Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 33

Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2022 33 Grundarfjarðarbær Auglýsing um kjörfund vegna sveitarstjórnarkosninga Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga í Grundarfirði verður í Samkomuhúsi Grundarfjarðar, Sólvöllum 3, laugardaginn 14. maí 2022. Kjörfundur stendur yfir frá kl. 09:00 til kl. 22:00. Kjósendur þurfa að framvísa persónuskilríkjum. Kjörstjórn Grundarfjarðarbæjar SK ES SU H O R N 2 01 8 Tímabókanir í síma 568 6880 VANTAR ÞIG HEYRNARTÆKI? Glæsibæ | Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Heyrnartaekni.is | 568 6880 Nýju MORE heyrnartækin eru þjálfuð til að þekkja hljóð. Innbyggt djúptauganet skilar einstaklega nákvæmri hljóðvinnslu og skýrum hljómgæðum. Árni Hafstað heyrnarfræðingur hjá Heyrnartækni verður í Borgarnesi 18. apríl við heyrnarmælingar, ráðgjöf og sölu heyrnartækja. Hjónin Mykola Kravets og Olena Sheptytska eru nýkomin til Íslands en hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi. Þau eru nýbúin að gifta sig og voru í brúðkaupsferð í Tyrklandi þegar stríðið braust út í heimalandi þeirra Úkraínu. Þau leituðu allra leiða til að komast í öruggt skjól sem þau fengu á end- anum í Grundarfirði. Bæði starfa þau Mykola og Olena sem listamenn og hönnuð- ir og unnu við það í Úkraínu. Eft- ir að hafa sent fjölda skilaboða á staði, sem bjóða upp á gistingu fyr- ir listamenn, fengu þau loks svar frá Thoru Karlsdóttur sem rekur ArtAk350 í Grundarfirði. Thora fór strax á stúfana og hafði sam- band við Björgu Ágústsdóttur bæjarstjóra um íbúð fyrir þau, en gistingin sem Thora rekur er upp- bókuð næstu mánuðina. Björg brást skjótt við og fengu þau litla íbúð í Grundarfirði. Svo var auglýst eft- ir húsgögnum og húsbúnaði fyr- ir þau á samfélagsmiðlum og voru Grundfirðingar ekki lengi að taka við sér en á þremur dögum var búið að fá allt það helsta sem þurfti. Thora vill koma sérstökum þökk- um til Grundfirðinga og bæjaryfir- valda fyrir liðlegheitin. Hjónin Mykola og Olena voru búsett í Kiev en eru nú að koma sér fyrir og reyna að ná áttum í nýju landi. Fjölskyldur þeirra eru enn í Úkraínu og hafa þurft að flýja heimili sín. Hjónin eru í sambandi við ættingja sína daglega. Vilja kynna sig til leiks Hjónin voru búin að starfa saman í fimm ár þegar þau fóru að stinga saman nefjum. Þau eru bæði lista- menn og hönnuðir og voru með hópi fólks sem tók að sér að setja upp listsýningar og hanna skreytingar fyrir allskyns viðburði og fyrirtæki bæði stór og smá. „Við komum hingað til lands náttúru- lega bara með hlutina sem við vor- um að ferðast með, en við feng- um flug til Íslands í gegnum Varsjá þegar Thora svaraði tölvupóstin- um okkar,“ segir Olena í spjalli við fréttaritara, en bæði tala þau ágæta ensku. „Það er ótrúleg velvild sem hefur mætt okkur hérna og allir til- búnir til að aðstoða okkur,“ en búið er að útvega þeim helstu nauðsynj- ar og meira að segja fengu þau öll efni og áhöld hjá Verkfæralagern- um til að iðka list sína, en þar fengu þau frábærar móttökur og fengu að velja sér allt sem þau þurftu til að byrja að vinna að list sinni þeim að kostnaðarlausu. „Okkur langar að kynna okkur hérna og sýna hvað við getum boðið uppá hér á Íslandi. Við erum bæði mikið menntuð og höfum bæði stundað nám í list- greinum sem og hönnunarnám og arkitektúr,“ segja þau. Miðað við myndir af verkefnum sem þau hafa komið að er ekki hægt að draga það í efa. Einnig hafa þau unnið við kennslu og vilja bæði vinna til að koma fótunum undir sig á nýj- um stað. Tekur á Hjónin reikna ekki með að kom- ast heim í bráð enda lítið fyrir þau að sækja þangað. „Það er ekkert fyrir okkur að gera heima,“ seg- ir Olena: „Enga vinnu að hafa og ekkert fyrir okkur að gera og það yrði bara hættulegt fyrir okkur,“ bætir hún við á meðan hún þurrkar tár af hvarmi. Erfitt hefur verið að Voru í brúðkaupsferð þegar stríðið skall á Listamenn á flótta hafa nú komið sér fyrir í Grundarfirði fylgjast með fréttum frá heima- landinu bæði í fjölmiðlum og frá vinum og ættingjum. „Þetta hef- ur tekið á og er alveg hræðilegt en okkur líður vel hérna og erum örugg. Til dæmis fórum við í sext- án kílómetra göngu í gær og nátt- úran og umhverfið hérna er yndis- legt,“ segja þau. „Einnig erum við búin að prófa að fara í klifurhús hérna í bænum og erum með pínu strengi eftir það,“ bæta þau við og brosa kímin til hvors annars. Þau segjast bæði vera mjög virk í úti- vist, klifri og hjólreiðum og því ætti þeim ekki að leiðast hérna enda mikið af gönguleiðum í nágrenninu í Grundarfirði. „Það var oft erfitt að draga fram lífið í Úkraínu enda ekki mjög arðbært að starfa þar sem listamaður. Vonandi gengur það betur hérna en annars getum við unnið við hvað sem er og vonandi verður gott að búa hérna á Íslandi,“ segja þau að lokum. Hægt er að skoða heimasíðuna þeirra á vefsíðunni www.dyvyna. com.ua og á fésbókarsíðunni www. facebook.com/dyvyna21/ tfk Listaverkin eru af öllum stærðum og gerðum hjá þessum ungu hjónum en hérna er Olena með einum af sam- starfsmönnum þeirra hjóna. Salbjörg Nóadóttir er hérna með þeim á myndinni en hún hefur verið ungu hjón- unum innan handar við að koma sér fyrir í Grundarfirði. Mykola og Olena í Verkfæralagernum þar sem þau fengu frábærar móttökur. Hjónin Mykola Kravets og Olena Sheptytska í vinnustofunni í Grundarfirði. Hérna má sjá hluta af þeim verkefnum sem þau hafa tekið að sér.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.