Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 202220 Nú vonast flestir eftir hlýindum sumarsins og fagna því að gróður- inn lifnar. Eitt af því sem gleður landann á sumrin er ferska græn- metið og það að geta útvegað sér sumarblóm. Hjónin Þórður Ingi- mar Runólfsson og Áslaug Sig- valdadóttir reka Ræktunarstöð- ina Lágafell í Eyja- og Miklaholts- hreppi sem á tuttugu ára afmæli á þessu ári. Blaðamaður Skessu- hornsins leitaði fregna af starf- seminni. Snæfellsnesið Áslaug og Þórður eiga bæði tengsl við Snæfellsnes. Hún er fædd að Syðra Lágafelli en fluttist til Reykjavíkur ung að aldri. Þórð- ur er fæddur og uppalinn í Reykja- vík en er þó Sandari í móðurætt. Frá árinu 1990 dvöldu þau sum- arlangt að Syðra Lágafelli ásamt dætrum sínum og stunduðu ræktun og sölu á garðplöntum. Yfir vetr- artímann dvöldu þau í Reykjavík. Árið 1995 fluttist fjölskyldan svo á Hellissand til að komast nær rækt- un sinni. Fimm árum síðar fundust um 5,3 l/s af 95° heitu vatni í um kílómetra fjarlægð frá Vegamót- um á Snæfellsnesi. Vatnið þjón- ustar svæðið í kring. Það er reynd- ar ekki nægjan legt eins og staðan er í dag fyrir fleiri notendur eða til að auka framleiðslu á salati og kryddi úr gróðurhúsi. Áslaug og Þórður stofnuðu fyrir- tækið árið 2002 og leigja land af Eyja- og Miklaholtshreppi við Vegamót til þess að komast nær heita vatninu og nýta það við rækt- unina. Jafnframt tóku þau þátt í útboðum Ríkiskaupa vegna fram- leiðslu á skógarplöntum fyrir Vestur landsskóga og fleiri aðila. Aðlögun í erfiðleikum Upp úr efnahagshruninu 2009 dró ríkið hins vegar saman seglin í skógarplöntukaupum fyrir lands- hlutabundnu skógræktarverkefn- in og við blasti tekjutap. Áslaug og Þórður fóru nokkrum árum síð- ar út í heilsársframleiðslu á salati, kryddi og ætum blómum og selja núna ferskt til hótela og veitinga- staða á Snæfellsnesi og víðar árið um kring. Þótt eitthvað dragist saman í sölunni yfir háveturinn er alltaf eitthvað af gististöðum með opið og þá er sala á þessum tegund- um í gangi. Annað áfall var þegar faraldurinn geisaði og sala til hót- ela og veitingahúsa drógst mik- ið saman. Til að koma framleiðslu sinni í verð buðu þau þá einstak- lingum á Snæfellsnesi, í Borg- arnesi og í Reykjavík salat og krydd í áskrift. Framleiðsluaðferð ræktunar innar er kölluð hydropon- ic eða vatnsrækt. Salatið vex þá í rennum með hringrásarflæði áburðarvatns. Þannig tapast ekki út vatn eða áburðarefni nema við upp- töku plöntunnar eða við uppgufun. Lífrænar varnir Salatið þykir sérstaklega ferskt og gott og eiturefni eru ekki not- uð við ræktunina, eingöngu lífræn- ar varnir. Þannig er framleiðslan vistvæn og minnkar kolefnisspor kaupandans þar sem hann fær hrá- efnið úr nánasta umhverfi. Síðustu átta ár hafa veitingahús á Snæfells- nesi getað keypt krydd og æt blóm frá Lágafelli. Fjölmargar tegund- ir af blómum hafa því skreytt diska og margir freistast til að smakka. Hjónin rækta líka sæhvönn í breið- um til að nota sem krydd og nýta í sæhvannarpesto. Sumarblómin Sumarblómin eru í undirbúningi á Lágafelli frá febrúar og verða ekki tilbúin fyrr en í lok maí, þegar orðið er hlýrra. Á Snæfellsnesi er veðurfarið mjög afgerandi þáttur hvað varðar mannlífið og hvað hægt er rækta í görðum. Tegunda- úrvalið á Lágafelli er afmarkað af þessu. Meðal tegundanna eru stjúpur, fjólur, morgunfrúr, skraut- nál, silfurkambur, margarítur og sólboðar. Forræktaðar grænmetis- plöntur eru einnig á boðstólum og það er ómissandi fyrir áhugasaman garðeiganda. Kaffihús og útisvæði Áslaug og Þórður segja fátt ánægju- legra en að neyta grænmetis sem maður hefur ræktað sjálfur. Þau eru sjálf alltaf með rekstur sinn í þró- un og eru að vinna í því að koma upp úrvali fjölærra plantna, runna og trjáa sem hafa þol og getu til að lifa við snæfellskar aðstæður. Síðan segja þau að það sé undir natni garð- eigandans komið að auka það úrval tegunda. Um langt skeið hefur söluaðstað- an á Lágafelli verið frekar bágbor- inn. Nú hefur verið bætt úr því með tilkomu kaffihúss; Hjá góðu fólki ehf. og útisvæðis fyrir söluplöntur. Þetta mun gera alla aðstöðu fyr- ir gesti ánægjulegri, hvort sem þeir eru að kíkja á sumarblóm eða fá sér kaffisopa. Helstu viðskiptavin- ir Áslaugar og Þórðar eru íbúar og sveitarfélög á Snæfellsnesi, en gestir og gangandi koma líka gjarnan við enda er starfsemin staðsett í þjóð- braut, við Snæfellsnesveg, rétt vest- an við Vegamót. gj. Ljósm. aðsendar. Áslaug vinnur að pökkun. Tími grænmetis og sumarblóma Rætt við eigendur Ræktunarstöðvarinnar Lágafells á Snæfellsnesi Áslaug og Þórður. Gróðurhús á Lágafelli. Aðstaða til móttöku gesta hefur verið bætt. Sæhvönn í ræktun.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.