Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 36

Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 202236 Pennagrein Pennagrein Pennagrein Í skipulagsmálum sveitarfélaga kem- ur best fram hvort þeir sem ráða för hafa framtíðarsýn, ekki síst í sveitar- félagi í hröðum vexti eins og Akra- nes er og vill vera. Þar geta mál tek- ið breytingum en umfram allt þarf að horfa fram í tímann. Framtíðar- sýnin þarf líka að vera íbúunum ljós. Þannig minnkum við þann óróa sem oft fylgir breytingum á skipulagi. Viljum við halda áfram á þeirri braut að sívaxandi fjölgun íbúða sé nær eingöngu litlar íbúðir í fjöl- býli? Í mínum huga þurfum við að huga betur að fjölbreyttum kostum, að öðrum kosti breytist fjölskyldu- mynstrið um of. Eitt best heppnaðasta hverfi á Akranesi og þó víða væri leitað er Grundahverfið. Nú virðist ekki mega skipuleggja þannig hverfi því ný hverfi þurfa að fylgja þeirri hug- myndafræði að öll hverfi skuli vera svokölluð blönduð byggð. Það veld- ur því að við sjáum rísa háar blokkir við hlið einbýlishúsa. Er það æski- leg stefna? Í dag er mikil áhugi á að fá líf í miðbæinn. Hvernig gerum við það? Er ekki einn hluti af því að fjölga íbúum í miðbænum? Þurfum við þá ekki innviði í samræmi við það? Hvað með leikskóla? Hvar á hann að rísa? „Gamli“ bærinn er jú full- byggður. Eða hvað? Mikil eftirspurn hefur verið eft- ir lóðum á Akranesi og þá sér- staklega einbýlis- og raðhúsalóð- um. Á yfirstandandi kjörtímabili hefur ekki verið reist eitt einasta hús á lóð sem var skipulögð í nýju hverfi. Í upphafi kjörtímabilsins var til skipulag af áframhaldandi upp- byggingu í Skógarhverfi en núver- andi meirihluti sá sig knúinn til að umbylta því skipulagi. Skipulagði í kjölfarið byggð á grænu svæði sem hefði getað orðið grunnur að fram- tíðar útivistarsvæði Akraness. Ég varaði við þessari þróun á sínum tíma og einnig mættu þessi áform mikilli andstöðu íbúa í Skógarhverfi. Því miður var ekki hlustað á þessar raddir. Til að flýta breytingarferl- inu þá var hverfið bútað niður og lítil svæði skipulögð. Meirihlut- inn þvældist með þessar breytingar megnið af kjörtímabilinu þannig að aðeins er búið að úthluta um 30 íbúðareiningum sem ekki er fyrir- sjáanlegt að verði tilbúnar til upp- byggingar fyrr en seinna á þessu ári. Núverandi meirihluti ákvað á þessu kjörtímabili að reisa leikskóla, sem í sjálfu sér var alveg tímabært, en valdi honum stað í Skógarhverfi nánast við hlið annars leikskóla. Aðkoma akandi að þessum leik- skóla er að óbreyttu ekki góð og mun valda verulegu umferðaröng- þveiti í Skógarhverfinu og jafnvel víðar. Þess má geta að við tilkomu þessa leikskóla verða leikskólapláss í skólahverfi Grundaskóla um 85% þar sem um 60% af börnum búa en í skólahverfi Brekkubæjarskóla þar sem 40% af börnunum býr er um 15% af leikskólaplássum. Hvernig vilja börnin okkar að Akranes líti út þegar þau verða miðaldra? Getum við sem tökum ákvarðanir í dag séð það fyrir eða eigum við að skipuleggja Akranes eins og við viljum að það verði eða viljum við að það verði óbreytt? Má engu breyta? Ég hef í störfum mínum í skipulags- og umhverfisráði lagt mig fram um að þessi mikilvægu mál séu unnin í sem mestu sam- ráði við bæjarbúa. Það gafst mér vel í formennsku minni í ráðinu kjör- tímabilið 2014-2018. Þannig vil ég vinna áfram. Það eru spennandi tímar í augsýn á Akranesi. Það kallar á stórar og vel skipulagðar ákvarðanir um upp- byggingu til framtíðar. Ég vil gjarn- an taka þátt í þeirri vinnu áfram og þess vegna óska ég þess kjósandi góður að þú setjir X við D – fyrir Akranes. Einar Brandsson Höf. skipar annað sætið á lista Sjálfstæðismanna á Akranesi. Fyrir sjö árum síðan fluttum við fjölskyldan í Grundarfjörð og sjá- um ekki eftir þeirri ákvörðun. Náttúrufegurð blasir við hvert sem litið er en mikilvægast er að hér býr gott fólk sem gerir gott samfé- lag. Það var því létt verk að aðlagast staðháttum. Grundarfjörður er fjöl- skylduparadís. Eins og allt fjöl- skyldufólk veit þá viljum við for- eldrarnir börnum okkar allt það besta. Það er því ánægjulegt að núverandi sveitarstjórn skuli hafa ákveðið að fara í þá vegferð að hefja innleiðingu á barnvænu samfélagi. Barnvænt samfélag setur unga fólk- ið okkar í forgang, tryggir það að börnin hafi rödd, hafi eitthvað um málin að segja. Þeirra er framtíð- in. Við viljum að börn og unglingar séu hluti af ákvörðunum, að á þau sé hlustað og tillit tekið til þeirra skoðana. Grundarfjörður hefur alla burði til að verða samfélag sem barnafjöl- skyldur kjósa að velja sér til búsetu. Því er það algjört forgangsatriði að tryggja að nægt framboð íbúða standi fólki til boða. Skólamál eru sömuleiðis mikil- væg öllu fjölskyldufólki. Þegar fólk velur sér stað til búsetu skoðar það ætíð hvernig staðið er að skóla- málum. Við viljum tryggja gott skólastarf á öllum stigum með því að ráða áhugasamt og metnaðar- fullt starfsfólk til skólanna. Leik- skólinn þarf að taka við börnum frá 12 mánaða aldri og sömuleiðis þarf að fjölga leiksvæðum. Tryggja þarf að grunnskólinn geti boðið upp á fjölbreytt námsval þrátt fyrir smæð sína. Tómstundastarf, íþrótt- ir þar með taldar, þurfa að vera sem fjölbreyttastar þannig að allir finni eitthvað við hæfi. Það er ánægjulegt sömuleiðis að hafa hér góðan fram- haldsskóla sem og tónlistarskóla. Samfélagið verður aldrei meira eða annað en fólkið sem þar býr og því þarf að styðja við góð verk- efni sem samfélagið sameinast um. Við tölum hér öll um að fjölga þurfi íbúum. Við verðum að hlúa vel að íbúum okkar, ungum sem öldnum og gera samfélagið þannig að fólk vilji setjast að til langframa. Á næsta kjörtímabili bíða okk- ar mörg veigamikil verkefni. Fjár- hagsstaða Grundarfjarðarbæjar er góð og gefur andrými til metnaðar- fullra verka. Nú er skuldahlut- fall samkvæmt reglum um fjár- hagsleg viðmið sveitarfélags orðið 111,66% í samanteknum ársreikn- ingi sem birtur var á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar í vikunni, en var 119,37% árið 2020. Við ætlum í uppbyggingu á mörgum sviðum. Hér vantar hús- næði og það er grundvallaráskorun okkar í uppbyggingu næstu ára. Við viljum markaðssetja svæðið okk- ar þannig að við getum tekið vel á móti ört stækkandi ferðamanna- straumi. Sundlaugin okkar hefur mikið aðdráttarafl. Hún er lítil en sjarmer- andi og svæðið býður upp á ýmsa möguleika. Ákveðinn áhugi er á að reisa þar litla rennibraut en til þess að svo megi verða þarf að fara í nákvæma skipulagsvinnu sem hentar þessari litlu en sjarmerandi sundlaug. Í Grundarfirði eru tækifærin mörg. Höfnin er með þeim betri og býður upp á marga möguleika og mun stórauka ferðamanna- straum hér um svæðið. Nú þegar hafa mörg skemmtiferðaskip boð- að komu sína. Því miður eru vegir ekki ásættanlegir á svæðinu og því þarf að koma í lag hið fyrsta áður en ferðamenn fara að streyma á svæðið í stórum stíl. Framtíðin er björt fyrir íbúa Grundarfjarðar og það verður gam- an að taka þátt í uppbyggingunni ef mér verður treyst til þess. Sigurður Gísli Guðjónsson Höf. er í 4. sæti á lista Sjálfstæðis- flokks og óháðra í Grundarfirði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Samfélagið verður aldrei meira eða annað en fólkið Óskipulögð skipulagslagsmál Í ljósi umræðunnar síðustu daga um góða rekstrarniðurstöðu í árs- reikningi Akraneskaupstaðar fyrir árið 2021 er rétt að koma eftirfar- andi staðreyndum um rekstur bæj- arsjóðs á framfæri við kjósendur á Akranesi. Á kjörtímabilinu 2018-2022 hef- ur Sjálfstæðisflokkurinn ítrekað bent á sýnilegar staðreyndir sem blasa við ef ársreikningar kjör- tímabilsins eru skoðaðir. • Á kjörtímabilinu hafa gjöld hækkað langt umfram tekjur. Örlít- ill bati var þó á árinu 2021. Þegar svo er komið þá er rekstur bæjar- sjóðs ekki sjálfbær. • Rekstrarafkoma aðalsjóðs, fyrir fjármagnsliði, á kjörtímabil- inu sem tekur á hefðbundinni starf- semi sveitarfélagsins og lýtur fyrst og fremst að lögbundinni starfsemi hefur þar af leiðandi verið neikvæð. • Vöxtur tekna þá aðallega útsvars á árinu 2021 skilaði sér ekki í bættri afkomu heldur fór all- ur í aukin launaútgjöld og annan rekstrarkostnað Akraneskaupstað- ar. • Útsvarstekjur Akra- neskaupstaðar hækka ekki í takt við fólksfjölgun á Akranesi sem gefur ákveðnar vísbendingar. • EBITA framlegð hefur fall- ið verulega á kjörtímabilinu eða frá 11,6% 2017 niður í 4,4% á árinu 2021. Ákveðnum botni var þá náð árið 2020 en þá var hún 0,2%. • Útgjöld velferðar- og mannréttindamála hafa aukist veru- lega á kjörtímabilinu, líkt og úttekt KPMG á rekstri Akraneskaupstað- ar gaf til kynna. Þetta er áhyggju- efni og þarfnast frekari greiningar, úttektar og aðgerða. • Uppsafnað rekstrartap Akraneskaupstaðar af málefnum fatlaða frá tilfærslu frá ríkinu til sveitarfélaga árið 2011 er 717 m.kr. Fjármagn frá ríkinu dugar því ekki fyrir þeirri þjónustu sem veitt er. • Heimsfaraldurinn hafði ekki teljandi áhrif á rekstur bæjar- sjóðs líkt og mörg önnur sveitarfé- lög sem treyst hafa á ferðaþjónustu. Helstu áhrif faraldsins á rekstur má sjá í auknum útgjöldum í velferðar- málum. • Laun og launatengd gjöld Akraneskaupstaðar sem hlutfall af rekstrartekjum náðu nýjum hæð- um á kjörtímabilinu og tróna nú á toppi íslenskra sveitarfélaga og nema nærri 70% án lífeyrisskuld- bindinga. Hefur hlutfallið aukist úr 62% árið 2017 í tæp 70% 2021. Ef ekki verður gripið til aðgerða strax með markvissum aðgerðum og greiningu mun það hafa veruleg áhrif á reksturinn inn í framtíðina. Það er ljóst að með allri þeirri nauðsynlegu innviða uppbyggingu sem fram undan er þá munu rekstrar gjöld vaxa enn frekar þegar mannvirkin verða tekin í notkun og auka þar af leiðandi á þann vanda sem blasir við í rekstri bæjarsjóðs. Af hverju er rekstrarniðurstaðan samt sem áður jákvæð? Svarið við þeirri spurningu er nokkuð einfalt. Treyst hefur verið á einskiptis tekj- ur, t.a.m. arðgreiðslur frá Orku- veitu Reykjavíkur og Faxaflóahöfn- um sem og úthlutun lóða, til að ná fram jákvæðri rekstrarniðurstöðu. Það eitt og sér er varasamt í rekstri sveitarfélaga því þessar tekjur geta brugðið til beggja vona. Rekstrar- niðurstaða eftir fjármagnsliði gefa því ekki bestu sviðsmyndina af rekstri Akraneskaupstaður eins og rakið hefur verið hér að ofan. Ingþór Guðjónsson Höf. skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akranesi Einskiptistekjur skapa jákvæða rekstrarniðurstöðu Akraneskaupstaðar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.