Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 39

Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2022 39 Pennagrein Pennagrein Pennagrein Pennagrein Hvað einum finnst rétt finnst öðr- um rangt, hvað einum finnst fall- egt finnst öðrum ljótt. Sitt sýn- ist hverjum er gjarnan sagt þegar fólk er ósammála. Ólíkar skoðanir eru samt oft hvati nýrra hugmynda og frumlegra lausna. Þess vegna er svo gaman að fara út meðal fólks og spjalla og skiptast á skoðun- um. Sem nýgræðingur í sveitar- stjórnarmálum og virkur þátttak- andi í kosningabaráttunni nú í vor langar mig að deila með ykkur hugrenningum mínum og reynslu undanfarinna daga. • Ég hef talað við fólk og hlustað. • Ég hef lagt mig fram um að skilja þarfir þess. • Ég hef kynnst betur umhverfinu og upplifað það. • Mér hefur verið bent á hvað vantar. • Ég sé og heyri hvað það er sem fólk brennur fyrir. • Ég hef hitt fólk í störfum sínum og met mikilvægi þeirra. • Ég heyri og sé hvar við getum gert betur. • Ég hef hitt fólk heima hjá sér. • Ég hef fært fólki boðskap og rós. • Ég hef fengið bros að launum. • Ég hef fengið kynstrin öll af ábendingum og tillögum til að íhuga og vinna að. Við Skagamenn vil ég segja, heimabærinn minn er Akranes. Hér vil ég vera og verða göm- ul. Ég vil leggja mitt af mörkum til uppbyggingar á okkar fallega bæ. Uppbygging er endurnýting. Uppbygging er ekki bara steypa. Uppbygging þýðir líka að hlúa að fólki og skapa umhverfi fyrir hag- sæld og hamingju. Í þessum anda vil ég vinna með ykkur - saman! XS- Að sjálfsögðu! Jónína Margrét Sigmundsdóttir Höf. skipar 2. sæti á lista Samfylk- ingarinnar á Akranesi Umræða er upphaf góðra verka Það er kosið til sveitarstjórnar næstkomandi laugardag. Þá er gott að líta til baka og skoða hvað hefur áunnist í Borgarbyggð. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur verið í meirihluta í Borgarbyggð síðasta kjörtímabil og við teljum að styrk fjármála- stjórn hafi skipt höfuðmáli í góðri rekstrarafkomu sveitarfélagsins. Á kjörtímabilinu sem er að líða var haldið áfram með verkefnið „Brú- in til framtíðar.“ Verkefnið hefur skilað miklum árangri eins og sést á helstu tölum þegar rýnt er í árs- reikng sveitarfélagsins. Handbært fé frá rekstri á kjörtímabilinu var 2 milljarðar og það gerði sveitar- félaginu mögulegt að fara í upp- byggingu innviða á tímabilinu og það var gert af krafti því fjárfest var fyrir 2,5 milljarða. Þessi góði árangur í stjórn fjármála ásamt árangri fyrri ára gerði það að verk- um að skuldir jukust einungis um 130 milljónir á kjörtímabilinu. Fjárhagsstaða og rekstur Borgar- byggðar er sterk og það skiptir máli hver heldur um stjórnartaumana í sveitarfélaginu og gerir það af ábyrgð. Við Sjálfstæðismenn ósk- um eftir stuðningi þínum kæri kjós- andi til að halda áfram með ábyrga fjármálastjórn og uppbyggingu í Borgarbyggð. Settu X við D á laugardaginn. Sigurður Guðmundsson Höf. skipar 2. sætið á lista Sjálf- stæðisflokksins í Borgarbyggð Ábyrg fjár- málastjórn Þegar ég ákvað að taka þátt í stjórn- málum var það vegna þess að ég vildi láta gott af mér leiða fyrir samfélagið. Ég valdi að vinna með fólki í stjórnmálaafli sem hefur sýnt að það lætur verkin tala. Við í Framsókn leitum lausna með því að hlusta á ólík sjónarmið til að ná fram skynsamlegri niðurstöðu og það er það sem við ætlum að gera á komandi kjörtímabili. Í mínu sveitarfélagi Borgarbyggð er gott að búa, fyrirmyndar umhverfi fyr- ir börn og fjölskyldur og hér líður manni vel. Við eigum mikil tæki- færi og við eigum margt spennandi fyrir höndum á næstu árum. En það verður hins vegar að viðurkennast að við höfum setið eftir þegar kem- ur að uppbyggingu þegar horft er á sambærileg sveitarfélög í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Íbúum hef- ur þar fjölgað verulega og mik- il íbúðabyggð byggst upp samhliða því sem fyrirtæki hafa séð tækifæri á því að flytja störf eða starfsemi sína í heild sinni til þessara nærsvæða höfuðborgarinnar. Það hefur því miður ekki gerst í okkar samfélagi og eru nokkrar samverkandi ástæð- ur fyrir því. Eru engar lóðir til? Framboð á lóðum hefur verið veru- lega áfátt og er svo komið að varla er til lóð fyrir fjölbýlishús eða ein- býli, rað- og parhús í Borgarnesi. Skipulagsmál á Vallarási hafa ver- ið í endurskoðun en það hefur ekki dugað til þess að koma neinu í gang enn sem komið er. Það hafa verið byggð hús sem hægt er að telja á höndum beggja handa á líð- andi kjörtímabili í Borgarnesi svo dæmi sé tekið meðan að í öðrum sveitarfélögum eins og Akranesi og Árborg hafa risið hús og íbúð- ir í hundraða tali. Við erum með krísu á húsnæðismarkaði í Borgar- byggð og hana verður að leysa, og það hratt. Þetta ætlum við að gera! Við í Framsókn ætlum að rjúfa þá kyrrstöðu sem hefur ríkt um nokkurn tíma og keyra í gang fer- il uppbyggingar og framþróunar. Við ætlum á næstu þremur árum að skipuleggja og koma á markað hið minnsta, lóðum fyrir 300 íbúð- ir í allri Borgarbyggð. Við ætlum að gefa 75% afslátt af gatnagerðar- gjöldum atvinnuhúsnæðis til að efla fjárfestingu og fjölga atvinnutæki- færum. Við ætlum líka að efla inn- viði til að mynda með því að vera búin að reisa nýtt íþróttahús fyr- ir árslok 2025. Það þarf að byggja upp og byggja hratt til að fjölga tækifærum og fjölga fólki. Verslun og þjónustu hefur farið mjög aftur á undanförnum áratugum og við ætl- um að snúa því við. Það gerum við með því að fjölga íbúum, fá fleiri til þess að nota þjónustuna og fá fleiri aðila til að greiða skatta og skyldur til að auka hagkvæmni í rekstri. Það erum við sem viljum greiða götu þeirra sem vilja framkvæma og það erum við sem ætlum að gera Borg- arbyggð að enn stærra og enn betra sveitarfélagi. Því þarf nýja Fram- sókn fyrir Borgarbyggð. X – B þann 14. maí. Eðvar Ólafur Traustason Höfundur skipar 3. sæti á lista Framsóknar í Borgarbyggð Við ætlum að byggja upp í Borgarbyggð! Vert er að skoða hvað varð til þess að húsum að Brákarbraut 25 og 27 var lokað nær fyrirvaralaust í febrú- ar 2021 af byggingafulltrúanum og seinna slökkviliðsstjóranum í Borg- arbyggð. Samkvæmt gögnum sem Borg- arbyggð hefur afhent, var það 3. febrúar 2021, sem eldvarnafulltrúi slökkviliðsins í Borgarbyggð sendi umsjónarmanni fasteigna tölvupóst vegna Brákarbrautar 25 og 27, og segir hann þar: „1. feb. Síðastliðinn tók ég út aðstöðu Öldunnar við Brák- arbraut 25 eins og þú veist og hef- ur líklega fengið að heyra af. Út frá þessari úttekt tel ég mjög nauðsyn- legt að taka út restina af húsinu. Flóttaleiðir og eldvarnir eru í ólagi þarna og vatnsleki við rafmagnstöfl- ur sem þarf að skoða. Hrunhætta er á svæðum sem auðveldlega er hægt að komast inn í og starfsemi þarna sem mér þætti gott að fá að sjá og kynna mér. Ég óska því eftir að þú kom- ir með mér í þetta verkefni og við tökum stöðuna á öllu þessu húsnæði saman...“ Og umsjónamaðurinn svaraði: „Sælir, já hið besta mál að skoða hús- ið. Held að það væri gott að hafa... [slökkviliðsstjórann] með þar sem hann þekkir húsin manna best, eins fengum við hann alltaf á staðinn áður en leigusamningar voru lagð- ir fyrir byggðarráð til að koma með athugasemdir varðandi flóttaleið- ir og þessháttar. Hef marg oft lagt fyrir byggðarráð um að fá ákvörðun um hvað á að gera fyrir húsið, rífa eða endurgera en ekki fengið niður- stöðu. Vonandi hjálpar það við að fá úr þessu skorið.“ Svar eldvarnarfulltúans knáa var svo eftirfarandi: „Já, sammála. Við erum að dansa sama dansinn varð- andi þetta mál. Ég sé þetta hús sem gríðarlega slysagildru og við getum unnið þetta saman til betri vegar… Ég veit að byggingarfulltrúinn vill fá að skoða húsið einnig, þannig að það er spurning hvort það væri ekki ágætt?“ Ekki verður annað ráðið af sam- skiptunum hér að framan, en að emb- ættismennirnir hafi gjörþekkt aðstæð- ur og ætlunin hafi verið að skapa usla og knýja sveitarstjórn til svara varð- andi framtíð húsanna. Af þessum gögnum og fleirum voru eldvarnir aukatriði í aðförinni sem fyrir dyrum stóð. Enda kættist eldvarnafulltrúinn þegar hann áttaði sig á að allir vildu „dansa sama dansinn“. Úttektarhersingu Borgarbyggð- ar 5. febrúar skipuðu; verkstjóri áhaldahúss, umsjónarmaður hússins, slökkviliðsstjórinn, eldvarnafulltrú- inn, byggingarfulltrúinn og aðstoðar- maður hans. Það var svo 9. febrúar sem eldva- fulltúinn skilaði niðurstöðu varðandi úttektina, fátt var þar um eldvarnir annað en um að laga þyrfti neyðarút- ganga og betri reyklosun, sumt af því og margt annað var rakalaust og kom eldvörnum ekkert við. Ef úttektin hefur verið rétt var hún og er alvar- legur áfellisdómur yfir störfum og úttektum slökkviliðsstjórans árin þar á undan. Flest bendir til að í fyrstu hafi hann ekki fengist til að loka hús- næðinu, því byggingafulltrúinn tók það að sér. Byggði byggingafulltrúinn lok- unartilskipun sína á, að skipulag inn- an húss væri ekki í samræmi við raun- veruleikann sem og notkunarheiti. – Í allri veröldinni hlýtur að vera vand- fundinn byggingafulltrúi, sem dottið hefur í hug að loka húsbyggingum fyrirvaralaust og af eins ómerkilegri ástæðu. Þegar hann átti ekki ann- an kost en að horfast í augu við eig- ið rugl, reyndi hann að beita því fyr- ir sig, að hann hafi lokað vegna fyrir- mæla frá eldvarnafulltúa og að hon- um hafi borið að hjálpa slökkviliðs- stjóranum, (sem virtist sem jörðin hafi þá gleypt). Til að fullkomna alla óhæfuna sendi byggingafulltrúinn eiganda húsanna, sveitarfélaginu, bréf í orðastað slökkviliðsstjóra og krafð- ist þess að „...sett verði öryggis- vakt við húsið í samræmi við tillögu Eldvarnaeftirlitsins þess efnis.“ Gerði byggingafulltrúinn þetta þótt í lögum stæði, að það væri slökkviliðsstjórans að fyrirskipa slíka vakt – ekki eigand- ans. Ætlunin var að blása málið upp og láta líta svo út sem um stórkost- lega hættu væri að ræða – tíminn síð- an þá hefur leitt í ljós að allt var þetta leikur og tómt bull, tilgangnum var ætlað að helga meðalið. Lokun húsa á Brákarbraut 25 og 27 þann 12. febrúar var bæði óþörf og samræmdist ekki lögum, og frá þeim tíma liðu 39 dagar þar til slökkviliðs- stjóranum hafði safnast nægur kjark- ur til fyrirskipa lokun 23. mars 2021. Hvað varð um alla hættuna frá úttekt og þar til lokað var? Hvernig getur það sem að framan er lýst fengið að viðgangast, þar sem æðstu yfirmenn er menntaðir í lög- um og eiga að hafa þekkingu á hvern- ig stjórnsýsla virkar og hvað er boð- legt í samskiptum við íbúana? Ekki er niðurstaðan heldur slökkviliðinu í Borgarbyggð í vil, þegar vinnubrögð þess eru borin saman við Slökkvilið höfuborgar- svæðisins, sem nýverið skoðaði vegna eldvarna mikinn fjölda atvinnueigna þar sem fólk býr. Slökkviliðsstjórinn á höfuborgarsvæðinu sagði í viðtali 22. apríl, sl. að því tilefni, að hans menn myndu skoða 50 af húsunum aftur, hús þar sem fólk byggi við hættulegar aðstæður, ætlunin væri að leggja til úrbætur til að tryggja öryggi fólksins. - Þarf frekar vitnana við? Þorsteinn Máni Íbúar í Borgarbyggð eiga betra skilið en ónýta embættismenn - seinni hluti

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.