Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.01.2022, Qupperneq 24

Læknablaðið - 01.01.2022, Qupperneq 24
24 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 og sést í allt að 39% tilfella eftir ástungu með grófnál, en 24% með fínnálarástungu.47 Víða erlendis er farið að nota óm- (radial endobronchial ultrasound) og segulmiðun (navigational) við berkju- speglun til að staðsetja betur og ná sýnum úr æxlum sem liggja utarlega í lungum.48 Sé læknandi meðferð talin möguleg hjá sjúklingi með stækk- aða eða JS-jákvæða miðmætiseitla er gerð sýnataka til að staðfesta meinvarpið.41 Unnt er að taka sýni úr miðmætiseitlum með nál sem stungið er í gegnum berkju (berkjuómspeglun, endobronchial ultrasound = EBUS) eða vélinda (vélindaómspeglun, eosophageal ultrasound = EUS), og er í báðum tilfellum notuð ómstýring (mynd 5). Þetta er örugg aðferð við stigun miðmætiseitla, sérstaklega þeim sem liggja nálægt stærri loftvegum og eru >10 mm að stærð. Er berkjuómspeglun því ráðlögð sem fyrsta rannsóknaraðferð til sýnatöku úr miðmætiseitlum. Bæði berkju- og vélindaómspeglun má framkvæma í slævingu eða stuttri svæfingu, og er sértæki beggja rannsókna há (83-92%), og tíðni fylgikvilla (blæðing, sýk- ing í miðmæti, loftbrjóst) lág (<1%).49 Eftir að berkju- og vélindaómspeglun kom til sögunnar hefur miðmætisspeglunum (mediastinoscopy) fækkað stórlega. Miðmætis- speglun getur þó komið til greina fáist greining ekki með öðrum hætti.41 Í svæfingu er gerður 2-3 cm skurður á neðanverðum hálsi og röri með ljósgafa rennt eftir framanverðum barka niður í mið- mæti. Hægt er að ná sýnum úr miðmætiseitlum sömu megin og æxlið (N2-eitlastöð) eða gagnstæðu megin (N3-eitlastöð) (mynd 3). Næmi miðmætisspeglunar í greiningu eitilmeinvarpa er 90% og sértæki 100%,41,50 en hún nær þó ekki til eitla í neðanverðu mið- mæti eða eitla í lungnaportum. Miðmætisspeglun er örugg aðgerð og eru fylgikvillar eins og blæðing, áverki á vinstri raddbandstaug og skurðsýkingar sjaldgæfar (<1%).41,50,51 Loks getur brjóstholsspeglun komið til greina þegar sterkur grunur leikur á meinvörpum í fleiðru, til dæmis ef endurtekin frumurannsókn á fleiðruvökva er neikvæð, og æxli ekki sjáanleg á TS.39 Meðferð Helstu meðferðir við lungnakrabbameini eru sýndar í töflu lV, en þeim má skipta í skurðaðgerð, geisla- og lyfjameðferð. Skurðmeðferð Skurðaðgerð er helsta læknandi meðferðin við staðbundnu lungnakrabbameini.39 Hérlendis fer um þriðji hver sjúklingur sem greinist með lungnakrabbamein sem ekki eru smáfrumukrabba- mein í skurðaðgerð þar sem lækning er markmiðið, og þykir það hátt hlutfall á heimsvísu.52 Langflestir þeirra eru á stigi I eða II, en þegar sjúkdómurinn hefur borist í miðmætiseitla sömu megin og lungnaæxlið (stig IIIA) er skurðaðgerð aðeins beitt í undantekn- ingartilfellum53 og næstum aldrei þegar fjarmeinvörp eru til stað- ar (stig IV). Sama á við þegar miðmætiseitlameinvörp eru gagn- stæðu megin við frumæxlið (stig IIIB).39 Algengasta aðgerðin við lungnakrabbameini er blaðnám (lobect- omy), og er henni beitt í næstum 80% skurðtilfella.52,54 Þá er lungna- blaðið í heild sinni fjarlægt ásamt eitlum í blaðinu og í lungnaporti næst blaðinu (N1 eitlar). Einnig eru eitlar í miðmæti sömu megin og lungnaæxlið fjarlægðir, fyrst og fremst til stigunar, en eitlatak- an eykur óverulega tíðni fylgikvilla.55,56 Við fleygskurð (wedge resection) og geiraskurð (segmentectomy) er minna fjarlægt af lunga en við blaðnám, og eru þessar aðgerð- ir gerðar hjá 10-15% sjúklinga, aðallega sjúklingum sem ekki eru taldir þola blaðnám vegna skertrar lungnastarfsemi.57 Aðgerðirn- ar eru fljótlegri og tæknilega einfaldari borið saman við blaðnám, en tíðni endurtekins lungnakrabbameins er allt að þrefalt hærri.58 Skýrist það aðallega af því að við blaðnám eru allir N1-eitlar í blað- inu fjarlægðir, en þeir geta í allt að 15% tilfella innihaldið mein- vörp.39,56 Ef æxli eru staðsett miðsvæðis í lunganu, eða teygja sig á milli blaða, getur þurft að gera lungnabrottnám (pneumonectomy), og á það við í 5-10% tilfella.59,60 Lungnabrottnám er stór aðgerð og sjúklingar lengur að jafna sig en eftir blaðnám, auk þess sem lífs- gæði sjúklinga til langs tíma eru síðri.59,60 Blaðnám, fleygskurðir og sumir geiraskurðir eru í dag oftast framkvæmdir með aðstoð brjóstholssjár og kallast á ensku VATS (video-assisted thoracicscopic surgery). Á mynd 6a sjást skurðir við slíka aðgerð. Lungað er þá fjarlægt í gegnum 3-4 cm langan skurð án þess að glenna rif í sundur líkt og við hefðbundinn brjósthols- skurð, sem aftur minnkar verki og styttir legutíma.61 Hefðbund- inn brjóstholsskurður (mynd 6b) á þó enn við í um 15% tilfella, til Tafla lV. Yfirlit yfir meðferð sjúklinga með lungnakrabbmein önnur en smáfrumukrabbamein. TNM stig Meðferð I Skurðaðgerð eingöngu Óskurðtækir: Geislameðferð II Skurðaðgerð + lyfjameðferð eftir aðgerð Óskurðtækir: Geislameðferð og/eða lyfjameðferð IIIA Lyfja- og geislameðferð samhliða, auk skurðaðgerðar í völdum tilvikum IIIB Lyfjameðferð +/- geislameðferð samhliða IV Lyfjameðferð Y F I R L I T S G R E I N Mynd 5. Berkjuómspeglun með nálarsýnatöku úr miðmætiseitli. (Mynd Árni Þór Árnason)

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.