Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 38

Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 38
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 202238 Pennagrein Pennagrein Pennagrein Það hefur verið gaman að taka þátt í kosningabaráttunni nú í vor! Við sem erum í framboði fyrir Sam- fylkinguna höfum lagt okkur fram um að vera málefnaleg, sanngjörn og bera fram stefnumál sem eru brýn, framkvæmanleg og til fram- fara fyrir okkur öll. Við vildum hafa stefnuskrána skýra og skiljanlega, ekki langorða né loðmullulega, þó að baki hennar liggi mikil málefna- vinna og miklar umræður. Allt það efni liggur fyrir í heimildabank- anum og nýtist þegar kemur að ákvarðanatöku og framkvæmdum. Ég veit að hinir flokkarnir hafa líka lagt mikla vinnu við sínar stefnuskrár og þar má sjá margar góðar og vel ígrundaðar hugmynd- ir og stefnumál. Þetta mun nýtast á næsta kjörtímabili og eiga því fram- bjóðendur allir þökk og heiður skil- inn fyrir óeigingjarna vinnu í þágu íbúa Akraness. Lifandi lýðræði Kosningabarátta er spennandi og lærdómsrík. Við höfum gengið í hús, dreift bæklingnum okkar og rósum. Í þessu annríki hittir mað- ur fjöldann allan af fólki, spjallar, hlustar og rökræðir. Þeir sem eru í framboði hafa gott af því að kynn- ast sem flestum sjónarmiðum og viðhorfum, að þurfa að verja sinn málstað og svara fyrir það sem gert hefur verið eða ekki gert. Þessi lif- andi umræða er lýðræðið í sinni einföldustu mynd og er þroskandi fyrir þá sem taka þátt í henni og ég þakka fyrir mig. Kosningar enda alltaf á niður- stöðu sem vinna þarf úr. Allir flokk- ar leggja sig fram um að kynna sig og sína stefnu sem best og oft eru væntingar auðvitað umfram niður- stöðuna. Fylgifiskar lýðræðisins eru sigrar, ósigrar eða óbreytt staða. Snilldin er að vinna sem best úr því, vera trúr því sem lofað var og forð- ast beiskju, því hún er ekki góð- ur förunautur þegar vinna þarf að ákvarðanatöku. Ágætu kjósendur! Í kosningunum á laugardaginn veljið þið þá sem munu fara með umboð ykkar næsta kjörtímabil. Ég sé ekki betur en allir flokkar bjóði fram gott og dugmikið fólk og kosningabaráttan hefur hingað til að mestu verið málefnaleg og hóf- stillt. Það er ánægjuefni að Skaga- menn séu svo heppnir. Við í Sam- fylkingunni munum leggja okkur öll fram um að koma stefnumál- um okkar í höfn. Þau lúta að því að styrkja og efla samfélagið í víðum skilningi og eru byggð á hefðbund- inni jafnaðarstefnu, stefnu sem sannanlega hefur skapað réttlátustu og bestu þjóðfélög heims. Til þess að svo megi verða þurfum við öfl- ugan stuðning ykkar. XS - Að sjálfsögðu! Kristinn Hallur Sveinsson. Höf. skipar 3. sætið á lista Sam- fylkingar á Akranesi. Ræðum saman Við þurfum fleiri atvinnutækifæri í Borgarbyggð bæði til þess að laða að nýja íbúa en einnig til þess að efla sveitarfélagið og skapa tæki- færi fyrir þá íbúa sem nú þegar eru búsettir í sveitarfélaginu. Við þurf- um fjölbreytt atvinnulíf í takt við nútímann. Það dugar ekki að sitja við símann og bíða eftir að fyrirtæki hringi í okkur, við þurfum að vinna að settu marki alla daga. Atvinnu- mál eru verkefni sem þarf að taka vel utan um og hugsa um eins og blóma í eggi. Því leggjum við í Framsókn til að stofnað verði sér- stakt stuðningsnet fyrir atvinnulíf- ið og viljum hafa sérstakan atvinnu- málafulltrúa á vegum sveitarfélags- ins. Afsláttur af gatnagerðargjöldum atvinnulóða Við eigum nóg af lóðum til þess að bjóða fyrirtækjum í Borgarbyggð, en þær þurfa að vera aðgengi- legar og aðlaðandi. Til þess að laða að ný fyrirtæki og flýta fyrir upp- byggingu leggjum við í Framsókn til 75% afslátt af gatnagerðargjöld- um atvinnulóða. Um leið og fyrir- tækin fara að starfa koma þau með auknar tekjur inn til sveitarfélags- ins. Tekjur sveitarfélagsins eru grunnforsenda þess að við getum byggt upp og bætt þjónustu fyrir alla íbúa. Nýsköpun og grænir iðngarðar Við þurfum að laða að okkur sprotafyrirtæki og nýsköpun, þá sérstaklega græn fyrirtæki. Við eigum t.d. nóg af heitu vatni í sveitarfélaginu á tilteknum stöð- um í sveitarfélaginu og höfum alla möguleika til þess að byggja upp öflug fyrirtæki á sviði nýsköpun- ar í matvælaframleiðslu. Til þess að flýta undirbúningi, sem oft og tíðum er allt of tímafrekur, sjáum við fyrir okkur að setja upp græna iðngarða, en þeir geta flýtt flóknu ferli. Um er að ræða samhæft átak stjórnvalda, sveitarfélaga, fjárfesta og fyrirtækja. Grænir iðngarð- ar eru staðbundið hringrásarhag- kerfi þar sem úrgangur eins er auðlind annars. Tækifærin eru til staðar en það sem þarf er drífandi sveitarstjórn sem rífur verkefnin áfram. Efla vettvang fyrir þá sem stunda fjarvinnu Eitt af því sem heimsfarald- ur Covid skildi eftir er gjör- breytt landslag í atvinnumálum. Sífellt fleiri fyrirtæki hafa áttað sig á kostum fjarvinnu og einstak- lingur í dag getur búið í Borgar- byggð en unnið í Osló. Í dag búa í sveitarfélaginu einstaklingar sem vinna sína vinnu að hluta eða að öllu leyti í gegnum fjarvinnu. Því vill Framsókn koma upp öflug- um fjarvinnuslustöðvum í sveitar- félaginu, þar sem fólk sem sinn- ir ólíkri vinnu getur nýtt aðstöðu. Það er hagur sveitarfélagsins að þar búi fólk með ólíka þekkingu og færni. Með fjarvinnslustöðv- um getum veitt fólki raunveru- legt val um hvar þar býr og hvar þar starfar. Þá er það stefna rík- isins að fjölga opinberum störfum út á landi, en 10% allra auglýstra starfa í ráðuneytum og stofnun- um eiga að vera án staðsetningar árið 2024. Þar er lagt til að slík störf verði unnin á starfsstöð (þ.e. í húsnæði þar sem fyrir er önnur starfsemi). Borgarbyggð þarf að vera tilbúin til þess að taka á móti einstaklingum sem vinna með þessum hætti. Þá eigum við öflug ferðarþjón- ustufyrirtæki og fyrirtæki sem hafa verið burðarásar í atvinnulífi sveitarfélagsins til fjölda ára. Við þurfum að huga að þeim líkt og nýjum tækifærum. Þannig náum við að vaxa og dafna. Það þarf nýja Framsókn í atvinnumálum. Guðveig Lind Eyglóardóttir Höf. skipar 1. sæti Framsóknar í Borgarbyggð. Hvað viltu vinna við þegar þú ert orðin stór? Í byrjun janúar 2022 bauðst okkur fjölskyldunni spennandi tækifæri. Flytja úr borginni í Grundarfjörð. Við höfðum rætt þetta í nokkurn tíma, breyta til, flytja í rólegra umhverfi, á stað þar sem börnin okkar gætu alist upp við meira frelsi en gengur og gerist í borginni. Tækifærið kom og við ákváðum að stökkva á það. Tveimur vikum eft- ir að við tókum ákvörðunina stóð- um við fyrir utan nýja heimilið okk- ar og bárum innbúið okkar inn. Ég viðurkenni það að ég var stress- aður, mjög stressaður. Konan mín á ættir að rekja til Grundarfjarðar og þekkir nokkuð til en ég þekkti ekki nema fjóra. Í ofanálag var ég á leið í fjarvinnu þannig að ég bjóst allt eins við að eyða dögunum einn á skrifstofunni og eiga í erfiðleikum með það að kynnast fólki. En annað kom á daginn. Ég hef aldrei vitað um samfélag sem býður nýja íbúa eins velkomna og Grundfirðingar. Á fyrsta degi var bankað upp á og börnin boðin velkomin og þeim boðið út að leika. Nokkrum dögum seinna fékk ég boð um að koma að vera með í vikulegum fótbolta og svona hefur þetta verið allar götur síðan. Ég er ítrekað spurður hvern- ig flutningarnir hafi gengið, hvern- ig það hafi gengið að aðlagast og fólk hlustar af miklum áhuga. Grundfirðingar vilja að nýj- um íbúum líði vel í bænum sínum. Þegar samband var haft við mig og ég spurður að því hvort ég hefði áhuga á að vera á framboðslista Samstöðu í næstkomandi sveitar- stjórnarkosningum þá hugsaði ég mig ekki tvisvar um. Þarna var mitt tækifæri til þess að gefa til baka, leggja til málanna og halda áfram að byggja upp þetta frábæra sam- félag sem tók svona ótrúlega vel á móti mér og fjölskyldu minni. En hvað hefur strákur sem ólst upp í Reykjavík og flutti til Grundarfjarðar fyrir nokkrum mánuðum til málanna að leggja er eðlilegt að fólk spyrji sig. Ég tel það einn af mínum kostum að vera nýr í bænum og geta séð hlutina frá öðru sjónarhorni. Sett mig í spor tilvonandi íbúa, talað þeirra máli þegar kemur að þeim tækifærum og hindrunum sem felast í flutning- um í Grundarfjörð. Tækifæri bæj- arins eru mörg, við búum svo vel að vera með myndaðasta fjall landsins. Kirkjufellið eitt og sér laðar að sér fjöldann allan af ferðamönnum á hverjum degi. Ferðamönnum sem í langflestum tilfellum keyra í gegn- um bæinn okkar, stoppa hjá Kirkju- fellinu, taka myndir, njóta útsýnis- ins og halda svo áfram. Fyrir mér eru gríðarleg tækifæri fólgin í því að gera Grundarfjörð að áfanga- stað en ekki áningarstað. En hvern- ig gerum við Grundarfjörð að áfangastað? Við þurfum að hvetja og styðja við bakið á heimamönn- um jafnt sem aðkomumönnum sem sýna því áhuga að hefja starf- semi í Grundarfirði. Við verðum að vera til staðar sem leiðbeinandi afl sem stendur ekki í vegi fyrir upp- byggingu heldur hjálpar til við að taka hana á næsta stig. Bærinn þarf líka að vera aðlaðandi staður fyrir fjárfesta að horfa til í uppbyggingu á alls kyns starfsemi. Við þurfum að vera tilbúin þegar kallið kem- ur, taka við með opnum hug og sjá hvernig hægt er að byggja upp til framtíðar. En það sem vantar til þess að hægt sé að gera þessar hugmynd- ir að veruleika er húsnæði, bæði íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði. Varðandi íbúðarhúsnæði þá er mjög mikilvægt að hér rísi minni íbúð- ir til leigu. Það sem hræðir ungt fólk oft í að taka skrefið og flytja út á land er vöntun á leiguíbúðum. Það er nauðsynlegt að bjóða nýju fólki tíma til að koma og prófa að búa hér án þess að þurfa að kaupa sér húsnæði. Þegar það kemst svo inn í samfélagið er ég handviss um að þessar fjölskyldur vilja hvergi annars staðar búa! Varðandi atvinnuhúsnæði, þá er húsnæði hér í bænum sem hægt væri að nýta en það þarf einnig að horfa til framtíðar. Bærinn þarf að mynda sér stefnu í uppbyggingu og nýtingu húseigna bæjarins út frá þeirri framtíðarsýn. Með því að setja X við L í kom- andi sveitarstjórnarkosningum þá ert þú að setja X við áframhaldandi uppbyggingu þeirra frábæru verk- efna sem hafa verið í gangi en þú ert einnig að setja X við spennandi framtíð. Framtíð sem býður upp á fleiri og fjölbreyttari atvinnutæki- færi. Framtíð sem vill dreifa eggj- unum í fleiri körfur en þær flottu körfur sem við erum með í dag! Pálmi Jóhannsson Höf. skipar 4. sæti L-lista Bæjar- málafélagsins Samstöðu í Grundar- firði. Áfangastaðurinn Grundarfjörður

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.