Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 40

Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 40
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 202240 Pennagrein Pennagrein Pennagrein Það fer víst ekki fram hjá mörg- um að sveitastjórnarkosningar standa fyrir dyrum. Þar verða ein- hverjir kallaðir en nokkrir útvaldir. Að undanförnu hef ég rekist á þó nokkrar greinar í blöðum um lélega frammistöðu okkar sveitarstjórnar. Að ekki sé nú minnst á Facebook. Yfirleitt eru þetta sömu aðilarnir sem skrifa þetta og virðast vita bet- ur, kunna betur og geta betur en sveitarstjórn og aðrir sem að mál- um hafa komið. Eftirvænting mín var því mikil þegar framboðin hófu að senda inn kynningarbæklinga um sína frambjóðendur og áhersl- ur þeirra. Þarna birtust væntan- lega framarlega eða fremst á fram- boðslistum nöfn þessara manna sem látið hafa ljós sitt skína um afleita frammistöðu sveitarstjórnar Borgar byggðar. Vonbrigðin urðu því mikil þegar enginn þeirra hafði séð ástæðu til að leyfa okkur íbúun- um að njóta gáfna sinna, skipulags- hæfileika, sérþekkingar á fjármálum sem og öðru sem sveitarstjórnar mál varðar. Vilja þeir bara standa á hliðar- línunni og hrópa líkt og óstýrilát- ir áhorfendur á kappleik sem telja sig vita betur um leikkerfi, leik- menn og vitlausa dómara? Neikvæð umræða innan samfélagsins er okk- ar versti óvinur og elur á sundr- ungu sem við þurfum síst á að halda en að auki getur slík umræða dreg- ið úr löngun fólks sem annars vildi flytja hingað og byggja með okkur gott samfélag til framtíðar. Við ætt- um ekki að tala sveitarfélagið okk- ar niður, það bitnar fyrst og síðast á okkur sjálfum. Ég hef reyndar heyrt af slíkri umræðu í öðrum sveitarfélögum svo þetta er ekki sérstakt fyrirbæri hjá okkur en hins vegar ekki til eft- irbreytni. Borgarbyggð er ekki fjölmennt sveitarfélag miðað við landstærð. Því geta sjónarmið íbúanna og áherslur verið með ólíku móti. Þá er okkur nauðsynlegt að haldast í hendur og sammælast um sterka þjónustukjarna í Borgarnesi sem og í öðru þéttbýli á svæðinu. Ekki má gleyma strjálbýlum sveitum held- ur en þær halda utan um þéttbýl- ið. Sterkar sveitir stuðla að sterku þéttbýli og öfugt. Við eigum gnótt af náttúruperlum, laxveiðiám, fall- egum fjöllum, jarðhitasvæðum, heiðarlöndum, jöklum, falleg- um fjörum, klettóttri strönd og fl. Marga af þessum kostum hafa framsýnir menn og konur nýtt sér og sínum sem og sveitarfélaginu til framdráttar. Sumarhúsalóð- ir, jarðvarmaböð, sögustaðir og fl. Þá má ekki gleyma skólunum okk- ar. Grunnskólar, menntaskóli, tveir háskólar. Hvað vantar? Við búum í góðu sveitarfélagi þar sem mörg tækifæri leynast. Þakkir til þess fólks sem vill leiða samfélagið okkar áfram. Nokkuð hefur borið á því að fólk sem hefur áhuga á stjórnmálum, veigri sér við að bjóða fram krafta sína vegna neikvæðrar umræðu. Ég hef heyrt að þetta eigi einnig við í öðrum sveitarfélögum. Það er afleitt. Það er gott að búa á Íslandi. Það er gott að búa í Borgarbyggð. Ver- um þakklát og samstillt. Þorvaldur Jónsson, Brekkukoti Borgarbyggð. Hvað nú Borgarbyggð? Eitt mikilvægasta stefnumál Sam- fylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð fyrir komandi sveitar- stjórnarkosningar eru gjaldfrjálsir leikskólar. Menntastofnanir eru mikilvæg- ustu grunnstoðir samfélagsins og okkar öflugasta verkfæri þegar kemur að auknum jöfnuði. Þar eiga öll börn að hafa jöfn tækifæri til náms og fá að njóta sín á eigin verð- leikum í samfélagi við aðra. Leikskólinn er fyrsta skólastig- ið lögum samkvæmt. Þrátt fyrir að ekki sé skólaskylda á leikskólastigi þá skýtur það skökku við að leik- skólar séu ekki gjaldfrjálsir líkt og grunnskólarnir. Tryggjum félagslegt réttlæti fyrir börn Við mannfólkið fæðumst ekki með jöfn tækifæri í lífinu. Strax við fæðingu er okkur mismunað eft- ir búsetu, fjárhagsstöðu og öðrum aðstæðum foreldra. Talið er að nú búi um 10.000 börn við fátækt á Íslandi. Þetta eru börnin sem fara svöng að sofa. Þetta eru börnin sem fara ekki í afmæli hjá skólafélögum því það er ekki til peningur til að gefa gjöf eða á aðrar skemmtanir sem kosta. Og þetta eru börnin sem eru ólíklegri en önnur börn til að fara í leikskóla og missa þar með af dýrmætu tækifæri til að umgangast jafnaldra og efla þannig tengsl og félagsþroska. Auk annars náms sem fram fer í faglegu starfi leikskól- anna á hverjum degi. Mennta- og velferðarkerfið eru helstu tæki jöfnunar og félagslegs réttlætis fyrir börn. Að gefa öllum börnum tækifæri til að sækja leik- skóla er því stórt skref í átt að aukn- um jöfnuði. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn Fólk á barneignaraldri er oft á þeim stað í lífinu að þau eru að koma sér þaki yfir höfuðið og að byrja að fóta sig í atvinnulífinu. Auk þess er þetta oft á tíðum sá hópur sem hefur lægstar tekjur. Á sama tíma er þetta sá tími í lífi barna þegar gæðastund- ir með foreldrum eru hvað mikil- vægastar. Að samfélagið taki hönd- um saman og styðji við barnafjöl- skyldur með því að minnka þenn- an útgjaldalið mun skapa svigrúm til aukinnar samveru foreldra og barna. Það mun skila sér margfalt til baka til samfélagsins þegar fram líða stundir. Setjum börnin efst í forgangsröðina Eins og áður sagði er það stefna okkar að hafa gjaldfrjálsa leikskóla í Borgarbyggð og er stefnt að því að gera það í áföngum. Ætlunin er að taka fyrsta skrefið í átt að því mark- miði með því að fella niður leik- skólagjöld fyrir fjögurra klukku- stunda dvöl, frá og með 1. janúar 2024. Í dag eru hlutur foreldra um 68 – 70 milljónir á ári. Vel er hægt að standa undir þessum kostnaði með fyrirsjáanlegum hækkunum á tekju- liðum Borgarbyggðar, sem og með forgangsröðum verkefna sem sátt mun ríkja um. Þar ættu málefni barna að vera efst í forgangsröð- inni. Setjum X við A Það er ekki nóg að innleiða stefn- ur sem líta vel út á pappír. Með því að setja X við A í komandi sveitar- stjórnarkosningum er tekið stórt skref í málefnum barna. Það er okkar markmið að Borgar byggð verði framarlega í flokki þegar kemur að fjölskyldu- vænu samfélagi, ekki bara í orði heldur líka á borði. Bjarney Bjarnadóttir Höf. er oddviti sameiginlegs fram- boðs Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð Gjaldfrjálsir leikskólar – aukinn jöfnuður Það hefur verið fróðlegt og skemmtilegt að taka þátt í kosn- ingabaráttu fyrir sveitarstjórnar- kosningar fyrir ungan mann sem er að flytja heim í Borgarbyggð eft- ir nokkuð langa útilegu í útlöndum og Reykjavík. Ég hef farið með öðr- um frambjóðendum Vinstri grænna víða um sveitarfélagið og átt sam- töl við fjölda fólks. Þó sum vanda- mál séu gömul, og jafnvel uppsöfn- uð, kveður við nýjan og jákvæð- an tón á mörgum sviðum í samfé- laginu. Mér finnst við vera að fær- ast nær hvoru öðru, og Borgar- byggð er smátt og smátt að verða að raunverulega sameinuðu sveitarfé- lagi. Til að mynda var haldin sam- eiginleg árshátíð allra starfsmanna sveitarfélagsins um nýliðna helgi (mér var ekki boðið, en kannski næst!), en það er gott dæmi um framtak sem hristir fólk saman af ólíkum svæðum í þessu víðfeðma sveitarfélagi. Stjórnendur sveitar- félagsins eiga að hamra járnið á meðan það er heitt og viðhalda þessari jákvæðu þróun með því að tengja saman ólík byggðarlög inn- an sveitarfélagsins með viðburðum og samkomum. Það er lykilatriði í jákvæðum byggðarbrag að í hugum íbúanna sé sveitarfélagið ein heild og samgangur sem mestur. Liður í þessari þróun er líka auk- inn samgangur milli nemenda í grunnskólunum í sveitarfélaginu. Það er mikilvægt að krakkarn- ir kynnist betur og ég tel kjörið að við næstu endurskoðun skóla- stefnu Borgarbyggðar verði það gert að sérstöku markmiði. Ýms- ar leiðir eru færar til þess og hægt að byggja á þeim grunni sem þegar hefur verið byggður í gegnum tómstundir og íþróttastarf. Til að mynda er tómstundarúta sveitar- félagsins frábært framtak sem hef- ur verið vel nýtt, og kjörið að efla umgjörðina í kringum hana með aukinn samgang grunnskólanema í huga á næsta kjörtímabili. Það er ekki bara uppbyggilegt og þrosk- andi fyrir krakkana sem einstak- linga að kynnast jafnöldrum í öðr- um skólum í héraðinu heldur hefur samfélagið í heild sinni hag af því að það skapist einhvers konar sam- eiginleg sjálfsmynd í hugum okkar um „Borgar byggð“, óháð gömlum hreppamörkum, þar sem við þekkj- umst öll innbyrðis og tengjumst böndum. Þannig byggjum við upp jákvæðan byggðabrag. Það á því að halda áfram í því að auka samgang barna og ung- menna í sveitarfélaginu eins og kostur er, ekki síst þar sem stór hluti þessara krakka munu síð- an mætast í Menntaskóla Borgar- fjarðar. Menntaskóli Borgarfjarð- ar hefur nú verið starfandi í 15 ár og sannað sig sem ein af grunn- stoðum samfélagsins. Framsækni hefur frá upphafi verið aðalsmerki Menntaskólans. Þótt ótrúlegt megi virðast í dag, þegar tölvunotkun er orðin almenn og sjálfsögð á öll- um sviðum, var MB fyrsti skólinn til að gera fartölvuna að sjálfsögðu vinnu- og námstæki inni í skólastof- unni. Nú er skólinn að endurskoða námsframboð sitt byggt á vinnu starfshóps um „Menntun fyrir störf framtíðarinnar“. Stefnan er að koma upp svokölluðu Framtíðar- veri í skólanum þar sem nemend- um gefst færi á að tvinna bóknám- ið við verklegar greinar og skap- andi hugsun, eftir áhugasviði hvers og eins. Þessi nýbreytni mun auka sérstöðu Menntaskólans og vekja á honum mikla athygli, og eflaust gera hann að aðlaðandi kosti fyrir verðandi framhaldsskólanema víð- ar að af landinu. En þá þarf skólinn að vera reiðubúinn að taka á móti auknum fjölda nemenda. Menntaskólinn hefur verið vítamín-sprauta inn í samfélagið, en það sem hefur skort í gegnum tíðina er framtíðarlausn um fyrir- komulag nemendagarða. Á næsta kjörtímabili þarf sveitarstjórn að setjast niður með stjórnendum Menntaskólans og finna fjárhags- lega sjálfbæra leið til þess að reisa slíkt úrræði. Með því að reisa nem- endagarða í nýju og vel búnu hús- næði, væri stutt betur við nem- endur í uppsveitum og sömuleið- is yrði MB að raunverulegum val- kosti fyrir aðra nemendur víða af landinu. Það er auðvelt að tína saman tölulegar staðreyndir um hækkað menntunar stig og ávinning af því fyrir svæðið, en sveitarfélagið er einfaldlega líflegra og skemmti- legra þegar það er fleira ungt fólk á svæðinu. Þá yrðu vel hannað- ir nemendagarðar á góðum stað í Borgarnesi til mikillar prýði, svo það er allt að vinna. Ég, sem og aðrir frambjóðend- ur Vinstri grænna, er til þjónustu reiðubúinn við að bæta samfélagið okkar. Alls eru fjórir listar í fram- boði í Borgarbyggð, og þó ég vissu- lega hvetji alla til að setja X við V, þá er mikilvægast að sem allra flest- ir mæti og nýti atkvæðisréttinn. Ég hlakka til þess að starfa að málefn- um sveitarfélagsins með fulltrú- um hinna framboðanna á komandi kjörtímabili, fáum við í VG til þess umboð. Bjarki Þór Grönfeldt Gunnarsson Höf. er í 5. sæti á lista Vinstri grænna í Borgarbyggð Byggjum upp jákvæðan byggðarbrag í Borgarbyggð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.