Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.01.2022, Qupperneq 12

Læknablaðið - 01.01.2022, Qupperneq 12
12 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N nokkru leyti á Íslandi vegna fjölda Færeyinga sem flust hafa til landsins.5 Í annað sinn árið 2013 þegar leikkonan Angelina Jolie skrifaði opið bréf í New York Times og sagði frá því að hún bæri meinvaldandi breytingu í BRCA1-geni.6 Að lokum varð nokkur aukning á komum í erfðaráðgjöf vorið 2018 í kjölfar þess að vefur- inn arfgerd.is var opnaður hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þar gat fólk leitað upplýsinga um hvort það bæri meinvaldandi breytinguna c.771_775del (betur þekkt sem 999del5) í BRCA2-geni.7 Eftir því sem höfundar vita best er þetta fyrsta samantekt á Íslandi á niðurstöðum erfðarannsókna sem gerðar hafa verið í tengslum við erfðaráðgjöf. Hún nær yfir 5 ára tímabil (2012-2017). Ein leið til að taka saman niðurstöður erfðarannsókna er að skoða nýtni (yield). Með nýtni erfðarannsókna er átt við það hlutfall rann- sókna sem sýna jákvæða niðurstöðu á móti neikvæðum niðurstöð- um og rannsóknum sem skila niðurstöðu með óþekkta klíníska þýðingu. Jákvæð niðurstaða þýðir að meinvaldandi erfðabrigði sem útskýrir sjúkdómsmynd einstaklings hefur fundist í erfðaefni hans. Samhliða var tekinn saman fjöldi þeirra sem fengu erfðaráð- gjöf og þeirra sem fóru í erfðarannsókn án aðkomu erfðaráðgjafar Landspítala. Til viðbótar voru ástæður fyrir komu og niðurstöður rannsókna skráðar. Aðferðir Gögn um komur á árunum 2012-2017 í erfðaráðgjöf voru unnin upp úr sjúkraskrárkerfi ESD, Shire og Sögu/Heilsugátt. Shire var meginsjúkraskrárkerfi deildarinnar fram til 2016 en Saga/Heilsu- gátt hefur verið notuð í vaxandi mæli eftir það. Þá voru upplýs- ingar fengnar frá DNA-rannsóknarstofu ESD um sýni úr einstak- lingum sem bárust á sama tímabili og þau samkeyrð til þess að fá yfirsýn yfir þá sem fóru í erfðarannsókn án erfðaráðgjafar hjá ESD. Einnig voru tíðnitölur yfir litninga- og örflögurannsóknir fengnar beint frá litningarannsóknarstofu ESD. Mismunandi var hvar erfðarannsóknirnar voru framkvæmdar, á DNA-rannsóknar- stofu Landspítala, frumulíffræðideild spítalans eða á rannsóknar- stofum erlendis. Einnig voru klínískar raðgreiningar gerðar hjá Íslenskri erfðagreiningu undir lok tímabilsins. Staðfesting og túlkun á niðurstöðum erfðarannsókna fóru alltaf fram á erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala. Öll eftirvinnsla á gögnum fyrir rannsókn fór fram í Excel og eftirfylgniupplýsingar voru sótt- ar í sjúkraskrárkerfi Landspítala (Saga/Heilsugátt). Niðurstöður Úr Shire og Sögu fengust upplýsingar um 5063 einstaklinga sem skráðir voru í erfðaráðgjafahluta kerfanna á árunum 2012 til 2017. Ef ekki fannst færsla um erfðaráðgjöf var viðkomandi ekki talinn með. Alls 4744 einstaklingar á aldrinum 0-98 ára höfðu skráða komu í 4807 skipti á tímabilinu (mynd 1). Meðalaldur var 43 ár (miðgildi: 49 ár). Stöðug aukning á komum var yfir tímabilið (mynd 2), frá 417 komum árið 2012 í 1274 árið 2017. Gögn um fjölda símtala sem jafngiltu komu (símaráðgjöf) eru aðeins til frá árinu Mynd 2. Sýnir fjölda þeirra einstaklinga sem komu í erfðaráðgjöf á tímabilinu 2012-2017. Mynd 1. Sýnir dreifingu aldurs þeirra sem komu í erfðaráðgjöf á árunum 2012-2017.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.