Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.01.2022, Page 26

Læknablaðið - 01.01.2022, Page 26
26 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 Ósértæk lyfjameðferð Þessum lyfjum má skipta annars vegar í hefðbundin krabba- meinslyf og nýrri krabbameinslyf sem örva ónæmiskerfi einstak- lingsins. Þau hefðbundnu hefta skiptingu krabbameinsfrumna og eru oft með fyrirsjáanlegar aukaverkanir eins og ógleði/lyst- arleysi, slappleika, hárlos, niðurgang og lækkun á hvítum blóð- kornum og/eða blóðflögum. Ónæmisörvandi lyfin hjálpa ónæm- iskerfinu að þekkja krabbameinsfrumur sem framandi. Hægt er að mæla próteinið PDL1 á yfirborði lungnakrabbameinsfrumna, sem getur sagt til um meðferðarsvörun, en svörunin er almennt betri eftir því sem meira mælist af próteininu.73 Aukaverkanir ónæmishvetjandi lyfja eru almennt vægari en hefðbundinna krabbameinslyfja, en þau geta þó valdið bólgu í nánast hvaða líf- færi sem er, auk þess sem aðrar líkamsfrumur geta einnig orðið fyrir áhrifum þeirra.73,74 Meðferð við sjúkdómi á stigi II Hjá sjúklingum sem reynast vera með sjúkdóm á stigi II eftir lungnaskurðaðgerð er oft mælt með krabbameinslyfjameðferð (adjuvant chemotherapy) til að minnka líkur á að krabbameinið taki sig upp.75 Yfirleitt eru gefin saman lyfin cisplatín og vinorelbín yfir 12 vikna tímabil, og eru aukaverkanir meðal annars ógleði, hárlos, heyrnarskerðing, skert nýrnastarfsemi og doði í fingrum og tám.75-77 Meðferð við sjúkdómi á stigi III Hjá þessum sjúklingum kemur skurðaðgerð oftast ekki til greina og er þá reynd læknandi samtvinnuð lyfja- og geislameðferð. Gef- in er geislameðferð daglega alla virka daga í 6 vikur og á sama tíma vikulega lyfjameðferð með carboplatín og paclitaxel. Sömu lyf eru síðan oft gefin í stærri skömmtum tvisvar sinnum, til dæm- is þremur til fjórum vikum fyrir upphaf geislameðferðar eða í lok geislameðferðar.67 Meðferð á lungnakrabbameini með meinvörpum (á stigi IV) Meðferð þessa stóra sjúklingahóps er oftast skipt eftir vefjagerð æxlisins. Kirtilmyndandi krabbamein Krabbamein án meinvaldandi stökkbreytinga Flest kirtilmyndandi lungnakrabbamein tilheyra þessum flokki og eru meðhöndluð með ósértækum krabbameinslyfjum sem hafa mismunandi verkunarmáta og aukaverkanir. Má þar nefna carboplatín, pemetrexed, paclitaxel/docetaxel, gemcitabín og vin- orelbín. Af ónæmisörvandi lyfjunum má nefna pembrolizumab, nivolumab, atezolizumab og durvalumab, sem öll hafa svipaða verkun og aukaverkanir. Ef heilsa sjúklings leyfir er upphafs- lyfjameðferð oftast gefin sem samsett meðferð, til dæmis með hefðbundnum krabbameinslyfjum eins og carboplatín og pem- etrexed og jafnvel með ónæmisörvandi krabbameinslyfi eins og pembrolizumab.68 Meðferðin er gefin í æð á þriggja vikna fresti, í allt að fjögur til sex skipti. Ef meðferðarsvörun er góð tekur við viðhaldsmeðferð, til dæmis með pemetrexed eða pembrolizumab, eða báðum lyfjum saman.68 Krabbamein þar sem meinvaldandi stökkbreytingar eru til staðar Sífellt fleiri lyf í þessum flokki (tafla I) eru í þróun við þekktum stökkbreytingum sem að öllum líkindum mun leiða til bættra horfa þessara sjúklinga.71,72,78-84 Ef um er að ræða EGFR stökk- breytingu, sem er algengust, eru notaðir svokallaðir EGFR-heml- ar eins og erlotiníb eða osimertiníb. Við ALK-stökkbreytingu er beitt alectiníb en fleiri lyf koma til greina og við ROS1-stökk- breytingu crizotiníb eða entrectiníb. BRAF-hemlum eins og vemurafeníb/dabrafeníb og mekinist er beitt hjá sjúklingum með BRAF-stökkbreytingu, og bæta þeir meðferðarsvörun.80 Við RET- -stökkbreytingu kemur cabozantiníb til greina, en það má einnig nota við MET-stökkbreytingum ásamt crizotiníb. Við HER- 2-stökkbreytingu er oftast notað trastuzumab og þá í æð ásamt ósértækum krabbameinslyfjum en fleiri lyf eru í farvatninu.82 Nýrri valkostur í meðferð sjúklinga með NTRK-stökkbreytingu eru lyfin larotrectiníb og entrectiníb.84 Flöguþekjukrabbamein Lyfjameðferð flöguþekjukrabbameins er að flestu leyti svipuð þeirri sem gefin er við kirtilmyndandi lungnakrabbameini. Flögu- þekjukrabbamein mælast þó nánast aldrei með meinvaldandi stökkbreytingar sem hægt er að nýta fyrir sértæka lyfjameðferð.85 Lungnakrabbamein sem er af smáfrumugerð Smáfrumukrabbamein eru iðulega hratt vaxandi og hafa næstum alltaf dreift sér út fyrir lungað við greiningu. Skurðaðgerð kemur því næstum aldrei til greina. Við staðbundnum sjúkdómi er gefin samtvinnuð lyfja- og geislameðferð, og er lyfjameðferð hafin eins fljótt og hægt er eftir greiningu.86 Geislameðferð er gefin þegar mögulegt er að koma meininu fyrir á einum geislameðferðarreit, og er gefin þegar nokkrar vikur eru liðnar á lyfjameðferðina. Lyfin sem notuð eru í upphafi eru cisplatín og etoposíd í staðbundn- um sjúkdómi,87 en carboplatín og etoposíd ef hann er dreifður.88 Lyfin eru gefin í æð á þriggja vikna fresti, allt að 4-6 sinnum. Ef meðferðarsvörun helst eftir að lyfjameðferð er lokið kemur til greina að gefa geislameðferð á heilann til að minnka líkur á að sjúkdómurinn taki sig upp þar. Geislameðferð Geislameðferð við lungnakrabbameini er beitt bæði í læknandi og líknandi tilgangi, og gefin ein sér eða samhliða lyfjameðferð. Við læknandi meðferð er markmiðið að ná háum geislaskammti á æxlið í lunganu ásamt eitlameinvörpum í miðmæti. Um leið er reynt að takmarka geislaskammt á nálæg líffæri, eins og mænu, vélinda, hjarta og aðra hluta lungans og þannig fækka fylgikvill- um eins og geislalungnabólgu og vélindabólgu sem sjást í allt að 15-40% tilfella eftir geislameðferð.89 Með nýjustu geislatækjum er hægt að hlífa heilbrigðum vef betur án þess að draga úr geislun á sjálft æxlið. Vegur þar þyngst sneiðmyndatækni sem gerir kleift að útbúa þrívíddarlíkan af æxlinu og nálægum líffærum, en einnig markvissari geislaskömmtun (dosimetry) og svokallaðri þrívíddar- geislameðferð (volumetric modulated arc therapy, VMAT).90 Á síðasta áratug hefur hnitstýrð geislameðferð (stereotactic body radiotherapy, SBRT) einnig rutt sér til rúms við læknandi geislameðferð við æxl- um í lunga. Þá er geislum beint á æxlið með mun hærri skammti og færri skiptum en við hefðbundna geislameðferð, oft 22 Gy í senn Y F I R L I T S G R E I N

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.