Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 34

Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 34
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 202234 Pennagrein Pennagrein Pennagrein Kæri kjósandi! Nú styttist í kosningar og við erum að velja fólk til þess að stýra bæjar- félaginu okkar næstu fjögur ár. Við skulum hafa það á bak við eyrað að tími er það mikilvægasta sem við eigum. Á listunum er fólk sem hef- ur ákveðið að verja hluta af sínum tíma til að vinna fyrir betri bæ. Mér finnst mikilvægt að við stöldrum við og veltum því fyrir okkur í hvað atkvæðið fer. Framundan eru senni- lega ein þau mest spennandi ár frá upphafi kaupstaðarins og þetta þori ég að segja vegna þess að mér finnst við standa á miklum tímamótum. Hvað á ég við með því? Jú, nú er kominn tími til að við ákveð- um hvað við ætlum að verða þegar við verðum stór og ákveðum hvort við ætlum að verða sofandi úthverfi Reykjavíkur eða eftirsóknarverð- asta sveitarfélag landsins. Með öll- um þeim kostum sem fylgir því að vera staðsett nálægt höfuð- borginni en með áherslu á blóm- legt atvinnulíf, lifandi menningarlíf og markaðs sókn getum við auð- veldlega orðið eftirsóknarverðasta sveitarfélag landsins. Þetta er ekki spurning um hvort heldur hvernig og það verður að horfast í augu við það að þetta er ákvörðun sem þarf að taka og svo þarf að gera það sem þarf að gera til að komast á áfangastað. Við eigum að setja mikinn þunga í að kynna Akraneskaupstað sem fýsilegan kost fyrir atvinnurekendur, ná hingað til okkar stæðilegum fyrirtækjum og skapa atvinnu fyrir fólkið sem hér vill búa og sinna störfum sem það hefur sérhæft sig fyrir. Grænir iðn- garðar eru virkilega spennandi en við verðum að sækja, það mun ekk- ert koma skríðandi hingað til okkar. Við þurfum einnig að setja stórauk- inn kraft í ásýnd bæjarins, göturn- ar, stígana okkar og umhverfið almennt. Menningarlíf, græn svæði og lifandi miðbær eru atriði sem bæði unga fólkið okkar horfir til við val á framtíðar búsetu og ekki síður fólk annars staðar af landinu sem horfir til annarra sveitarfélaga. Tækifærin eru endalaus, það þarf að spila vel úr þeim spilum sem við nú þegar höfum á hendi en til þess þarf fólk sem þorir, hugsar stórt og er tilbúið að spila sókn. Líf Lárusdóttir Höf. er oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi, X-D. Spilum vel úr tækifærunum Ég hef áður fjallað um það í mín- um greinaskrifum að skipulagsmál og uppbygging mannvirkja séu ekki málefni eins kjörtímabils. Kjörn- ir fulltrúar þurfa að sjá hlutina í stærra samhengi og til lengra tíma. Við stjórnarskipti á fjögurra ára fresti þurfa íbúar að geta treyst því að góðum verkum frá fyrra kjör- tímabili sé fylgt úr hlaði í bland við nýjar áherslur og hugmyndir. Hluti af þeirri innviðauppbyggingu sem í gangi hefur verið á því kjör- tímabili sem nú er að ljúka var sett fram í framkvæmdaáætlun í tíð síð- ustu bæjarstjórnar. Flest ef ekki öll þau verkefni voru studd af fulltrúa Framsóknar og frjálsra sem þá var í minnihluta. Það er eitt að setja fram áætlun og annað að standa und- ir henni og framkvæma, þar hefur ekki staðið á fulltrúum Framsókn- ar og frjálsra á þessu kjörtímabili, verkin sanna það. Sá sem umboðið hefur frá kjós- endum á hverjum tíma ætti ekki að slá út af borðinu hugmyndir eða verkefni vegna þess að aðrir settu þau á dagskrá. Góð verkefni á ein- faldlega að taka áfram íbúum og bæjarfélaginu öllu til heilla. Fram- sókn er miðjuflokkur. Flokkur sam- vinnu og sátta. Á bæjarstjórnarfundi 14. des- ember 2021 var samþykkt fram- kvæmdaáætlun fyrir árið 2022 en jafnframt áætlun fyrir 2023 til 2025. Flest af þeim verkefnum eru nú þegar í undirbúningi, komin af stað eða á lokametrunum og má þar nefna leikskóla í Skógarhverfi, endurbætur og stækkun á Grunda- skóla, endurbætur á Brekkubæjar- skóla, bygging íþróttahúss við Jaðarsbakka, stór viðhaldsverk- efni á gatna- og stígakerfi bæjarins, stór viðhaldsverkefni á fasteignum, nýtt áhaldahús og bygging samfé- lagsmiðstöðvar svo dæmi séu tekin. Áætlun áranna 2023 til 2025 ger- ir ráð fyrir því að vinna við nýjan leikskóla á neðri Skaga hefjist 2024. Framsókn og frjálsir munu fylgja því máli eftir af sömu festu og þeim verkefnum sem nú þegar hafa raun- gerst. Góð fjárhagsleg staða bæjar- félagsins gefur svo fullt tilefni til þess bæta í og gera enn betur. Kosningarnar laugardaginn 14. maí snúast um það hverjum kjós- endur treysta til að fara með stjórn bæjarfélagsins. Bæjarfulltrúar þurfa að hafa kjark og metnað til þess að fylgja góðum hugmyndum úr hlaði af skynsemi og ábyrgð. Við ætlum áfram að stuðla að því að frábærar hugmyndir og þörf verkefni verði að veruleika á næsta kjörtímabili. Við höfum staðið undir þeirri ábyrgð og munum gera það áfram. Setjum X við B og gerum góðan bæ enn betri. Ragnar Sæmundsson Höf. er bæjarfulltrúi og formaður skipulags- og umhverfisráðs Akra- neskaupstaðar og skipar 1. sæti á lista Framsóknar og frjálsra í komandi sveitastjórnarkosningum. Metnaður og samvinna Kosningabaráttan hér á Akranesi hefur verið bæði skemmtileg og málefnaleg og er óhætt að segja að hún hafi farið kurteislega fram. Frambjóðendur allra flokka hafa komið fram fyrir hönd sinna flokka og bæjarins okkar með jákvæðni og bjartsýni í fyrirrúmi. Umræð- an hefur einkennst af því að bær- inn okkar stendur vel og það hef- ur verið ró og yfirvegun yfir stjórn bæjarfélagsins á liðnu kjörtímabili. Ég er stoltur af því að við stóðum sterk saman í gegnum erfiða tíma á meðan heimsfaraldur Covid gekk yfir. Akraneskaupstaður var í farar- broddi meðal sveitarfélaga með því að grípa til öflugra og mikilvægra viðspyrnuaðgerða gegn félagsleg- um og efnahagslegum áhrifum far- aldursins. Það er langt því frá að við höfum enn bitið úr nálinni með áhrif faraldursins á samfélagið til lengri tíma litið. Atvinnuleysi hef- ur þó minnkað hratt og við höfum komið fjármálum bæjarins á góð- an stað. Áfram skal haldið Við í Samfylkingunni höfum lagt áherslu á að fara vel með almanna- fé og sýnt ábyrgð við stjórn bæjar- ins. Við höfum byggt fimleikahús, reiðhöll og leikskóla, lagt göngu- stíga og lagað götur. Bygging er hafin á einni glæsilegustu íþrótta- miðstöð landsins við Jaðarsbakka og höfum við sett okkur langtíma- markmið um þá uppbyggingu. Við höfum skipulagt ný hverfi og stað- ið að uppbyggingu á þéttingar- og þróunarreitum í bænum. Við höf- um byggt fjölbreytt húsnæði, því í bænum okkar býr fjölbreyttur hóp- ur fólks með margþættar þarfir. Framtíðarsýnin sem birtist í nýju aðalskipulagi til ársins 2033 er skýr. Þar setjum við okkur metnaðar- full markmið um gæði bygginga og hverfa, um umhverfis- og lofts- lagsmál og lýðheilsu. Við munum fylgja þessu vel eftir á næstu árum til að tryggja það að hér eflist áfram mannvænt samfélag sem leggur áherslu á lífsgæði og vellíðan bæjar- búa. Stjórnun bæjarfélags gengur einmitt fyrst og fremst út á það að auka lífsgæði íbúanna. Mikilvæg ár framundan Næstu ár verða mjög spennandi. Bærinn okkar er í örum vexti og við verðum að tryggja að upp- byggingin verði bæði fjölskylduvæn og nútímaleg, þannig að hún bæti lífsgæðin, en ógni þeim ekki. Við skulum halda áfram að stuðla að nútímalegri og framsækinni upp- byggingu atvinnulífs í bænum, því okkar eigið atvinnulíf er forsenda fyrir sjálfbærum vexti samfélagsins. Stofnanirnar okkar hafa lagt hart að sér við að ná fram hagkvæmni í rekstri og við verðum að tryggja að þær fái notið afrakstursins, því ávaxtanna skulu þeir njóta sem unnu fyrir þeim. Við þurfum að bæta kjör barnafjölskyldna og gera það sem skiptir þær mestu máli, huga að aðbúnaði barnanna okkar og menntun þeirra í skólum, leik- skólum og frístundastarfi. Við þurfum að stuðla að jöfn- um tækifærum allra Skagamanna, fatlaðra sem ófatlaðra, hinna eldri og hinna yngri, innfæddra sem aðfluttra. Það á að vera gott að búa á Akranesi og við verðum að tryggja að svo verði um ókomna tíð. Ágæti lesandi, ég hvet þig til að mæta á kjörstað og nýta þinn atkvæðisrétt! Við jafnaðarmenn á Akranesi viljum vinna fyrir þig, fyr- ir fjölskyldu þína og farsæld henn- ar, fyrir fjölbreytt og nútímalegt atvinnulíf, fyrir heilsu þína, velferð og umhverfi. Kæru Skagamenn, við óskum eft- ir ykkar stuðningi. XS – Að sjálfsögðu! Valgarður Lyngdal Jónsson Höfundur skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akranesi. Að skila sínu atkvæði Yfir 60 kajak ræðarar voru saman komnir um liðna helgi á Arnarstapa á Snæfellsnesi til þess að njóta leið- sagnar og kennslu í meðferð bát- anna. Hópnum var skipt í þrennt. Voru þátttakendur frá 15 þjóðlönd- um á öllum aldri, eða frá 20 ára og upp í 80 ára, af báðum kynjum. Farið var yfir öryggisþætti og beitingu ára og kennt hvernig á að snúa bátunum þegar þeir hvolfa. Kennarar voru bæði íslenskir og erlendir. Mikil áhersla var lögð á að kenna á þær hættur sem geta borið að. Farið var út fyrir Arnarstapa og róið meðfram ströndinni og not- ið fegurðar sem Arnarstapaströnd hefur upp á að bjóða. Það var fyrir- tækið Seakayak Iceland sem stóð fyrir þessari ferð á Arnarstapa. af Fjöldi kajak ræðara á námskeiði á Arnarstapa Hópurinn stillti sér upp fyrir myndatöku. Hér undirbúa nemendur sjósetningu í rennunni. Veiga Grétarsdóttir var meðal nem- enda en hún sigldi ein sín liðs rangsæl- is kringum Ísland sumarið 2020.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.