Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 32

Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 202232 Oksana Tukachova þurfti að rífa fjölskyldu sína upp með rótum og flytja til Íslands þegar stríðið í Úkraínu skall á. Eiginmaður henn- ar starfar sem sjómaður og hef- ur smá tengingu til Íslands. Þegar átökin í Úkraínu fóru að magn- ast upp var farið að leita leiða til að koma fjölskyldunni í öruggt skjól. Það var íslenski konsúllinn í Var- sjá, Boguslaw Szemioth, sem hafði samband við Jóhannes Þorvarðar- son í Grundarfirði um hvort að hann væri tilbúinn að taka við fjöl- skyldu frá Úkraínu. Jóhannes og Kolbrún Reynisdóttir eiginkona hans voru fljót að bregðast við og gátu útvegað þeim húsnæði sem þá var á lausu. Þegar Oksana kom svo með börnin sín þrjú þá tóku Grundfirðingar sig saman og söfn- uðu öllum helstu nauðsynjum fyr- ir þau svo þau gætu komið sér fyrir. Börnin eru komin í nám í Grunn- skóla Grundarfjarðar en þau eru í öðrum, fjórða og sjöunda bekk. Vineta Karimova, sem er búsett í Grundarfirði og er frá Litháen, fór með fréttaritara Skessuhorns til að taka viðtalið og túlkaði fyrir fjöl- skylduna. Ólíkar íþróttir en komin í virkni „Börnin eru strax byrjuð að eign- ast vini og eru að aðlagast hrað- ar en ég,“ segir Oksana brosandi í upphafi spjalls okkar. Börnin eru komin á fullt í íþróttum og námi. „Krakkarnir eru að æfa fótbolta og frjálsar en það er töluverður munur á því sem þau voru að æfa heima í Úkraínu,“ bætir hún við og segir að Polina dóttir hennar hafi verið að æfa loftfimleika í köðlum og strák- arnir æft glímu. Oksana og börnin komu til landsins í byrjun apríl og eru öll komin með íslenska kenni- tölu og dvalarleyfi hér. „Börnin eru meira að segja aðeins farin að skilja íslensku,“ segir hún. Dagurinn byrjar á fjarnámi Venjulegur dagur hjá þeim hefst klukkan fimm á morgnana en þá fara krakkarnir í fjarnám í Úkra- ínu. „Þetta var mikið notað þegar Covid var í gangi þannig að þegar stríðið skall á þá tóku þeir bara upp þráðinn aftur og börnin mín byrja í fjarnámi áður en þau fara í skól- ann sinn hérna í Grundarfirði,“ segir Oksana, en um það bil þrett- án til tuttugu og fimm nemendur hittast í fjarfundarbúnaði og læra saman undir handleiðslu kennara. Þau segjast eiga erfitt með að sofa út af birtunni hérna heima því bjart er langt fram eftir kvöldi og birtir til mjög snemma á þessum árstíma. Þau fá útskýringar frá staðkunn- ugum að birtan eigi eftir að aukast næstu misserin, en svo síðsumars fer að draga úr henni að nýju. Sáu eldflaugarnar „Okkur líður mjög vel hérna og líð- ur eins og við séum örugg, en auð- vitað eru tilfinningarnar blendnar og mjög vont að fá allar þessar frétt- ir af hörmungunum heima,“ segir Oksana en hún á foreldra, tengda- foreldra og bróður í Úkraínu. Þau eru frá Odessa, borg sem hefur ver- ið í eldlínu átakanna. „Við sáum oft eldflaugarnar, sem skotið var frá Krímskaga, fljúga yfir borgina okk- ar inn í landið, en við vissum aldrei hvenær þeim yrði beint að okkur. Það er stór ammoníakverksmiðja rétt hjá okkur og stóð okkur ekki á sama ef hún yrði skotmark með tilheyrandi sprengingu og meng- un,“ segir Oksana þegar hún reyn- ir að lýsa aðstæðum og ástæðu þess að hún gat ekki verið þarna áfram. Fjölskyldufaðirinn er á sjó og kem- ur ekki í land fyrr en í haust, en þá kemur hann líka til Grundarfjarðar og sameinast fjölskyldu sinni. „Við tölum saman nokkrum sinnum á dag í gegnum fjarfundabúnað en tæknin í dag gerir þetta mögulegt,“ bætir hún við. Þakklát fyrir móttökurnar Þau segjast reglulega fá fréttir að heiman og fylgjast vel með. „Hús- ið okkar er ennþá heilt en við eig- um íbúð í byggingu þar sem átján hundruð manns bjuggu. Það eru því svolítil viðbrigði að flytja í þorp þar sem átta hundruð og fimmtíu manns búa,“ segir hún og brosir. Aðspurð kveðst hún ekki vita hvað framtíðin beri í skauti sér en sér líði vel í Grundarfirði og börnunum líði vel. „Við tökum bara einn dag í einu eins og staðan er núna,“ seg- ir Oksana. Fjölskyldan er ótrúlega þakk- lát fyrir þær móttökur sem hún hefur fengið í Grundarfirði síðan þau komu. Allir hafa verið boðn- ir og búnir að aðstoða og útvega það sem til þarf á meðan þau eru að koma sér fyrir. „Ég er bara klökk yfir velvild fólks og fyrstu næturnar átti ég erfitt með að sofa yfir þakk- læti til heimamanna. Ég vil sérstak- lega þakka Jóa, Kollu og Sævöru sem hafa veitt okkur ómetanlegan stuðning í öllu þessu,“ en þar á hún við Jóhannes Þorvarðarson, Kol- brúnu Reynisdóttur og Sævöru Þorvarðardóttur sem hafa ver- ið þeim stoð og stytta og átt stór- an þátt í því að koma þeim í öruggt skjól hingað til lands. tfk Frá Úkraínu til Íslands með börnin Fjölskyldan með Sævöru Þorvarðardóttur sem hefur verið þeim innan handar síðan þau komu. Sævör og Polina sem er átta ára orkumikil stelpa. Fjölskyldan frá Úkraínu sendir þakkir til allra sem hafa lagt þeim lið á þessum erfiðu tímum. Oksana, Polina og Kyrillo í náttúru Grundarfjarðar. Krakkarnir leika sér í snjónum sem var á undanhaldi núna í vor. Krakkarnir borða popp úti í náttúr- unni. F.v. Kyrillo, Polina og Illia. Við Kirkjufellsfoss í Grundarfirði.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.