við úkraínsku þjóðina Úr vinnslusal Guðmundar Runólfssonar hf. í Grundarfirði. Ljósm. úr safni/ tfk. Anddyri Regus við Borgarbraut 59. Aðstaða fyrir fjarvinnu opnuð í Borgarnesi Vinnuaðstaða sem Regus býður nú til leigu í Borgarnesi. Góð fundaaðstaða er í húsinu.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.