Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.01.2022, Qupperneq 13

Læknablaðið - 01.01.2022, Qupperneq 13
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 13 R A N N S Ó K N 2016 en þeim fjölgaði um ríflega helming, úr 575 í 1086 milli 2016 og 2017. Helstu ástæður fyrir erfðaráðgjöf á þessu fimm ára tímabili voru krabbamein (n=2961, 62%). Á mynd 3 má sjá samsetningu annarra sjúkdóma en krabbameina (n=1846). Taugasjúkdómar voru algengastir (n=311, 17%), ásamt vöðvasjúkdómum (n=227, 12%) og hjarta- og æðasjúkdómum (n=226, 12%). Tafla I sýnir 20 algengustu ástæður fyrir komu í erfðaráðgjöf. Á eftir krabbamein- um komu ýmsir sjúkdóma sem erfast ríkjandi. Af þeim má nefna til dæmis vöðvaspennuvisnun (myotonic dystrophy, n=158, 3%), of- vaxtarhjartavöðvasjúkdóm (hypertrophic cardiomyopathy, n=57, 1%), Marfan-heilkenni (n=33, 0,7%) og arfgenga heilablæðingu (n=24, 0,5%). Ráðgjöf vegna sjúkdóma sem erfast víkjandi og arfberapróf í tengslum við þá var einnig stór hluti erfðaráðgjafar. Af þeim sjúkdómum má nefna mænuvöðvarýrnun (spinal muscular atrophy; n=106, 2%) og GM1-ganglio-síðkvilla (n=24, 0,5%) sem dæmi. Erfða- ráðgjöf vegna meðgöngutengdra vandamála var einnig algeng (tafla I) og einkum eftir niðurstöðu um auknar líkur á litningafrá- viki fósturs eftir samþætt líkindamat á fyrsta þriðjungi meðgöngu (n=32) og fósturgreiningu (n=44) (samtals n=76, 1,5%). Þá kom 1% vegna ýmissa annarra litningafrávika (n=49). Að lokum eru á list- anum sjúkdómar sem oft er flókið að finna erfðaorsök fyrir, eins og einhverfa (n=27, 0,5%) og Ehlers-Danlos-heilkenni (n=41, 1%). Gögn frá DNA-rannsóknarstofu ESD (tafla I) fyrir tímabilið sýna að fjöldi þeirra sem fóru í erfðarannsókn á Landspítala án skráðrar komu í erfðaráðgjöf (n=5503), er að stærstum hluta vegna tveggja sjúkdóma. Þeir eru arfgeng járnofhleðsla (haemochromatos- is, n=3151, 57%) og bláæðasegatilhneiging (n=898, 16%). Sjúkdómar tengdir hjartarafleiðni eins og lenging QT-bils (Long QT syndrome, n=179, 3%) og ofvaxtarhjartavöðvasjúkdómur (n=170, 3%) voru einnig algengar ástæður fyrir erfðarannsóknum. Skoðaðir voru mismunandi flokkar erfðarannsókna sem fram- kvæmdar voru að undangenginni erfðaráðgjöf á Landspítala. Teknar voru saman niðurstöður eftir leit að þekktum meinvaldandi breytingum (target-testing), örflögugreiningum (array CGH), rað- greiningum (next generation sequencing, NGS) á stökum genum, fjölgenarannsóknir (gene panels) og tákn- og heilerfðamengisrann- sóknir (whole exome sequencing, whole genome sequencing). Á tímabilinu voru framkvæmdar 2386 rannsóknir þar sem leit- að var að þekktum meinvaldandi breytingum. Úr slíkum rann- sóknum fékkst jákvæð niðurstaða í 33% tilfella (n=803). Neikvæðar niðurstöður voru 64% tilfella (n=1518). Niðurstöður úr 65 rann- Mynd 3. Ástæður fyrir komur í erfðaráð- gjöf eftir sjúkdómahópum. Tafla I. Sýnir 20 algengustu komuástæður í erfðaráðgjöf vinstra megin og 20 algengustu ástæður fyrir erfðaprófi án aðkomu erfðaráðgjafar Landspítala hægra megin. Erfðaráðgjafareining Án aðkomu erfðaráðgjafar Landspítala Sjúkdómur Fjöldi Sjúkdómur Fjöldi Krabbamein 2961 Arfgeng járnofhleðsla 3151 Vöðvaspennuvisnun 158 Bláæðasegatilhneiging 898 Mænuvöðvarýrnun 106 Lenging QT-bils 179 Ofvaxtarhjartavöðvasjúkdómur 57 Ofvaxtarhjartavöðvasjúkdómur 170 Litningafrávik 49 Litningafrávik 70 Fósturgreining 44 Krabbamein 52 Ehlers-Danlos-heilkenni 41 Fabry-sjúkdómur 36 ARVD/C 40 Slímseigjusjúkdómur 26 Neurofibromatosis 38 Neurofibromatosis 25 Marfan-heilkenni 33 ARVD/C 25 Samþætt líkindamat 32 Mænuvöðvarýrnun 24 Einhverfa 27 Brotgjarn X-litningur 17 Slímseigjusjúkdómur 26 Vöðvaspennuvisnun 17 Retinitis pigmentosa 26 Arfgeng heilablæðing 16 Endurtekin fósturlát 24 Dravet-heilkenni 16 GM1-ganglio-síðkvilli 24 Ósæðagúlpur 13 Arfgeng heilablæðing 24 MODY-sykursýki 13 Down-heilkenni 20 Marfan-heilkenni 12 Fabry-sjúkdómur 19 Arfbundin kólesterólhækkun 11 Wilson-sjúkdómur 19 Flogaveiki 10

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.