Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2022 35
Pennagrein
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
02
2
Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur á 350. fundi sínum þann 26. apríl 2022 samþykkt að
auglýsa Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagstillagan samanstendur m.a. af forsenduhefti, umhverfisskýrslu, greinargerð,
sveitarfélagsuppdrætti, þéttbýlisuppdrætti fyrir Melahverfi og Krossland ásamt fleiri uppdráttum.
Einnig er auglýst tillaga að skrá yfir vegi í náttúru Íslands skv. 32. gr. laga um náttúruvernd.
Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 tekur við af Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-
2020. Í nýja aðalskipulaginu er stuðlað að hagkvæmri þróun byggðar á svæðinu, m.a. með
því að skapa sem best skilyrði fyrir atvinnu upp bygg ingu og blómlegt mannlíf til að gera búsetu
á svæðinu eftirsóknarverða. Áfram verður stuðlað að öflugum landbúnaði, áframhaldandi
fjölbreyttri iðnaðarstarfsemi og fjölbreyttum atvinnutækifærum s.s. við ferðaþjónustu, skógrækt,
umhverfisvernd ofl.
Tillagan er til sýnis á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, að Innrimel 3, Hvalfjarðarsveit og hjá
Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, Reykjavík frá og með 11. maí 2022 til 22. júní 2022.
Skipulagsgögn eru einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins https://www.hvalfjardarsveit.is
Hverjum þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er hér með gefinn kostur á að gera
athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 22. júní 2022.
Skila skal inn skriflegum athugasemdum á netfangið adalskipulag@hvalfjardarsveit.is eða með
bréfpósti stílað á skipulagsfulltrúa Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranesi.
Kynningarfundur verður auglýstur síðar á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar.
Jökull Helgason
Skipulagsfulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Árið 2012 setti Alþingi lög um sölu
á eignarhlutum ríkisins í fjármála-
fyrirtækjum. Fjármálaráðherra fær
þar m.a. heimild til að selja Íslands-
banka, að fenginni heimild í fjár-
lögum. Flokkur fólksins var eini
flokkurinn á Alþingi sem var á móti
sölunni á Íslandsbanka.
Fjármálaráðherra selur Íslands-
banka, enginn annar. Hann tek-
ur ákvörðun um hvort tilboð skuli
samþykkt eða þeim hafnað og
undirritar samninga fyrir hönd
ríkisins um sölu eignarhlutarins,
líkt og segir í lögunum. Hann ber
ábyrgð á sölunni.
Fjármálaráðherra er m.a. van-
hæfur til að selja föður sínum hlut í
bankanum. Það er brot á vanhæfis-
reglum stjórnsýslulaga, sem kveða á
um vanhæfi vegna skyldleika.
Lögin um söluna kveða á um
að Bankasýslan annist sölumeð-
ferð eignarhluta fyrir hönd ríkisins
í samræmi við ákvörðun ráðherra.
Þegar tilboð í eignarhlut liggja fyr-
ir skal Bankasýslan skila ráðherra
rökstuddu mati á þeim.
Fyrir útboðið gerði Bankasýslan
sölusamning við söluráðgjafa, sem
byggist á stöðluðu samningsformi
og gilda um hann ensk lög. Sam-
kvæmt samningnum skulu allar
deilur aðila fara fyrir gerðardóm í
London. Ríkið gæti því farið í mál
vegna samningsins í mál við sjálf-
an sig fyrir gerðardómi í London,
en Landsbanki og Íslandsbanki eru
aðilar að samningnum. Erlend lög-
gjöf kann að gilda um réttarsam-
band erlendra umsjónaraðila og
söluráðgjafa við eigin viðskipta-
vini. Þó samningurinn sé á stöðl-
uðu formi gat íslenska ríkið auð-
veldlega gætt hagsmuna sinna.
Slíkt er alvanalegt en það virðist
ekki hafa verið gert. Engu er lík-
ara en að einkaaðilar hafi verið að
semja sín á milli um sölu á hluta-
bréfum í einkabanka en ekki í rík-
isbankanum Íslandsbanka, þar sem
sérstök lög gilda um söluna auk
stjórnsýslulaga.
Bankasýslan samdi við þrjá
erlenda og fimm innlenda sölu-
ráðgjafa, þar á meðal Landsbanka
og Íslandsbanka. Átta starfsmenn
Íslandsbanka eða einstaklingar
þeim tengdir keyptu í bankan-
um. Íslandsbanki var söluráðgjafi
í umboði Bankasýslunnar og innti
af hendi störf sem fjármálaráðherra
bar sem seljandi ábyrgð á. Kaup
starfsmanna Íslandsbanka stand-
ast því ekki vanhæfisreglur stjórn-
sýslulaga.
Við söluna var ekki kveðið á um
vanhæfi tilboðsgjafa samkvæmt
stjórnsýslulögum. Engar kröf-
ur voru til kaupenda aðrar en þeir
væru fagfjárfestar, sem þurfa að
uppfylla tvö af þremur skilyrðum;
a) haft viðskipti á markaði sl. ár,
að meðaltali tíu sinnum á ársfjórð-
ungi; b) átt meira en 500.000 evrur;
c) starfað í fjármálageiranum sem
krefst þekkingar á viðskiptunum.
Tilboðsgjöfum voru ekki sett
nein sjálfstæð skilyrði sem voru
sanngjörn og um að þeir nytu jafn-
ræðis. Mikilvægt er að jafnræð-
is sé gætt milli þeirra sem koma til
greina sem mögulegir kaupend-
ur að eignarhlut svo að allir líkleg-
ir kaupendur hafi jafna möguleika
á því að gera tilboð. Jafnræði verð-
ur best tryggt með því að skil-
yrði við sölu séu fá, skýr og öll-
um ljós. Söluráðgjafar seldu fag-
fjárfestum af viðskiptamannalist-
um sínum. Kaupendahópurinn var
því minni en kröfur sögðu til um.
Eftir söluna var spurt í hverja var
hringt. Reynt var að halda upplýs-
ingum um smáfjárfestana leyndum
með vísan til persónuverndarlaga
og jafnvel bankaleyndar, þrátt fyr-
ir skýra nauðsyn um almannahags-
muni og kröfu um gegnsæi í lögum
um söluna.
Meginreglur um sölumeðferðina
í sölulögunum kveða á um að
áhersla skuli lögð á opið söluferli,
gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni.
Með hagkvæmni er átt við að leit-
að sé hæsta verðs fyrir eignarhluti.
Þess skal gætt að skilyrði sem til-
boðsgjöfum eru sett séu sanngjörn
og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal
kappkosta að efla virka og eðlilega
samkeppni á fjármálamarkaði. Ekk-
ert af þessu var virt.
Íslandi sem samfélagi hefur ekki
tekist að skapa þróað nútímafjár-
málakerfi. Salan á Íslandsbanka
sýnir að lærdómurinn af Hruninu
2008 og einkavæðingu bankanna
2003 virðist enginn. Vanræksla,
fúsk og prinsippleysi klíkusamfé-
lagsins er enn allsráðandi. Ekki
hefur heyrst orð frá háskólasam-
félaginu eða fjármálamarkaðnum
um söluna. Þrátt fyrir ný lög hefur
í raun ekkert breyst. Þess vegna á
rannsóknarnefnd Alþingis að rann-
saka Íslandsbankasöluna án tafar.
Eyjólfur Ármannsson
Höfundur er þingmaður fyrir
Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi
og 2. varaformaður fjárlaganefndar.
Íslandsbankasala
fjármálaráðherra
er ólögleg
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is