Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2022 31 Laus störf hjá Grundarfjarðarbæ Grundarfjarðarbær SK ES SU H O R N 2 02 2 Starfsmaður áhaldahúss Starfsmaðurinn sinnir fjölbreyttum verkefnum sem falla undir fasteignaumsjón og áhaldahús. Um er að ræða almenn viðhalds- og þjónustuverkefni tengd fasteignum bæjarins, verklegar framkvæmdir og önnur þau verkefni sem yfirmaður felur honum. Í tengslum við verkefnin þarf viðkomandi að vera í samskiptum við stofnanir bæjarins, verktaka og þjónustuaðila. Hæfniskröfur: • Viðkomandi þarf að vera ábyrgur, lipur í samskiptum, stundvís, hafa góða þjónustulund, vera sjálfstæður í vinnubrögðum og sýna frumkvæði í starfi • Hafa bílpróf og iðnmenntun eða góða verklega þekkingu og reynslu • Hafa góða íslenskukunnáttu og almenna tölvukunnáttu þ.m.t. notkun póstforrita, ritvinnsla, töflureiknar, o.fl. Starfsmaður starfar undir verkstjórn skipulagsfulltrúa/ byggingarfulltrúa. Upplýsingar um starfið veita Fannar Þór Þorfinnsson, byggingarfulltrúi, í síma 430 8500 eða bygg@grundarfjordur.is og Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri í síma 898 6605 eða bjorg@grundarfjordur.is Starfsmaður á höfn Starfsmaðurinn sinnir hafnarvörslu, vigtun sjávarafla, hafnarvernd, ásamt almennum viðhalds- og þjónustuverkefnum hafnarinnar og öðrum þeim verkefnum sem yfirmaður felur honum. Gert er ráð fyrir að starfsmaðurinn fari á námskeið til löggildingar vigtarmanns, ef hann hefur þau réttindi ekki fyrir. Hæfniskröfur: • Viðkomandi þarf að vera ábyrgur, lipur í samskiptum, stundvís, hafa góða þjónustulund, vera sjálfstæður í vinnubrögðum og sýna frumkvæði í starfi • Þarf að hafa bílpróf og góð íslenskukunnátta er skilyrði • Enskukunnátta er æskileg • Almenn færni í tölvum er skilyrði, einkum notkun póstforrita, ritvinnsla, töflureiknar, o.fl. Starfsmaður starfar undir verkstjórn hafnarstjóra. Upplýsingar um starfið veitir Hafsteinn Garðarsson, hafnarstjóri, í síma 438 6705 eða hofn@grundarfjordur.is Launakjör starfanna eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Grundarfjarðarbær óskar eftir að ráða starfsmenn í afleysingar hið fyrsta til að sinna umsjón fasteigna og áhaldahúsi annars vegar og hafnarvörslu hins vegar. Ráðið er í 100% störf tímabundið til sex mánaða eða skv. samkomulagi. Leitað er að áhugasömum starfsmönnum með ríka þjónustulund og metnað til að skila góðu starfi. Sótt er um störfin gegnum vef Grundarfjarðarbæjar, www.grundarfjordur.is Umsóknarfrestur er til og með miðvikudags 25. maí nk. Dagur í lífi... Nafn: Vilborg Guðný Valgeirs- dóttir Fjölskylduhagir/búseta: Gift Gísla Jens Guðmundssyni og saman eigum við þrjú börn. Starfsheiti/fyrirtæki: Leikskóla- stjóri á Leikskólanum Vallarseli. Áhugamál: Ferðalög bæði innan- lands og utan, saga, ættfræði og.... Dagurinn: Fimmtudagurinn 5. maí 2022. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Vaknaði klukkan 6. Næst var það sturta, tannburstun og vítamínin tekin. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Borða ekki morgunmat. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Var mætt í vinnu klukk- an 6.40 og ég fór á bíl. Fyrstu verk í vinnunni? Opna leikskólann Vallarsel og taka á móti dásamlegum börnum sem mæta svona snemma. Eftir það var svo komið að því að skipuleggja daginn og leysa fjarveru starfs- manna þann daginn. Hvað varstu að gera klukkan 10? Hlustaði á Bítið á Bylgunni þar sem formenn flokka í fram- boði á Akranesi fóru yfir helstu mál. Hvað gerðirðu í hádeginu? Borðaði hádegismat. Hvað varstu að gera klukkan 14? Var á röltinu um leikskólann, hitta börn og starfsfólk. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Hætti klukkan 14.30 og það síðasta sem ég gerði var að ganga frá öðrum verkefnum sem bíða morgundags- ins. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Skutlaðist til Reykjavíkur fyrir eiginmanninn. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Kjúklingalasagne a la Lís- bet Hjörleifs. Hvernig var kvöldið? Kvöldið var ágætt, bara afslöppun og sjón- varpsgláp. Hvenær fórstu að sofa? Fór upp í rúm klukkan 21.30, sofnuð svona um klukkan 22. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Gekk frá því sem þurfti að ganga frá þann daginn og undirbjó þann næsta. Hvað stendur upp úr eft- ir daginn? Já, bara þakklæti og gleði fyrir að fá að vinna við það sem ég elska mest, að eiga frábæra fjölskyldu og vini og bestu börn í heimi. Eitthvað að lokum? Kurteisi og góðmennska kostar ekkert. Njót- um dagsins. Leikskólastjóra á Akranesi Í liðinni viku var tilkynnt hvaða söfn eru tilnefnd til íslensku safna- verðlaunanna 2022. Íslands- deild alþjóðaráðs safna og Félag íslenskra safna og safnmanna standa saman að íslensku safna- verðlaununum, sem er viðurkenn- ing veitt annað hvert ár íslensku safni fyrir framúrskarandi starf- semi. Þetta er í tuttugasta og fyrsta skipti sem verðlaunin verða afhent. Í ár bárust vel á annan tug tilnefn- inga, ýmist frá söfnunum sjálf- um og almenningi. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á Alþjóðlega safnadaginn þann 18. maí. Tilnefningar valnefndar voru eftirfarandi: Byggðasafnið í Görð- um á Akranesi - ný grunnsýning, Gerðarsafn í Kópavogi - nýjar áherslur í miðlun, Hönnunarsafn Íslands í Garðabæ - Í stafrænum tengslum, Minjasafnið á Akureyri - safn í tengslum við samfélagið og Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði - framúrskarandi fræðsluverkefni. vaks Byggðasafnið í Görðum. Ljósm. vaks Byggðasafnið í Görðum hlýtur tilnefningu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.