Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 20228 Rúðuþurrkurn- ar gáfust upp BORGARFJ: Í liðinni viku var lögreglan á eftirlitsferð við Munaðarnes í Borgar- firði og sá þar bifreið sem var búið að leggja út í vegarkanti. Þar var kona að athuga með rúðuþurrkurnar þegar lög- reglan gaf sig á tal við hana og sagði hún að þær hefðu skyndilega hætt að virka. Sagðist hún ekki treysta sér til að halda för sinni áfram í rigningunni og ætlaði ein- faldlega að bíða eftir því að það hætti að rigna. -vaks Brotist inn í Bjargarstein GRUNDARFJ: Eig- andi Bjargarsteins Mathúss við Sólvelli í Grundar- firði hafði samband við lög- reglu aðfararnótt laugardags og tilkynnti um innbrot og þjófnað á staðnum. Brotist hafði verið inn um baðher- bergisglugga og var peninga- kassi tæmdur, einnig krukka með þjórfé og töluverðu var einnig stolið af áfengi. Málið er í rannsókn lögreglu. -vaks Á rafhlaupahjóli með barn BORGARNES: Maður á rafhlaupahjóli mætti á leik- skóla til að sækja barn og var lögreglu tilkynnt um málið. Sást til mannsins með barnið undir annarri hendinni á hjólinu og hafði lögregla afskipti af honum. Þá var hann með barnið sér við hlið á gangi og brosti breitt til lögreglu enda líklegast haft snoðir um að þetta stór- hættulega athæfi yrði til- kynnt. -vaks Ók á kyrrstæðan bíl SNÆFELLSBÆR: Hringt var í Neyðarlínuna seinni partinn á fimmtudaginn í liðinni viku og tilkynnt um óhapp á Fróðárheiði. Mik- ill snjór var á vettvangi og færðin slæm þegar lögreglan kom á staðinn. Ekið hafði verið aftan á kyrrstæðan bíl og bíllinn sem keyrði aft- an á hafnað utan vegar. Var sá óökufær og var fjarlægður í samráði við eiganda. For- saga málsins var sú að öku- menn höfðu lent í vandræð- um vegna snjóblindu og var ökumaður kyrrstæða bílsins að aðstoða ökumenn þegar keyrt var á bíl hans. Mildi þykir að enginn hafi slasast við ákeyrsluna. -vaks Tæplega tvö pró- sent í framboði LANDIÐ: Þegar rýnt er í framboð vegna sveitarstjórnar- kosninganna 14. maí nk. má sjá að 6.367 einstaklingar, eða 1,7% þjóðarinnar, eru í fram- boði til setu í sveitarstjórnum landsins en um er að ræða 470 sæti sem eru í boði í sveitar- félögunum 64. Samkvæmt upplýsingum á vef Þjóðskrár Íslands eru 277.127 kjósend- ur á landinu. Af þeim eru flest- ir, eða 177.816, á höfuðborgar- svæðinu en fæstir kjósendur eru á Norður landi vestra, 5.514 talsins. Því má bæta við að lok- um að alls eru framboðslistar 179 talsins í 51 sveitarfélagi og á bak við þá eru 25 listabókstaf- ir. Bókstafir í íslenska stafróf- inu eru 32 en 33 ef C er talið með og það er einmitt einn af listabókstöfunum. Það eru því aðeins átta bókstafir sem ekki eru í notkun í þessum kosning- um. Þeir eru: Ð, É, Ó, R, Ú, X, Ý, og Æ. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 30. apríl – 6. maí Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 13 bátar. Heildarlöndun: 11.058 kg. Mestur afli: Þura AK: 1.938 kg í fjórum löndunum. Arnarstapi: 37 bátar. Heildarlöndun: 126,676 Mestur afli: Bárður SH: 57.678 kg í fimm róðrum. Grundarfjörður: 22 bátar. Heildarlöndun: 751.373 kg. Mestur afli: Málmey SK: 210.085 kg í einum róðri. Ólafsvík: 42 bátar. Heildarlöndun: 532.574 kg. Mestur afli: Steinunn SH: 122.350 kg í þremur löndunum. Rif: 38 bátar. Heildarlöndun: 765.045 kg. Mestur afli: Örvar SH : 146.559 kg í tveimur róðrum. Stykkishólmur: 12 bátar. Heildarlöndun: 85.775 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 69.087 kg í einni löndun. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Málmey SK – GRU: 210.085 kg. 3. maí. 2. Drangey SK – GRU: 131.476 kg. 1. maí. 3. Jökull ÞH – GRU: 106.688 kg. 3. maí. 4. Tjaldur SH –RIF: 79.168 kg. 3. maí. 5. Örvar SH –RIF: 77.625 kg. 2. maí. -dóh Nú er hafinn undirbúningur endurbyggingar stálþilsbryggjunn- ar á Reykhólum og framkvæmd- ir hefjast í sumar. Verkið var boðið út í fyrra samkvæmt framkvæmda- áætlun siglingasviðs Vegagerðar- innar 2021-2024. Um endur- byggingu og stækkun bryggjunnar er að ræða og fyrir stuttu kom síð- asti farmurinn af stáli til verksins að Reykhólum. Meira efni er væntan- legt á næstunni. Fyrirhugað er að lengja við- legukant til suðvesturs og bryggj- an sem er eins og L í laginu verð- ur T laga við breytingarnar. Bætir þetta umtalsvert öryggi og aðstöðu fyrir stærri flutningaskip sem hafa stundum átt erfitt í vondu veðri vegna þess að þau eru lengri en við- legukanturinn. Ennfremur mun aðstaðan batna fyrir Gretti, þang- öflunarskip Þörungaverksmiðj- unnar, því meira skjól verður inni í höfninni en áður. Að sögn Sveins Ragnarssonar á Svarfhóli í Geiradal umsjónar- manns reykholar.is verður fram- kvæmdin nokkuð flókin því bryggj- an þarf að vera í notkun allan fram- kvæmdatímann. Höfnin er lítil svo um annað fyrirkomulag er ekki að ræða. Hún er mikið notuð; Þör- ungaverksmiðjan landar hráefni flesta daga og skipar út í mjölskip nokkur skipti á ári. Einnig þarf Vegagerðin að skipa þar upp efni til brúargerðar í Þorskafirði. Kostnaðaráætlun verkefnisins hljóðar upp á liðlega 300 milljón- ir króna. Það er Hagtak hf. sem undirbýr sjávarbotninn og Borgar- verk sem rekur niður stálþilið. Verktakar eru nú að viða að sér efni, en afgreiðsla þess hefur dreg- ist eitthvað vegna faraldursins. Menn eru þó bjartsýnir á að takist að ljúka framkvæmdum á næsta ári eins og fyrirhugað er. gj Framkvæmdasjóður ferðamanna- staða fjármagnar ýmsar fram- kvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaað- ila. Úthlutað hefur verið styrkj- um úr sjóðnum fyrir árið 2022. Að þessu sinni var úthlutað 548 millj- ónum króna. Þrír af þeim styrkj- um sem úthlutað er að þessu sinni fara til verkefna á vegum Ferðafé- lags Borgarfjarðarhéraðs, samtals eru þeir að upphæð um 9,2 millj- ónir króna. Hafnarfjall Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs fær styrk upp á rúmar fjórar millj- ónir króna til að hanna, smíða og setja upp útsýnisskífu á toppi Hafnarfjalls. Þá er ætlunin að gera áningarstað við Vatnsveitustífluna, sem er við leiðina á fjallið. Einnig verða settir vegvísar á þremur stöð- um, sem vísa tvær leiðir upp á leiðinni til Hafnarfjalls, sem er sá fyrsti á svokallaðri „Sjö tinda leið“. Ætlunin er síðan að merkja hvern tind með nafni hans og vegalengd á næsta tind. Þá er ætlunin að stika sjö tinda leiðina. England FFB hlaut einnig styrk upp á 2,8 milljónir fyrir hönnun og undir- búning gönguleiðar og útivistar- svæðis á Englandi í Lundarreykja- dal. Verkefnið felst í að hanna göngubrú yfir Tunguá, við Eng- landslaug, hanna stíga að lauginni og við hana, hanna salernis- og bún- ingsaðstöðu sem fellur að umhverf- inu ásamt þeirri skiplagsvinnu sem nauðsynleg er. Einnig er ætlunin að tengja Englandslaug og Pétursverki saman með gönguleið og í fram- haldinu að merkja hringleið sem tengir þessi mannvirki við Hótel Basalt á Iðunnarstöðum og Kross- laug á merkjum Brennu og Reykja. Þetta er ný þrettán kílómetra löng gönguleið sem nú þegar hefur vak- ið athygli. Einnig verður styrkurinn nýttur til að undirbúa endurbætur á Pétursvirki. Þess má geta að sótt var um styrk í Fornminjasjóð til að lagfæra Pétursvirki og bjarga því frá eyðileggingu en þeirri umsókn var hafnað. Englandsverkefnið verður unnið í samráði við landeigendur á Englandi og nærliggjandi bæjum, Ungmennafélagið Dagrenningu í Lundarreykjadal og fleiri aðila. Vatnaleið Loks var þriðja verkefni FFB sem hlaut styrk úr sjóðnum uppbygging Vatnaleiðar, um 2,3 milljónir króna. Verkefnið felst í að halda áfram með uppbyggingu Vatnaleiðar og auka enn frekar á öryggi göngu- fólks og um leið að auka ánægju af gönguferðum á svæðinu sem og að vernda umhverfið. Verkefnið felst í að stika og merkja alla leiðina, setja upp upplýsingaskilti sem verða við Hítarvatn og Langavatn og setja handrið á stíflu sem er í árósi við Hítarvatn. „Stjórn Ferðafélags Borgar- fjarðarhéraðs þakkar, fyrir hönd félagsins, fyrir myndarlegar styrk- veitingar og um leið viðurkenn- ingu á umræddum verkefnum. „Það er óhætt að segja að þess- ar styrkveitingar séu framar okk- ar björtustu vonum, þó vonir okk- ar séu almennt bjartar,“ segir Gísli Einarsson, forseti félagsins í sam- tali við Skessuhorn. „Við erum sjálf sannfærð um að þessi verkefni séu öll verðug og verði útivistarfólki í héraði, og utan héraðs, til fram- dráttar. Við gerum okkur líka grein fyrir að það er verk að vinna en miðað við hverstu ótrúlega góðar viðtökur félagið hefur fengið á sínu fyrsta starfsári þá erum við viss um að okkur mun vinnast vel á næstu misserum,“ segir Gísli. mm Þrír styrkir til Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs Úr einni af síðustu ferðum félagsins þegar gengið var um Straumfjörð á Mýrum undir leiðsögn Svans Steinarssonar. Ljósm. FFB. Höfnin á Reykhólum, þangöflunarskipið Grettir við bryggju. Ljósmynd: SR. Bryggjan á Reykhólum endurbætt

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.