Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2022 21 Umferð um Faxatorg á Akranesi var stöðvuð að nýju mánudaginn 9. maí sl. meðan gengið er frá yfir- boðslögn og frágangi við torgið. Gert var ráð fyrir að framkvæmd- um ljúki seint í þessari viku. Íbúar, en kannski ekki síst gestkomandi í bænum, hafa orðið áþreifanlega varir við hversu mikill miðpunkt- ur torgið er í æðakerfi gatna- kerfisins. Vel má finna hentugar hjáleiðir, en betra að vera kunn- ugur staðháttum. Nú er búið að malbika akbraut torgsins, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd og í gær var unnið við hellulögn gang- brauta við torgið. mm Síðastliðinn mánudag útskrifuðust átta starfsmenn Samkaupa með sér- stakar háskólagráður í verslunar- fræðum frá Bifröst og Háskólanum í Reykjavík. Hópurinn er sá fyrsti sem lýkur háskólanámi sem haldið er úti af vinnuveitanda hér á landi en kennslan og þróun verslunar- fræðanámsins, sem nefnist Forysta til framtíðar, er alfarið fjármögnuð af Samkaupum. Útskriftarathöfnin fór fram í Hörpu að viðstöddum fjölskyld- um og samstarfsfólki. Hrefna Sif Ármannsdóttir, einn útskriftarnem- endanna, hélt ræðu í athöfninni og sagði frá því að hún hóf fyrst störf hjá Samkaupum árið 2010. Hún hafði þá aðeins lokið grunnskóla- prófi og taldi nám ekki henta sér. Tveimur árum síðar fékk hún tæki- færi til að taka diplómunám í versl- unarstjórnun samhliða vinnu, sem kveikti hjá henni áhuga á frekara námi. Í framhaldinu kláraði hún stúdentsprófið og síðar þegar versl- unarfræðanámið á háskólastigi var kynnt ákvað hún að slá til. mm Eftir tveggja ára hlé vegna faraldursins var loksins hægt að halda hefðbundna morgunstund í Brekkubæjarskóla á Akra- nesi á þriðjudag í liðinni viku. Þar sýndu nemendur skól- ans úr öllum bekkjum hin ýmsu atriði eins og söng, dans og hljóðfæraleik og stóðu sig með mikilli prýði. Þá voru veittar viðurkenningar til nemenda úr öllum bekkjum fyrir að standa sig vel í félagshæfni í skólanum. Morgunstundin fór fram í íþróttahúsinu við Vesturgötu og var nánast fullt hús af nem- endum og aðstandendum þeirra. Blaðamaður Skessuhorns stalst úr vinnunni í morgunsárið og tók nokkrar myndir af skemmtuninni. vaks Í síðustu viku fór fram útskrift hjá Slökkviliði Akraness og Hval- fjarðarsveitar á tíu nýliðum sem lokið hafa námi frá Brunamálaskóla Húsnæðis- og mannvirkjastofnun- ar. Námið saman stendur af fjórum bóklegum- og verklegum náms- hlutum. Nemendur fá m.a. þjálfun í hefðbundnu slökkvistarfi, reykköf- un og björgun fólks úr bílslys- um. Umsjón með náminu höfðu Sigurður Þór Elísson þjálfunar- stjóri slökkviliðsins og Jens Heið- ar Ragnarsson slökkviliðsstjóri, en Þorlákur Snær Helgason af hálfu Húsnæðis- og mannvirkjastofnun- ar. „Slökkvilið Akraness og Hval- fjarðarsveitar er mjög lukkulegt með þessa fullmenntuðu slökkvi- liðsmenn og horfum við björtum augum til framtíðar með þennan flotta hóp nýútskrifaðra slökkvi- liðsmanna,“ segja þeir Sigurður Þór og Jens Heiðar í tilkynningu til Skessuhorns. mm Vefmyndavélar hafa verið á höfnum Snæfellsbæjar um árabil og verið ánægja með þær, meðal annars í röðum brottfluttra, en einnig hjá þeim sem vilja fylgjast með veðurlagi. Gömlu vélarnar voru komnar til ára sinna og stóðust ekki tímans tönn hvað mynd- gæði varðar og má meðal annars sjá það með því að bera vefmyndavélina í Ólafsvík saman við vélarn- ar á Arnastapa og Rifi en í Ólafsvík á eftir að skipta út gömlu vélinni en það verður gert á næstu dög- um. Á myndinni er Birgir Tryggvason hjá Bílaaðstoð og flutningum að hífa Sigurjón Bjarnason rafvirkja upp í mastrið í Rifi til að skipta um myndavélina þar. Vélarnar eru við Rifshöfn, Arnarstapahöfn og Ólafsvíkurhöfn. Slóð á vélarnar má finna á heima- síðu Snæfellsbæjar. þa Útskrifast úr háskóla- námi í verslunarfræðum Faxatorg lagt nýju malbiki Þeir eru nú útskrifaðir ásamt leiðbeinendum sínum. F.v. Jens Heiðar Ragnarsson slökkviliðsstjóri, Karl Jóhann Haagensen, Styrmir Þór Tómasson, Ársæll Ottó Björnsson, Pálmi Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Grétarsson, Karl Svanhólm Þórisson, Sævar Berg Sigurðsson, Björn Torfi Axelsson, Samúel Þorsteinsson, Ásmundur Jónsson og Sigurður Þór Elísson þjálfunarstjóri. Ljósm. aðsend. Tíu slökkviliðsmenn útskrifaðir hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar Vefmyndavélar endurnýjaðar við hafnirnar Morgunstund í Brekkó 5. bekkur dansaði við lagið Fuego með Eleni Foureira. Krakkarnir í 2. bekk sungu skólasönginn. Þessir nemendur fengu viðurkenningu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.