Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 202212 Síðasta föstudag var formleg vígsla á fimleikahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Í ræðu Sævars Freys Þrá- inssonar bæjarstjóra kom fram að langur aðdragandi var að ákvörðun um byggingu hússins og hófst hún í nóvember árið 2010 þegar starfs- hópur skipaður af bæjarráði Akra- ness skilaði af sér skýrslu þar sem mat var lagt á aðstöðu íþrótta í eigu Akraneskaupstaðar og mati á aðstöðu félaga innan ÍA. Niður- staða starfshópsins var umfangs- mikil en í stuttu máli var þar efst á lista bygging fimleikahúss. Í fyrstu voru skoðaðir tveir val- kostir um staðsetningu á húsinu, annað hvort á Jaðarsbökkum eða á Vesturgötu. Vesturgata varð síð- an fyrir valinu og lauk hönnun á húsinu árið 2018. Fyrsta skóflu- stungan var tekin 27. ágúst sama ár og gerðu upphaflegar áætlanir að húsið yrði tilbúið í lok árs 2019 en Fimleikafélag Akraness flutti starf- semi sína inn í húsið í ágúst 2020. Að lokum þakkaði Sævar öllum þeim fjölmörgu aðilum sem hafa komið með einum eða öðrum hætti að byggingu hússins og fyrir frá- bært starf og góða samvinnu við að koma upp þessu glæsilega húsi sem er lögleg keppnishöll og einstak- lega vel heppnað. Auk Sævars fluttu ávörp þau Eyrún Reynisdóttir fram- kvæmdastjóri FIMÍA, Þórdís Þráins dóttir yfirþjálfari hjá FIMÍA, Valgarður Lyngdal Jónsson forseti bæjarstjórnar og Hrönn Ríkharðs- dóttir nýkjörinn formaður ÍA. Að því loknu var opin æfing hjá iðk- endum FIMÍA sem gestum var boðið að fylgjast með. vaks Á fundi bæjarráðs Akraneskaup- staðar 28. apríl síðastliðinn kem- ur fram að Þróunarfélag Grundar- tanga undirbúi nú stofnun hita- og gufuveitu á Grundartanga í sam- starfi við fyrirtæki á Grundar- tangasvæðinu og nálæg sveitar- félög. Fyrir huguð er umsókn um stofnstyrk til Orkusjóðs og ósk- að eftir vilyrði bæjarráðs um þátt- töku í styrkumsókninni. Bæjarráð tók jákvætt í erindið og samþykkti viljayfirlýsingu fyrir hönd Akra- neskaupstaðar vegna styrkumsókn- ar Þróunarfélagsins til Orkusjóðs. Á Grundartanga verður til tals- vert magn varma í tengslum við starfsemi iðnfyrirtækjanna þar. Horft hefur verið til þess að nýta þessa orkulind sem í dag fer til spill- is. Markmið með orkuendurvinnslu á Grundartanga eru meðal annars eftirfarandi: Draga úr orkusóun (glatvarma, raf- og olíukyndingu á svæðinu), koma upp hitaveitu á Grundartanga og nærumhverfi sem í dag er kalt svæði, draga úr losun á koltvísýringi (CO2), styðja við fjöl- nýtingu, styðja við klasasamstarf og stunda nýsköpun og tækniþróun. Einn af þeim kostum sem er nærtækastur er að nýta umfram- varmann sem orkugjafa til hita- og gufuveitu fyrir fyrirtæki á Grundar- tanga. Til þessa hefur orka til upp- hitunar húsnæðis og fyrir heitt neysluvatn verið fengin úr 1-3 MW af raforku sem nýta mætti til verðmætari þarfa. Til lengri tíma litið er mun hagkvæmara að kynda hús með hitaveitu sem mun því gera rekstur fyrirtækja á Grundar- tanga hagkvæmari. Til þessa hefur ekki verið boðið upp á hitaveitu á Grundartanga og því hafa núver- andi fyrirtæki sett upp rafmagns hitakerfi. Jafnframt því að útbúa hitaveitu fyrir Grundartangasvæðið mið- ar hönnun verkefnisins að því að geta seinna meir einnig veitt hita til nærliggjandi býla sem nú njóta niðurgreiðslu vegna rafhitunar og þannig bætt nýtingu hitaveitunn- ar og orku á svæðinu. Hitaveita á Grundartanga sem nýtir umfram- varma er frábrugðin hefðbundn- um hitaveitum á Íslandi að því leyti að þetta er fjarvarmaveita sem er í lokuðu tvöföldu kerfi þannig að vatn til upphitunar er endurnýtt og því eykst notkun ferskvatns ekkert miðað við núverandi notkun. vaks Sigurður Ingi Jóhannsson, innviða- ráðherra, kynnti á ríkisstjórnar- fundi síðastliðinn föstudag tillögu um að skipa verkefnisstjórn sem hafa mun umsjón með og fylgja eftir undirbúningi Sundabraut- ar. Nefndin verður skipuð fulltrú- um innviðaráðuneytis, Vegagerðar- innar, Reykjavíkurborgar og Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Sér- stakur verkefnisstjóri verður ráðinn til starfa. „Sundabraut mun hafa í för með sér mikinn samfélagslegan ávinning og því er mikilvægt að undirbúning- ur framkvæmdarinnar sé í traustum skorðum. Lagning Sundabrautar er ein arðsamasta framkvæmd sem um getur hér á landi með um 11% innri raunvexti. Þar að auki erum við að sjá að heildarakstur á höfuðborgar- svæðinu gæti minnkað um 150 þús. km á hverjum sólarhring við opnun Sundabrautar,“ segir Sigurður Ingi. Eins og kemur fram í stjórnar- sáttmála ríkisstjórnarinnar miðast undirbúningur við að framkvæmdir hefjist 2026 og Sundabrautin verði tekin í notkun 2031. Fyrstu verk- efnin á undirbúningstímabili felast m.a. í að hefja mat á umhverfisáhrif- um framkvæmdarinnar, undirbúa samráð við íbúa og hagsmunaaðila á öllum stigum verkefnisins og huga að nauðsynlegum lagabreytingum og breytingum á skipulagi. Gert er ráð fyrir því að haldið verði utan um framkvæmdina í sérstöku félagi í eigu ríkisins og er unnið að nánari útfærslu þess. Áætlaður kostnað- ur við undirbúning Sundabraut- ar nemur um 1,5 milljarða kr. til ársins 2026 þegar stefnt er að fram- kvæmdir hefjist. mm Undirbúa stofnun hita- og gufuveitu á Grundartanga Verkefnisstjórn mun undir- búa lagningu Sundabrautar Fimleikahúsið við Vesturgötu formlega vígt Fimleikahúsið er sambyggt gamla íþróttahúsinu við Vesturgötu. Þórdís, Eyrún og Hrönn klipptu á borðann. Bæjarstjórn Akraness var mætt til að fagna með fimleikafólkinu. Hópurinn sem kom saman við skóflustungu að fimleikahúsinu í ágúst 2018. Fimleikahúsið var tekið í notkun haustið 2020 en formleg vígsla þess var síðast- liðinn föstudag.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.