Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 202214
Tímamót eru framundan í Borgar-
sókn á Mýrum í ljósi þess að séra
Þorbjörn Hlynur Árnason sóknar-
prestur og prófastur í Vestur-
landsprófastsdæmi hefur beðist
lausnar úr embætti sóknarprests.
Séra Þorbjörn Hlynur hefur þjón-
að sókninni með stuttum hlé-
um í fjörutíu ár, eða frá 1982. Að
sögn Péturs Markan, biskupsritara
og samskiptastjóra Þjóðkirkjunn-
ar, verður starfið nú auglýst. „Við
gerum ráð fyrir að auglýsingar- og
umsóknarferlinu ljúki eins hratt og
mögulegt er, þannig að nýr prestur
komi til starfa í sumar,“ segir Pétur.
„Biskupsstofa mun yfirfara
umsóknir og úrskurða um gildi
þeirra, fara umsóknir síðan beint
til valnefndar heima í héraði sem
samkvæmt nýlegum reglum Þjóð-
kirkjunnar ákveður hver hlýt-
ur brauðið. Valnefnd er skipuð
sjö fulltrúum að lágmarki. Pró-
fasti, sem leiðir vinnuna, fimm
fulltrúum sóknarnefnda viðkom-
andi prestakalls sem kjörnir eru á
sóknarnefndarfundi og lögfræðingi
á biskupsstofu eða mannauðsstjóra
Biskupsstofu. Þannig munu full-
trúar allra sókna, þ.e. Borgarnes-
sóknar, Borgarsóknar, Akrasókn-
ar, Álftanessóknar og Álftártungu-
sóknar eiga fulltrúa í valnefnd.
Hlutverk valnefndar er því að koma
sér saman um nýjan sóknarprest,“
segir Pétur. Hann segir að vissulega
séu þetta spennandi tímar. „Þor-
björn Hlynur er að ljúka löngu og
farsælu starfi, en starf sóknarprests
á Borg er vissulega eitt af stærri
embættum kirkjunnar í landshlut-
anum, ákveðið hryggjarstykki í
starfseminni. Við hér á Biskups-
stofu höfum vissulega fundið fyr-
ir að spenningur er meðal sóknar-
barna við þessi tímamót og fólk
sýnir því mikinn áhuga hvernig val-
ið á nýjum sóknarpresti fer fram.
Við finnum líka fyrir þakklæti fyrir
þau störf sem séra Þorbjörn Hlyn-
ur hefur innt af hendi,“ segir Pétur
Markan að endingu.
mm
Síðastliðinn miðvikudag fór fram
formleg vígsla á þjónustumiðstöð-
inni við Dalbraut 4 á Akranesi og
var mikill fjöldi mættur til að fagna
tímamótunum. Sævar Freyr Þrá-
insson bæjarstjóri hélt fyrstur ávarp
og kom meðal annars inn á að tals-
verður ágreiningur hefði verið um
hvernig ætti að standa að þessu
verk efni en sem betur fer hefði ver-
ið fundin í sameiningu rétti farveg-
urinn sem væri ánægjulegt. Flutt
var inn í húsið í september 2021
en það er 1.329 fermetrar að stærð
og heildarkostnaður við verkið var
651 milljón króna. Sævar Freyr
sagði einnig að hann sæi mikla
möguleika á gefandi samstarfi milli
Akraneskaupstaðar og Félags eldri
borgara á Akranesi og nágrenni
(FEBAN) á næstu árum við að þróa
öflugt starf fyrir eldri borgara í
þessu húsnæði. „Samstarf um þetta
hús hefur orðið enn nánara en upp-
haflega var stefnt að þegar við flutt-
um hér öll saman, bæjarskrifstofan
og FEBAN, inn í þetta hús og ég
verð að segja að það er búið að vera
yndislegt að fá að vera með ykk-
ur og njóta samstarfsins með ykk-
ur,“ sagði bæjarstjórinn og ávarp-
aði eldri bæjarbúa. Sævar vildi að
lokum þakka öllum fyrrverandi og
núverandi meðlimum bæjarstjórnar
fyrir mikinn vilja til að bæta aðbún-
að, þjónustu og velferð eldri borg-
ara bæjarins. Að þessu tilefni færði
Sævar Freyr Ragnheiði Hjálmars-
dóttur formanni FEBAN blóm-
vönd og gaf henni stórt knús.
Ragnheiður þakkaði góð orð í
þeirra garð og sagði að þau væru
afskaplega stolt og þakklát fyr-
ir framlag fulltrúa FEBAN í þessu
krefjandi verkefni. Þetta væri búið
að vera langt ferli og stundum tækju
góðar og réttar ákvarðanir svolítið
langan tíma. „Á meðan á fram-
kvæmdinni stóð var oft kannski
tekist á í þeim nefndum sem þurftu
um málið að fjalla og kannski ekki
skrýtið þegar ólík sjónarmið á verk-
efnið voru til staðar. En allt er gott
sem endar vel og endanleg útfær-
sla er glæsileg og öllum til sóma.
Við höfum lagt áherslu á að við
ætluðum að koma inn í þetta hús
full af gleði og þakklæti og lagt
áherslu á að skapa létt og nota-
legt andrúmsloft og erum að njóta
þess að vera komin heim. Ég vænti
þess og óska að okkur takist áfram
að skapa aðstæður og bjóða upp á
viðfangsefni sem viðhalda og auka
lífsgæði okkar í góðri samvinnu
við alla sem hér starfa innanhúss.“
Ragnheiður sagði að endingu að í
þeirra hópi væri mikill mannauður
fólginn, fólk sem hefði reynt margt
og kynni á mörgu skil. „Við viljum
sannarlega ekki vera bara þiggjend-
ur í samfélaginu heldur erum við
tilbúin að leggja okkar af mörkum
til samfélagsins í verkefnum eða
öðru sem við gætum stutt við í okk-
ar góða samfélagi.“
Einar Brandsson bæjarfulltrúi
tók síðan til máls og hélt smá sögu-
skýringu um húsið. Síðan var klippt
á borðann og það gerðu fyrrverandi
og núverandi formenn FEBAN. Að
því loknu afhenti Guðríður Sig-
urjónsdóttir frá menningar- og
safnanefnd Akraneskaupstaðar öll-
um þeim sem verða 80 ára á árinu
gjöf frá bænum en þau eru fædd
sama ár og kaupstaðurinn hlaut
kaupstaðaréttindi árið 1942.
Síðan söng Hljómur, kór eldri
borgara, þrjú lög og gerði það með
glæsibrag. Þar verður að nefna sér-
staklega flottan flutning á laginu
Faðmlög og freyðandi vín sem
vakti mikla gleði hjá viðstöddum.
Að lokum var boðið upp á létt-
ar veitingar að lokinni athöfn og
óhætt að segja að borðin hafi svign-
að undan kræsingunum. vaks
Borg á Mýrum. Ljósm. úr safni/ hlh.
Séra Þorbjörn Hlynur á förum eftir fjörutíu ár í starfi
Fjölmenni var á vígslunni.
Þjónustumiðstöðin við Dalbraut á Akranesi vígð
Klippt á borðann til marks um formlega opnun þjónustumiðstöðvarinnar. Hópurinn sem fagnar 80 ára afmæli á árinu.
Kór eldri borgara tók lagið. Á fremsta bekk sat hluti af bæjarstjórninni.