Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 42

Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 42
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 202242 Pennagrein Pennagrein Pennagrein Þá lágmarks kröfu verður að gera til þeirra, sem sem bjóða sig fram til setu í sveitarstjórn, og sem í umboði kjósenda starfa, að lög séu virt, að staðið sé við samninga, og að satt og rétt sé sagt frá. Því mið- ur hefur kjörtímabilið 2018-2022 í sveitarstjórn Borgarbyggðar ein- kennst af óboðlegum vinnubrögð- um. Framkoma sveitarstjórnar við Fornbílafjelag Borgarfjarðar (FBF) er sorglegt dæmi um það. Í maí árið 2011 leigði sveitar- stjórnin í Borgarbyggð FBF 900 m2 iðnaðarhúsnæði í Brákarey, til nota fyrir Samgöngusafn. Um mitt ár 2018 var gerður nýr samningur um viðbótar húsnæði, þ.e. eldri hlut- inn, með gildistíma frá 1. maí 2018 til 30. apríl 2035 - til 17 ára. Samn- ingur frá 2018 gerir ráð fyrir að FBF geri á sinn kostnað nauðsyn- legar endurbætur og breytingar á húsnæðinu. Endurbætur yrðu síðan eign sveitarfélagsins að leigutíma loknum, ef ekki semdist um lengri leigutíma eftir árið 2035. Í leigusamningi frá í maí 2018 segir: „Leigusala er kunnugt að ástand hins leigða húsnæðis var slæmt þegar leigutaki tók upphaf- lega við því. Leigutaki hefur frá fyrstu tíð unnið jafnt og þétt að lag- færingum og endurbótum á hús- næðinu, bæði innan húss og utan... Leigutaki skal annast allt viðhald á hinu leigða húsnæði, hvort sem um er að ræða utanhúss eða innan.“ Samningur aðila er um leið skýr- sla um ástand húsa frá upphafi leiguviðskipta. Kemur þar greini- lega fram hvað félagar og styrktar- aðilar verkefnisins voru búnir að leggja gríðarlega mikið af mörk- um með vinnu og fjármunum, enda er aðstaðan öll, félagsmönnum og samfélaginu, til sóma. Skýrsla slökkviliðsstjórans í Borgarbyggð til forstöðumanns stjórnsýslu- og framkvæmdasviðs sveitarfélagsins frá 11. febrúar 2021 staðfestir það, og einnig að FBF brást án tafa við öllum athugasemd- um, og gerði meira að segja betur en um var beðið. Í skýrslu slökkvi- liðsstjórans segir: „Slökkviliðið fór fram á að þeir myndu koma upp samtengdu brunaviðvörunarkerfi,... og eins að tiltæk væru handslökkvi- tæki og flóttaleiðir greiðar og vel merktar, við þessum óskum urðu fornbílamenn strax, og gerðu meira eins og til dæmis að endurnýja ljós og raflagnir í kjallaranum... Og eldvarnafulltrúinn í Borgar- byggð segir 9. febrúar 2021 um sama húsnæði: „Aðstaða góð með viðunandi brunaviðvör- unarkerfi. Flóttaleiðir þurfa að vera betur merktar og bæta þarf aðgengi. Vöntun er á loftræstingu/ reykræstingu í rýminu.“ - Slökkvi- liðsstjórinn í Borgarbyggð þekkti félaga í FBF af því einu að bregðast strax við athugasemdum, og að gera meira en ætlast var til. Þar sem FBF ber samkvæmt leigu samningi að sjá um allt viðhald hins leigða húsnæðis, að innan sem utan; er óskiljanlegt hvers vegna slökkviliðsstjórinn í Borgarbyggð, og síðan sveitarstjórn, beindu ekki athugasemdum um úrbæt- ur á brunavörnum til FBF, og gaf eðlilegan frest, í stað þess að grípa tafar laust til ákvörðunar um lokun. Félagar í FBF hefðu augljóslega aldrei lagt þá fjármuni og þúsund- ir vinnustunda í að bjarga eignum sveitarfélagsins í Brákarey, hefðu þeir vitað að til valda ættu eftir að komast í Borgarbyggð einstak- lingar sem hvorki virtu lög eða samninga. Einstaklingar sem héldu að hægt væri að hlaupa frá ábyrgð sinni þegar 14 ár voru eftir af leigu- samningi, sem segja verður upp með að lágmarki þriggja ára fyrir- vara, og aldrei fyrr en í mars 2025. Þrátt fyrir það boðaði sveitar- stjórnin í Borgarbyggð riftun samn- ings 27. október 2021. Forsendur riftunar, eiga samkvæmt því sem fram kemur í bréfi sveitarstjórnar til leigutaka 16. desember, ástand hússins, sem var þó í betra ástandi en þegar sveitarfélagið leigði það. Skýrsla Verkís frá vori 2021 skipt- ir því engu máli. Enda bíta verk- fræðingar frekar en lögfræðingar ekki í hönd þess er fæða þá. Skýrslu Verkís hefur sveitar- stjórnarfólk í Borgarbyggð notað sem skálkaskjól, sem engu held- ur, það kostar engar 600 milljónir að koma eldvörnum húsanna í lag, eða snerist ekki lokunin um það – hún snerist ekki um það sem skýr- sla Verkís snýst um, þ.e. saman- lagðan kostnað við að endurbyggja húsin og rífa þau. – Því miður hefur sveitar stjórnin staðið fyrir óreiðu þegar kemur að því sanna og rétta í málinu öllu. Það hlýtur að vera fáheyrt að sveitarstjórn í nokkru landi skuli standa í slíku skítaati við íbúa sína sem að framan er lýst - Samningar skulu standa! Þorsteinn Máni Sannleikann, lög og samninga ber að virða Áskoranir í sveitasamfélaginu Borgarbyggð nú virðast vera á miklu fleiri stöðum en ég hafði gert mér grein fyrir, upptekinn í fyrir- tækjarekstri í 17 ár. Við búum í lit- ríku mannlífi og einmitt það heill- aði mig mikið er við fjölskyldan fluttum hingað fyrir um 22 árum. Ég er alveg ófeiminn við að ræða hreint og beint út um áskoranir í málum sem þarf að leysa. Hversu ólík við erum, bæði að eðlisfari og einkennum, þá gefast okkur enn frekari áskoranir til að vinna að því að bæta samfélag okk- ar í Borgarbyggð. Stundum þarf að skipta liði, tala saman hreint út um hlutina en við verðum samt að gæta þess að týna aldrei leiðarljósi okkar um samfélagið okkar sem við vilj- um öll byggja upp og gera að eftir- sóknarverðum búsetukosti. Eyjan Brákarey er svo- lítið öskubuskan okkar núna Í Brákarey eru óleyst verkefni sem þarf að leysa. Það verður ekki gert með beinni valdskipun heldur sam- tali okkar íbúanna og beita lausn- amiðuðum atriðum í átt að lausn sem er ásættanleg til lengri tíma. Sum atriði eru einfaldari en önn- ur en við þurfum ávallt að hafa í huga virðingu fyrir hvert öðru sem gleymist of oft vegna þess hve ólík við erum. Nú hefur á annað ár verið lok- að fyrir ýmsa starfsemi í Brákar- ey 25-27 og hvers vegna? Jú, það eru atriði sem þarf að vinna að við eldvarnir og annað þvíumlíkt. Við þurfum að beita okkur á fullu í þessu menningarmáli og sem fyrst að finna farsæla og hagfellda lausn fyrir haghafa til framtíðar. Það er nauðsynlegt að hugsa í lausnum sem gefa góða niðurstöður fyrir samfélagið í Borgarbyggð en ekki að velta sér upp úr málum enda- laust þannig að „steininn tekur úr“. Það er enginn stikkfrí í þessu máli. Látum okkur málið um eyjuna varða Kjörnir einstaklingar í sveitarstjórn verða að hafa skýrt leiðarljós sem íbúar Borgarbyggðar móta til lengri tíma. Þá þarf að setja stefnuna og sameinast um leiðir og aðgerðir að því með markmiðasetningu sem þarf að vera raunhæf og mælanleg. Það þarf vilja til að leysa málin og mér sýnist það verkefni bíða nýrr- ar sveitarstjórnar að taka samtalið við hagaðila í „Brákar eyjarmálinu“. Svo virðist sem nokkur samhljómur sé milli þeirra einstaklinga í þeim framboðum sem gefa kost á sér til sveitarstjórnar um að burstirnar þrjár í eyjunni eigi að fá að standa með tilliti til ásigkomulags en rífa verði annað. Þetta er verkefni sem þarf mikinn skilning og hugsa þarf frá ýmsum sjónarhornum og sér í lagi verðum við að hugsa um hvað vinna áhugasamra íbúa, gildi og verðmæti eru í húfi og síðast en ekki síst hvernig á að leysa mál- ið fjárhagslega eða með aðkomu þriðja aðila. Verkefni í sveitarstjórn eru mun fleiri en ég persónulega átti von á en finn að sú áskorun mun verða mikið gefandi og bind ég von- ir mínar við farsælan endi á öllum þeim atriðum sem eru í farvatninu og einnig þeim sem munu koma upp í framtíðinni. Ég er tilbúinn til að hlusta fyrir ykkur ágætu íbúar ef ég get orðið að liði, fylgt því fast eftir og klárað málin. Til þess verð- ur að setja X við A á kjördag. Ykkar einlægur, Kristján Rafn Sigurðsson Höf. er frambjóðandi í 3. sæti Sam- fylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð. Hugrenningar frambjóðanda í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í Borgarbyggð Um komandi helgi göngum við til kosninga. Það er stór dagur í lífi margra. Þeir sem eru að kjósa í fyrsta sinn og þeir sem eru í fram- boði í vænlegum sætum, upplifa ýmsar tilfinningar í huga sér. Margir eru spenntir og glaðir, hlakka til, skilja að kosning er alvöru mál og ætla að ganga að kjörborði með það að markmiði að leggja sitt af mörk- um til að veita lýðræðinu framgang. Svo eru aðrir sem eru kvíðnir. Upp- lifa ekki að í boði séu valmöguleikar að þeirra skapi, trúa ekki á málflutn- ing eða framkomu frambjóðenda og finnst eins og að þeirra rödd hafi ekki fulltrúa í hópi frambjóðenda og eiga því erfitt með að finna valkost að sín- um huga. Svo eru þeir sem kjósa ekki og fyrir því eru margar ástæður, sem ég get ekki rakið hér, því ég hef ekki verið í þeim sporum, því fyrir mér er kosning alvöru mál, hvort sem ég fari viss eða óöruggur á kjörstað, en hvort tveggja hef ég upplifað. Í Dalabyggð er gengið til persónu- kjörs í fjórða sinn í röð. Fyrir fjórum árum varð alger endurnýjun í kosn- ingunum. Mörgum fannst það ekki gott, því mikilvægt er að hafa fólk í forsvari sem hafi reynslu, með- an öðrum fannst það frábært, því það sýndi í raun að lýðræðið hafði unnið. Þ.e. fólkið kaus það fólk sem það hafði trú á og þetta varð niður- staðan. Framundan í Dalabyggð eru nokkur spennandi ár. Ef allt fer á besta veg megum við búast við upp- byggingarárum á við árin í kringum 1965-1975. Það á að fara að byggja fleiri íbúðir í Búðardal, það er ver- ið að byggja tvær brýr í Hörðudal á Skógarstrandarvegi, það er ver- ið að undirbúa iðnaðarhúsalóð- ir í Búðardal, atvinnurekendur víða um héraðið eru í uppbyggingu og síðast en ekki síst er verið að vinna að byggingu íþróttamannvirkja í Búðardal. Í mörg ár höfum við rætt okk- ar á milli um hvort eigi að byggja íþróttamannvirki í Búðardal. Sitt hefur hverjum sýnst. En frá því að skólahald á Laugum var lagt af, þá hef ég verið þess fullviss að stefna bæri að því að reisa íþróttamann- virki í Búðardal og þá einkum í tengslum við skólakennslu. Í dag er ég virkilega ánægður að ekki var farið af stað í það verkefni fyrir áratug eða svo, því þá hefði eingöngu verið horft á íþrótta- mannvirki sem myndu nýtast skól- anum númer eitt og öðrum núm- er tvö. Húsið hefði orðið lítið og sundlaugin líka. Nú liggur fyrir að byggt verð- ur af metnaði og forsjá. Íþrótta- mannvirkin eiga að nýtast íbúum, ferðamönnum, gestum og gangandi ásamt því að verða kennsluaðstaða fyrir nemendur í grunnskólanum. Það er þarna sem vendipunkturinn liggur. Með þessu móti byggjum við traustari grundvöll fyrir frekari uppbyggingu í Dölum, bæði fyrir okkur sem hér búum í dag og höf- um plön um að viðhalda og byggja áfram upp okkar atvinnurekstur, sem og þeirra sem hingað munu líta sem tækifæri til að búa sér og börn- um sínum heimili, atvinnu og tæki- færi. Í þessu ljósi styð ég heilshugar þessa uppbyggingu og hlakka til að sjá hana rísa og verða að veruleika. Ég hlakka til allra viðburðanna sem þar munu fara fram. Ég hlakka til að geta komið og fylgst með talningu atkvæða í kosningum til Alþingis, enda verður íþróttahúsið á kross- götum kjördæmisins og í miðju þess og þar með sjálfkjörinn vettvangur til atkvæðatalningar. Ég sé fyrir mér í framhaldinu að þá getum við samnýtt húsnæði Dalabúðar og Lýðheilsugarðsins, m.a. með rekstri á þjónustu og bókasafni í sama húsnæði og með því móti gert svæðið að góðum stað fyrir íbúa og aðra að koma og njóta, hitta mann og annan. Göngum glöð til kosninga og munum að Róm var ekki byggð á einum degi og það sama á við um samfélag, það tekur tíma, þraut- seigju og vandvirkni, en skilar sér alltaf best ef við, íbúarnir erum höfð með í ráðum og að leiðarljósi. Þorgrímur Einar Guðbjartsson, Erpsstöðum. Uppgangstímar í Dalabyggð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.