Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 47

Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 47
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2022 47 Íslandsmeistaramót Garpa í sundi fór fram um liðna helgi í Ásvalla- laug í Hafnarfirði. Á mótinu keppa 25 ára og eldri. Ríflega hundrað keppendur tóku þátt í mótinu, sem gerir það í röð fjölmennustu móta. Sundfélag Akraness átti sjö kepp- endur á mótinu og lönduðu þeir 14 Íslandsmeistaratitlum. Mótið var einnig stigamót milli félaga. Níu lið tóku þátt og varð sundlið ÍA í 3. sæti í stigakeppninni, á eftir fjöl- mennum liðum Sundfélags Hafnar- fjarðar og Sunddeildar Breiðabliks. Mótið var hið litríkasta, með kepp- endum á aldursbilinu 25-90 ára. Gleðin var svo sannarlega ríkjandi, og að loknu móti var haldið glæsi- legt lokahóf á Ásvöllum fyrir kepp- endur. Íslandsmeistarar Sundfélags Akraness eru: Kári Geirlaugsson: 50m skrið- sund, 100m baksund, 100m fjór- sund, 50m baksund og 100m skrið- sund. Kristín Minney Pétursdóttir: 100m bringusund, 50m skriðsund, 50m bringusund, 200m skriðsund, 200m fjórsund, 100m skriðsund. Silvia Llorenz: 50m flugsund. Anna Leif Auðar Elídóttir: 100m skriðsund. Auk þess sigraði kvennasveit ÍA í 4*50m skriðsundi en sveitina skip- uðu Kristín Minney Pétursdóttir, Anna Leif Auðar Elídóttir, Silvia Llorenz og Arnheiður Hjörleifs- dóttir. Sama sveit hafnaði í öðru sæti í 4*50m fjórsundi. Blönduð sveit ÍA í 4*50m fjór- sundi uppskar silfur en hana skip- uðu: Kári Geirlaugsson, Jóhann Pétur Hilmarsson, Kristín Minn- ey Pétursdóttir og Anna Leif Auð- ar Elídóttir. Þá gerði Alexander Eck sér lítið fyrir og vann til silfurverð- launa í 800 metra skriðsundi á nýju persónulegu meti. Þessu til viðbótar náðu eftir- farandi sundmenn lágmörkum á Evrópumeistaramót garpa sem fram fer í Róm í ágúst: Kristín Minney Pétursdóttir, Kári Geir- laugsson, Anna Leif Auðar Elídótt- ir, Silvia Llorenz og Alexander Eck. mm/ah Kári lék sinn fyrsta leik í 3. deild karla í knattspyrnu í sumar þegar liðið mætti Sindra á laugardaginn og fór leikurinn fram á Sindravöll- um á Höfn í Hornafirði. Það var lítið að frétta í fyrri hálfleik liðanna og staðan því markalaus í hálfleik, 0-0. Tólf mínútum fyrir leikslok kom Robertas Freidgeimas heima- mönnum yfir og allt útlit fyrir sig- ur Sindra. En þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fékk Kári vítaspyrnu þegar brotið var á Nikulási Ísari Bjarka- syni innan vítateigs. Fyrirliðinn Andri Júlíusson steig á punktinn og jafnaði fyrir Kára, gott stig á erf- iðum útivelli hjá Káramönnum og fyrsta stig í hús staðreynd. Næsti leikur Kára er á móti KFS úr Vestmannaeyjum laugardaginn 14. maí í Akraneshöllinni og hefst klukkan 15. vaks Norðurálsmótið í golfi var haldið á laugardaginn hjá Golfklúbbn- um Leyni á Garðavelli á Akranesi og var þetta jafnframt fyrsta golf- mót sumarsins hjá Leyni. Keppnis- fyrirkomulagið var 18 holu punkta- keppni með forgjöf og var hámarks- forgjöf hjá körlum 24 og hjá konum 28. Í punktakeppninni var Nói Claxton hlutskarpastur með 43 punkta, Tómas Haraldsson í öðru sæti með 37 og Elísabet Valdimars- dóttir í þriðja sæti einnig með 37 punkta en Tómas var með betra skor á seinni níu holunum. Besta skor án forgjafar átti Björn Viktor Viktorsson. Þá voru veitt nándar- verðlaun öllum þeim sem voru næst holu á par þrjú holum vallar- ins. Á 3. holu var Hafþór Ægir Vil- hjálmsson 79 cm frá holu, Sigurð- ur Elvar Þórólfsson var 99 cm frá holu á þeirri áttundu, Ellert Stef- ánsson 6,69 metrum á 14. holu og á 18. holu var Björn Viktor 85 cm frá holu. Næsta mót á Garðavelli er Opna Bónus mótið þar sem verð- ur punkta keppni og besta skor og verður haldið sunnudaginn 15. maí. vaks Víkingur Ólafsvík tók á móti Völs- ungi frá Húsavík í fyrstu umferð í 2. deild karla í knattspyrnu á laugar- daginn og fór leikurinn fram á Ólafsvíkurvelli. Það byrjaði ekki vel fyrir heimamenn því á fyrstu mín- útu leiksins skoraði Santiago Abalo fyrir Völsung og eftir tæplega tutt- ugu mínútna leik skoraði Ólafur Jóhann Steingrímsson annað mark gestanna. Víkingur náði síðan að minnka muninn í 1-2 á 33. mín- útu með marki frá Mikael Hrafni Helgasyni og þannig var staðan í hálfleik. Það var síðan Ólafur Jóhann sem tryggði sigur Völsungs fimmtán mínútum fyrir leikslok með sínu öðru marki í leiknum og Guð- jón Þórðarson þjálfari Víkings fékk síðan rautt spjald mínútu fyr- ir lokaflautið, lokastaðan 1-3 fyrir Völsung. Næsti leikur Víkings er gegn Ægi föstudaginn 13. maí í Þorláks- höfn og hefst klukkan 19.15. vaks Leikur Skagamanna gegn Breiða- bliki í Bestu deildinni síðast- liðinn laugardag var sögulegur fyr- ir liðið, burtséð frá úrslitum hans, eins og lesa má í frétt hér að neð- an. Þetta var nefnilega þúsundasta leikur liðsins í efstu deild Íslands- móts karla í knattspyrnu. Á síð- unni Á Sigurslóð, sem ritstýrt er af feðgunum Jóni Gunnlaugssyni og Stefáni Jónssyni, kom fram fyr- ir helgi að allt frá árinu 1946, þegar ÍA tók fyrst þátt á Íslandsmótinu, hafi félagið leikið 999 leiki í efstu deild og orðið meistari 18 sinnum, fyrst árið 1951 og síðast árið 2011. Í þessum 999 leikjum hafði ÍA far- ið með sigur af hólmi í 470 leikjum, 208 lyktaði með jafntefli og ÍA beið lægri hlut í 321 leik. ÍA hefur í þess- um leikjum skorað 1.804 mörk en fengið á sig 1.383. Vinningshlut- fallið er 57% ÍA í vil. „Þetta er merkur áfangi í sögu knattspyrnunnar á Akranesi sem nær allt frá 1946 þegar ákveðið var að senda sameiginlegt lið knattspyrnufélaganna tveggja til keppni, en ekki í sitt hvoru lagi. Má fullyrða að þessi ákvörðum hafi átt stóran þátt í þeirri velgengni sem síðar varð. Fyrstu árin voru erfið en fljótt snerist það við. Með fyrsta meistaratitlinum 1951 kvað við nýjan tón í íslenskri knattspyrnu. Landsbyggðarlið hafði stimplað sig inn og gaf öðrum byggðalögum tóninn og jafnframt Reykjavíkur- liðunum keppni sem um munaði. Nánast samfelld sigurganga stóð yfir í nánast 50 ár með litlum hlé- um. Þó eitthvað hafi verið gefið eft- ir á undanförnum árum er enn sami metnaður og var og vonandi stytt- ist í að árangur verði á við það sem áður var. ÍA er stórveldi í íslenskri knattspyrnu. 18 meistaratitlar segja sína sögu sem og ýmis önn- ur afrek sem fylgja slíkum árangri. Ekkert félag hefur unnið titilinn jafn oft á þeim tíma sem ÍA hef- ur verið þátttakandi. Markaskor liðsins er með því mesta sem þekk- ist, markakóngar á hverju strái og stærstu úrslit í einstaka leikj- um. Samtakamáttur fólks á Akra- nesi gagnvart knattspyrnuliðinu hefur skipt miklu máli. Hér fyrr á árum var oft talað um að arðsemi fyrirtækja hafi oft snúist um stöðu knattspyrnuliðsins hverju sinni. Bæjarbragurinn snerist líka oft eftir gengi knattspyrnuliðsins. Allt þetta hefur sína sögu og engin ástæða til að mikla það fyrir sér. Þó er vert á tímamótum sem þessum að rifja upp góðar minningar sem tengjast knattspyrnulífinu á Akranesi í ára- tugi.“ vaks Skagamenn fagna Íslandsmeistaratitlinum árið 1970. Ljósm. af vefnum „Á Sigurslóð“. Þúsundasti leikur ÍA í efstu deild Svipmynd úr leiknum á laugardaginn. Ljósm. þa. Víkingur Ó tapaði í fyrsta leik Björn Viktor var með besta skor án forgjafar á mótinu. Ljósm. af FB síðu Leynis. Norðurálsmótið í golfi Byrjunarlið Kára gegn Sindra á laugardaginn. Ljósm. af FB síðu Kára Kári náði jafntefli Fjórtán Íslandsmeistaratitlar á Garpamóti um helgina Kvennasveit ÍA í 4*50m skriðsundi vann til gullverðlauna. F.v. Anna Leif Auðar Elídóttir, Silvia Llorenz, Arnheiður Hjörleifsdóttir og Kristín Minney Pétursdóttir. Jóhann Pétur, Kristín Minney, Kári og Anna Leif fengu silfur. Stund milli stríða. Anna Leif grípur í prjónana á ráspalli.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.