Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.01.2022, Page 15

Læknablaðið - 01.01.2022, Page 15
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 15 R A N N S Ó K N erfðaráðgjafar hafa verið vel skilgreindir og er því ljóst að hlut- verk hennar innan almennar heilbrigðisþjónustu mun aukast.4,13 Greiningar í gegnum erfðaráðgjöf geta leitt til bættrar meðferðar fyrir ákveðna sjúklingahópa. Á rannsóknartímabilinu mætti til dæmis nefna sjúkdóma eins og Fabry-sjúkdóm og sum krabba- meinsheilkenni. Í tilfelli Fabry-sjúkdóms var sértæk ensímuppbót- armeðferð (Enzyme Replacement Therapy) innleidd á tímabilinu.14,15 Fyrir krabbameinsheilkenni getur greining á erfðaþætti leitt til innleiðingar ákveðinna lyfja í krabbameinsmeðferð. Nærtækasta dæmið væri Olaparib sem nýtist við meðferð á eggjastokkakrabba- meinum hjá arfberum að BRCA1/2-stökkbreytingum.16 Lágt nýtnihlutfall í fjölgenarannsóknum vegna krabbameina gæti orsakast af lágum þröskuldi fyrir framkvæmd slíkra rann- sókna hér á Íslandi. ESD tók nýverið upp nýja hnitmiðaða fjölgena- rannsókn, svokallaða TSHC-rannsókn (TruSight Hereditary Cancer Panel, fjölgenarannsókn fyrir arfgeng krabbamein) sem gerð er hér á landi. Sú rannsókn felur í sér raðgreiningu á 113 genum sem tengd hafa verið við arfgeng krabbamein. Jafnframt leitast DNA- rannsóknarstofa Landspítala við að meta breytingar með óþekkta klíníska þýðingu í rannsóknarniðurstöðum með tilliti til einkenna og/eða fjölskyldusögu. Nýleg grein Samadder tók til nýtni úr 80 gena erfðarannsókn sem gerð var hjá 2984 manns með krabba- mein. Jákvæð niðurstaða fékkst í 13,3% tilfella og í 47,4% tilfella fundust breytingar með óljósa klíníska þýðingu.17 Nýtni fjölgenar- annsókna vegna krabbameina var ívið hærri hér á landi á tímabil- inu 2012-2017 (20%), en á sama tíma fékkst töluvert hærra hlutfall af breytingum með óljósa klíníska þýðingu (56%). Nýtni tákn- og heilerfðamengisrannsókna yfir tímabilið er 46%. Þættir sem hafa áhrif á nýtni þeirra gæti verið takmarkaður fjöldi slíkra rannsókna (n=88), sem fyrst voru innleiddar undir lok tímabilsins. Hér gæti einnig verið um að ræða ákveðna uppsöfn- Heimildir 1. Horton RH, Lucassen AM. Recent developments in genetic/genomic medicine. Clin Sci 2019; 133: 697-708. 2. Perez Rojo F, Nyman RKM, Johnson AA, et al. CRISPR-Cas systems: Ushering in the new genome editing era. Bioengineered 2018; 9: 214-21. 3. Resta RG. What have we been trying to do and have we been any good at it? A history of measuring the success of genetic counseling. Eur J Med Genet 2019; 62: 300-7. 4. Stefánsdóttir V, Arngrímsson R, Jónsson JJ. Iceland—Genetic Counseling Services. J Genet Counsel 2013; 22: 907-10. 5. Lund AM, Joensen F, Hougaard DM, et al. Carnitine transporter and holocarboxylase synt- hetase deficiencies in The Faroe Islands. J Inherited Metabol Dis 2007; 30: 341-9. 6. Jolie A. My Medical Choice. New York Times 14. mars 2013. 7. Stefánsdóttir V, Þórólfsdóttir EÞ, Högnason HB, et al. Web-based return of BRCA2 rese- arch results: One-year genetic counselling experience in Iceland. Eur J Hum Genet 2020; 28: 1656-61. 8. Adams PC. Is DNA testing for hemochromatosis diagnosis reliable? Exp Rev Molecul Diagnost 2017; 17: 203-4. 9. Favaloro EJ. Genetic Testing for Thrombophilia-Related Genes: Observations of Testing Patterns for Factor V Leiden (G1691A) and Prothrombin Gene “Mutation” (G20210A). Sem Thrombos Hemostas 2019; 45: 730-42. 10. Bergsteinsson H, Baldursson O, Clausen M, et al. 466 Cystic Fibrosis in Iceland 1955–2005; incidence, survival and CFT mutations in the Icelandic population. J Cyst Fibr 2006; 5: S102. Greinin barst til blaðsins 17. maí 2021, samþykkt til birtingar 12. nóvember 2021. un tilfella þar sem hópur með skýr einkenni erfðasjúkdóms en án greiningar hafi fyrst þá fengið aðgengi að slíkum rannsóknum. Ef niðurstöður erlendra rannsókna eru skoðaðar reynist nýtni tákn- og heilerfðamengisrannsókna almennt liggja á bilinu 25-50%.18-20 Útkoma þeirra veltur þó á ýmsu. Gerð sjúkdóms, uppvinnsla sjúk- lings og fjöldi rannsókna sem framkvæmdar voru áður en gerðar voru tákn- eða heilerfðamengisraðgreiningar, sem og hversu hár þröskuldur er til staðar að velja svo viðamikla og dýra rannsókn.18 Eftir því sem aðgengi að erfðarannsóknum eykst og kostnaður þeirra minnkar má gera ráð fyrir að þröskuldur fyrir erfðarann- sókn lækki samhliða. Því má búast við með auknum fjölda rann- sókna að nýtni erfðarannsókna lækki í framhaldinu. Samkvæmt verkferli erfðaráðgjafar Landspítala er hvert tilfelli metið með til- liti til þess hvort farið skal út í stærri rannsóknir eins og WGS/WES þegar aðrar erfðarannsóknir hafa ekki náð að útskýra einkenni sjúklings (skilað neikvæðum niðurstöðum). Í því samhengi hef- ur aðgengi að nýjum stærri erfðarannsóknum alltaf verið gott og almennt lágur þröskuldur fyrir áframhaldandi erfðauppvinnslu. Lokaorð Erfðaráðgjöf er í auknum mæli nýtt sem hluti af uppvinnslu einstaklinga í almennri heilbrigðisþjónustu. Tækniframförum og aukinni eftirspurn hefur verið mætt með innleiðingu nýrra rann- sókna og fjölgun starfsfólks. Liður í því að bæta þjónustuna er að skoða og gera grein fyrir starfsemi einingarinnar. Þessari grein var ætlað að varpa ljósi á starfsemi yfir 5 ára tímabil. Áætlað er að endurtaka þessa rannsókn á 5 ára fresti en með því að birta tölulegar upplýsingar um starfsemina fæst regluleg yfirsýn yfir þjónustu erfðaráðgjafar Landspítala. 11. Leifsdóttir G, Benedikz J, Jóhannesson G, et al. Spennuvisnun (Dystrophia Myotonica): almennt yfirlit og algengi á Íslandi. Læknablaðið 2005; 91: 829-34. 12. Clift K, Macklin S, Halverson C, et al. Patients’ views on variants of uncertain significance across indications. J Comm Genet 2020; 11: 139-45. 13. Patch C, Middleton A Genetic counselling in the era of genomic medicine. Br Med Bull 2018; 126: 27-36. 14. Þórisdóttir AL. Bræðurnir fá lyf við Fabry sjúkdómnum. Morgunblaðið 2013; 13. mars: 12. 15. McCafferty EH, Scott LJ. Migalastat: A Review in Fabry Disease. Drugs 201; 79: 543-54. 16. Ray-Coquard I, Pautier P, Pignata S, et al. Olaparib plus Bevacizumab as First-Line Maintenance in Ovarian Cancer. N Engl J Med 2019; 381: 241-28. 17. Samadder NJ, Riegert-Johnson D, Boardman L, et al. Comparison of Universal Genetic Testing vs Guideline-Directed Targeted Testing for Patients with Hereditary Cancer Syndrome. JAMA Oncol 2021; 7: 230. 18. Sawyer SL, Hartley T, Dyment DA, et al. Utility of whole-exome sequencing for those near the end of the diagnostic odyssey: Time to address gaps in care. Clin Genet 2016; 89: 275- 84. 19. Trujillano D, Bertoli-Avella AM, Kumar Kandaswamy K, et al. Clinical exome sequencing: Results from 2819 samples reflecting 1000 families. Eur J Hum Genet 2017; 25: 176-82. 20. Lionel AC, Costain G, Monfared N, et al. Improved diagnostic yield compared with tar- geted gene sequencing panels suggests a role for whole-genome sequencing as a first-tier genetic test. Genet Med 2018; 20: 435-43.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.