Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 20222 Fiskmóttaka fyrir alla LEIÐRÉTT: Í frétt í síðasta Skessuhorni var m.a. sagt frá grillveislu sem Sæljón, félag smábátaeigenda á Akranesi, stóð nýverið fyrir við Akranes- höfn. Í fréttinni var missagt að Böðvar Ingvason væri starfs- maður Fiskmarkaðs Snæfells- bæjar. Svo er ekki lengur. Hið rétta er að Böðvar rekur fisk- móttöku á Akranesi og þjónar þar hverjum þeim sem landa vill fiski á Akranesi, óháð því hvar viðkomandi selur afl- ann. „Það stendur öllum til boða að nota aðstöðuna hér á Akranesi til löndunar og sölu á fiski, en starfsemin er á vegum fyrirtækis míns Emilíu AK-57 útgerð,“ segir Böðvar. Beðist er velvirðingar á þessu. -mm H veitingar hættar í Food Station BORGARNES: H Veitingar hafa hætt rekstri sínum í Food Station við Digranes- götu í Borgarnesi, en þar hef- ur starfsemin verið frá síðasta ári undir heitinu H Bistro & Pizza. Samkvæmt heimild- um Skessuhorns eru viðræð- ur í gangi við nýjan rekstrar- aðila í húsinu en ekki er hægt að fara nánar út í það á þessu stigi. Húsið er í eigu Borgar- lands ehf sem aftur er í eigu Kaupfélags Borgfirðinga. -gj Kaupa eftirlits- myndavélar AKRANES: Bæjarráð Akra- neskaupstaðar samþykkti á fundi sínum 28. apríl sl. að standa straum af kostnaði vegna kaupa og uppsetningar á eftirlitsmyndavélum við Brekkubæjarskóla, Grunda- skóla og leikskólann Teigasel. Áætlaður kostnaður við verk- efnið er um átta milljónir króna. -vaks Undirbjuggu leit SNÆF: Björgunarsveitir um vestanvert landið voru á fyrsta tímanum aðfararnótt síðast- liðins fimmtudags kallað- ar út til leitar að ferðamanni sem orðið hafði viðskila við hóp á svæðinu milli Búða og Hraunsmúla. Beiðni til sveit- anna var síðan afturkölluð um klukkustund síðar þegar maður inn skilaði sér heill á húfi. -mm Jæja, það er komið að því! Á laugardaginn verða tvær flug­ ur slegnar í einu höggi því þá fer ýmislegt á flug. Sveitarstjórnar­ kosningar verða flögrandi yfir manni allan daginn og um kvöldið fer í loftið Evróvisjón þar sem hent verður í snakk og fljúgandi eðlu. Vonandi verð­ ur ekki flogist á þegar líða tekur á kveldið yfir pólítíkinni heldur þvert á móti að gleðin verði alls­ ráðandi og menn komist í flug­ gírinn. Sama hvernig fer í kosn­ ingunum eða Evróvisjón þá er aðalmálið að muna að ef allt fer á versta veg þá mun allt lagast með hækkandi sól. Á fimmtudag má búast við norð­ an 8­13 m/s og slyddu eða snjó­ komu, en stöku éljum suðvestan til á landinu. Hiti 0 til 6 stig, kald­ ast í innsveitum fyrir norðan. Á föstudag er gert ráð fyrir norð­ an 5­10, en 10­15 með austur­ ströndinni. Snjókoma eða slydda á Norður­ og Austurlandi og hiti í kringum frostmark. Bjartviðri sunnan heiða með hita að 6 stig­ um yfir daginn. Á laugardaginn, kosningadag, er útlit fyrir austan átt og rigningu með köfl­ um á sunnanverðu landinu, en þurrt fyrir norðan. Hlýnar smám saman. Á sunnudag verður suðlæg átt og rigning eða skúrir, en úrkomulítið um landið norð­ austan vert. Hiti 6 til 12 stig. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hversu oft er heimilisbíllinn bónaður?“ 26% sögðu „Ársfjórðungslega,“ 24% sögðu „Tvisvar á ári,“ 17% sögðu „Aldrei,“ 16% sögðu „Árlega,“ 14% sögðu „Mánaðarlega“ og 4% sögðu „Á ekki bíl.“ Í næstu viku er spurt: Hvað leynast mörg sokkapör í skúffunni þinni? Kristján Jóhannes Pétursson hef­ ur fylgst af áhuga með Evró­ visjón frá unga aldri og býr að gríðarlegri þekkingu um keppn­ ina. Kiddi Jói eins og hann er kallaður er í viðtali í blaðinu í dag og er Vestlendingur vikunn­ ar í þetta skiptið. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Erfiðlega hefur að undanförnu gengið að manna lausar stöð- ur heilsugæslulækna á starfssvæði Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, meðal annars í Borgarnesi. Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir forstjóri HVE segir í samtali við Skessu- horn að Þórir Bergmundsson framkvæmdastjóri lækninga hafi að undanförnu lagt mikla vinnu í að manna lausar stöður, en það hafi gengið erfiðlega að fá lækna í afleysingar. Íbúar á starfssvæði HVE í Borgar- nesi og á Akranesi hafa undanfarið kvartað yfir langri bið eftir lækna- tíma. Nýverið var eins mánað- ar bið í Borgarnesi eftir almenn- um læknistíma og nokkrar vikur á Akranesi. Jóhanna Fjóla bend- ir hins vegar á að áfram sé lögð rík áhersla á að sinna brýnum erindum sem leitað er með til heilsugæslu- stöðva samdægurs eða innan sólar- hrings eftir bráðleika. „Til fróð- leiks þá sýna tölur að á árinu 2021 fengu 50% viðtal við lækni inn- an 24 klukkustunda og 67% fengu samband í síma við lækni innan 24 klst. á heilsugæslustöðvum HVE. Auk lækna er einnig hægt að kom- ast að hjá hjúkrunarfræðingum,“ bendir Jóhanna Fjóla á. Aðspurð um ástandið í Borgar- nesi sérstaklega upplýsir Jóhanna Fjóla að í vetur hafi verið tve- ir fastir læknar við störf þar auk þess sem ein staða hefur verið leyst með læknum í afleysingum. „Ann- ar læknirinn hefur nú sagt upp og hættir 31. júlí. Því er aðeins einn fastur læknir frá þeim tíma mið- að við stöðu dagsins. Tvær auglýs- ingar eru í gangi á Starfatorgi, önn- ur fyrir sérfræðing í heimilislækn- ingum og hin fyrir yfirlæknisstöð- una. Umsóknarfrestur um báðar stöðurnar rennur út 16. maí næst- komandi. Hún segir að mikið álag sé á heilsugæslustöðvum á starfssvæð- inu og víða um landið. Biðtími eft- ir viðtali hjá lækni er því víðar en í Borgarnesi langur m.a. á Akranesi og á höfuðborgarsvæðinu. „Áfram er lögð áhersla á að sinna brýn- um erindum sem leitað er með til heilsugæslustöðva samdægurs eða innan sólarhrings eftir bráðleika,“ segir hún að endingu. mm Kanínur hafa komið af og til í Álf- holtsskóg í Skilmannahreppi á síð- ustu árum væntanlega vegna þess að eigendur þeirra losuðu sig við þær með því að skilja þær eftir í skóginum og síðan vonað hið besta. Þær hafa síðan horfið úr skóginum vegna þess að þær hafa ekki kom- ist af vegna þess að villt dýr, ref- ur eða minkur, hafa orðið þeim að aldurtila. Fyrir tveimur til þrem- ur árum urðu umsjónarmenn Álf- holtsskógar varir við nokkrar kan- ínur sem héldu sig nálægt húsum á svæðinu. Þeim fór að fjölga og sáust kanínuungar á kreiki. Að sögn Reynis Þorsteinssonar, eins af umsjónarmönnum skógar- ins, hafa þeir staðið í ströngu í vetur Ráðist verður í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu á lífskjör viðkvæmustu hópa samfé- lagsins. Tillaga þess efnis var sam- þykkt á fundi ríkisstjórnarinnar á föstudaginn. Horft verður til sér- tækra aðgerða með hækkun bóta almannatrygginga, sérstökum barnabótaauka til þeirra sem eiga rétt á tekjutengdum barnabótum og hækkun húsnæðisbóta. Þannig hækka bætur almannatrygginga um 3% frá 1. júní, húsnæðisbæt- ur hækka um 10% frá 1. júní og greiddur verður sérstakur barna- bótaauki til þeirra sem fá tekju- tengdar barnabætur að fjárhæð 20.000 kr. með hverju barni. Frum- varp þess efnis verður lagt fram síð- ar í þessum mánuði. Verðbólga mældist 7,2% á árs- grundvelli í apríl sl. og hefur Seðla- bankinn brugðist við með hækkun vaxta. „Þótt fjárhagsstaða heimila sé almennt sterk og kaupmáttur sé enn að aukast eru heimili í ólíkri stöðu til að takast á við vaxta- og verðlagshækkanir. Þess vegna er sérstaklega horft til fyrrnefndra hópa í mótvægisaðgerðunum eft- ir ítarlega greiningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins,“ segir í til- kynningu frá ríkisstjórninni. Fram kom í viðtölum við forystu- fólk ríkisstjórnarinnar um helgina að ekki verður að þessu sinni gripið til sértækra lausna til að mæta vax- andi vanda skuldsettra heimila, t.d. fyrstu kaupenda íbúðarhúsnæðis sem skulda hátt hlutfall kaupverðs eigna sinna. mm Kanínur á ferli í Álfholtsskógi og skemma tré Hér má sjá tré í skóginum sem er illa farið eftir kanínurnar. Ljósm. rþ í Álfholtsskógi. „Í desember tókum við eftir því að eplatré á ákveðn- um stað höfðu að því er virtist ver- ið nöguð og sá verulega á þeim. Við gerðum einfaldar ráðstafan- ir og töldum málið leyst. Það var síðan í febrúar eftir að snjóað hafði verulega og 30 til 40 sentimetra lag af snjó lagðist yfir svæðið að við sáum merki um frekari skemmd- ir. Alls höfum við nú séð yfir 40 tré sem orðið hafa fyrir alvarlegum skemmdum sem er líklegt að leiði trén til dauða er fram líða stundir. Trén sem kanínurnar sækjast í eru einkum það sem við köllum spari- tré í skóginum, eplatré, reynitré, gullregn, blæösp, alaskaepli og eru tré sem hafa verið keypt sérstaklega til að skreyta skóginn. Við höfum ekki tekið eftir neinum skemmdum fyrr en í vetur. Eina lausnin sem við töldum skila árangri var að losna við þær alfarið úr skóginum með aðstoð minkabana. Þessi aðgerð hefur skilað árangri, þannig að 15 liggja í valnum en talið að tvær til þrjár séu enn á kreiki,“ segir Reyn- ir. Reynir segir að lokum að umsjónarmenn skógarins mælist eindregið til þessi að fólk finni aðr- ar leiðir til að losa sig við kanín- ur en að skilja þær eftir í skógin- um. Þær eiga alls ekki heima þar og verður lógað ef til þeirra sést. Þeir gestir sem sjá kanínur í skóginum eru beðnir um að láta Reyni vita í síma 899-7454. vaks Sértækar aðgerðir fyrir viðkvæmustu hópana Bið eftir læknatímum að lengjast

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.