Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 202216 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í síðustu viku að hækka vexti bankans um eitt pró- sentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnu m innlán- um, eru því nú 3,75%. Efnahagshorfur hafa heldur versnað frá febrúarspá Seðlabank- ans vegna neikvæðra áhrifa inn- rásar Rússlands í Úkraínu. Á hinn bóginn eru vísbendingar um tals- verðan þrótt innlendra umsvifa. Slakinn í þjóðarbúinu virðist horf- inn og spenna tekin að myndast á vinnumarkaði. Gert er ráð fyrir 4,6% hagvexti í ár en að hann verði tæplega 3% á næstu tveimur árum. Verðbólga mældist 7,2% í apr- íl og horfur hafa versnað veru- lega. Enn sem fyrr vegur hækk- un húsnæðisverðs og annarra inn- lendra kostnaðarliða þungt auk þess sem alþjóðlegt olíu- og hrá- vöruverð hefur hækkað mikið. Verðhækkanir eru því á breiðum grunni sem endurspeglast í hraðri aukningu undirliggjandi verðbólgu sem mælist nú ríflega 5%. Þá hafa verðbólguvæntingar hækkað á alla mælikvarða. Samkvæmt spá Seðla- bankans eru horfur á að verðbólga aukist í rúmlega 8% á þriðja fjórð- ungi ársins sem er 2,8 prósent- um meiri verðbólga en spáð var í febrúar. Gert er ráð fyrir að sam- spil vaxtahækkana og hertra lán- þegaskilyrða muni hægja á verð- hækkun húsnæðis og innlendri eft- irspurn. Peningastefnunefnd telur lík- legt að herða þurfi taumhald pen- ingastefnunnar enn frekar á næstu mánuðum til að tryggja að verð- bólga hjaðni í markmið inn- an ásættanlegs tíma. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um hversu hátt vextir þurfa að fara, segir á vef Seðlabanka Íslands. gj Eins prósentustigs hækkun Seðla- bankans á stýrivöxtum í síðustu viku hefur vakið hörð viðbrögð verkalýðsleiðtoga. Hækkun stýri- vaxta er í raun 37%, en þeir fóru í einu vetfangi úr 2,75% í 3,75%. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig er Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sem birti hreinskiptan pistil á Facebook- síðu sinni að kvöldi 4. maí: „Þessi ákvörðun Seðlabankans er í mín- um huga ekkert annað en stríðs- yfirlýsing við launafólk, neytendur, heimili og fyrirtæki landsins. Það er alveg ljóst að þetta getur vart annað en kallað á hörð viðbrögð af hálfu verkalýðshreyfingarinnar og mun klárlega endurspegla kröfugerðir þeirra sem nú er verið að ganga frá vítt og breitt um landið,“ segir Vil- hjálmur. Þá segir hann það einnig umhugsunarefni, og þarfnist útskýringar hjá Seðlabankanum, í ljósi þess að fyrirtæki á hinum almenna vinnumarkaði skulda sam- kvæmt Hagstofunni um 5000 millj- arða en eins prósentustigs vaxta- hækkun þýðir að fjármagnskostn- aður þeirra hækkar um 50 milljarða á ársgrundvelli sem er nánast sama upphæð og kostar að ganga frá kjarasamningum á hinum almenna vinnumarkaði. „Það er alveg ljóst að aukinn fjár- magnskostnaður fyrirtækja mun fara beint út í verðlag og þjónustu sem að á endanum endar á herð- um neytenda. Það væri gott ef seðlabankastjóri gæti útskýrt það á mannamáli hvernig kjarasamn- ingar á hinum almenna vinnumark- aði séu ætíð að ógna stöðugleika í íslensku samfélagi þegar bara þessi stýrivaxtahækkun getur leitt til þess að það kosti fyrirtækin jafnmikið og að ganga frá kjarasamningi á hinum almenna vinnumarkaði.“ Loks spyr Vilhjálmur hvers vegna í ósköpunum Seðlabank- inn beiti ekki öðrum stjórntækjum sem hann hefur til umráða til að slá á húsnæðismarkaðinn. „Það er með ólíkindum að hann skuli enn og aftur dekra við fjármálaöflin og það hefur verið grátbroslegt að sjá í fréttum að undanförnu að aðalálits- gjafarnir um stýrivaxtahækkunina hafa verið fulltrúar úr bankakerf- inu þar sem þeir hafa verið að spá umtalsverðri hækkun á stýrivöxt- um og nú hefur þeim orðið að ósk sinni. Rétt er að geta þess að fjár- málakerfið hefur svo sannarlega hag af því að vextir fari upp enda hefur þeim tekist að tala stýrivaxtahækk- unina upp í hæstu rjáfur með fram- ferði sínu á liðnum dögum. Það er ekki að sjá annað en að framferði stórfyrirtækja sem hafa varpað öll- um sínum kostnaðarhækkunum viðstöðulaust yfir á neytendur til að geta viðhaldið arðsemisgræðgi sinni áfram og svo þessar gríðarlegu vaxtahækkanir muni leiða til mikilla átaka á íslenskum vinnumarkaði.“ Loks bendir Vilhjálmur á að heimili sem er með 50 milljóna króna húsnæðislán á breytilegum vöxtum geti átt von á að greiðslu- byrðin aukist um 41 þúsund krón- ur á mánuði, eða tæpar 500 þúsund krónur á ári. „Heldur Seðlabankinn að slík aukning á greiðslubyrði auki líkurnar á að hægt verði að ganga frá kjarasamningum, nei fjanda- kornið ekki,“ segir Vilhjálmur. gj Hækkun Seðlabankans á stýri- vöxtum í síðustu viku hefur vak- ið áhyggjur hjá mörgum. Við þetta breytast t.d. forsendur svo sem hjá fasteignakaupendum sem gengið hafa gegnum stíft greiðslumat og reiknað með ákveðinni upphæð í afborganir lána. Ein af spurningun- um sem koma upp í hugann hjá almenningi er af hverju bankastofn- anir fylgi á eftir þessu með hækkun- um útlánsvaxta. Skessuhorn leitaði til Dr. Stefans Wendt, prófessors og deildarforseta viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst, og spurði um álit hans á stöðunni. Skriflegt svar Stefáns birtist hér: „Þegar Seðlabankinn hækk- ar stýrivexti fylgja bankar vana- lega á eftir og hækka líka vexti, því fyrir þá er t.d. að verða dýrara að taka lán í Seðlabankanum. Fyrir einstaklinga sem eiga peninga til- tæka verður þá meira aðlaðandi að geyma þá á sparnaðarreikningi, jafnvel þó að bankar hækki oft vexti á sparireikningum minna en seðla- bankavextir hækka. Ef fólk sparar meira mun það eyða minni pen- ingum til að kaupa vörur og þjón- ustu og hugmyndin er sú að þessi minnkandi eftirspurn muni draga úr verðþrýstingi á markaði og þar með verðbólgu. Auk þess verður almennt minna aðlaðandi að taka ný lán og fólk þarf að greiða hærri vaxtagreiðsl- ur af núverandi lánum nema þau séu með föstum vöxtum. Vextirnir á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum breytast þó ekki alltaf á sama hátt. Við síðustu hækkanir seðla- bankavaxta hafa bankarnir eink- um hækkað vexti á óverðtryggð- um lánum en lítið breytt vöxtum verðtryggðra lána. Og þó að núver- andi vaxtagreiðslur af verðtryggð- um lánum hækki ef til vill ekki, þá hækkar lánsfjárhæðin vegna verð- tryggingarinnar. Þótt óverðtryggð lán séu orðin eftirsóknarverðari á tímum lágrar verðbólgu virðast verðtryggð lán æskilegri kostur á tímum mikillar verðbólgu þegar horft er til reglu- legra greiðslna. Ef t.d. ungt fólk er að hugsa um að taka 30 millj- óna króna fasteignalán eru lágar greiðslur til að byrja með auðvit- að áhugaverður kostur en það ætti líka að hugsa um langtímaáhrif verðtryggingar. Við munum sjá hvort bankarnir haldi áfram þessari stefnu eða hvort áhættumat þeirra leiði til þess að vextir verði hækkað- ir á verðtryggðum og óverðtryggð- um lánum. Fyrirtæki eru í svipaðri stöðu því fyrir þau er að verða dýrara að taka lán til nýrra verkefna eða endurfjár- magna. Ef einstaklingar og fyrir- tæki taka minni lán og/eða greiða hærri vexti er minna fé til ráðstöf- unar til að eyða í daglegar vör- ur og þjónustu eða fjárfestingar. Þessu er sem sagt ætlað að draga úr verðþrýstingi á markaði. Minni fjárfestingar í nýjum verkefnum geta hins vegar einnig leitt til auk- ins atvinnuleysis, einkum ef um skyndilegar og miklar vaxtahækk- anir er að ræða. Hærri vaxtagreiðslur af lánum og hætta á auknu atvinnuleysi hljómar auðvitað ekki vel. Mikil verðbólga skapar hins vegar einnig mikil vandamál, því einstaklingar geta þá keypt minna fyrir það fé sem þeir hafa til ráðstöfunar. Vandi peninga- stefnunnar er því að halda verð- bólgu í skefjum en samt ekki hægja á hagkerfinu það mikið að atvinnu- leysi aukist. Seðlabankar hafa í tím- ans rás lagt mismunandi áhersl- ur á þessa þætti, en á undanförn- um árum hafa þeir einkum haft það hlutverk að stuðla að verðstöðug- leika, það þýðir að halda verðbólgu lágri og stöðugri. Vandinn er þó enn stærri því við vitum ekki hvort vaxtahækkun- in hefur í raun þau áhrif sem hún á að hafa og að verðbólga nái jafn- vægi og jafnvel lækki. Aðgerðirn- ar sem lýst er hér að ofan beinast að eftirspurnarhlið markaðarins, en að minnsta kosti hluti núverandi verðbólgu stafar þó af framboðs- hliðinni. Skortur á framboði hækk- ar verð, eins og raunin er nú á ýms- um hráefnum á alþjóðavettvangi, til dæmis vegna víðtækra lokunarað- gerða vegna Covid en einnig vegna skorts á einhverju hráefni, og enn frekar vegna stríðsins í Úkraínu. Þessi svokallaða innflutta verð- bólga myndi versna enn frekar ef verðgildi íslensku krónunnar lækk- aði. Vaxtahækkanir Seðlabanka í öðrum löndum geta leitt til lækk- unar á verðmæti íslensku krónunn- ar ef Seðlabanki Íslands hækkar ekki vexti sína eða gerir umtalsverð viðskipti á gjaldeyrismarkaði (með því að selja erlenda gjaldmiðla sem hann hefur en það er auðvitað tak- markað). Verðbólga og vaxtaaukning snertir fólk með mismunandi hætti, allt eftir persónulegri fjárhags- og atvinnustöðu. Seðlabankinn þarf að halda verðbólgu í skefjum samhliða heildarþróun efnahagsmála. Frekari umræða um hvort og hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum fyrir suma hópa, til dæm- is fólk sem lendir í fjárhagserfið- leikum, er mikilvæg og nauðsynleg pólitísk umræða milli mismunandi hagsmunaaðila. Til að halda verð- bólgu í skefjum ætti ekki að vera tilgangurinn að reyna að vega upp að fullu öll áhrif ákvörðunar Seðla- bankans.“ gj Enn voru stýrivextir hækkaðir Umkomulaus ein króna. „Stýrivaxtahækkunin er stríðsyfirlýsing við launafólk“ Vilhjálmur Birgisson á 1. maí. Ljósm. mm Stefan Wendt á Bifröst. Ljósm. aðsend. Þegar Seðlabankinn hækkar stýrivexti fylgja bankar vanalega á eftir

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.