Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 202228 Heildstætt og hagnýtt skipulag LbhÍ Vor 2022 Nemendur í hagnýtu námskeiði Landbúnaðarháskólans á Hvann- eyri í skipulagsfræðum eru nú að vinna verkefni um uppbyggingu fyrir fyrirsjáanlega fjölgun íbúa í Borgarnesi. „Mest er um vert að öll uppbygging muni samræmast sem best markmiðum sjálfbærr- ar þróunar. Stefnumál Borgarness um heilsueflingu er í þessum anda, og því mikilvægt að skipulagið og uppbyggingin stuðli að hreyfingu fólks, fótgangandi og á hjóli. Til þessa þarf að gera hentuga innviði og spennandi umhverfi sem ger- ir þessa ferðamáta skemmtilega og létta,“ segir Arna Mathiesen arki- tekt sem er leiðbeinandi í nám- skeiðinu. „Eitt fyrsta verk nemendanna var því að athuga hversu vel hin stóru skipulagsáform samræm- ist a) skipulagsbreytingum á þjóð- vegi í aðalskipulagi og b) hugmynd- um um að gera arkitektasamkeppni um íbúðabyggð á Borgarlandinu handan vogarins. Þetta þurfi að samræmast sjálfbærnimarkmið- um. Eins og sjá má hér að neðan mun ný lega þjóðvegarins ýta und- ir uppbyggingu þjónustu norð- an byggðarinnar sem ekki verð- ur í göngufæri, og ný íbúðabyggð handan vogarins tekur ekkert tillit til viðkvæmrar náttúru sem ber að vernda og sú uppbygging yki enn frekar dreifingu byggðarinnar með tilheyrandi bílaumferð og dýrri innviðauppbyggingu,“ segir Arna. Könnun nemenda LbhÍ á lýð- fræðilegum þáttum leiddi í ljós að allavega verði þörf á íbúðum vegna fjölgunar eldri borgara, en einnig er skortur á húsnæði fyrir ungt fólk í námi á svæðinu, og unga Borg- nesinga sem vilja flytja að heiman án þess að þurfa að flytja úr heima- byggð. „Yfir helmingur íbúðanna í Borgarnesi er í sérbýli, sem er ekki endilega hentugasta íbúðagerð fyr- ir þessa hópa. Nauðsynlegt er að nýtt húsnæði verði miðsvæðis, eigi þjónusta að vera í göngufæri. Því eru nemendurnir nú að vinna að tillögu miðsvæðis sem gerir ráð fyr- ir að þjóðvegurinn breytist í líflega bæjargötu í lífvænlegri bæjarbyggð með margvíslegri þjónustu. Þetta mun efla Borgarnes í framtíðinni sem útsýnisglugga fyrir, og hlið og inn í Borgarbyggð og Borgar- fjörðinn með öllu sem hann hefur upp á að bjóða fyrir sjálfbæra ferða- mennsku og lífsstíl.“ mm Kort sem nemendur hafa unnið út frá markmiðum um sjálfbæra þróun byggðar. Skipulag Borgarness er viðfangsefni nemenda LbhÍ. Ljósm. mm. Spyrja hvort stóru skipulagsmálin í Borgarnesi samræmist markmiðum sjálfbærrar þróunar Módel af Borgarnesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.