Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 46

Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 46
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 202246 Hvort ertu meira spennt (ur) fyrir kosningunum eða Eurovision á laugardaginn ? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir „Meira spennt fyrir Eurovision en það stefnir í gott sjónvarps- kvöld.“ Margrét Vífilsdóttir „Spennt fyrir hvoru tveggja en meira spennt fyrir kosningun- um.“ Sigurður Hauksson „Kosningunum.“ Þórlína Sveinbjörnsdóttir „Spenntari fyrir kosningunum.“ Kristín Guðmundsdóttir „Spennt fyrir skemmtilegu kvöldi.“ Íþróttamaður vikunnar Íþróttamaður vikunnar er nýlegur liður hjá Skessuhorni. Þar leggjum við fyrir tíu spurningar til íþrótta- manna úr alls konar íþróttum á öll- um aldri á Vesturlandi. Íþrótta- maður vikunnar að þessu sinni er hestamennsku- og gönguskíða- stúlkan Þórgunnur Ríta frá Reyk- hólum. Nafn: Þórgunnur Ríta Gústafs- dóttir. Fjölskylduhagir? Foreldar mín- ir eru Gústaf Jökull Ólafsson og Herdís Erna Matthíasdóttir. Syst- kini mín eru Olga Þórunn, Matthí- as Óli og Sandra Rún. Hver eru þín helstu áhugamál? Fara á skíði, í fótbolta og á hestbak. Hvernig er venjulegur dagur hjá þér um þessar mundir? Vakna, fara í skólann, fara á æfingar og vera með vinunum. Hverjir eru þínir helstu kostir og gallar? Mínir helstu kostir eru að ég er lífsglöð og skemmtileg og minn helsti galli hvað ég er óhepp- in. Hversu oft æfir þú í viku? Á vet- urna fimm sinnum og sumrin tvisvar til þrisvar. Hver er þín fyrirmynd í íþrótt- um? Snorri Einarsson besti göngu- skíða maður okkar Íslendinga. Af hverju valdir þú hesta- mennsku og gönguskíði? Prófaði að fara á skíði sjö ára með Bergrósu vinkonu minni og fannst æðislegt. Sjöfn kom og var með hestanám- skeið og ég ákvað að fara og fannst gaman. Hver er fyndnastur af þeim sem þú þekkir? Biggi vinur minn er algjör grínisti. Hvað er skemmtilegast og leiðinlegast við þína íþrótt? Skemmtilegast örugglega að renna í stóru brekkunni og hossubraut- inni. Leiðinlegast að það er ekki hægt að æfa hana á sumrin og að maður meiðir sig mikið þegar mað- ur dettur. Með hestana að það er vont að detta en gaman að fara í reiðtúr. Lífsglöð og skemmtileg Eftir að hafa fengið á sig tvö mörk á fyrstu sjö mínútum leiksins áttu Skagamenn því miður aldrei möguleika í leiknum gegn Breiða- blik á laugardaginn í 1:5 tapi á Akra- nesvelli. Eftir nokkuð góða byrj- un Skagamanna í Bestu deildinni í sumar urðu þeir loks að lúta í gras. Einn sigur og tvö jafntefli; alls fimm stig, en þá var komið að skellinum. Byrjun Skagamanna í leiknum gat ekki orðið verri. Strax á annarri mínútu kom Kristinn Steindórsson Blikum yfir með skoti á nærstöng. Aðeins fimm múnútum síðar skor- uðu Blikar sitt annað mark þegar Ísak Snær Þorvaldsson skoraði eftir darraðadans í vítateignum. Heima- menn vöknuðu aðeins til lífsins eft- ir þetta og var Eyþór Wohler hárs- breidd frá því að að minnka mun- inn þegar hann átti skalla í stöng eftir fyrirgjöf frá Jóni Gísla Eyland Gíslasyni. En á 25. mínútu bættu gestirnir úr Kópavoginum við þriðja markinu og var þar á ferðinni Ísak Snær að nýju með þrumu- skoti eftir að knötturinn hrökk út til hans. Staðan 0:3 í hálfleik. Upphaf síðari hálfleiks bauð upp á litla spennu. Blikar með leikinn í höndum sér og Skagamenn ógn- uðu lítið. En fjórða mark Blika leit dagsins ljós á 64. mínútu þegar Dagur Dan Þórhallsson reif bolt- ann af Brynjari Snæ Pálssyni við vítateigslínuna og lék framhjá Árna Snæ Ólafssyni í markinu og skoraði af öryggi. Þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka voru Skagamenn hárs- breidd frá því að minnka mun- inn þegar Viktor Örn Margeirs- son varnarmaður Blika komst fyrir fyrirgjöf frá Johannesi Vall og af honum fór boltinn í þver- slána. En þremur mínútum síðar stóð Viktor Örn sig enn betur, frá sjónarhóli Skagamanna að segja. En þá sneiddi hann fyrirgjöf frá Jóni Gísla Eyland Gíslasyni í eig- ið mark. Algerlega óverjandi fyrir Anton Ara Einarsson í marki Blika. Breiðablik kórónaði svo yfirburði sína með fimmta markinu þrem- ur mínútum fyrir leikslok. Var þar Anton Logi Lúðvíkssonar að verki með þrumuskoti utan vítateigs einn og óvaldaður. Skagamenn áttu því miður aldrei möguleika í þessum leik. Breiðablik hóf leikinn af miklum krafti og náðu strax undirtökun- um, sem þeir létu aldrei af hendi og með sigrinum tylltu þeir sér á topp Bestu deildarinnar og hljóta að teljast mjög sigurstranglegir í mótinu með þetta gríðarlega öfl- uga lið. Skagamenn verða að rífa sig upp eftir þennan skell. Þeir eiga örugg- lega meira inni en þeir sýndu á laugardaginn. Jón Þór Hauksson sagði í við- tölum eftir leikinn að hann væri að sjálfsögðu svekktur yfir úrslit- um leiksins og það að fá á sig þrjú mörk á fyrstu 25 mínútunum hafi slegið þá út af laginu. En nú væri bara að sýna karakter og standa saman og svara þessu strax í næstu leikjum. Næsti leikur Skagamanna í Bestu deildinni er í kvöld, miðvikudag, á Origo vellinum á Hlíðarenda og hefst klukkan 19.15. se Körfuknattleiksdeild Skallagríms í Borgarnesi er strax farin að huga að komandi tímabili. Í síðustu viku skrifuðu sex uppaldir leik- menn liðsins undir nýja samninga. Þetta eru þeir Almar Örn Björns- son, Arnór Mikael Arason, Bergþór Ægir Ríkharðsson, Bjartmar Áki Sigvaldason, Bjartur Daði Einars- son og Kristján Sigurbjörn Sveins- son. vaks Almar Örn, Bergþór Ægir, Kristján Sigurbjörn, Bjartur Daði, Arnór Mikael og Bjart- mar Áki eftir undirskriftina. Ljósm. Skallagrímur Körfubolti Uppaldir Skallagrímsmenn skrifa undir Fyrsta tap Skagaliðsins með skelli gegn Breiðabliki Liðin ganga til vallar. Ljósm. Lárus Á Wöhler.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.