Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2022, Page 26

Skessuhorn - 11.05.2022, Page 26
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 202226 Kirkjukór Ólafsvíkur ásamt hljóm- sveit stóð fyrir vortónleikum eins og svo oft áður. Tónleikarnir í ár voru með nokkuð öðru sniði en venjulega en yfirskrift þeirra var „Country og sveitarómantík“ og fóru fram í Reiðhöllinni í Ólafsvík. Efnisskráin var fjölbreytt og samanstóð af einsöng og kórsöng á vinsælum íslenskum og erlend- um lögum. Veronica Osterhammer kórstjóri kórsins, Ólafur Vignir Sigurðsson og Sigurður Höskulds- son sungu einsöng. Hljómsveitin var skipuð góðu fólki, þeim Val- entinu Kay á orgel, Evgeny Makeev á bassa, Sigurður Höskuldsson spil- aði á gítar og Sveinn Þór Elínbergs- son á trommur. Til að gera stemn- inguna sem besta höfðu kórfélagar klætt sig í stíl við kántrýþemað og búið var að setja upp svið, hljóð- græjur og koma fyrir stólum fyrir tónleikagesti. Mjög vel var mætt á tónleikana en um hundrað manns mættu og margir þeirra einnig þema klædd- ir. Myndaðist við þetta skemmtileg stemning og nutu allir kvöldsins. Voru allir sammála um að umhverf- ið hefði ekki síst átt þátt í stemn- ingunni, en tónlistin var þó í aðal- hlutverki. þa Ársreikningur Snæfellsbæjar var til seinni umræðu í bæjarstjórn í gær. Í honum kemur fram að rekstur Snæfellsbæjar kom mun betur út en fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir og var jákvæður um 160 milljónir króna árið 2021. Útgjöld voru nánast á pari við fjárhags áætlun. Tekið er fram í bókun bæjar stjórnar að eftirtektar- vert er að forstöðumenn stofnana Snæfellsbæjar voru að skila rekstri sinna stofnana enn eitt árið undir áætlun. Í bókun af fundinum kem- ur fram að annað árið í röð setti heimsfaraldur Covid-19 nokkurn svip á starfsemi og fjármál Snæ- fellsbæjar, þó í minna mæli en árið á undan. Reikningsleg stærð líf- eyrisskuldbindinga setti stórt strik í afkomu Snæfellsbæjar árið 2021, líkt og hjá flestum öðrum sveitar- félögum, en á árinu var áætlaðri hlutdeild launagreiðenda breytt úr 55% í 62,1% sem gerði það að verkum að í bókhald Snæfellsbær færðust tæpar 99 milljónir sem ekki var gert ráð fyrir í fjárhagsá- ætlun. Helstu lykiltölur úr ársreikn- ingi eru að rekstrartekjur námu 2.940 milljónum króna fyrir A- og B-hluta. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar var jákvæð um 160 milljónir króna en samkvæmt fjár- hagsáætlun var gert ráð fyrir nei- kvæðri afkomu upp á 21,6 millj. króna. Rekstrarafkoman varð því töluvert betri en áætlun gerði ráð fyrir, eða sem nemur 181,6 millj. króna. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 4.312 millj. króna skv. efnahagsreikningi en þar af nam eigið fé A-hluta 3.131 millj. króna. Laun og launatengd gjöld námu 1.541,4 milljónum króna en starfsmannafjöldi sveitarfélagsins var 143 stöðugildi í árslok. Veltufé frá rekstri var 259 millj. króna og veltufjárhlutfall er 0,75. Handbært fé frá rekstri var 239,5 millj. króna. Heildareignir bæjarsjóðs námu 5.042,3 millj. króna og heildar- eignir sveitarfélagsins í saman- teknum ársreikningi um 6.373,2 millj. króna í árslok 2021. Heildar- skuldir bæjarsjóðs námu um 1.911 millj. króna og í samanteknum árs- reikningi um 2.061 millj. króna, og hækkuðu þar með milli ára um 52 milljónir. „Snæfellsbær hefur verið að greiða niður lán og minnka skuldir undanfarin ár og á árinu 2021 skap- aðist svigrúm til að taka hagstætt lán til að greiða niður óhagstæðari lán, sem kemur rekstri bæjarfé- lagsins til góða á næstu árum. Hins vegar var verðbólga töluverð á árinu 2021 og jukust því skuldir Snæfellsbæjar að nafnvirði örlítið sem því nam á árinu 2021. Hins vegar lækkuðu skuldirnar að raun- virði milli ára.“ Þá kemur fram að skuldahlutfall Snæfellsbæjar er 70,1% hjá samanteknum reikn- ingi A- og B-hluta. Ef notað er skuldaviðmið skv. reglum um fjár- hagsleg viðmið sveitarfélaga, þá fer prósentan niður í 61,17% fyrir A-hluta og 49,18% fyrir samstæð- una. Snæfellsbær hefur því tölu- vert svigrúm til lántöku ef kem- ur til einhverra stærri tekjufalla í framtíðinni,“ segir í bókun frá fundi bæjarstjórnar. mm Á dögunum ritaði Jakob Björg- vin Jakobsson bæjarstjóri Stykkis- hólmsbæjar undir viljayfirlýsingu fyrir hönd bæjarins um landeldi og sjálfbæra framleiðslu matvæla á grunni grænna iðngarða. Grænir iðngarðar eru þar sem ólík fyrirtæki koma sér fyrir á einu skipulögðu svæði og nýtir orku til framleiðslu verðmæta meðal annars úr ýmsu sem fellur til við matvælafram- leiðslu. Undir yfirlýsinguna skrifaði einnig Siggeir Pétursson fyrir hönd Hólmsins ehf. Þetta kemur fram á vefsíðunni stykkisholmur.is. Með viljayfirlýsingunni lýsa Stykkishólmsbær og Hólmurinn ehf. því yfir að vera sammála um að vinna í sameiningu að frum- greiningu möguleika til strandeldis á steinbíti í nágrenni Stykkishólms í samstarfi við Matís ohf. á grunni samkomulags um aukna verðmæta- sköpun í Stykkishólmi. Að verkefn- inu standa systkinin og Hólmararn- ir Lára Hrönn og Siggeir Péturs- börn. Sérstök áhersla verður lögð á greiningu vatns- og orkuþarfar og möguleika á innlendum fóðurgjafa sem fellur til við vinnslu á sjávar- afurðum á svæðinu. Samkvæmt yfirlýsingunni verð- ur í byrjun lögð áhersla á eftir- farandi atriði: Stykkishólmsbær útvegi Hólminum ehf., eftir nánara samkomulagi, landsvæði án endur- gjalds til tímabundinna afnota til uppsetningar á eldiskerum og bún- aði vegna tilraunarinnar sem skal vera auðfjarlægður að tilraun lok- inni. Stykkishólmsbær aðstoði jafn- framt við undirbúning svæðisins samkvæmt nánara samkomulagi. Hólmurinn ehf. ber að öðru leyti ábyrgð á verkefninu, þ.e. annast uppsetningu búnaðar, skipulegg- ur og gerir fyrirhugaðar tilraunir, fylgist með gæðum sjávar í eldi og deilir upplýsingum og greiningum á frekari möguleikum strandeldis á steinbíti á svæðinu með Stykkis- hólmsbæ. Hólmurinn ehf. skuld- bindur sig til að afla allra nauðsyn- legra leyfa fyrir undirbúningi, upp- byggingu, framkvæmd og rekstrar fyrirhugaðs landeldis í samræmi við ákvæði laga og reglna sem um starf- semina gilda. Gefin verður út skýrsla í sam- vinnu við Matís ohf. að verkefni loknu þar sem fýsileika steinbíts- áframeldis er metið út frá fjár- hags-, markaðs, umhverfis-, tækni- og lagalegum áskorunum. Áhersla verður lögð á sjálfbæra nýtingu auðlinda og byggja á hugmynda- fræði grænna iðngarða um samnýt- ingu orku- og efnisstrauma. vaks Fjölbrautaskóli Snæfellinga tek- ur þátt í samstarfsverkefninu Food for thought með tékkneskum skóla. Verkefnið er til eins árs og fjallar um mat og matvælaframleiðslu í sínu nánasta umhverfi. Miðvikudaginn 25. apríl kom svo hópur nemenda og kennara frá Tékklandi og dvaldi í Grundarfirði í rúma viku. Gistu gestirnir ýmist hjá öðrum nemend- um Fjölbrautaskóla Snæfellinga eða á gistiheimili. Farið var í ferðir um Snæfellsnes þar sem bæði tékk- neskir og íslenskir nemendur unnu saman ýmis verkefni, bökuðu klein- ur og fóru í gönguferðir svo fátt eitt sé nefnt. Farið var í heimsókn að Bjarnarhöfn þar sem hópurinn fékk að gæða sér á dýrindis hákarli. Einnig var farið í gróðurhúsin að Lágafelli, í hvalaskoðun, heimsókn í frystihús G.Run og Soffaníasar Cecilssonar og í siglingu með Sæferðum þar sem hægt var að smakka glænýtt hráefni. Stefnt er að því að tólf nemendur og þrír kennarar frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga fari svo í svipaða ferð til Tékklands í haust þar sem þeir munu dvelja í ellefu daga. tfk Kirkjukór í kántrýsveiflu Hópurinn fyrir utan veitingahúsið Bjargarstein 3. maí þar sem allir snæddu saman síðasta kvöldið í Grundarfirði. Þarna er tékkneski hópurinn með íslensku nemendunum, kennurunum og fjölskyldunum sem buðu upp á gistingu fyrir þau. Ljósm. sá. Tékkneskir nemendur í heimsókn Mun betri afkoma Snæfellsbæjar en áætlað hafði verið Skoða möguleika áframeldis steinbíts

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.