Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2022 19 Við höfum aðstoðað tugi fyrirtækja og sótt styrki yfir 100 milljónir Umsóknartímabil: Ágúst 2021 – Mars 2022 Umsóknarfrestur: Júní 2022 Hafðu samband og við könnum rétt þinn Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur S: 554 5414 | upplysingar@ferdavefir.is | ferdavefir.is C M Y CM MY CY CMY K vidspyrnustyrkir_loka copy.pdf 1 22.4.2022 16:49 Fyrsta minningin mín um sigur- vegara í keppninni er svo þegar Bobbysocks vann árið 1985,“ seg- ir hann. „Þetta er svo skemmti- legt. Ef maður heldur með fót- boltaliði heldur maður bara með því liði sjáðu til. En ef maður er áhugamaður um Söngvakeppnina „Eurovision“ er þetta svo fjölþætt og þú getur líka skipt um skoðun á hverjum þú heldur með og hefur ein fjörutíu lönd til þess að styðja.“ Þýðing keppninnar Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva er alþjóðlegt verkefni sem var upprunalega stofnað af Sam- bandi evrópskra sjónvarpsstöðva til að sameina þjóðir Evrópu eftir seinna stríð. „Fyrirmynd „Eurovision“ er keppni sem haldin er á Ítalíu og heitir San Remo lagakeppnin. Hún er ennþá í gangi. Upphaflega kepptu sjö lönd árið 1956,“ seg- ir Kiddi Jói og telur auðvitað upp öll þessi lönd. Blaðamaður spyr nú hvort þetta áhugamál sé honum einungis gleði í fáa mánuði á ári. „Nei, alls ekki,“ segir hann. „Þetta er í gangi allt árið með hlustun og samskiptum innan fylgjendahóps keppninnar sem og að fylgjast með öllum undankeppnunum úti. Svo þegar fer að færast nær er þetta frá- bært geðlyf í skammdeginu. Það er líka þessi fallega hugsjón, að sam- eina Evrópu eftir seinni heimsstyrj- öldina,“ segir Kiddi Jói. Hann segir að aðal baráttan sé að Systur kom- ist núna áfram í keppninni (Skessu- horn var farið í prentun þegar úrslit gærkvöldsins lágu fyrir) og keppi til úrslita. Hann segir lagið hafa sér- stöðu, það sé ekta tónlist og mjög fallega flutt. „Það er sagt að Ítalir séu mjög hrifnir af systrunum, enda hafa þær mikla útgeislun. Þær eru líka svo vel gerðar, þær tóku því t.d. aldrei sem sjálfsögðum hlut að vinna, það sá maður greinilega eftir úrslitin í Gufunesinu,“ segir Kiddi Jói hlýlega. Uppáhaldslögin 2022 Kiddi Jói hefur sterkt álit á keppninni í ár. „Lagið hennar Lay Low er uppá- haldslagið mitt og líka norska lagið. En ég tel að Ítalía eigi góða möguleika á að vinna aftur í ár, lagið er gott og textinn er góður. Ég hef hlustað mikið á Lit- háen og Serbíu, það land er með mjög gott lag og mikilvægan texta. Laga- textar skipta miklu máli, það er ekki bara tónlistin, þetta er ein heild,“ seg- ir Kiddi Jói brosandi. „En ég móta mér samt aldrei endanlega skoðun fyrr en ég sé keppnina á sviði.“ Ísland er núna númer fjórtán í röð- inni í flutningi og Kiddi Jói segir að það geti skipt máli hvar rólegt lag lendi svo það falli ekki í skuggann á fjörugra lagi. „En svo má ekki gleyma því að keppnin getur orðið pólitísk, við vit- um að það er alltaf atkvæðasamband milli Grikklands og Kýpur, en líka milli Íslands og Danmerkur. En Ísland gaf líka Úkraínu tólf stig árið 2004 og Lordi frá Finnlandi tólf stig árið 2006. Ég veit ekki hvort þetta kallast ein- hverfa eða hvað, en nú er ég búinn að fylgjast með þessu í um þrjátíu ár. Það var svo mjög indælt að kynnast Krist- ínu og eiga hana að vinkonu, nú höf- um við farið í nokkur skipti saman út. Svo er bara svo gaman að vera með- limur í þessum hópi og taka þátt í alls konar Eurovision hópum á Facebook. Hér á Íslandi er breiddin ótrúlega mik- il í aðdáendahópi keppninnar, þetta fólk kemur úr öllum stigum samfélags- ins. Það er svo mikil vinátta og fjöl- skyldufílingur í FÁSES. Það er mikil- vægt að hafa gott áhugamál. Það gefur lífinu lit og er svo gaman,“ segir Kiddi Jói að lokum. gj. Ljósm. úr einkasafni Kiddi ásamt Steinunni B. Bragadóttur, Kristínu og Reyni Þór Eggertssyni á leiðinni í Eurovision höllina í Lissabon, þau kölluðu sig Hinar fjórar júrófrænkur. Tekið í hitanum í Lissabon. F.v: Kiddi Jói, Kristín Kristjánsdóttir, Steinunn B. Bragadóttir, Reynir Þór Eggertsson, Heiður Maríudóttir og Antranig Shokayan vinur þeirra frá Ástralíu. Kiddi Jói ásamt Ara Ólafssyni sem tók þátt fyrir Ísland í Lissabon árið 2018.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.