Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 41

Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 41
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2022 41 Pennagrein Pennagrein Pennagrein Við göngum til sveitarstjórnar- kosninga 14. maí næstkomandi og kjósum um með hvaða hætti við viljum hafa stjórnun Grundar- fjarðarbæjar næstu fjögur árin. Við ætlum að kjósa um hvort við ætlum að skoða hlutina í fjögur ár í viðbót eða hvort við ætlum að taka ákvarð- anir og framkvæma. Það liggur ljóst fyrir að það er aukin krafa á að sveitarfélög sameinist. Umræð- an í samfélaginu er einnig orðin hlynntari sameiningu svo framar- lega sem hún sé á forsendum íbúa. Það er hlutverk næstu bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar að undirbúa innviði og samfélagið fyrir samein- ingu við önnur sveitarfélög á Snæ- fellsnesi. Hve stór sú sameining verður er óvíst en hún verður án efa innan ekki margra ára og von- andi verður hún með þeim hætta að Snæfellsnes verði eitt sveitarfélag. Í Grundarfirði er gott að búa, hér er samheldið samfélag og duglegt fólk. Mikilvægt er að við hlúum að og styðjum við okkar félagasamtök sem eru tilbúin að bæta samfélagið okkar með öllu því góða starfi sem þau vinna. Verkefnin framundan er ærin. Við þurfum að auka fram- boð lóða fyrir íbúðabyggingar til að laða að nýtt fólk. Þar horfum við til skipulags nýs hverfis og upp- byggingu þess, ásamt því að hefja skipulagningu á Grafarlandinu. Með hvaða hætti ætlum við að nýta það í framtíðinni. Við þurfum að tryggja framboð lóða fyrir iðnað- arhúsnæði. Að skapa aðstæður fyr- ir fyrirtæki til að koma til Grundar- fjarðar. Einnig fyrir fyrirtæki sem þegar eru starfandi í Grundarfirði til að stækka og eflast. Við ætlum að efla nýsköpun og halda áfram að krefja fjarskiptafélögin um háhraða nettengingu. Það þarf að hlúa að öllum skólastigum, bæði innra starfi skólanna og að húsnæði upp- fylli þarfir þeirrar starfsemi sem fram fer innan skólanna. Styðja við þróun og nýjungar þannig að ávallt sé allt eins og best verði á kosið í starfi þeirra. Fram undan er að klæða íþrótta- hús og sundlaugarbyggingu. Löngu tímabært verkefni er að byggja anddyri við íþróttahúsið og skapa þar tækifæri til aukinnar notkun- ar íþróttamannvirkja ásamt því að geta þjónað gestum mannvirkjanna með góðum hætti hvort sem það er íþróttafólk, áhorfendur eða ferða- fólk. Við þurfum að búa starfsfólki íþróttamannvirkja mannsæmandi vinnuaðstöðu ásamt því að íþrótta- félög geti betur nýtt húsnæðið bæði til æfinga og keppni ásamt því að vera félagsaðstaða þeirra. Að tillögu Samstöðu var sam- þykkt að setja á stofn Framkvæmda- og uppbyggingarsjóð Grundar- fjarðarbæjar til uppbyggingar á félags-, menningar- og íþróttaað- stöðu fyrir íþrótta- og félagasamtök í Grundarfirði. Mjög þarft verkefni er að mynda framtíðarstefnu í upp- byggingu slíkra mannvirkja í sam- starfi við viðkomandi félög ásamt framkvæmdaáætlun slíkrar upp- byggingar. Eins og sjá má eru verkefnin næg og af meiru að taka. Áríðandi er að hefjast strax handa við að fylgja þessum verkefnum eft- ir og því mikilvægt að velja fólk sem er tilbúið að vinna fyrir bæjarfélag- ið af heilum hug og fyrir alla. Kjósum X-L á kjördag. Garðar Svansson Höf. skipar 1. sæti L-lista Bæjar- málafélagsins Samstöðu í Grundar- firði. Góðir Grundfirðingar! Þegar hafist er handa við að setja saman lista af fólki fyrir sveitar- stjórnarkosningar er oft úr vöndu að ráða. Hvað á að horfa í þegar fólk er valið og hvaða eiginleika vilj- um við sjá í frambjóðendum? Fyrst þarf að ákveða hvort farið sé í upp- stillingu eða prófkjör. Hér á Akra- nesi er algengt að ákveðið sé að stilla upp og er það ekki síst vegna þess hversu erfitt hefur reynst að fá fólk til starfa. Oft er úr vöndu að ráða og valið erfitt. Við hjá Framsókn og frjáls- um fórum þá leið að fá uppstill- ingarnefnd til starfa og auglýst- um eftir áhugasömum einstakling- um til að taka þátt. Umsóknirnar sem bárust voru ívið fleiri en sætin sem í boði voru og því varð upp- stillingin með flóknari hætti en oft hefur verið. Við vorum svo lánsöm að margir vildu leggja okkur lið og höfðu áhuga á að vera með. Upp- stillingarnefndin tók sér góðan tíma til að ræða við mögulega frambjóð- endur og vönduðu vel til allra verka. Ósk okkar var sú að okkar listi myndi endurspegla sem best mann- lífið á Akranesi og því var sérstak- lega farið í að fá fólk úr öllum áttum. Enda tel ég að einkar vel hafi tek- ist til í þeim efnum! Á meðal okkar er fólk úr atvinnulífinu, heilbrigðis- kerfinu, starfsmenn Akraneskaup- staðar (frá skóla- og velferðarþjón- ustu og stjórnsýslu), starfsmenn stóriðju, erlendir innflytjendur, eldri borgarar og heimavinnandi húsmæður. Allir þessir einstak- lingar búa yfir margvíslegri reynslu og þekkingu sem hefur verið okkur sérstaklega dýrmætt í allri málefna- vinnunni undanfarnar vikur. Í hópn- um okkar er mikill mannauður sem mun vinna vel fyrir Skagamenn fái hann til þess gott umboð. Er þetta ekki einmitt það sem við viljum og þurfum á að halda í bæjar- stjórn? Það er, hóp einstaklinga sem endurspeglar mannlífið og fjöl- breytnina í samfélaginu okkar. Þegar ný bæjarstjórn kemur til með að taka við umboði sínu eft- ir bæjarstjórnarkosningarnar, sem fram fara n.k. laugardag þann 14. maí, þá hefst mikil vinna nýkjörinna bæjarfulltrúa við að skipa í meiri- og minnihluta og ráð og nefndir. Þá er mikilvægt að allir flokkar ræði saman og finni hvernig þeir geta í sameiningu þjónustað bæjarbúa á sem bestan hátt og með hvaða hætti eigi að vinna að þeim stefnumálum sem sett voru fram í kosningabarátt- unni. Mikilvægt er að hafa það hugfast í þessari vinnu að allir bæjarbúar hafa rétt til að sitja við sama borð og bæjar stjórnin þarf að starfa í umboði þeirra allra, en ekki einungis fárra útvalinna. Virk hlustun Í uppeldi barna minna hef ég reynt af fremsta megni að kenna þeim umburðarlyndi, gildi samvinnu, óeigingirni og fórnfýsi. Ég hef alið þau upp í mikilvægi þess að hlusta á aðra og að þegar þau vilja að á þau sé hlustað, dugi ekki að öskra hærra til að tryggja að það sé tekið mark á manni. Staðreyndin er sú að það bylur oft hæst í tómri tunnu og vilji fólks til að hlusta, minnkar yfirleitt ef hærra er talað. Við þurfum að sýna kjark og þor þegar það kemur að því að hlusta á notendur þjónustu okkar, hlustum með opnum huga og sjáum þau ótalmörgu tækifæri sem skapast við það. Meiri skilvirkni Við þurfum að tryggja uppbyggilega og jákvæða menningu innan bæjar- stjórnar þar sem virðing og sam- vinna eru hornsteinar samstarfsins. Þar sem skoðanir annarra eru virtar en ekki lítilsvirtar. Þar sem allir eiga rödd og allir hafa rétt á að tjá sig án hættu á að verða smánaður eða hæddur. Öll erum við ólík og kom- um úr mismunandi áttum en við eig- um það sameiginlegt að vilja vinna í þágu okkar góða samfélags. Ver- um meðvituð um mikilvægi þess að skiptast á skoðunum og gefum okk- ur tíma til að hlusta og komast að sameiginlegri niðurstöðu sem flest- um hugnast. Okkur kann að greina á hvernig við förum að því og á hvað við viljum leggja áherslu en þegar mest á reynir erum við sammála um ansi margt. Sýnum þá framsækni og þor að vinna saman sem ein heild, ekki sem tvístruð hjörð sem get- ur ekki og vill ekki starfa saman heldur einungis þjóna okkar einka- hagsmunum. Þannig komum við til með að tryggja betri árangur og meiri skilvirkni í vinnu bæjarstjórn- ar ásamt því að skapa meiri virðingu fyrir bæjarfulltrúastarfinu og öllu því óeigingjarna starfi sem bæjar- fulltrúar okkar inna af hendi. Það mun án vafa skila sér í meiri ánægju og bættri þjónustu til íbúa. Þannig komum við til með að þjóna samfé- laginu á Akranesi best. Kæru kjósendur! Með samvinnu og samstöðu að leiðarljósi leitast ég eftir umboði ykkar til að fá að þjóna bæjarbúum Akraness næsta kjör- tímabil. Setjum X við B næstkom- andi laugardag og tryggjum þannig enn betra Akranes á komandi árum. Liv Åse Skarstad Höf. er varabæjarfulltrúi og skip- ar annað sæti á lista Framsóknar og frjálsra fyrir komandi sveitarstjórnar- kosningar. Að innan brenn – fyrir Skagamenn Börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum og þess vegna er velferð og heilbrigði þeirra okkur efst í huga. Þegar ég tala um okkur á ég við okkur foreldrana, okkur sem umönnunar- aðila, leikskólakennara, dagforeldra, grunnskólakennara og okkur sem íbúa samfélagsins. Samkvæmt 3.grein Barnasáttmál- ans þurfa allar ráðstafanir sem og ákvarðanir yfirvalda, hvað varðar börn, að vera byggðar á því hvað er þeim fyrir bestu. Í aðalnámskrá leik- skóla er talað um að líðan barna í leik- skóla sé samtvinnuð við velferð fjöl- skyldu þess og því er sjónarmið for- eldra mikilvægur liður þegar kem- ur að velferð og vellíðan barnanna. Foreldrar og leikskólinn þurfa því að vinna saman til þess að tryggja lífs- gæði barnanna og hafa umhyggju og velferð þeirra að leiðarljósi. Mikil- vægt er að við vinnum saman sem heild, stöndum saman vörð um vel- ferð barnanna okkar og tryggjum þannig vellíðan þeirra og byggjum upp betri framtíð. Börn á Akranesi byrja flest á því að fara til dagforeldra eða eru í umönnun foreldra sinna þar til þau komast að á leikskóla. Við á Akranesi getum ver- ið stolt af þeirri þjónustu sem er í boði, hér starfar fagfólk upp til hópa og starfsemin til fyrirmyndar. Þegar ég skoðaði aðalnámskrá leikskól- anna kom fram að börn öðlist færni og menntun víðar en í skólakerfinu. Á sama tíma er það hlutverk sveitarfé- lagsins að bjóða upp á skólakerfi þar sem það er mikilvægur grundvöll- ur til þess að tryggja að öll börn fái almenna menntun. Börn þurfa ást og kærleika, þau þurfa að öðlast almenna menntun, þurfa að læra á lífið og fá verkfæri til þess að takast á við það sem koma skal. Hérna skiptir því líka máli að öll börn, á sama hvað aldri þau eru, hafi aðgang að skólakerfinu eða þá að sveitarfélagið bjóði upp á önnur úrræði á meðan þau bíða eftir að kom- ast inn. Bærinn hefur staðið sig nokk- uð vel en þó er margt sem má bæta. Í stefnuskrá okkar Framsóknar og frjálsra kemur fram að framkvæmdir við nýjan leikskóla á neðri Skaga ættu að hefjast á kjörtímabilinu, en sam- kvæmt fyrirliggjandi framkvæmda- áætlun Akraneskaupstaðar eiga fram- kvæmdir að hefjast árið 2024. Á sama tíma ættum við að stefna að því að opna ungbarnadeild sem væri frábært úrræði hvað varðar plássleysi vistunar fyrir yngstu börn samfélagsins og slík deild gæfi möguleika á inntöku allra barna við lok fæðingarorlofs. Seinustu ár hefur mismunur gjalda leikskóla og dagforeldra verið gríðarlegur og skilj- anlega hefur það haft í för með sér óánægju foreldra. Viljum við í Fram- sókn og frjálsum jafna þessa greiðslu- þátttöku og veit ég með vissu að það samtal er nú þegar hafið með dagfor- eldrum. Þar er hugmyndin að byggja upp meira og betra samstarf milli dagforeldranna og Akraneskaupstað- ar ásamt því að auka niðurgreiðslu dagforeldra gjalda til þess að koma í veg fyrir slíka mismunun. Það sem hefur verið mér hjartans mál í töluverðan tíma er sumaror- lof leikskólabarna, tel ég að þar þurfi að auka sveigjanleika. Nú vinn ég á heilsugæslunni á Akranesi og þar eru úthlutað sumarfríi starfsmanna í svo- kallað „fyrra“ og „seinna“ frí líkt og hjá öðrum stofnunum og fyrirtækj- um. Hvað varðar börnin og starfs- menn leikskólanna þá hafa þau ekki heldur val á sumarorlofi sínu, enda er leikskólinn lokaður á ákveðnum tíma og verða því bæði börn og starfsfólk leikskólans að fara í frí á þeim tíma. Leikskólinn er virkilega mikilvæg- ur skóli fyrir börnin en á sama tíma þurfa börn hvíld og að njóta frís- ins með fjölskyldu sinni. En hver er hvíldin ef foreldrar fá ekki úthlut- að fríi á sama tíma og börnin? Ekki verða samverustundirnar margar og ekki verður hvíldin mikil fyrir börnin ef þau þurfa að fara í pössun í margar vikur og jafnvel hoppa á milli staða þar sem úrræðin eru engin. Mikilvægt er að börnin fái tækifæri til að nýta þá færni og reynslu sem þau hafa öðlast á leikskólanum utan hans. Börnin þurfa einnig hvíld frá daglegu umhverfi sínu og læra að aðlagast á fleiri stöð- um. Börnin eiga að njóta þess að vera með fjölskyldu sinni í fríum til þess að styrkja fjölskylduböndin. Einnig má nefna að með því að hafa leikskólann opinn allan ársins hring veitir það ungu fólki tækifæri á að sækja um starf á leikskólum yfir sumartímann þar sem starfsemi er allt sumar- ið. Þá er m i k i l - vægt að fagaðil- ar geti u n n i ð með þeim og aðstoðað þau við að veita börnunum okkar góða umönnun og kennslu. Þetta gæti ýtt undir að fleiri fagmenn verða til og að fleiri einstaklingar sæki um menntun í leik- skólafræðum. Það væri mikill fengur fyrir okkur Skagamenn. Þetta er verkefni sem þarf að skoða í samvinnu, ígrunda þarf kosti og galla með fagaðilum leikskólanna, foreldr- um og samfélaginu. Ég er tilbúin að leita leiða til að styrkja þjónustu til barnanna okkar, sem og starfsmanna leikskólanna með það að markmiði að allir fái að njóta sín með sínu fólki því það er jú það sem skiptir okkur mestu máli. Setjum X við B og gerum góðan bæ enn betri bæ. Aníta Eir Einarsdóttir. Höf. skipar fimmta sæti á lista Framsóknar og frjálsra á Akranesi. Börnin okkar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.