Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 43
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2022 43
Pennagrein
Pennagrein
Pennagrein
Sjá má að stefnuskrár flestra flokka
í Borgarbyggð hafa svipaðar hug-
myndir að geyma. Allir vilja það
besta fyrir samfélagið okkar Borg-
arbyggð. Allir vilja taka vel á móti
fleirum í sveitarfélagið okkar. Allir
vilja auka uppbyggingu og viðhalda
vel þeim eignum sem sveitarfélag-
ið á nú þegar. Allir vilja úthluta
og skipuleggja fleiri lóðir, hlúa að
skólunum, menningunni, umhverf-
inu okkar og bæta samfélagið í
heild sinni.
Í stórum dráttum eru yfirmark-
miðin afar svipuð á milli flokkanna
sem bjóða fram krafta sína í kom-
andi sveitarstjórnarkosningum. Því
standa kjósendur nú frammi fyrir
því að velja þann sem þeir treysta
best til að leiða þessar umbætur sem
framundan eru í sveitarfélaginu
okkar. Það er í valdi kjósenda á
kjördag að kjósa sinn leiðtoga, leið-
toga með skýrar hugmyndir, leið-
toga sem talar máli íbúa sveitarfé-
lagsins, leiðtoga sem kemur öllum
skoðunum áleiðis og ígrundar allar
mögulegar lausnir vel og vandlega
áður en þær eru framkvæmdar og
fylgja því vel eftir.
Sjálf er ég að stíga mín fyrstu
skref í pólitíkinni en þegar kall-
ið kom frá Bjarneyju Bjarnadóttur
oddvita sameiginlegs framboðs
Samfylkingarinnar og Viðreisnar,
svaraði ég játandi án þess að hika.
Því það sem ég hafði heyrt af Bjarn-
eyju var eingöngu jákvætt og þrátt
fyrir að vera ekki fædd og uppalin
í Borgarfirði og aðeins búsett hér
í þrjú ár hefur hún sett sitt mark á
samfélagið okkar. Ég veit að ég tala
fyrir marga þegar ég segi að sá drif-
kraftur, metnaður og leiðtogahæfni
sem Bjarney hefur að geyma er
áþreifanlegt. Hún er leiðtogi sem
lætur verkin tala og er gædd þeim
mikilvæga leiðtoga hæfileika að sjá
ólíka styrkleika í samstarfsfólki sínu
sem saman mynda sterka heild. Ég
treysti henni til að leiða Borgar-
byggð, en þú?
Síðasta haust fékk ég að kynn-
ast henni betur þegar við stukkum
báðar til þegar óskað var eftir með-
limum í stjórn Badmintondeild-
ar Skallagríms og án þess að hiksta
tók hún að sér formennsku félags-
ins og hefur hún leitt starfið síðan
með eindæmum vel. Eitt af henn-
ar fyrstu verkum var að fá styrki frá
fyrirtækjum til að niðurgreiða boli
fyrir alla iðkendur svo að allir hefðu
tækifæri til að eignast bol. Hún
hafði frumkvæði að því að fá félags-
færninámskeið frá KVAN í sveitar-
félagið okkar. Sem veitti mörg-
um börnum gjöfult tækifæri til að
öðlast færni í samskiptum við jafn-
aldra sína, átta sig á eigin styrkleika
og þjálfast í vináttufærni. Sem for-
eldri var ég afar þakklát frumkvæði
Bjarneyjar enda hafði ég ekki tök á
því að keyra vikulega með barnið
mitt til Reykjavíkur á námskeið þar.
Hún var meðvituð um þörf nám-
skeiðsins vegna virkrar hlustunar í
foreldrasamfélaginu og í stað þess
að hugsa að gott væri að fá nám-
skeiðið í sveitarfélagið tók hún af
skarið og gerði það að veruleika
að börn sveitarfélagsins sætu nám-
skeiðið í heimabyggð.
Framúrskarandi
leiðtogahæfni
Auk þess að vera framúrskar-
andi leiðtogi er Bjarney kennara-
menntuð og hefur starfað við fag-
ið í tíu ár. Hún er íþróttafræðing-
ur í grunninn og hefur víðtæka
reynslu af íþróttaiðkun og starfaði í
tæp tuttugu ár sem einkaþjálfari og
spinningkennari, bæði á Íslandi og
í Englandi. Fljótlega eftir að hún
flutti í Borgarbyggð stofnaði hún
hópinn Valkyrjurnar á samfélags-
miðlinum Facebook sem telur nú
hátt í 400 konur. Sem stuðlaði að
því að konur í sveitarfélaginu hitt-
ust, hreyfðu sig saman, kynntust og
stækkuðu tengslanet sitt. Þessi fáu
dæmi sýna að Bjarney er óhrædd
að færa hugmyndir af blaði og yfir
í raunheima. Hún hefur víðtæka
reynslu af fræðslu-, mennta-, vel-
ferðar-, lýðheilsu- og íþróttamál-
um. Hún tekur öllum áskorunum
fagnandi, hún sér styrkleika sam-
starfsfólks síns og deilir verkefn-
um eftir styrkleika og áhugasviðum
samstarfsfólks. Hún hefur næmt
eyra fyrir þörfum samfélagsins og
sinnir öllu því sem hún tekur sér
fyrir hendur af kostgæfni, líkt og
sjá mátti þegar hún var í öðru sæti
á lista Viðreisnar í síðustu Alþing-
iskosningum.
Ég treysti henni til að leiða, en
þú?
Jóhanna M. Þorvaldsdóttir.
Höfundur er grunn- og framhalds-
skólakennari og skipar 9. sæti Sam-
fylkingarinnar og Viðreisnar
í Borgarbyggð.
Hverjum treystir þú til að leiða í Borgarbyggð?
Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að
standa vörð um íslenska landbún-
aðarframleiðslu á breiðum grunni
því við verðum að standa vörð um
fæðu- og matvælaöryggi á Íslandi.
Það höfum við fundið í þeirri stöðu
sem uppi hefur verið undanfarin
misseri í heimsfaraldri og nú stríði
í Evrópu. Þá er það mikilvægt að
styrkja íslenska matvælaframleiðslu
vegna matvælaheilbrigðis og síðast
en ekki síst til að minnka kolefnis-
spor.
Matvælaöryggið er mikilvægt
en einnig hafa loftslagsmál aldrei
verið mikilvægari og þar kemur
landbúnaðurinn sterkur inn. Þeir
sem yrkja landið vita að loftslags-
mál eru forsenda þess að líf dafni.
Styrkja þarf betur við skógrækt,
landgræðslu og fjölbreyttra ræktun
til að mæta betur skuldbindingum
okkar í loftslagsmálum. Það skipt-
ir máli að allt landið sé í byggð og
bændur eru vörslumenn þeirrar
auðlindar sem við eigum allt und-
ir. Með styrkum stuðningi við land-
búnað eflum við þróun mannlífs og
byggð í landi öllu.
Menntun er máttur
Landbúnaðarskólinn á Hvanneyri á
sér langa sögu eða allt frá 1889, þar
er dágóð reynsla og þekking sem
hefur myndast í gegnum árin. Frá
árinu 2005 hefur þar verið Land-
búnaðarháskóli og fer þar nú fram
öflugt rannsóknar- og mennta-
starf í þágu landbúnaðar á Íslandi.
Mikilvægi menntunar og rann-
sókna á þeim sviðum sem stunduð
er á Hvanneyri hefur líklega sjald-
an verið mikilvægari, þegar horft
er til þeirra þátta sem ég nefndi í
innganginum. Sérstaða skólans eru
viðfangsefni hans en það eru nátt-
úra landsins, nýting, viðhald og
verndun, eins og segir á heimasíðu
skólans. Þá er ánægjulegt að fyrir-
hugað er að stækka jarðræktarmið-
stöðina í Hvanneyri, þar eru gerðar
mikilvægar tilraunir og rannsóknir
sem spila stórt hlutverk inn í fram-
tíðina. Það má svo sannarlega segja
að mikil gróska sé á Hvanneyri.
Gildi og markmið
Þegar rennt er yfir gildi og mark-
mið skólans má sjá að horft er til
framtíðar og þeirra aðstæðna sem
eru og vænta má hér á norðlæg-
um slóðum í samstarfi við alþjóð-
legar rannsóknir og stefnur. Það er
í samræmi við núverandi stefnumál
stjórnvalda þar sem lögð er áhersla
á að byggja upp innlenda þekk-
ingu á sviði sem nýtist okkur í þeim
hagsmunamálum þjóðarinnar. Þá
er talað um mikilvægi menntun-
ar í landbúnaði sem stuðlar að
fræðslu, ráðgjöf, þróun og nýsköp-
un. Þá er gott að horfa til fram-
tíðarmarkmiða Landbúnaðarhá-
skólans sem er að skólinn stuðli að
aukinni verðmætasköpun og fæðu-
öryggi til framtíðar með sjálfbærri
nýtingu auðlinda. Málefni dagsins
eru nefnilega loftslagsmál og mat-
vælaöryggi.
Við eigum góða skóla
Aðalsmerki Vesturlands eru
tve ir öflugir háskólar í Borgarfirði.
Það er hlutverk bæði heimamanna
og stjórnvalda að halda mikilvægi
skólanna á lofti. Rúmlega 130 ára
saga skólans á Hvanneyri er okkur
kraftur til að halda áfram að styrkja
öflugt starf á sviði menntunar og
rannsóknar á landsbyggðinni.
Halla Signý Kristjánsdóttir.
Höf. er þingmaður Framsóknar í
Norðvesturkjördæmi.
Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri
– mikilvægur hornsteinn
Ég get ekki látið hjá sitja að skrifa um
þá auðmýkingu og niðurlægingu sem
fatlaðir og aðstandendur þeirra eru
sífellt að verða fyrir af hendi bæjar-
stjórnarmanna á Akranesi.
Af öllum þeim flokkum sem verið
hafa við stjórn frá árinu 2012, þá var
það sérlega slæmt í tíð Sjálfstæðis-
flokksins, sem í raun eyðilagði þá
umgjörð um fatlaða sem búið var að
byggja upp. Í tíð Sjálfstæðisflokksins
með forráðin í sveitarfélaginu, þá voru
ráðnir inn einstaklingar af atvinnu-
leysisskrá til að sinna fötlunarþjónustu
án þess að hafa til þess nokkra getu,
áhuga eða reynslu og afleiðingarnar
komu svo niður á aðstandendum sem
þurftu að sinna því meðfram fullri
vinnu að reyna að leiðrétta og draga
úr þeim vandamálum sem komu upp
vegna þessarar stefnu Sjálfstæðis-
flokksins að gera þetta sem allra ódýr-
ast, og þar sinntu menn/konur engu,
þótt kvartanir bærust úr öllum horn-
um frá aðstandendum.
Fötlunarþjónusta er mjög við-
kvæmur þjónustuflokkur og aldeilis
ekki á hendi hvers sem er að sinna því.
Afleiðingar þjónustuskortsins geta
verið mis alvarlegar en þó oftast alvar-
legar fyrir bæði fatlaða einstaklinginn
og aðstandandann sem reynir stans-
laust að laga það sem miður fer.
Í dag er starfsmannavelta svo hröð
að bæði einstaklingarnir í þjónust-
unni og aðstandendur þeirra ná vart
að leggja nöfn starfsmanna á minnið
áður en nýir eru komnir. Umgjörðin
er algjörlega óásættanleg og hrein
vanvirðing við þá sem þessa þjónustu
þurfa að nýta.
Óbeit sveitarstjórnarmanna á fötl-
uðu fólki og aðstandendum þess er
orðin svo útbreidd og inngróin að
enginn lyftir litla fingri til að stöðva
þá niðurlægingu og meðvirkni með
henni, sem fatlaðir og aðstandendur
þeirra verða ítrekað fyrir.
Það er ástæða fyrir því að það var
meitlað í lög að sveitarstjórnir hefðu
skyldu til að sinna þessum málum, og
það er líka meitlað í lög að þeim skuli
sinnt í samráði við aðstandendur sem
þekkja best til. Það var einfaldlega
meitlað í lög vegna þess að það eru of
margir vondir menn uppáklæddir og
stífgreiddir á daginn, sem hugsa ein-
göngu um hagnað og glamúr og er
hreinlega alveg sama þó sá fatlaði og
aðstandendur þeirra þjáist daglega,
það truflar hann ekki.
Það sem hreinlega kveikti í mér, eru
skrif forseta bæjarstjórnar og útlistun
á því tapi sem hann segir vera á fötl-
unarþjónustu.
Ég get bara ekki orða bundist!
Vita bæjarstjórnendur ekki hverj-
ar eru lögbundnar grunnskyldur
sveitarfélaga? Útsvar og allar tekj-
ur sveitarfélags eiga að standa und-
ir þeim lögbundnu grunnskyldum.
Sveitarfélag getur ALDREI tap-
að á sínu lögbundna þjónustuhlut-
verki nema þeir geti sýnt fram á, að
þeir hafi eingöngu sinnt því hlut-
verki og hafi samt ekki nægar tekjur
til að skila ársreikningi á núlli.
Sveitarfélög geta hins vegar sýnt
fram á TAP af rekstri leikskóla,
greiðslum til dagmamma, íþrótta-
mannvirkja, innviðauppbygginga
sem fara út fyrir það nauðsynlega,
gæluverkefna, of háum launum
stjórnenda og bæjarstjóra, óskyn-
sömum innkaupum (t.d. á hús-
gögnum og innréttingum á leik-
skóla, bara svona sem dæmi) og
öllu öðru sem sveitarfélag kaup-
ir og framkvæmir sem ekki telst til
lögbundinna grunnskyldna sveitar-
félagsins.
Ég veit að forseti bæjarstjórn-
ar hefur verið mataður á þessari
framsetningu upplýsinga af Sjálf-
stæðismönnum sem starfa á bæjar-
skrifstofunni og vilja honum ekkert
endilega vel eða jafnvel koma höggi
á hann með þessari framsetningu.
Framsetninguna er einfaldlega
hægt að sjá í kynningu bæjarstjóra á
ársreikningi sem kemur fram á heima-
síðunni www.akranes.is
Að lokum biðla ég til þeirra bæjar-
búa sem vilja leggja viðkvæmum hóp-
um lið, hvort sem það eru aldraðir eða
fatlaðir, að sjá til þess að sitjandi bæj-
arstjórn Samfylkingar og Framsóknar
haldi meirihluta sínum svo þeim tak-
ist að breyta þessari þjónustu til hins
betra.
Kristín Þórðardóttir
Höf. er aðstandandi fatlaðs manns á
Akranesi.
Að gefnu tilefni vegna
sveitarstjórnarkosninganna