Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 20226 Bæta aðgengi að Bjarnarfossi SNÆF: Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur úthlut- að Snæfellsbæ um 3,7 milljón- um króna í hönnunarstyrk til að bæta vegvísun, upplýsinga- gjöf og öryggi á áningarstaðn- um við Bjarnarfoss. Verkefnið á að koma í veg fyrir skemmd- ir á náttúru og auka öryggi ferðamanna. „Það bætir virkni staðarins og fellur því vel að áherslum Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða,“ segir í umsögn. -mm Klofið við Stöngina SÚGANDISEY: Stykkis- hólmsbær hlaut í síðustu viku 15,8 milljóna króna styrk úr Framkvæmdasjóði ferða- mannastaða. Styrkurinn fer til að fjármagna áframhaldandi uppbyggingu við Súgandisey í samræmi við vinningstillögu hönnunarsamkeppni. Um er að ræða uppsetningu á hand- riði og minniháttar jarðvegs- framkvæmdir austanmegin á eyjunni sem gefa gest- um eyjar innar kost á því að skoða Stöngina, bergdrang- ana sem standa austan við eyjuna. Í sömu atrennu var sótt um styrk fyrir handrið- um norðan- og sunnanmegin á eyjunni skv. deiliskipulagi. Er þessi framkvæmd liður í því að dreifa álagi á eyjunni þegar margir sækja hana á sama tíma og um leið tryggja öryggi gesta. „Mjög verðugt innviðaverkefni, sem byggir á heilstæðri stefnumörkun í kjölfar samkeppni. Verkefnið stuðlar að auknu öryggi ferða- manna og bættri umgengni á viðkvæmu svæði,“ segir í umsögn stjórnar FF. Myndin er úr vinningstillögunni um Fjöreggið. Sett verður upp handrið sem gefur gestum aðgang og tækifæri til að horfa niður eftir stuðlabergsveggj- unum, ofan í sjóinn og inn í skoru í berginu þar sem sjá má fugla. -mm Hættuástand á heiðinni BORGARFJ: Á þriðjudags- kvöld í liðinni viku myndað- ist hættuástand á Holtavörðu- heiði vegna mikillar hálku og var auk þess farið að draga í skafla. Nokkrir vörubílar voru stopp og voru að keðja bílana á meðan einn og einn fólks- bíll var enn á sumardekkj- um. Vegagerðin var látin vita og sendi tæki á staðinn til að ryðja veginn og halda honum opnum. -vaks Kaup á hitakassa AKRANES: Á fundi Skipulags- og umhverfisráðs 2. maí síðast- liðinn var samþykkt að keypt- ur yrði hitakassi undir mal- bik vegna holuviðgerða á göt- um bæjarins. Eins verði skoð- að hagkvæmni þess að að kaupa tæki til að sópa stéttar og götur bæjarins. -vaks Bæta aðgengi að Glym HVALFJ: Við úthlutun styrkja úr Framkvæmdasjóði ferða- mannastaða í síðustu viku kom fram að Hvalfjarðarsveit hlýtur 3,5 milljónir króna. Styrkurinn mun fara til að bæta aðgengi og öryggi á gönguleiðinni að fossinum Glym í botni Hval- fjarðar. Eins og kunnugt er slasa fjölmargir ferðamenn sig á hverju ári við göngu að fossin- um og því talið brýnt að bæta aðstæður. Haldið verður áfram með að vinna að bættu öryggi á ferðamannastað samkvæmt tillögum sem Björgunarfélag Akraness hefur útfært og verður verkið unnið með náttúrulegum efnum af svæðinu. „Verkefnið felst í að bæta innviði, sem rím- ar vel við áherslur sjóðsins og er á áfangastaðaáætlun svæðisins,“ segir í umsögn FF. -mm Guðmundur Eyþór Már Ívarsson hafnarvörður á Arnarstapa seg- ir að þessa dagana sé mikið líf í og við höfnina. Stöðugur straum- ur ferðamanna er á svæðinu til þess að fanga fegurðina og skoða sig um í náttúrunni, svo sem að skoða fugla af fjölmörgum tegundum og fara í gönguferðir. Gönguleiðin frá Arnarstapa að Hellnum er til að mynda geysivinsæl auk þess sem ferðamenn njóta veitinga á svæð- inu. Guðmundur bætir við að strand- veiðar gangi mjög vel og ná strand- veiðisjómenn skammtinum á skömmum tíma enda eru feng- sæl fiskimið skammt frá höfninni. Núna eru 39 bátar í höfninni, sem er frekar lítil frá náttúrunnar hendi, en talsverðar framkvæmdir hafa þó verið gerðar undanfarin ár en það er stutt síðan höfnin var dýpkuð. Þrátt fyrir allan þennan bátafjölda segir Guðmundur að allt gangi þetta vel og samvinna sjómanna sé til fyrirmyndar. Sjómenn jafnt sem starfsmenn eru því almennt sáttir með gang mála. af Mikið líf á Arnarstapa Pétur Pétursson skipstjóri á netabátnum Bárði SH að landa góðum afla af stór- þorski sem fékkst stutt Hafnarvörðurinn í löndun. Fjöldi báta í höfninni og allt vel skipulagt. Mikið líf er í höfninni á Arnarstapa en þarna má sjá netabátinn Bárð SH að landa.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.