Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 11.05.2022, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2022 23 S K E S S U H O R N 2 02 2 Aðalfundur Verkalýðsfélags Akraness verður haldinn miðvikudaginn 18. maí 2022 kl. 17:00 á Gamla Kaupfélaginu, Kirkjubraut 11. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár 2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til afgreiðslu 3. Kosningar sem þurfa að fara fram á aðalfundi samkvæmt 28. grein laga félagsins 4. Önnur mál Á aðalfundi verða ekki afgreiddar með atkvæðagreiðslu aðrar tillögur og ályktanir en þær sem borist hafa til skrifstofu félagsins 5 dögum fyrir aðalfund eins og 28. grein laga félagsins kveður á um. Ársreikningur félagsins mun liggja frammi á skrifstofu félagsins 10 dögum fyrir aðalfund. Komi tillögur eða ályktanir fram þá munu þær liggja frammi á skrifstofu félagsins og verða einnig kynntar á heimasíðu félagsins. Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta. Boðið verður upp á kvöldverð eftir fundinn. Þjóðbraut 1 | 300 Akranes | Sími 430 9900 | skrifstofa@vlfa.is Verkalýðsfélag Akraness Að óska eftir aðildarviðræðum við ESB og leggja kosti og galla aðildar undir dóm þjóðarinnar. Að auka aflaheimildir í þorski um 30 til 40 þúsund tonn og leigja þær á frjálsum markaði. Að stöðva útflutning á óunnum gámafiski, en slíkt myndi skapa fjölmörg störf hér á landi. Að auðlindum hafsins verði komið aftur í eigu þjóðarinnar. Að afnema verðtrygginguna við fyrsta tækifæri. Að koma með skýra aðgerðaáætlun um hvernig á að hjálpa skuldsettum heimilum. Þessar vikurnar er þeim að blæða út. Að koma með skýra aðgerðaáætlun um hvernig á að örva og efla atvinnulífið. Að atvinnuleitendum verði heimilt að stunda nám á meðan þeir eru á atvinnuleysisbótum. Að koma okkar sjónarmiðum vegna deilna við Breta vel á framfæri við alþjóðasamfélagið. Að misbjóða ekki þjóðinni með því fá Breta til að sinna hér loftrýmisvörnum á sama tíma og þeir telja okkur vera hryðjuverkamenn. Að skipt verði út stjórnendum í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu enda virðast þeir aðilar ekki njóta trausts og trúnaðar íslensku þjóðarinnar. Að stórefla upplýsingaflæði til almennings. Íslenska þjóðin vill vita, hvað er verið að gera - hvað er búið að gera og hvað hyggist þið gera. Að fenginn verði óháður erlendur aðili til að rannsaka hrun bankakerfisins og þar verði hverjum steini velt við. Að leitað verði allra leiða til að frysta eigur þeirra útrásarvíkinga sem stóðu að útrás bankanna á meðan rannsókn fer fram á hruni bankakerfisins. Að allir þeir aðilar sem skuldsettu íslenska alþýðu uppí rjáfur á erlendri grundu verði látnir sæta ábyrgð og einnig þeir eftirlitsaðilar sem brugðust sínu hlutverki. Stjórn Verkalýðsfélags Akraness skorar á ríkisstjórn Íslands Stjórn Verkalýðsfélags Akraness www.vlfa.is l l l l l l l l l l l l l l l Verkalýðsfélag Akraness Sunnubraut 13 | 300 Akranes | Sími 430 9900 | Fax 430 9901 | skrifstofa@vlfa.is Umhverfisvaktin við Hvalfjörð samþykkti á síðasta aðalfundi sín- um ályktun, sem óskað var eftir birtingu á. Hún er svohljóðandi: „Aðalfundur Umhverfisvaktar- innar við Hvalfjörð, haldinn 7. apr- íl 2022, skorar á ríkisstjórn Íslands að láta fara fram endurskoðun á starfsleyfum stóriðjufyrirtækjanna á Grundartanga, með það að mark- miði að þau dragi nú þegar úr losun mengandi efna svo sem koldíoxíðs, flúors og brennisteins. Ástandið er alvarlegt. Til dæmis er losun koldí- oxíðs (CO2) frá Elkem og Norður- áli orðin um ein milljón tonna á ári, en það er verulegur hluti af losun Íslands á CO2. Tækni til að nýta CO2 til rafeldsneytis er á tilrauna- stigi og ekki hægt að gera ráð fyr- ir henni sem dugandi mótvægisað- gerð strax, gegn svo gríðarlegri los- un þessarar gróðurhúsalofttegund- ar.“ mm Ályktun aðalfundar Umhverfis- vaktarinnar við Hvalfjörð UMHVERFISVAKTIN HVALFJÖRÐVI Ð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.