Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 202222 Nánast fullt hús var á opnum fundi Miðbæjarsamtakanna Akratorgs sem haldinn var síðastliðið mið- vikudagskvöld í Tónbergi á Akra- nesi og ljóst að íbúar voru áhuga- samir um verðandi skipulag og hug- myndir um Akratorg og nærsvæði. Ólafur Páll Gunnarsson var fyrstur á mælendaskrá og fór yfir helstu áhersluatriði miðbæjarsamtakanna. Tilgangur þeirra er að vernda, efla og byggja upp gamla miðbæinn og jafnframt að stuðla að viðsnúningi í þróun síðustu ára þannig að mið- bærinn verði aftur hringiða versl- unar, þjónustu og mannlífs. Ólaf- ur Páll ræddi einnig um Gamla Landsbankahúsið sem er hon- um mikið hjartans mál og samtak- anna sem leggja mikla áherslu á að bæjar yfirvöld færi starfsemi sína í húsið. Páll Jakob Líndal doktor í umhverfissálfræði var með fræðandi fyrirlestur sem nefndist Umhverfið og lífsgæðin – hvað skiptir máli? Páll Jakob fór um víðan völl og ræddi meðal annars um græn svæði og að tengingar við náttúruna skipi þar stærsta hlutverkið til þess að mannlíf verði blómlegt á slíkum svæðum. Sem dæmi nefndi hann Ráðhústorgið á Akureyri þar sem í skjóli einnar nætur var lagt gras á allt torgið og það varð á ný mið- punktur bæjarins. Bjarnheiður Hallsdóttir fékk síðan þau Líf Lárusdóttur odd- vita Sjálfstæðisflokksins, Ragn- ar B. Sæmundsson oddvita Fram- sóknar og frjálsra og Jónínu Mar- gréti Sigmundsdóttur sem skipar annað sæti lista Samfylkingarinn- ar í sófann og ræddu þau mál mið- bæjarins. Líf vildi sjá uppbyggingu á Merkurtúni, fleiri viðburði á Akratorgi og fá meira líf í miðbæ- inn og þá kannski með litlum fyrir- vara. Ragnar sagði miðbæinn hafa drabbast niður á síðustu árum og það væri miklu meiri umræða í samfélaginu um mikilvægi þess að endurvekja miðbæinn. Jónína Mar- grét velti því upp að þeim langi til að endurhanna innkeyrsluna inn í miðbæinn og skapa meira pláss fyr- ir gangandi og hjólandi vegfarend- ur. Varðandi framtíð Gamla Lands- bankahússins sagði Líf að það ætti að skoða möguleikana á þessu húsi og nefndi að mathöll á neðstu hæð- inni væri fýsilegur kostur. Ragnar nefndi skrifstofu Sementsverksmiðj- unnar sem annan kost fyrir ráðhús með tengingu við uppbyggingu á Sementsreit. Jónína Margrét sagði það heillandi kost að hafa bæjar- skrifstofurnar í Gamla Landsbanka- húsinu en það væri margt sem þyrfti að skoða varðandi þetta fallega hús. Eftir fyrirspurnir úr sal flutti Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness síðasta erindi kvölds- ins og sagði meðal annars að Mið- bæjarsamtökin væru dæmi um það þegar fólk í samfélaginu virkilega ætli sér að taka þátt í valdeflingu og stuðla að frábærum bæ. „Hvað segjum við aðila sem segir: Ég vil setja upp hoppikastala í miðbæn- um, skautasvell, mathöll eða vatns- leikjagarð fyrir börn í miðbæn- um? Við segjum bara, Já og finnum leiðina til þess. Við eigum að nota þetta einstaka tækifæri og eigum að vera tilbúin að opna á möguleik- ana.“ vaks Ungmennaráð Vesturlands var stofnað árið 2020 og er skipað fulltrúum ungmennaráða í fimm sveitarfélögum á Vesturlandi. For- maður ráðsins er Vilhjálmur Ingi Ríkharðsson í Borgarnesi. Blaða- maður Skessuhorns kom að máli við hann til að heyra af áhersl- um ungmenna og skilaboðum sem þau hafa til frambjóðenda í sveitar- stjórnarkosningunum næstkom- andi laugardag. Lífsleiknikennslu ábótavant „Við höfum verið dugleg að ræða saman og komum t.d. síðast saman á ungmennaþingi Vestur- lands í Lýsuhólsskóla í mars,“ seg- ir Vilhjálmur. Okkur liggur mikið á hjarta og höfum margt að segja. Við viljum t.d. sjá breytingar í kennslu í lífsleikni í skólum og finnst einnig vanta meira framboð af slíku námi yfirleitt. Lífsleiknin í dag gengur mikið til út á að „skamma“ nem- endur vegna þess sem betur má fara. En við viljum frekar kalla eftir meiri fræðslu í þessu fagi, og sam- tali um hvaða áherslur okkur finnst vanta í þá lífsleikni sem er kennd núna. Tímarnir breytast svo hratt og kennslan þarf að vera í sífelldri endurskoðun. Það er ýmislegt sem þarf að koma í meira mæli þar inn, svo sem fyrirlestrar sérfróðs fólks um hluti eins og kynfræðslu, kynjafræðslu og sálfræði. Svo þurfa kennararnir að fylgja þessu eftir með samtölum eftir að fyrirlestr- unum lýkur.“ Aðstaða fyrir félagsstarf Vilhjálmur segir að það hafi líka komið fram á ungmennaþinginu að íþróttaaðstaða þyrfti að vera góð og verði að vera fyrir fjölbreytta notk- un. Þannig fjölgi íþróttagreinun- um sem hægt er að leggja stund á og þar með afþreyingarmöguleik- um ungmenna. „Svo þarf að vera vandað félagsstarf og góð aðstaða fyrir það,“ segir Vilhjálmur. „Svo ég nefni dæmi hér í Borgarnesi þá þarf að fara að gera félagsmið- stöð unglinga í Óðali eitthvað til góða, húsið hefur eiginlega verið óbreytt í mörg ár og lítið gert fyrir það. Svo þarf að skipuleggja félags- starf fyrir ungt fólk í Hjálmakletti (aðsetur Menntaskóla Borgarfjarð- ar) nokkrum sinnum í viku og hafa opin hús. Okkur finnst líka það vera góð hugmynd að æskulýðsfull- trúi sé til staðar til að halda skipu- lega utan um allt félagsstarf ung- menna.“ Vilhjálmur nefnir líka að í Döl- um þyrfti að bæta félagsmiðstöð- ina. Í Stykkishólmi þyrfti að gera það sama, húsnæðið væri ekki gott og krökkum liði ekki vel þar auk þess sem aðgengi væri ábóta- vant. Ungt fólk hefði bent á að gamla Eldfjallasafnið væri ekta sem félagsmiðstöð. Einnig nefnir hann að efla þyrfti íþróttaaðstöðu á stöðum eins og í Hvalfjarðarsveit og að efla tóm- stundabíl þaðan á Akranes og í Borgarnes fyrir íþróttaæfingar. Ungmenni á Akranesi bentu á að það vantaði fleiri hjóla- og göngu- stíga. Leikvellir/fótboltavellir væru orðnir gamlir og lélegir. Frá ungu fólki í Snæfellsbæ heyrðist að lengja þyrfti opnunartíma sundlauga og hafa opið um helgar, og bjóða þyrfti upp á tómstunda- og/eða almenn- ingsakstur um helgar á milli Ólafs- víkur, Rifs og Hellissands. Hlusta á unga fólkið Unga fólkið á Vesturlandi var einnig sammála um að það ætti að hætta að leggja fyrir próf í íþrótt- um, það hefði neikvæð áhrif á and- lega líðan í íþróttum og ýtti undir neikvæða líkamsímynd. Síðast en ekki síst segir Vil- hjálmur að auka þurfi aðgengi að sálfræðiþjónustu. Sálfræðing- ur þyrfti að vera til staðar á öllum heilsugæslustöðvum og þar gætu ungmenni fengið tíma án endur- gjalds. „Ýmislegt fleira kom fram á þinginu okkar og sveitarstjórnar- menn geta kynnt sér það í fundar- gerð. Við biðjum um að það sé hlustað á raddir ungs fólks og telj- um að breytingar í samráði við okkur muni hafa góð áhrif bæði á líkamlega og andlega heilsu ungs fólks,“ segir hann að lokum. gj/ Ljósm. Sigursteinn Sigurðsson. Páll Jakob mætti í KISS bol á fyrirlesturinn. Fjölmenni á fundi Miðbæjarsamtakanna Akratorgs Jónína Margrét, Líf og Ragnar tóku þátt í pallborðsumræðum. Bæjarlistamennirnir Eðvarð Lárusson og Valgerður Jónsdóttir fluttu nokkur lög á fundinum. „Við biðjum um að það sé hlustað“ Rætt við Vilhjálm Inga Ríkharðsson formann Ungmennaráðs Vesturlands Frá ungmennaþinginu á Lýsuhóli í mars á þessu ári.Stjórn Ungmennaráðs Vesturlands. Frá vinstri: Bjarki Rúnar Ívarsson, Vilhjálmur, Hanna Imgront, Heiðrún Edda Pálsdóttir og Jóhanna Vigdís Pálmadóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.