Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 202218 Evrópska söngvakeppnin er haldin undir sérstökum for- merkjum í ár vegna stríðsins í Úkraínu og samstöðunnar sem það hefur kallað fram með- al íbúa álfunnar. En það hef- ur reyndar alltaf verið sérstök stemning í kringum keppnina og þá ekki síst á forsendum tón- listarinnar sem er jú alþjóðleg í eðli sínu. Skessuhorn hafði upp á manni sem býr að gríðarlegri þekkingu um keppnina og hef- ur fylgst með henni af áhuga frá unga aldri. Hann heitir Kristján Jóhannes Pétursson, oftast kall- aður Kiddi Jói, og býr í Borgar- nesi. Ný vinna og nám „Ég er borinn og barnfæddur Borgnesingur,“ segir Kiddi Jói. Ég er ættaður héðan líka, átti afa og ömmu í húsi við Egilsgötuna sem alltaf er kallað Arabía og á stóra ætt kennda við Ferjubakka. Ég gekk hér í grunnskóla, fór svo í Fjöl- brautaskólann á Akranesi, en fann þá að það hentaði mér ekki. Eftir tíu ár í grunnskóla var ég þreyttur á sálinni. Svo ég fór að vinna og hef síðan unnið á ýmsum stöð- um, lengst af í Nettó. Núna vinn ég í Geirabakaríi en er í námi með, er að læra til bókara og klára það um næstu áramót. Ég tek þetta í staðarnámi og við erum mjög góð- ur hópur í þessu. Þetta er búið að taka mjög á, stundum ansi mikið að gerast. En það urðu sem sagt mikl- ar breytingar hjá mér í haust, ný vinna og nýtt nám, þetta eru ágæt- ar áskoranir,“ segir hann kíminn á svip. Fyrstu minningarnar um tónlistina „Mér er sagt að þegar ég var þriggja ára hafi ég verið lagður af stað nið- ur í Kaupfélag til að kaupa snakk fyrir áhorfið á keppnina. Þetta var árið 1983,“ segir Kiddi Jói. En fyrsta minningin mín um tónlistina er þegar ég var fimm ára og keppn- in 1985 hafði verið í gangi. Amma mín Gyða Magnúsdóttir átti árið 1984 á vídeóspólu sem ég hafði oft horft á. Ég á svo góðar minningar um það að vera hjá henni að hlusta á tónlist. Það má segja að það hafi eiginlega verið hún sem gaf mér þá gjöf að kunna að njóta tónlistar og meta hana. Hún tók líka upp keppn- ina árið 1986,“ segir hann brosandi. „Ég græddi margt á þessari hlust- un og fékk meiri skilning á tungu- málum eins og ensku, frönsku og þýsku. Ég pældi nefnilega mik- ið í textunum líka og fann seinna að það kom mér til góða þegar ég var í náminu í Fjölbrautaskólan- um. Þegar ég var orðinn unglingur hélt ég áfram að fylgjast með þessu. Ég man t.d. þegar Nína var valin sem sigurlag í keppninni hérna heima árið 1991. Ég hafði verið ánægðari með lagið, Í dag, sem var með Helgu Möller, Ernu Þórarins- dóttur, Arnari Frey Gunnarssyni og Kristjáni Gíslasyni. Ég man að ég var gráti nær yfir því að það lag skyldi ekki vinna,“ segir Kiddi Jói og raular laglínuna. Lögin, flutningurinn og textarnir „Árið eftir fór Stjórnin eða Heart 2 Heart, eins og hún var kölluð þá út og ég var mjög sáttur við það, enda lentu þau í sjöunda sæti. Svo gleymi ég aldrei þegar við fengum núll stig árið 1989. Ég var líka mjög ánægður þegar Sigga Beinteins og Grétar voru valin til að vera full- trúar okkar ásamt Stjórninni árið 1990, en jafn ósáttur þegar Halla Margrét söng Hægt og hljótt árið 1987. Í það skiptið vildi ég held- ur hafa séð lagið Lífið er lag taka þátt. Ég var samt bara sjö ára en hafði svona ákveðnar skoðanir. Sem dæmi um hvað ég var mikill nörd í þessu var að ég rak einu sinni aug- un í það í Kaupfélaginu sem þá stóð við Egilsgötu, að þar var hljómplata með hljómsveitinni Módel þar sem m.a. þetta lag var. Ég stökk út og ræddi við ömmu mína um hvort hún gæti ekki gefið mér plötuna í afmælisgjöf, sem hún og gerði. Þetta var samt í júlí og ég á afmæli í október! Ég hafði alltaf mjög gaman af söngvakeppninni, og svo breyttist hún mikið frá árinu 1993. Balkanlöndin fóru að koma inn eft- ir að Júgóslavía sundraðist sem og fleiri lönd frá Austur Evrópu og gömlu Sovétríkjunum, tungumála- reglan var að detta út, þ.e. löndin réðu hvort þau flyttu lögin sín á frummálinu eða á ensku, og undir- spilið var allt að fara frá stórhljóm- sveitinni og yfir á „playback“ og það varð meiri áhersla á líflega sviðsframkomu heldur en endilega lögin. Þetta varð meira danslaga- keppni upp úr þessu, en núna snýst þetta aftur meira um lögin, flutn- inginn og textana,“ segir Kiddi Jói. Félagið Hann nefnir félagsskap sem hefur skipt hann miklu máli. „Það breytti miklu fyrir mig að Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva var stofnað á Íslandi árið 2011. Það heitir OGAE International á alþjóðavísu og kall- ast FÁSES hérna heima. Þá fyrst komst maður að því að maður var ekki einn um að vera svona heillað- ur af þessu fyrirbæri. Þetta er mjög virkur hópur. Ég fór í fyrsta sinn út til að fylgjast með keppninni í Stokkhólmi árið 2000 og fannst ég þá vera einn í heiminum. Selma hafði lent í öðru sæti árið áður og mig langaði til að sjá þetta í fram- kvæmd. Ég var tvítugur þá. Það var mikil upplifun. En ég sannfærðist líka um það að hefði Ísland unnið árið áður hefðum við Íslendingar aldrei getað haldið keppnina jafn glæsilega og nauðsynlegt var.“ Út á næsta ári Kiddi Jói á sér góðan félaga í þessu áhugamáli. „Áður var ekki kom- ið neitt YouTube, maður hlustaði á þetta hálf bjagað. En árið 2000 var fyrsta árið sem lögin voru gefin út á geisladiski. Það ár fór ég út og ætl- aði svo að fara aftur árið 2010, en fékk ekki miða. Svo ég komst ekki út fyrr en árið 2014 til Köben. Ég á svo góða vinkonu í þessu sem heit- ir Kristín Halldóra Kristjánsdóttir. Við kynntumst árið 2010 og geng- um í FÁSES árið 2012. Við erum bæði í félaginu og köllum okkur Borgarnesútibúið. Við fórum bæði ásamt öðrum í Gufunesið þegar forkeppnin var haldin þar í ár. Það sem kom á óvart þar var að Systur skyldu vinna, það héldu allir að það yrðu Reykjavíkurdætur, en ég var mjög sáttur við niðurstöðuna. Við höfum farið á þessar forkeppnir, s.s. árið 2015 þegar María Ólafsdótt- ir vann, síðan 2016 í Laugardals- höllina þegar Gréta Salome sigr- aði. Ég var hins vegar úti í Dan- mörku í helgarferð árið 2017 þegar forkeppnin var haldin hér heima og komst ekki. Ári seinna vann Ari Ólafs og það ár fórum við með honum út til Lissabon. Árið 2019 gat ég ekki farið; það var of dýrt að fara til Ísrael. Svo fór ég ekki næstu tvö ár út út af Covid, en við ætluð- um annars út til Rotterdam árið 2020. Núna komst ég ekki til Tor- ino út af náminu, en ætla endilega að fara út á næsta ári.“ Efstu löndin á hreinu öll árin „Þetta áhugamál eða hugðar- efni bókstaflega heltekur mann,“ útskýrir Kiddi Jói. „Ég get nán- ast talið upp alla sem voru í fyrstu tíu til tuttugu sætunum í keppn- inni erlendis og heima öll árin. En þegar ég fer ekki út er ég heima að horfa með vinum og fjölskyldu og Kristín vinkona mín kemur gjarnan líka. OGAE er alþjóðlegur hópur fólks í öllum löndunum. Það hitt- ist á keppnunum og er á Facebook og fleiri samfélagsmiðlum. Félagar hafa líka oft forgang um miðakaup og þeir nýta sér það sem eru mestu nördarnir,“ segir Kiddi Jói. Aðspurður hvort honum hafi ekki líkað við sigurlagið eitthvert árið svarar hann: „Jú, það var sigur- lagið árið 2018, frá Ísrael. Lista- maðurinn var frábær, en lagið féll ekki að mínum smekk. Ég var hrifnari af laginu sem lenti í öðru sæti.“ Þegar hér er komið sögu læt- ur blaðamaður í ljós einlæga aðdá- un sína á stálminni Kidda Jóa sem þylur upp flytjendur og stig mörg ár aftur í tímann. „Þetta er bara eins og að fylgja fótboltaliði,“ segir hann og hlær. Celine Dion Eitt eftirminnilegt uppáhaldslag Kidda Jóa var flutt í keppninni árið 1988 af Celine Dion. Það markaði upphaf glæsilegs ferils Dion sem er í dag ein skærasta poppstjarna ver- aldar. „Þá var ég átta ára krakki. Eurovision er besta geðlyfið Rætt við Kidda Jóa um evrópsku söngvakeppnina sem verður á laugardaginn Kiddi Jói á stórt plötusafn með Eurovision lögum. Ljósm. gj. Kristín og Kiddi Jói mætt á keppnina í Laugardalshöllinni 2020, korteri fyrir Covid. Kiddi Jói með Niamh Kavanagh, virtri írskri söngkonu sem sigraði keppnina árið 1993 með laginu In Your Eyes. Kiddi með plötuna sem hann keypti í Kaupfélaginu. Ljósm. gj. Kiddi Jói fór á íslensku forkeppnina í Gufunesi í ár ásamt systur sinni og bróður, Margréti Hildi og Ólafi Magnúsi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.